Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Síða 10
Gyðjurnar þrjár, Hera, Pallas Aþena og ástargyðjan Affródíta, leiddar fyrir dóm Parisar konungssonar á Iðafjalli, þar sem hann gætti hjaröar. Þær voru að keppa um epli, sem á var ritað: Handa hinni fegurstu — og allar báru Paris, son Príams konungs í Tróju. Paris var allra sveina fríðastur. Hann gætti hjarða föður síns á Iðafjalli, og þang- að fór sendiguðinn Hermes með gyðjurnar þrjár. Allar báru þær mútur á Paris; Hera hét honum völdum, en Aþena herfrægð. Eigi að síður rétti hann Affródítu eplið, en hún hafði heitið honum ástum þeirrar konu, sem fegurst væri allra jarðneskra kvenna. Sú kona reyndist vera Helena, eiginkona Menelásar konungs í Spörtu. Svo var það eitt sinn, er Paris var gestur Menelásar, að þau Helena drottning felldu svo fast saman hugi, að Paris nam hana á brott með sér heim til Trójuborgar. Þeir bræður Atreifssynir réðu nú ráðum sínum um hefndir fyrir svívirðu þá, sem Paris hafði gert gestgjafa sín- um, Menelási; og gyðjurnar tvær, Hera og Aþena, eggjuðu þá óspart til herferðar á hend- ur Trójumönnum. Hjá kon- ungshöllinni í Argos varð sá fyrirburður, að ernir tveir sáust rífa milli sín ógotna héralæðu. Kalkas, spáprestur Agamemnons, túlkaði jar- teikn þessa á þann veg, að Trójuborg myndi verða þeim konungunum tveimur að bráð. Menelás minntist svardaga, og var nú skorin upp herör um gjörvallt Grikkland og kvatt saman ógrynni liðs. Kom höfðingjum saman um að Agamemnon yrði æðsti for- ingi hins mikla herafla. Þús- und herskipum var stefnt saman í Ális, og skyldu þau hið bráðasta flytja lið þetta til Tróju. En þá bar svo til, að vindur snerist, og flotanum gaf ekki byr. Varð herinn að bíða án aðgerða, unz vistir tók að þrjóta og tii mikilla vandræða horfði. Loks kvað Kalkas spáprestur upp þann boðskap, að veiðigyðjan Artemis, sem ætti sökótt við Agamemnon, meinaði þeim bræðrum eyð- ingu Trjójuborgar, og til að bæta skap gyðjunnar yrði Agamemnon að fórna dóttur sinni, Ífígeníu. Fór svo, að Agamemnon hlaut undan að láta. Var nú Ífígenía tekin úr umsjá móður sinnar, Klít- emnestru, flutt til Ális undir fölsku yfirskini og lögð á blótstall Artemisar. Þegar fórnin hafði verið færð, brá svo við, að á rann byr; og hófst nú leiðangur sá, sem eftir ára- tug og miklar fórnir lyktaði með falli*Trójuborgar. En Klítemnestra hugði á grimm- ar hefndir, þegar Agamemnon kæmi heim. Nú kemur þar sögu, að Æg- istos, sonur Þíestesar, snýr aftur úr útlegð, fulltíða mað- ur, og hyggur fast á hefnd. Erfðafjandi hans, Atreifur, er þá dauður, en synir hans báðir farnir í stríð til Tróju. í höll Agamemnos hittir hann fyrir Klítemnestru, sem situr þar einmana og elur með sér hatur á bónda sínum. Dóttur sína, Elektru, lætur hún ganga með ambáttum hallarinnar, en son sinn, Órestes, hefur hún sent í fóstur til föðurfrænda hans, Strófíosar konungs í Fókis, þar sem hann vex upp ásamt syni hans, Pfladesi. Þau Ægistos og Klítemnestra hugsa nú ráð fyrir sér um hefndir. Gerist Ægistos friðill Klítemnestru og tekur ásamt henni öll völd í Argos. Á tíunda ári umsáturs fell- ur Trója, og Grikkir leggja borgina í auðn. Herinn snýr heim að unnum sigri, og hefur Agamemnon með sér Kass- öndru, hertekna dóttur Prímas Trójukonungs. Henni hafði guðinn Apollon gefið spá- dómsgáfu til ásta við sig, og sá hún atburði jafnt í fortíð og framtíð. En þegar til kom, sveik hún loforð sitt við guð- inn, og kvað hann þá svo á til refsingar, að á spádóma henn- ar skyldi enginn maður trúnað leggja. Margir stórmeistarar málalistar fyrr á tímum spreyttu sig á myndefnum í grískri goöafræði og eitt vinsælasta myndefnið var „Dómur Parisar". Myndin sem hér fylgir er máluð snemma á þessari öld og er eftir Giorgio De Chirico. Svo var ráð fyrir gert, að Agamemnon skyldi tafarlaust senda boð um fall Tróju. Skyldu varðmenn kveikja bál á fjallatindum, hvert af öðru, allt frá Iðafjalli hjá Tróju til Kóngulóarfjalls í grennd við Argosborg. Með þeim hætti bærust boðin á svipstundu, og yrði Klítemnestra þá við öllu búin í tæka tíð. Fyrsti hluti þríleiksins, Aga- mcmnon, hefst á orðum næt- urvarðar, sem hímir á þaki konungshallarinnar í Argos og hefur beðið þess lengi að sjá bál kvikna á tindi Kóngulóarfjalls. í verki þessu er Grikkland nefnt Hellas jöfnum höndum, Grikkir einnig nefndir Hellen- ar eða Akkear, Paris hét einnig Alexander, og Trója nefndist öðru nafni Ilíon: Auk þeirra nafna, sem hér hafa nefnd verið, koma nokk- ur fyrir, þ.á m. þessi: Akkeron, undirheimafljót; handan þess er gullrótarengið, þar sem skuggar hinna framliðnu haf- ast við. Ares, herguð. Deley, fæðingarstaður Apollons. Eig- efur (Egevs), konungur í Aþenu. Erekþeifur, konungur í Aþenu. Finneifur hinn blindi, spáfróður konungur, sem hin- ar vængjuðu og lokkprúðu sviptinornir rændu matföng- um. Föbos, ljósguð, oft annað nafn Apollons. Geríon, risi, sem hafði þrjá líkama, sam- gróna um miðju. Gæja, móðir Jörð. Helíos, sólguð. Kríses, hofgoði í Tróju; dóttir hans var herfangi Agamemnons. Lemney, eyja í Eyjahafi. Letó, móðir Apollons og Artemisar. Maja, móðir Hermesar. Mínos, sonur Seifs og Efrópu, kon- ungur á Krít, síðar dómari í undirheimum. Pan, skógarguð. Parnassos, fjallið fræga sem helgað var Ápolloni og lista- gyðjum, kallað skáldafjallið; þar var í gjá einni Delfa-hofið, spáhof Apollons. Peiþó, gyðja fortölulistar. Perseifur, kapp- inn sem hjó höfuðið af ófreskjunni Medúsu, sem svo var ægileg, að hver sem hún leit á, varð að steini. Póseidon, sjávarguð. Skamander, fljót í grennd við Trójuborg; þar þær mútur á Paris. lentu Grikkir skipum sínum. Títanar, jötnar. Þemis, réttlæt- isgyðja. Þeseifur, sonur Eigefs konungs í Aþenu, sá er vann á meinvættinni Mínótári í völ- undarhúsinu á Krít. Þestíos, faðir Al)þeu; þegar sonur hennar, Meleagros, fæddist, komu örlaganornir í húsið og lögðu skíð á eld með þeim um- mælum, að svo lengi skyldi sveinninn lifa sem skíðið ent- ist, og fóru síðan; en Alþea greip skíðið og varðveitti; síð- ar varð Meleagros móður- bræðrum sínum að bana, og varpaði Alþea þá skíðinu á eldinn. Rætt er um þann fyrsta og þann næsta sem fóru með hin hæstu völd í alheimi á undan Seifi, og er þar átt við þá Úran- os og Krónos. Leiðrétting I Rabbi Guðmundar Daníels- sonar í Lesbók 5. febrúar sl. kom fyrir prentvilla, sem ástæða er til að leiðrétta. Guðmundur ræðir um bókina „Um ellina" eftir Císeró og eftir orðrétta til- vitnun í aftasta dálki tekur Guðmundur til máls og segir: „Allar þessar ástæður eru vegn- ar og léttvægar fundnar í vand- kvæðum rökstuddum ályktunum Císerós." Hér átti að standa: í vandlega rökstuddum ályktun- um, o.s.frv. Leiðréttist þetta hér með. Forngrísk höggmynd af Leðu, sem sjálfur Seifur lagði ást á. Guðinn vitjaði hennar í líki svans og gat við henni Helenu hina fögru, sem orsak- aði Trójuborgarstríðið. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.