Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 3
Dr. Meyer Friedman er heimsþekktur hjartasérfræðingur. hann er yfir-
læknir við Mount Zion-sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina í San Fran-
cisco í Bandaríkjunum. í eftirfarandi grein lýsir hann þeirri skoðun
sinni og annarra lækna, að visst fas, hegðun og framgangsmáti manna
geti verið orsakavaldur kransæðasjúkdóms. Hér er um að ræða hina
svokölluðu A-manngerð sem alltaf liggur á, iðar í skinninu og er í sífellu
kappi við tíma og samborgara. Greinin birtist í tímaritinu Hjartavernd
og birtist hér með leyfi tímaritsins.
C. Sérkennileg
einkenni
1. Sjálfsvitund um óþolinmæði.
2. Tvennt eða þrennt haft í tak-
inu í einu, bæði í hugsun og gerð.
3. Gengið hratt, etið hratt og
staðið fljótt upp frá borðum.
4. Viss hlutur hafður til að
minna á stundvfsi.
5. Tíðum ráðlagt að hægja á
sér.
6. Örðugleikar með að sitja
kyrr.
7. Sífelld not tölustafa í tfma og
ótíma.
8. Óþolinmæði við aðra fyrr en
varir.
Ef til vill meira
en áhættuþáttur?
Snemma á árinu 1957 styrkt-
ist grunur okkar um mikilvægi
hegðunar A-manngerðar þegar
við lögðum spurningar fyrir 300
framkvæmdastjóra og 70 lækna
sem önnuðust kransæðasjúkl-
inga.
Við spurðum þá hvað þeir
teldu að flýtt hefði fyrir því að
vinur þeirra eða sjúklingur fékk
kransæðastíflu.
Okkur til undrunar svaraði
þriðjungur framkvæmdastjór-
anna að „óhófleg samkeppnis-
áreynsla og annir við að ljúka
ætlunarverki í tæka tíð“ hefði
verið meginorsakavaldur krans-
æðastíflu vinarins.
Og okkur til enn meiri furðu
svaraði um það bil þriðjungur
læknanna á sömu lund, jafnvel
þótt skýrslurnar sem þeir höfðu
fyrir framan sig sýndu það svart
á hvítu að margir sjúklinganna
höfðu venjulega áhættuþætti,
svo sem umdeilanlegt mataræði,
þeir reyktu mikið og hreyfðu sig
í minna lagi.
Þetta benti til þess að hjarta-
sjúklingar og læknar þeirra
kæmust í framtíðinni á allt aðra
skoðun um orsök sjúkdómsins
en læknar þeir sem þegar höfðu
rannsóknir með höndum og rit-
uðu um þær greinar.
Þessi staðfesting lækna og
leikmanna á grun okkar varð
okkur hvatning til að hefja
skipulagðar rannsóknir, læknis-
fræðilegar, faraldsfræðilegar og
í rannsóknarstofum.
Eftir nálega 25 ára rannsókn-
ir og meira en 150 greinar um
þetta efni er ég þeirrar skoðun-
ar að við höfum svo miklar upp-
lýsingar i fórum okkar, að líkur
megi leiða að því að hegðun A-
manngerðar sé ekki einungis jafn-
alvarlegur áhættuþáttur krans-
æöasjúkdóms og aðrir sem hingaö
til hafa veriö taldir valda mestu,
heldur megi líta á hana sem und-
anfara þeirra sumra.
Læknisskoðun á „heilbrigöum“
A-manngerðareinstaklingum og
kransæðasjúklingum leiðir svipað
í Ijós.
Við fjölda læknisskoðana höf-
um við komist að raun um að
löngu áður en heilbrigðir ein-
staklingar með A-manngerðar-
einkenni verða kransæðasjúk-
dómi að bráð finnast í líkama
þeirra sömu efnaskiptaeigin-
leikar og venjulegir eru í krans-
æðasjúklingum.
Kransæðasjúklingar hafa venju-
lega hærra kólesteról- og þríglys-
eríðagildi en heilbrigðir einstakl-
ingar. A-manngerðareinstaklingar
Stefán Júlíusson þýddi.
hafa einnig sama óeðlilega kólest-
eról- og þríglyseríðagildi.
Ennfremur er það einkenn-
andi fyrir kransæðasjúklinga að
rauðu blóðkornunum hættir til
að límast saman eftir fituríka
máltíð. Þetta truflar blóð-
strauminn um aðalkransæðarn-
ar sem næra hjartavöðvann, en
meira máli skiptir þó að þessar
truflanir stuðla að þrengslum í
nýjum minni æðum sem líkam-
inn hefur virkjað í stað þeirra
skemmdu og þannig eykur blóð-
þykknið á líkur á öðru hjarta-
áfalli. Við höfum komist að raun
um að A-manngerðareinstaklingar
sem enn eru heilbrigðir eru undir
sömu sök seldir eftir sams konar
máltíðir.
Sú tilhneiging er algeng hjá
kransæðasjúklingum að dulin
offramleiðsla verði á hormón
sem nefnist noradrenalín og
getur verið skaðlegur veilu
hjarta. Með sanni má segja að of
mikil framleiðsla á noradrenal-
ín-hormón sé að verða umtals-
verður ógnvaldur kransæða-
sjúklinga. A-manngerðareinstakl-
ingar sem við læknisskoðun reyn-
ast enn lausir við kransæðastíflu
hafa einkenni um offramleiðslu á
þessum hormón frá degi til dags.
Margir kransæðasjúklingar
eiga við að búa truflanir á insúl-
íninnstreymi og þannig raskast
sykurefnamagnið í blóðinu. Oft
leiðir þetta til beinnar sykur-
sýki. Þessara óeðlilegu efnaskipta
gætir einnig hjá mörgum A-mann-
gerðareinstaklingum.
í sem fæstum orðum: Þessi
óeðlilegu efnaskipti í flestum
kransæðasjúklingum gera einn-
-ig var við sig í A-manngerðar-
einstaklingum löngu áður en
þeir verða sjúkdómnum að bráð.
Eftir niðurstöðum af þessum
ranpsóknum að dæma virðast lík-
ur benda til þess að það sé sjálf
hegðun A-manngerðarinnar sem
komi af stað og viðhaldi þessum
sjúklegu efnaskiptum sem margir
vísindamenn hafa fram til þessa
álitið orsakavalda í þróun krans-
æðasjúkdóms.
Reynist þetta rétt er það ekki
í fyrsta sinn sem kerrunni hefur
verið beitt fyrir hestinn.
Sópað undir teppið
Sé raunin sú að andleg truflun
geti orsakað þær óeðlilegu efna-
breytingar og þau sjúklegu
efnaskipti í mannslíkamanum
sem venjulega eru talin fyrir-
boði og orsök kransæðastíflu
eru miklar líkur á því að koma
megi af stað svipuðum breyting-
um í völdum dýrum ef unnt er
að koma þeim í viðlíka sálar-
ástand. Við höfum einmitt kom-
ist að raun um þetta.
Þegar kanínur, sem gefin var
kólesterólrík fæða, voru sam-
tímis truflaðar tilfinningalega
(þ.e. ákveðnar stöðvar í heilan-
um ertar) jókst ekki einungis
kólesterólmagnið í blóði dýr-
anna miklu meira en í þeim dýr-
um sem látin voru afskiptalaus
heldur þréngdust æðar þeirra
einnig stórum meira.
Sömuleiðis urðum við varir
við sömu einkenni, hækkun á
kólesterólgildi í blóði og þreng-
ingu æða, í kanínum sem við lét-
um dynja yfir linnulausan sker-
andi hávaða.
En kanínur voru ekki einu
dýrin sem við gátum stuðlað að
æðakölkun í með ertingu tilfinn-
ingastöðva í heilanum. Okkur
tókst einnig að trufla nokkrar
heilastöðvar í rottum með sömu
afleiðingum. Meðan þessu fór
fram urðu þær grimmilega
snakillar og árásargjarnar. Ög
skömmu seinna fóru að koma í
ljós hjá þeim sömu efnaskipta-
einkennin og algeng eru í krans-
æðasjúklingum.
Nýlega gerði hópur vísinda-
manna tilraun á kanínum og
sneri blaðinu alveg við. í stað
þess að vera með ýfingar við dýr
sem alin voru á kólesterólríkri
fæðu var talað hlýlega til þeirra
og þeiin strokið með vissu milli-
bili nokkrum sinnum á dag. í
þessum eftirlætiskanínum fund-
ust miklu minni einkenni æða-
kölkunar en í hinum sem mót-
læti mættu.
Ég er að sjálfsögðu þeirrar
skoðunar að þessar tilraunir
gefi allglögglega til kynna að
allar rannsóknir á fólki þar sem
andlegt ástand einstaklinganna
er ekki tekið með í reikninginn
bjóði þeirri hættu heim að verið
sé að sleppa áhættuþætti krans-
æðasjúkdóms sem ef til vill gæti
verið þýðingarmeiri en aðrir.
Flestar þessar umræddu
rannsóknir voru ekki gerðar á
síðustu mánuðum, þær voru
gerðar og niðurstöður þeirra
birtar fyrir meira en áratug.
Sem sagt, þar til nýlega hefur
þeim verið sópað undir teppið.
A-manngerð og
B-manngerð
Hegðunarfas A-manngerðar
sem við höfum veitt athygli hjá
kransæðasjúklingum benti til
þess að ef um tengsl væri í raun
að ræða milli þess og kransæða-
sjúkdóms ættum við að geta
leitt annað í ljós.
Okkur átti að vera fært að
komast að raun um að tíðni
kransæðasjúkdóms væri meiri
hjá körlum og konum af A-
manngerð en hjá hinum rólegri
og ljúfari B-manngerðarein-
staklingum.
Og þetta er nákvæmlega sú
niðurstaða sem við dr. Rosenman
komumst að í athugun okkar á
tíðni sjúkdómsins með A-mann-
gerðar- og B-manngerðareinstakl-
ingum, sem valdir voru fyrir okkur
af leikmönnum.
í þessari rannsókn kom á dag-
inn að tíðni kransæðasjúkdóms
var sjö sinnum meiri hjá körlum
með ótvíræða A-manngerðar-
hegðun en hjá B-manngerðar-
körlum. Eftir þetta vorum við
næstum vissir um það með sjálf-
um okkur að sambandið milli
hegðunar A-manngerðar og
sjúkdómsins væri ekki tilviljun.
Þessi skoðun okkar styrkist að
mun eftir næstu rannsókn.
3