Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 9
Þau eru ófá skiptin sem ég
hef upplifað skilnað: sem bet-
ur fer oftast í gegnum kvik-
myndir, skáldsögur, leikrit og
ljóð. Þar hef ég orðið vitni að
öllum tegundum skilnaða:
ástvinamissi, óumflýjanlegri
skilnaðarstund elskenda,
botnlausri angist barna við
viðskilnað við foreldra, synin-
um að hleypa heimdraganum
til að freista gæfunnar útí
hinum stóra heimi.
En þrátt fyrir allar þessar
upplifanir mínar í heimi
skáldskaparins, og þótt ég hafi
í eigin lífi þurft að ganga í
gegnum óumflýjanlegar skiln-
aðarstundir, þá skýtur alltaf
frumstæðri mynd uppí huga
minn þegar ég heyri orðið
skilnaður. Þetta er væmin
mynd af manni og konu að
kveðjast á járnbrautarpalli.
Hvaðan þessi mynd er komin
og hvernig hún komst inní
höfuð mitt er saga útaf fyrir
sig: stutt saga og einföld sem
lætur mig ósnortinn. Hins-
vegar er sagan um það hvern-
ig þessi hugsýn mín afhjúpar
sig æ ofaní æ sem draumóra-
kennt bull andspænis eigin
reynslu, þó nokkrum blaðsíð-
um lengri, ögn hálari og slepp-
ir mér ekki fyrr en í fulla
hnefana.
Þessar sögur eru eineggja
tvíburar og koma hér hvor á
fætur annarri:
Ég er átta ára. Ég ligg á
stofugólfinu heima með púða
undir höfðinu og horfi á sjón-
varpið. í sófa bak við mig sitja
foreldrar mínir, stjörf eins og
styttur og stara á sjónvarpið.
Loftið í stofunni er mengað
sígarettureyk föður míns.
Sjónvarpið lýsir upp stofuna.
Birtan er blá og loftið um-
hverfis mig skelfur. Stofan er
beint framhald af sjónvarps-
tækinu. Þegar slökkt verður á
tækinu hverfur stofan! Ég gýt
skelfdur augunum til foreldra
minna. Grunlaus andlit þeirra
eru gráblá og augun óvenju
stór. Á skerminum er amerísk
bíómynd frá 1954. Hann er að
fara í stríðið og þau standa í
faðmlögum á brautarpalli.
Lestin flautar til brottfarar
inní stríðið. Hann kyssir hana,
grípur pokann sinn og stekkur
uppí lestina. Innan skamms
birtist hann í einum lestar-
glugganum. Hún hleypur að
glugganum og hann teygir sig
niður til hennar og þau faðm-
ast og kyssast og skiptast á
nokkrum orðum. Lestin tekur
af stað. Þau haldast í hendur
og hún hleypur með lestinni
eftir brautarpallinum. Lestin
eykur hraðann og handtak
þeirra slitnar. Með tárin 1 aug-
unum kallar hún: „Tom I will
always love you! Always!“
Hann veifar og hrópar eitt-
hvað á móti, en orð hans
hverfa í hávaðann af lestinni.
Hún stendur ein eftir á enda
brautarpallsins útgrátin og
horfir tómum augum eftir
lestinni.
Mér leiðist! Þetta átti nú
einu sinni að vera stríðsmynd
og nú eru búnar heilar fimm
mínútur af myndinni og enn
eru allir leikararnir á lífi.
Þetta er svindl! Ég loka aug-
unum í mótmælaskyni.
Ég sé í huga mér skilnað-
arstund okkar Donnu. Ég
flissa. Donna er nefnilega feit
átta ára stelpa í næsta húsi
sem ég tók einu sinni í lækn-
isskoðun svo hún héldi nú ör-
ugglega heilsu.
Eg er að fara í stríðið. Við
Donna stöndum á strætis-
vagnastoppustöð í götunni
okkar. Ég er í grænum her-
mannagalla, með Camel-síg-
arettu í hægra munnvikinu og
hárið greitt aftur með vatni.
Ég er með Robin Hood-bogann
minn og örvatöskuna á bakinu
og Lone Ranger-byssurnar í
byssubeltinu. Ég er líka með
snjáðan brúnan bréfpoka full-
an af rokeldspýtum sem ég
hef límt startskot við með
límbandi: þetta eru hand-
sprengjurnar mínar. Við hlið
mér liggur grænn sjómanna-
poki sem geymir rósóttu
sængurfötin mín og tann-
burstann minn og Signal-
kremið. Donna er bústin átta
ára kona, í síðum kjól eins og
konan í myndinni. Én þarsem
sjónvarpið er svarthvítt
ímynda ég mér kjólinn hennar
bara appelsínugulan. Og höfuð
mitt fyllist af litum: Hún er
með grænt sjálflýsandi hár,
gular augabrúnir og svartar
varir. Hún horfir á mig sínum
döpru grænum augum og
drepur tittlinga af ást. Stræt-
isvagninn kemur eftir göt-
unni: leið 1 Njálsgata —
Gunnarsbraut. Ég faðma
Donnu að mér. Hún grætur.
Ég tek báðum höndum um
axlir Donnu og stari beint í
útgrátin augu hennar og segi:
„Donna mín. Hættu nú að
gráta. Ég kem aftur!“ Það lek-
ur smá hor úr nefi Donnu.
„Farðu nú heim og snýttu þér
Donna mín.“
Strætisvagninn rennir upp-
að stöðinni. Ég kyssi Donnu á
kinnina, gríp pokann minn og
stekk uppí vagninn. Með tárin
í augunum kallar Donna til
mín: „Ég mun alltaf elska þig!
Alltaf!"
„Ég líka!“ hrópa ég úr dyr-
um vagnsins.
Vagninn brunar af stað. Ég
hleyp aftast í vagninn og
vinka Donnu þar sem hún
stendur ein á stoppustöðinni
og veifar svörtum vasaklút og
grætur bláum tárum.
Skyndilega gellur í sjón-
varpinu eftir byssuskot, hug-
sýnir mínar fuðra upp, augu
mín opnast og athygli mín
læsist aftur um sjónvarps-
skerminn. Loksins byrjar
myndin!
Lengi sat þessi uppdiktaða
skilnaðarstund hug minn og
lengi var ég sannfærður um að
mín fyrsta skilnaðarstund
yrði eitthvað í þessa áttina.
En kvikmyndir eru bara
kvikmyndir og veruleikinn fer
sínar eigin leiðir og tekur ekk-
ert mið af kvikmyndum eða
skáldsögum eða leikritum, og
það fann ég þegar fyrsta skiln-
aðarstund mín rann upp:
Nei, ég er ekki að fara í
stríð og ekki er ég staddur á
strætisvagnastoppustöð og því
síður á járnbrautarpalli. Og
hvorki er ég með Camel-sígar-
ettu í hægra munnvikinu né er
hár mitt greitt aftur með
vatni. Og ég er ekki einu sinni
vopnaður! Og engin lítil bústin
Donna í appelsínugulum kjól
með grænt sjálflýsandi hár,
gular augabrýr og svartar
varir faðmar mig að sér og
grætur bláum tárum. Og eng-
inn svartur vasaklútur blaktir
í grannri hendi...
... ég er einfaldlega hvers-
dagslegur 17 ára skólastrákur
sem veit hvorki í þennan heim
né annan og hef nýlokið fyrsta
ári í menntaskóla. Þennan dag
hefur sólin fært okkur sumar-
ið og kennararnir einkunna-
bækurnar. Ég stend á einum
ganginum í skólanum með
einkunnabókina vafða í sí-
valning í svitahreistruðum
lófunum og ræði við kunningj-
ana og hann stendur í öðrum
hóp fáeinum metrum frá með
einkunnabókina vafða í sí-
valning í lófunum. Við gjótum
öðruhverju augum hvor til
annars og reynum að ... já ég
gýt augunum til þín í hinum
hópnum og vonleysið og ör-
væntingin og reiðin og vonin
skiptast á að búa til hugsanir
mínar: „Sjá þig kannski ekki í
fjóra mánuði!" „Hvað ætli þú
vinnir í sumar?" „Ef við lend-
um nú ekki í sama bekk á
næsta skólaári!" „Hvað á þetta
að ganga lengi? I allan vetur
höfum við horfst í augu og
ætlað að ... hvað er eiginlega
að þessu? Helvítis pakk allt-
saman!“ „Kannski þú lendir í
sömu vinnu og ég í sumar!"
„Helvíti, ég bara tek af skarið
og geng til þín á eftir þegar þú
ert einn og enginn að tala við
þig og...“ „Fjórir mánuðir!
Ég meika það aldrei!"
Og ég stend á ganginum og
þú stendur á ganginum og við
horfumst bara öðruhverju í
augu vegna þess að það sýnist
eina leiðin. Og ég horfi á þig
og ég þekki þig og ég vil þig.
Og hár þitt hrynur fyrir aug-
un og hendur þínar eru læstar
um einkunnabókina sem er sí-
valningur. Og þú gýtur augun-
um til mín. Og þú horfir á mig
og þú þekkir mig og þú vilt
mig. Og kunningi þinn kallar:
„Ertu ekki að koma maður!“
Og þú gengur af stað og ég
geng af stað og við göngum á
móti hvor öðrum og við göng-
um hvor á móti öðrum og við
göngum á móti hvor öðrum og
við göngum framhjá hvor öðr-
um kærulausir hvor um annan
á ytra borði
eins og tveir ókunnugir menn
sem ganga hvor
framhjá öðrum
á götu!
Þetta er dagurinn
þegar þú að hálfu gengur burt
og að hálfu dýpra inní mig en
nokkrusinni.
9