Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 15
sínum, hlýsæ NorðurAtlants-
hafs.
Það var með þessa mynd af
straumunum í Faxaflóa í huga,
að höfundur valdi sér stað við
Garðskaga fyrir súlurnar sínar í
vorleiðangri á r.s. Bjarna Sæ-
mundssyni í júní 1974. Þótt súl-
urnar ræki ekki að óskalandi í
Reykjavík eins og súlur Ingólfs,
þá bar þær upp á eyjarnar á
Mýrunum (3. mynd, 2. tafla)
Straumar, hafís
og loðna
Þessu máli eru hér gerð svona
ýtarleg skil til þess að varpa
ljósi á eðli hafstraumanna við
suðurströnd landsins. Þessir
straumar báru ísinn nánast
áþreifanlega, vestur á bóginn á
tímum svonefndrar „litlu ísald-
ar“ (1600—1900), á sama veg og
þeir báru stokka og súlur vestur
með landi og inn á Faxaflóa til
Reykjavíkur og upp á Mýrar og
fyrir Snæfellsnes. Á landnáms-
öld var veðurfari hér á landi að
vísu ekki eins háttað og á „litlu
ísöld", heldur er það talið hafa
verið milt og áþekkt því sem var
á hlýviðrisskeiði 20. aldar frá
1920 til 1965. Straumakerfið
sjálft heldur þó eðli sínu að
miklu leyti á hverjum sögu-
legum tíma, þótt öðru máli
gegni á jarðsögulegum tíma.
Einnig má rýna í göngur loðn-
unnar hér við land, en hún er
kaldsjávarfiskur af laxfiskaætt,
sem leitar í hlýjan en tiltölulega
ferskan sjó til hrygningar.
Loðnan hér við land fylgir á
þessum ferðum sinum mjög svo
straumakerfinu. Því er ekki
undarlegt þótt leiðir hafíss hér
við land þegar verst lætur séu
áþekkar gönguleiðum loðnunnar
í hafinu umhverfis ísland (5.
mynd). Þegar allt kemur til alls
þá er það botnlögunin og dreif-
ing lands og hafs sem að miklu
leyti ráða straumum, ísreki og
ioðnugöngum. Kaldi sjórinn
færir okkur þannig ekki aðeins
búsifjar eins og ísinn, heldur og
nytjar eins og loðnu. Straum-
arnir sunnanlands bera ísinn og
loðnuna vestur á bóginn, og þeir
gáfu okkur líka sögurnar um
súlur og stokka landnáms-
manna.
Niðurlag
Hér lýkur þessum hugleiðing-
um um öndvegissúlur Ingólfs
Arnarsonar, en við ætti að taka
ýtarleg lýsing á straumum og
vindum samkvæmt nýjustu mæl-
ingum okkar. Það verður samt
að bíða betri tíma þótt vonandi
líði ekki 1100 ár þangað til. Ann-
ars má nota tækifærið og leggja
áherslu á að gagnasöfnun um
náttúrufar landsins mætti
gjarnan vera þannig úr garði
gerð, að lesa megi úr gögnunum
að 1100 árum liðnum.
íslands þúsund ár, —
eitt eilífðar smábióm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
(Matthías Jochumsson)
Lokið í mars 1983.
Heimildarrit
Hafið eftir Unnstein Stefánsson. Almenna
bókafélagið, Reykjavík 1961.
Hafísinn: Almenna bókafélagið. Ritstjóri
Markús Á. Einarsson. Reykjavík 1969.
Hafrannsóknir 1968: Smárit Hafrann-
sóknarstofnunarinnar 1.
fslandssaga, 1. hefti, eftir Þórleif Bjarna-
son, Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavfk.
íslenskir sjávarhættir 1 eftir Lúðvík
Kristjánsson, Menningarsjóður. Reykja-
vík 1980.
Saga íslands I: Hið íslenska bókmenntafé-
lag. Sögufélagið. Ritstjóri: Sigurður Lín-
dal. Reykjavík 1974.
Vonin blíð eftir William Heinesen. Þýð-
endur Magnús Jochumsson og Elías Mar.
Mál og menning, Reykjavík 1970.
Við vorum þarna samtímis
Rússum. Flestir þeirra voru frá
Kasakstan. Þeir sungu mikið og
buðu okkur að vera með í söngn-
um. Þarna hófst samband sem
hélzt lengi. Ein kvennanna í
hópi okkar var fædd í Rússlandi
og í sömu borg og kona 1 hópi
Rússanna. Þær uppgötvuðu
þetta og rússneska konan tárað-
ist af gleði og tilfinningasemi.
Við hittumst aftur í Gobi, og þar
skiptust þær á armbandsúrum.
Síðan hittumst við í Irkutsk og
loks í Kabarovsk. Bandaríska
konan var alveg búin að fá nóg
af tilfinningasemi rússnesku
konunnar og var þreytt á þessu
þótt það skapaði persónulegt
samband.
Við vatnsból í Gobi
Við héldum nú út á eyðimörk-
ina, Gobi, í flugvél og lentum
skammt frá alþjóðlegum tjald-
búðum. Þarna var vatnsból í
auðninni og nokkur tré sem
skýldu fyrir storminum. Farið
var í tékkneskum langferðabíl
til Arnargilja (Yol) í Altai-
fjöllunum. Meðan við reistum
hin vestrænu tjöld okkar kom
hrossahópur að drekka í lækn-
um. Tveir hjarðmenn ráku
3—400 geita hjörð fram hjá
tjaldbúðunum, og rétt á eftir
kom maður á úlfalda með tvo
úlfalda undir klyfjum og horfði
forvitnislega til okkar. Snjó-
skaflar eru í giljunum, villtar
steingeitur á fjallstoppunum, og
einn morguninn sá ég stórkost-
lega sjón er mörður var að veiða
skjói og mýs, sem krökkt var af
þarna.
Við yfirgáfum þennan stór-
kostlega stað og slógum tjöldum
við vatn. Á kortinu heitir vatnið
Rauðavatn (Ulan nur) en núna
var það ekki sjáanlegt. Vatns-
botninn var þurr. Þarna í
grenndinni voru smáþorp, hvert
með sex til átta flókatjöldum og
hvert um sig við einn af þeim
28.000 brunnum, sem yfirvöldin
hafa látið grafa. Kommúnistar
hafa útvegað þarna 20 lækna og
100 rúma sjúkrahús fyrir hverja
10.000 íbúa. Læknisþjónustan er
í þéttbýliskjarna í héraðinu. Þar
er einnig heimavistarskóli fyrir
börn á aldrinum 7—17 ára. Stór-
ar hjarðir úlfalda eru þarna á
beit. Þeir eru tamdir til reiðar
þegar þeir eru 3—4 ára. Fullvax-
inn úlfaldi vegur 550—600 kg.
Þurrkað úlfaldatað er notað til
eldsneytis, og gefur hver úlfaldi
af sér 230 kg af taði á ári. Af
úlföldunum fást líka 6,5—8,5 kg
af hári árlega, og er það mikil
útflutningsvara. Síðasti við-
komustaður okkar í Gobi var
úlfaldastöð þar sem allir fengu
að koma á bak úlföldum. Hin
fagra skreytilist Mongóla kom
greinilega fram í hinum prýði-
legu hnökkum.
Þegar við komum aftur á hót-
elið okkar í Ulan Bator voru
tveir mongólskir menn að sofa
úr sér vímu í rúmunum okkar.
Gangastúlkan hrópaði eitthvað
til þeirra og þeir risu þegjandi á
fætur og hurfu út. í Ulan Bator
fórum við í búddaklaustur og
vorum þar viðstödd helgiathöfn.
Áður en kommúnistar náðu
völdum réðu búddamunkar öllu í
landinu, kúguðu landslýðinn og
viðhéldu fátæktinni. Á þeim
tímum voru 45% karlmanna
munkar, og margar konur
gegndu ekki neinu sérstöku
hlutverki.
Hilmar Thor Schnabl
HEIMSTÖÐ HRYNUR
Tignarleg fjöll
freyðandi sjávaröldur
sem kristallast samkvæmt lögmálum efnafræðinnar
nóbelsverðlaun í eðlisfræði, beislun atómsins
mikil eru afreksverk vísindamanna
yfirfull eru tilraunaglösin
mannshugurinn er lokaður sökum anna
vel að merkja: öll þekking er blekking
Leikandi fjallalækur
fannh vítir jöklar
spegla fegurð þína
með aðstoð geisla nr. 35 frá fjarskiptagervihnettinum
undarlegur er misskilningur mannanna
hugmyndafræði ríkjandi þjóðfélagsstéttar
vísindarit sem enginn les
öll mannleg tjáning er minning ein
heillavænleg þróun, eða hvað?
Heillandi himnablámi
sólbjört, suðræn hafgoia
hvíslar að mér fréttum sunnan úr hafi
stríðsþotur eru hetjur dagsins
mennirnir fangar sinnar ímyndunarinnar
skrýtnar eru gjörningar framtíðarinnar
vor fornaldar frægð sýningarbás á safni
ásamt óábyrgri utanríkisstefnu
ellefta stundin nálgast
vel á minnst, hverjum ber þetta allt að þakka?
Höfundurinn er 21 árs gamall Bandaríkjamaöur, en hefur búiö á íslandi
síöan 1971 og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Islands. Ljóð
hafa ckki birzt eftir hann áður.
Undarleg
er íslensk
þjóð
Þótt Stephan G. Stephanson
verði eflaust lengi kallaður stór-
skáld er vafasamt að rétt sé að
skipa honum í flokk bestu
rímsnillinga okkar. Hann var
stundum undarlega stirður,
hætti til að grípa til sjaldgæfra
orða þar sem fundvís hagyrðing-
ur hefði valið önnur einfaldari
og sjálfsagðari. Þó eru til kvæði
eftir Stephan þar sem dýrasta
rím og erfiðustu hættir leika
honum létt á tungu. Rammislag-
ur er sjávar og siglingakvæði og
stórsnjöll skipslýsing. Það fellur
í tvo kafla, sex vísur í hvorum.
Ég hneyksla sjálfsagt marga
eldri aðdáendur Stephans sem
kunna allt kvæðið, þegar ég tek
mér það stórvafasama bessaleyfi
að birta aðeins þær vísur sem
mér finnst bestar, og rugla
meira að segja röð þeirra. En
þeir sem heyra þær og sjá hér í
fyrsta sinn fyrirgefa mér. Þetta
eru aðeins sýnishorn úr frægu
kvæði:
Byljir kátir kveðast á,
hvín í sátri og hjöllum.
Báruhlátrar hlakka frá
hamralátrum öllum.
Undir bliku beitum þá
bát og strikið tökum.
Stígum vikivakann á
völtum kvikubökum.
Og enn er fellt úr.
Skipið stansar. Skýst á hlið
skeið til landsins horfna.
Bárur glansa og glotta við
glatt er á dansi norna.
Mastrið syngur sveigt í keng,
seglið kringum hljómar,
raddir þvinga úr stagi og streng
stormsins fingurgómar.
Léttum gangi um græði svíf,
gleymi angri mínu,
þegar hangi um helg og líf,
haf, í fangi þínu.
Legðu barminn alvot að
aftanbjarma gijáa.
Strjúktu harm úr hjartastað,
hrönn in armabláa.
Ungmennafélag íslands
efndi til alþjóðar samskota til að
bjóða St. G. St. til íslandsferðar
1917. Um þá ferð orti hann síðar
þessa vísu:
Ýmsan gistrar götu vott
geymi úr lífsferðinni.
En árið, sem ég átti gott,
en mér lengst í minni.
í byrjun júní þetta merkisár
er hann kominn til Reykjavík-
ur og virðir fyrir sér Esjuna:
Falla Hlés í faðminn út
firðir nesjagrænir.
Náttklædd Esjan, ofanlút,
er að lesa bænir.
Maður sér fyrir sér fjallið að
kvöldlagi búa sig undir svefninn.
Hér eru loks tvær vísur ortar
1912. Þær bera heitið íslenskur
kveðskapur.
Undarleg er íslensk þjóð.
Allt sem hefur lifað,
hugsun sína og hag í ljóð
hefur hún sett og skrifað.
Hlustir þú og sé þér sögð
samankveðna bagan,
þér er upp í lófa lögð:
landið, þjóðin, sagan.
Eins og öll góð skáld var
Stephan G. gagnrýninn á sjálfan
sig, en afsakaði sig þá stundum
með tímaskorti, enda hafði hann
varla nema andvökustundirnar
til að sinna skáldskapnum. En
hann fann líka vankantana á
öðrum skáldum. Hér eru
nokkurskonar eftirmæli um
þjóðskáld, ort fyrir aldamót.
Lof þér lýðir flétta,
lengi mun ei beðið.
Þjóðlegar en þetta
þú gast ekki kveðið.
Hversdagshugsun teygð og tætt,
tuggin upp í ljóð.
Umbúðirnar eflaust vætt,
innihaldið lóð.
Og þessi alkunna vísa er um
sama efni:
List er það Ifka og vinna
lítið að tæta upp i minna,
alltaf í þynnra að þynna
þynnkuna allra hinna.
En látum nú Klettafjalla-
skáldið eiga síðasta orðið með
stöku, sem hann nefndi Hugur
og hjarta:
Láttu hug þinn aldrei eldast
eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
A ferð um Mongólíu
15