Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 13
tæðið o Eftir kosningarnar árið 1956 var mynduð stjórn meirihluta á Alþingi. Sá meirihluti byggðist meðal annars á því að í kosningun- um fékk Framsóknarflokkurinn 17 þing- menn kjörna út á 12.925 atkvæði, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem varð einn í stjórnarandstöðu, fékk aðeins 19 þingmenn út á 35.027 atkvæði. Stjórnin sem hér settist að völdum var að því leyti sérstök, að hún hafði á stefnuskrá sinni það sem ráðið gat úrslitum um örlög þjóðarinnar um alla framtíð; að segja upp herverndarsamningnum við Bandaríkja- menn og gera landið varnarlaust. Þarna réði ferðinni hin fjölmenna sveit kommún- istaflokksins, sem stóð að stjórninni. Ríkis- stjórnin sá hinsvegar að sér þegar Rússar réðust inn í Ungverjaland, og þorði ekki annað en hætta við allt saman, enda munu hinir gætnari menn innan Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokks hér hafa látið til sín taka áður en í óefni var komið. Framanskráð rifjast upp núna, þegar kosningarétturinn og mismunandi vægi at- kvæða er á dagskrá. En það er einmitt þetta, afstaðan til frelsis þjóðarinnar og sjálfstæðis, sem er mál málanna þegar um vægi atkvæða er að ræða, en ekki hitt, sem allar umræður snúast þó um, að tryggja að „fyrirgreiðsla" valdhafa við dreifbýlið verði nógu lipur, svo sem t.d. að skaffa í snatri skuttogara til að bæta upp þverrandi grá- sleppuveiði, og þess háttar. Allt frá því að Jón Sigurðsson og Fjöln- ismenn tóku að manna Islendinga og leiða þá til sjálfstæðis, og fram til þess er sjálf- stæðið varð að veruleika árið 1918, var bar- áttan fyrir frelsi og sjálfstæði ætíð í fyrir- rúmi, bæði hjá þjóðinni og Alþingi. Eftir 1918 var svo farið að huga að varðveislu fengis frelsis. Þá varð til yfirlýsingin um ævarandi hlutleysi, enda voru á þessum tíma engin samtök þjóða, á borð við Nató, sem tryggðu frelsi og sjálfstæði þátttak- enda. Hlutleysisyfirlýsingin var þó í raun gerð í skjóli breska flotans. Það var vitað að Bretar mundu ekki þola öðru stórveldi að ná hér fótfestu. Hins vegar hafði það sýnt sig um langan aldur að þeir höfðu ekki sjálfir ágirnd á íslandi, þótt þeir hefðu alla 19. öldina verið að sanka að sér nýlendum um allan heim. Var því líkast að Bretar hefðu einhverskonar óbeit á íslendingum, því þegar Jörundur tók landið herskildi handa þeim, á fyrsta áratug 19. aldar, vildu þeir ekki þiggja það og skiluðu því aftur við fyrsta tækifæri. Er þetta því furðulegra sem Bretar áttu um þessar mundir í ófriði við Dani. Það var almenn skoðun að eftir síðari hildarleikinn mundu stórþjóðirnar vera búnar að fá nóg af svo góðu í bili, og að allsherjar afvopnun þjóða mundi fara fram, en þannig hafði það verið eftir fyrri heims- styrjöldina. Þetta fór á annan veg, því að nú hófst handa nýtt nýlenduveldi með nýj- an stíl í undirokun. Nú ýmist innlimuðu Sovétmenn fjölda landa Austur-Evrópu 1 ríki sitt, eða gerðu þau algerlega háð sér, eins og um nýlendur væri að ræða. Það er fróðlegt að rifja upp hvert feikna landflæmi er hér um að ræða, sem víst er að fæstir gera sér grein fyrir. Löndin í Evr- ópu sem Rússar innlimuðu eru eins og allir vita: hluti Finnlands, Eistland, Lettland, Litáen, hálft Pólland og hluti Þýskalands, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu. Samtals er stærð þessara landsvæða nærri 500.000 fer- kílómetrar, eða álíka og allur Spánn. Auk þessa eru svo nokkur landsvæði í Austur- Asíu. Löndin sem Sovétmenn gerðu sér háð í einu og öllu, enda lokuð frá umheiminum með „Járntjaldi", eru: Pólland, Austur- Þýskaland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Samtals er flatarmál þessara landa 990.250 ferkílómetrar. Sam- tals er þannig stærð þeirra landa í Evrópu, sem Sovétmenn hafa ýmist innlimað eða gert að leppríkjum sínum, nálægt 1.500.000 ferkílómetrar. En það er jafn stór lands- spilda og öll lönd á meginlandi Evrópu vest- an „Járntjalds", að undanskilinni Skand- inavíu og Pýrineaskaga, auk Júgóslavíu, sem hér liggur á milli hluta. Með öðrum orðum, stærð þeirra Evrópulanda sem Rússar undiroka svarar til flatarmáls þess- ara landa: Danmerkur, Vestur-Þýskalands, Belgíu, Hollands, Lúxemburgar, Frakk- lands, Sviss, Austurríkis, Ítalíu, Grikklands og Tyrklands (í Evrópu), en stærð þessara landa er samtals 1.494.683 ferkílómetrar, eða 15 sinnum stærð íslands. Á sama tíma og þetta gerðist voru „heimsvaldasinnar“ að keppast við að gefa nýlendum sínum frelsi, svo að nú er ekki lengur um nýlendur að ræða á þeirra snær- um, utan nokkur smá eylönd, sem ekki sjá sér hag í að vera sjálfstæð. Áftur á móti halda Rússar uppteknum hætti, nú í Afgan- istan. Þegar hér var komið sögu var augljóst að einföld hlutleysisyfirlýsing var vita gagns- laus, þar sem líka breski flotinn mátti sín orðið lítils undir hrammi „bjarnarins" í austri. Þess vegna óskuðu íslensk stjórn- völd þess að Bandaríkjamenn hefðu hér her til varnar, þar til öðruvísi yrði ákveðið. All- ir vissu að það var áhættulaust að fá her frá þessari vinaþjóð inn í landið. Reynslan var búin að sýna að Bandaríkjamenn fluttu umyrðalaust burt liðið sem hér var í stríðs- lok, þegar við ákváðum að það skyldi gert. Auk þess er vitað að mikill meiri-hluti ís- lendinga telur sig eiga samleið með þessari forustuþjóð um frelsi og mannréttindi. Nú er fyrir öllu að glopra ekki niður fengnu frelsi, um leið og keppst er við að efla almenna hagsæld og menningu. Það er fyrst og fremst út frá þessum forsendum, en ekki þröngum „fyrirgreiðslusjónarmið- um“ sem við verðum að vega það og meta, hvort það sé nokkuð minna en móðgun að ætlast til að sumir landsmenn hafi minni rétt en aðrir til að velja sér fulltrúa til að fara með mál þjóðarinanr og þeir séu þann- ig einskonar annars flokks borgarar. Hitt er aftur á móti svo sjálfsagt að ekki þarf að eyða að orðum, að ekki veljist til þingsetu aðrir en þeir sem færir eru um að sjá og skilja, hlutdrægnislaust, hvar skórinn kreppir hverju sinni, og hafa þekkingu til að ljá lið skynsamlegum úrbótum, hvar sem þeirra er þörf. Ég mundi vissulega ekki hafa ómakað mig að berja saman þetta greinarkorn, til að halda fram rétti mínum og annarra þéttbýlisbúa til aukins vægis atkvæða okkar, ef ekki væri til annars að vinna en hafa áhrif á „fyrirgreiðslu" við landsbyggð- ina, þó að oft sé „fyrirgreiðslan“ allt annað en skynsamleg. Hér er vissulega meira í húfi, eins og áður er bent á. Og til þess krefst ég míns fulla réttar, að fá að stuðla að því með óskertu atkvæði mínu að til þess geti ekki komið að fulltrúar minnihluta þjóðarinnar fái aðstöðu til að koma því í verk, sem ákveðnir tilburðir voru hafðir til árið 1956; að ráðstafa okkur austur fyrir „Járntjald". Við skulum nefnilega muna að kreddu- fólkið er samt við sig hvert sem föðurlandið er. Fyrirheitna landið er eitt og hið sama. í ævisögu Ólafs Thors, eftir Matthías Jo- hannessen, er haft eftir Kr.E. Andréssyni, „að Brynjólfur Bjarnason hafi krafist þess, að Rússar yrðu spurðir um álit á kröfu Bandaríkjamanna (um herstöðvar) ekki síður en Bretar, og ef menn yrðu að fylgja annaðhvort vestur- eða austurblokkinni, væri hann ekki í vafa um sína afstöðu: „Hann sagðist vilja fylgja Rússum.“ Þetta eru að sjálfsögðu ekki nýjar fréttir, heldur þvert á móti, aðeins staðfesting á því sem allir vita. Það er sama hvort þessir menn heita Úlbright, Gottwald, Gómúlka, eða einhverj- um íslenskum nöfnum, útópía kommúnism- ans er draumsýn þeirra allra, og til að koma henni í framkvæmd er engin fórn of stór og öll meðul leyfileg. Og alveg er þessu eins ferið um annan kreddukarl af sömu gerð, þjóðernisjafnaðarmanninn Quisling hinn norska, nema hvað draumsýn hans var þúsund ára ríki Hitlers; en ólík örlög þessara kóna réðust af því einu, „að sekur er sá einn sem tapar“. Björn Steffensen Á Þátttakendur í henni voru 3.000 karlar sem við læknisskoðun reyndust enn lausir við sjúk- dómseinkenni. Við ræddum við þessa menn og skiptum þeim eftir hegðun í A- og B-manngerð. Síðan skoð- uðum við þá árlega í átta og hálft ár með tilliti til kransæða- sj úkdómseinkenna. Það var okkur ekkert undrun- arefni að komast að raun um að tvisvar og hálfu sinni fleiri A- manngerðareinstaklingar en B-manngerðareinstaklingar höfðu fengið ný einkenni krans- æðasjúkdóms á tímabilinu. Kapphlaup á kapphlaup ofan Eftir að hafa gefið flestum þessum einkennum gaum í næstum öllum kransæðasjúkl- ingum okkar undir 65 ára aldri vorum við ekki lengi að átta okkur á því að þau voru ábend- ingar um leynd átök í sálarlífi sjúklinganna. Þessi átök eru sífellt kapp- hlaup við að ná lengra og lengra á sem stystum tíma, eignast meira eða komast yfir að taka þátt í fleiri viðburðum og at- höfnum. Sömuleiðis er þetta kapphlaup fólgið í því að sigrast á frekari og aðsópsmeiri keppi- nautum, fjárhagslega og í starfi. í báðum tilfellum heimta þessi átök linnulaust tímaleysi og stirfni í viðmóti. í stuttu máli: Dagfar A- manngerðar er þrotlaust stríð við tíma og aðra menn (sem eru grunaðir um grænsku gagnvart viðkomandi). Einnig kom það í ljós við krufningu á þeim sem af ein- hverjum ástæðum létust á fyrstu sex árum rannsóknar- tímabilsins, að kölkun í krans- æðum var sex sinnum tíðari hjá A-manngerðareinstaklingum en hjá B-manngerð. Þessar faraldsfræðilegu rann- sóknir gáfu því ekki aðeins til kynna að kransæðasjúklingar sýndu hegðunareinkenni A- manngerðar í dagfari sínu held- ur varð einnig ljóst við lækn- isskoðanir að Á-manngerðar- einstaklingum var miklu hætt- ara við að verða sjúkdómnum að bráð, leynt eða ljóst. Viðurkeiming Snemma í desember árið 1978, um það bil tuttugu árum eftir að tilkynning var fyrst birt um möguleg tengsl milli hegðunar A-manngerðar og kransæða- stíflu, kom hópur viðurkenndra vísindamanna saman að beiðni forstöðumanns Hjarta-, lungna- og blóðrannsóknarstöðvar ríkis- ins til þess að bera saman bæk- urnar um ábendingar og líkur á skyldleika milli framgangsmáta fólks og sjúkleikans. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.