Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 6
Mongólía var tæpast nema nafnið eitt fyrir mér þegar ég slóst í hópinn með nokkrum fuglaskoðurum í Helsingfors í fyrrasumar og lagði upp í fuglaskoðunarferð til Síberíu og Mongólíu. Fyrsti viðkomustaður var flugstöðin í Moskvu. Moskva er heimsborg með um átta milljónir íbúa, og samt er flugstöðin mjög lítil. Margar flugvélar lentu þar á svipuðum tíma, og þrengslin voru slík, að það tók margar klukkustundir að koma mannfjöldanum í gegnum tollskoðunina. Unglingur með hina venjulegu einkennishúfu, — svo stóra að hún skyggði á andlitið og þurrkaði út persónuleikann — skoðaði vegabréfin og horfði fast og lengi framan í okkur. Þegar við loks komumst í gegnum tollinn var farið í „venjulegan" og óvistlegan matsal þar sem okkur var borinn matur. Maturinn var góður, afbragðsgott kjöt, og mikið af því, eins og Rússarnir vildu sýna okkur góðvild, en nær ekkert grænmeti, nema nýir tómatar og agúrkur í morgunverð, en engir ávextir. ÁFERÐ UM MONGÓLÍU Frásögn og myndir: Terry G. Lacy, kennari viö Háskóla íslands Þýðing: Haraldur Ólafsson dósent Hótel Russia er rétt við Kremlarmúra. Gangar þess eru mældir í kílómetrum, svo risa- stórt er það. Á hverjum gangi á hverri hæð er vörður, eða lykla- kona. í njósnasögum og í frá- sögnum vísindamanna, sem ég þekki, er það hún, sem fylgist með öllu. Ekki virtist neinn fylgjast með okkur. Við máttum koma og fara eins og okkur lysti, og hún gaf okkur te þegar um var beðið, og brosti. Ein þeirra gaf okkur blóm. Hvort sem var í Moskvu eða annars staðar mátt- um við fara með strætisvagni eða gangandi hvert, sem við vildum. Reyndar vorum við hvött til þess. Eftir tveggja daga dvöl í Moskvu var haldið til Irkutsk í Síberíu. Nú hófst „flýttu-þér- og-bíddu“-hluti fararinnar. Og hann tók um það bil þriðjung tíma okkar í Sovétríkjunum. Farangurinn átti að vera kom- inn á flugstöðina kl. 6 að morgni og svo lagði vélin af stað um hádegisbilið. Tvívegis vorum við sólarhring á eftir áætlun. Flug- stöðvarnar voru óhreinar og þægindi af skornum skammti. Þær eru ljótar og yfirfullar af fólki, og snyrtiklefar allir óþrifalegir. Matur er góður, jafnvel ágætur, en umhverfið óvistlegt. Enginn stíll er á neinu og allt smekklaust. Það er aug- ljóst, að Rússar hafa verið að fást við að hraða uppbyggingu og látið það, sem mestu skipti, ganga fyrir, en látið hitt eiga sig. Byggingarnar eru þarna, en íbúðir eru þröngar. Það eru flís- ar á baðherbergjunum, rækilega festar, en alls ekki í beinni línu. Límið hefur runnið út á flísarn- ar og illa gengið frá mótum veggja og gólfs. Maður sá víða naktar ljósaperur í herbergjum, þegar ekið var um íbúðarhverfi. Á flugvöllunum var vélum ek- ið í röð út á gras og möl, til þess að spara flugstöðvahlöðin, sem tíðkast í Ameríku og Vestur- Evrópu. Farþegarnir gengu beint niður í forina. í flugvélun- um sjálfum var líka auðsýnilegt, að hið nauðsyðnlega var látið ganga fyrir, en nostur og natni látin lönd og leið. Renningurinn milli sætanna var hættulega laus, og snyrtiherbergin alltaf óþrifaleg. Poppmúsík í Irkutsk Ég held, að Rússar séu ekki eins einangraðir og oft er haldið fram á Vesturlöndum. Með vél- inni frá Helsingfors til Moskvu var fjöldi Rússa. Snyrtilega klædd rússnesk kona var með karlmannsúr frá Vesturlöndum á úlnliðnum. Ekki veit ég hvort hún bar það til skrauts eða hvort hún ætlaði að gefa það. Einn leiðsögumanna okkar hafði verið í 26 löndum. Stöðugur straumur erlendra ferðamanna er til Sovétríkjanna, einkum þó til Leningrad. Við máttum fara hvert sem við vildum, í stór- verzlanir og á sýningar. Við fór- um í leikhús. Föt okkar og myndavélar sýndu hvaðan við komum. Okkur var hleypt út í vélarnar á undan heimamönn- um, sem stóðu þögulir í röð á bak við okkur. Fimm í okkar hópi töluðu rússnesku, svo við vorum ekki einangruð frá fólki. Alls staðar glumdi popmúsík í eyrum okkar, einkum þó í Irk- utsk. Eitt sinn lenti flugvélin meðan spilað var amerískt negra-rokklag sungið á ensku. Þetta er varla að vera einangr- aður frá umheiminum. Síbería minnir á miðhluta Kanada. Fuglarnir og trén í barrskógunum við Irkutsk eru ekki í öllum tilfellum af sömu tegund, en ilmurinn og tilfinn- ingin er hin sama. Hér var með okkur heillandi rússneskur fuglafræðingur, Stanislav Lipin. Persónuleiki hans braut niður alla tungumálamúra. Hann kunni nánast ekki orð í ensku, en hann þekkti allar tegundir fugla, og við fengum góða æf- ingu í latínu. Þegar einhver sá fugl, sem líktist vatnastelk, var bent og spurt: Tringa stagnatil- is? Og svarið kom: hann kinkaði kolli og endurtók — tringa stagnatilis. Og allir endurtóku í hrifningu: Tringa stagnatilis! Að beiðni hans hefi ég sent hon- um mörg póstkort með íslenzk- um fuglamyndum og íslenzk frí- merki í safn hans. Því miður hefi ég ekki getað sent honum greinar um íslenzka fugla, þar sem mér er tjáð, að þær séu svo sjaldgæfar austur þar, að yfir- völd hirði þær og láti ekki fara lengra. Barrskógurinn þýðir að timb- ur er þarna notað til bygginga í miklum mæli. Bændabýli og þorp Síberíu eru úr timbri, brúnmáluð við moldargötur. í borgunum eru húsin með lit- fögrum gluggahlerum og út- skurði, venjulega bláum eða gul- um. Húsin sökkva smám saman í eðjuna og eru skökk og skæld. Einn morgun vaknar fólk upp við það, að útidyrnar eru komn- ar undir götuhæð. Nýjar bygg- ingar í þessari umferðarmiðstöð eru hinar venjulegu sviplausu blokkir. Þegar farið var frá Sovétríkj- unum hófst aftur tollskoðun, þar sem öll okkar plögg og bæk- j a ^ A - - - Á Sigurjón Guðjónsson þýddi Solveig Von Schoultz Tréö Máske var þessi munurinn: hann var tré. Honum var gefið það mesta: hann hafði tíma til að vaxa, að snúa blöðum sínum mót sólu, að snúa þeim niður og vernda grasið við trausta fætur sína. Hann hafði tíma til að teygja rætur sínar umhverfis steininn brjóta heilann, leita hinnar seinfæru leiðar, tíma til að harðna, tíma til að breiða út krónu sína meðan löngu liðin sumur biðu í berki hans. Bo Setterlind Ljósiö og bjallan Ljósið — yfir öllu og öllum. Einnig smábjallan á sinn skugga, sem hún getur ekki umflúið. Einhver sem þú þekkir Einhver, sem þú þekkir, er þinn bezti vinur, búinn til að gefa þér allt án þess að heimta eitt eða neitt í staðinn. Einhver, sem þú þekkir, hefur einmitt í dag gefið þér gullvæg orð — og hefur, án þess að þurfa, komið þér til varnar. Einhver, sem þú þekkir, vill þér alltaf vel, vill í sorg og gleði ganga, gæta sálar þinnar, dulinn þér við hlið. > * > >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.