Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 8
f höggmynd Einars Jónssonar frá 1946 sjáum viö aldraðan Krist, sem er óvenjulegt. Þetta er eitt áhrifamesta verk af trúarlegum toga, sem unniö hefur verið á íslandi og mikið glappaskot aö það og fleíri trúarleg verk Einars skyldu ekki vera á kirkjulistarsýningunni. Kristur Þórarins B. Þorlákssonar á altaristöflu úr Þingmúlakirkju er gerður samkvæmt hinni dansk-íslenzku biblíumyndaformúlu, sem var rómantísk, stundum væmin, en svo gersamlega viðtek- in, að hún var eiginlega orðin að hinni einu og sönnu ímynd Krists í vitund íslendinga. Andlit Krists á altaristöflu Muggs frá 1921, sem nú er f Bessa- staðakirkju: Rómantískur, næstum kvenlegur Kristur sam- kvæmt fyrirmyndum úr endurreisninni. í TILEFNI KIRKJULISTARSÝNINGAR Æ' /■ ■ m m i islenzkri myndlist Á nýlega afstaðinni kirkju- listarsýningu á Kjarvalsstöðum kom það fram, að forráðamenn sýningarinnar hefðu að minnsta kosti getað fyllt annan salinn með altaristöflum eftir íslenzka málara. Það er með öðrum orð- um meira um að leitað hafi ver- ið til íslenzkra listamanna í þessu augnamiði en marga grunar. Nokkur verk, kunn af af- spurn, hefði verið fróðlegt að sjá þarna; þau hefðu bætt sýning- una og í staðinn hefði mátt senda heim til föðurhúsanna eitt og annað, sem alltof lang- sótt var að tengja kirkjulist. í þessu sambandi kemur mér í hug altaristafla Ásgríms í Grindavíkurkirkju, þar sem Kristur lægir öldurnar, en einn- ig og ekki siður altaristaflan eftir Kjarval, sem „þeir sveitar- stjórnarmenn" norður í Skaga- firði höfnuðu og er nú í eigu Halldórs Laxness. Og síðast en ekki síst: Altaristafla Muggs frá 1921: Kristur læknar sjúka. Þessi mynd, sem er í eigu ríkis- ins og Bessastaðakirkja hefur að láni, er þrístæð og hrífandi þótt teikningu sé ábótavant á köflum og verkið raunar ófull- gert. Kristur er þarna í miðpunkti og þegar grannt er skoðað, virð- 8 ist andlit hans næsta kvenlegt. Þetta er rómantískur, upphaf- inn Kristur og í íslenzkri myndlist, I. bindi, segir Björn Th. Björnsson svo: „ ... yfir mið- myndina, þar sem Kristur lækn- ar sjúka, færðist ójarðneskur tignarblær af ætt helgimynda frá öndverðum endurreisnar- tímanum." Kristur Muggs er að minnsta kosti alls ekki gerður eftir dansk-íslenzku biblíumynda- formúlunni, sem var ljóslifandi í altaristöflu Þórarins B. Þor- lákssonar úr Þingmúlakirkju; hún var á kirkjulistarsýning- unni og sýnir Krist og bersynd- ugu konuna. í þessum myndum kemur oft fyrir sú tilhneiging, að mála Krist sem mann á miðj- um aldri eða vel það, þó aðeins yrði hann þrítugur eftir því sem bezt er vitað. í hinni fögru Kristsmynd Einars Jónssonar frá árinu 1946, er Kristur sýnd- ur sem maður töluvert við ald- ur. Mörgum þykir þessi Krists- mynd áhrifamikil og einhver undrakraftur býr í einföldu formi hennar. Þessi afstaða Einars Jónssonar, að móta Krist svo fullorðinn, er samt óvenju- leg. Hún er samt lagt í frá að vera einstæð og sama afstaða kemur fyrir í minni mæli í hinni fögru altaristöflu Ásgríms Jónssonar í Stóra-Núpskirkju. Fyrirmynd Ásgríms mun hafa verið Jón Ófeigsson menntaskólakennari og Kristur er þar maður á miðj- um aldri, en landslagið ofan úr Hreppum. Séra Valdemar Briem og fleiri Hreppamenn eru þar að hlýða á Meistarann, en allt er fólkið í austurlandaklæð- um og kemur þar fram tvískinn- ungur hjá Ásgrími. Að minnsta kosti þætti okkur nú á dögum æskilegra að Ásgrímur hefði stigið skrefið til fulls og málað konurnar á peysufötum en karl- ana í þeim vaðmálsfötum, sem tíðkaðist að bændur klæddust á þessum tíma. Kjarval stígur ekki heldur skrefið til fulls í alt- aristöflunni frá Borgarfirði eystra; þrátt fyrir Dyrfjöll í baksýn, eru áheyrendur Krists í austurlandaklæðum. Þessi tvískinnungur í afstöðu hefur verið við lýði framá okkar daga. í Garðakirkju er altaris- tafla eftir Halldór Pétursson, Kristur og lærisveinarnir í ís- lenzku landslagi með Keili í baksýn — allir klæddir að aust- urlandahætti. Keilir er einnig í baksýn í frummyndum þeim, sem Baltsar hefur unnið fyrir hina nýju Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. í þessu verki legg- ur Baltasar áherzlu á tímaleysi, eða öllu heldur: Fólk frá ýmsum tímum og öldum kemur þar fyrir og er saman. Kristur er þar í hvítum kirtli, sem telja má tímalausan klæðnað — en á annarri mynd sést frelsarinn húðstrýktur og er þá á bláum gallabuxum. í nýrri Kristsmynd Einars Hákonarsonar, einnig á kirkjulistarsýningunni, er Kristur í þessum dæmigerða nútímaklæðnaði, bláum galla- buxum og situr á bekk í Hljóm- skálagarðinum. Þar er enginn tvískinnungur á ferðinni: Krist- ur færður í einu og öllu inní nútímann. Trúarhiti og um leið þjáning lýsa af andlitinu og þessi maður er mjög ólíkur hin- um slétta og rómantíska Kristi biblíumyndanna. Kunn er sagan um konuna, sem kom í kirkjuna á Seyðis- firði, að mig minnir, og hafði þau orð um altaristöfluna þar, að málarinn hefði „náð Kristi langbest" af þeim sem hún hafði séð. Þannig hefur ugglaust hver sína hugmynd um Mannssoninn, en þessar hugmyndir eru líka meira og minna undir áhrifum frá þekktum Kristsmyndum. í heimslistinni kemur hann fyrir með ýmsu móti; sem miðpunkt- ur samfélags í kvöldmáltíðar- mynd Leonardos, sem venju- legur gestur og samræðumaður hjá Velasques og Rembrandt í myndum þeirra um Krist í Emmaus, sem hinn hýddi hjá Lovis Corinth (Rauði Kristur) og sá krossfesti hjá Grunewald. Nútima listamenn hafa framar öðru lagt áherzlu á Krist þján- ingarinnar. — Hinn þjáða og pyntaða meðbróður á þessari hryggilegu öld þjáninga og pyntinga. Höfundar Kristsmynda hafa staðið frammi fyrir því að taka afstöðu til hans sem manns, sem er að minnsta kosti jarðneskur í útliti, gengur um á jörðinni, borðar og sefur — ellegar þá að þeir sjá hann fyrir sér og túlka hann sem anda, ímynd Guðs. Með aldursáherzlunni hjá Ein- ari Jónssyni finnst mér að komi fram föðurhugmynd: Kristur sem Guð og ekki er hægt að sjá annað en Nína Tryggvadóttir túlki hann sem andlegt fyrir- bæri að mestu í hinni fögru alt- aristöflu í Skálholtskirkju. Sá Kristur er alls ekki af því tagi, sem verður píndur og krossfest- ur eins og hver annar dauðlegur maður af holdi og blóði. Sem sagt; allskonar blæbrigði átrúnaðarins koma fram í Kristsmyndum hérlendra sem erlendra listamanna. Hjá sum- um er hann byltingarmaðurinn, Frh. á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.