Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 5
haft spurnir af súlum Ingólfs. Unnsteinn virðist hér fyrst líta á súlurnar í bókstaflegri merkingu. í frásögninni segir orðrétt vitnaö í bókina „Hafið“: „Þórður skeggi lenti austur í Lóni en fann öndvegissúlur sín- ar í Leirvogi í norðanverðum Faxaflóa. Loðmundur hinn gamli kemur að Austurlandi, en fann öndvegissúlur sínar skammt frá Jökulsá í Sólheima- sandi. Hrollaugur Rögnvaldsson steig á land við Horn eystra (Vestrahorn?), en fann öndveg- issúlur sínar í Hornafirði. Sagt er að Hásteinn Atlason hafi skotið setstokkinn sínum fyrir borð er hann kom í landsýn austan Stokkseyrar, en fann setstokkana við Eyrina. Eyr- byggja greinir svo frá, að þeir Þórólfur Mostraskegg hafi siglt vestur með landi og fyrir Reykjanes. Þar kastaði Þórólfur fyrir borð öndvegissúlum sínum í kyrru veðri. Sáu þeir að súl- urnar rak í áttina til Breiða- fjarðar. Skömmu síðar kom haf- gola og sigldu þeir þá skipi sínu fyrir Snæfellsnes og fundu súl- urnar við Þórsnes. Á svipaða lund er frásögnin í Egilssögu um kistu Kveldúlfs. Þar segir að Kveldúlfur hafi látist í hafi á leiðinni til íslands. Hafði gamli maðurinn lagt svo fyrir, að lík- kistu sinni skyldi varpað fyrir borð og Skalla-Grími flutt þau boð, að honum mundi ráðlegast að taka sér þar bólfestu, sem kistuna bæri að landi. Skömmu eftir lát Kveldúlfs sáu skips- menn hans land. Var það við suðurströndina. Þar eð þeir höfðu haft spurnir af landnámi Ingólfs í Faxaflóa, sigldu þeir áfram vestur með landi, þar til þeir komu í Borgarfjörð, og fundu þar kistu Kveldúlfs." Þannig segir frá í heimildum endursögðum í bókinni „Hafið". Á eftir hugmyndum um „spurn- ir af öndvegissúlum Ingólfs" dregur Unnsteinn að lokum einnig þá ályktun, að „ljóst má vera að landsmenn vorir hafa í aðalatriðum þekkt hafstrauma við Suður- og Vesturland." Margir staðir í ströndum ís- lands eru kenndir við einhvers konar reka. Orð eins og stokkar, súlur, kefli og bolungar í örnefn- um landsins vísa beinlinis til trjástofna eða rekaviðs, oftast kominn frá öðrum löndum eins og Síberíu og Vesturheimi. Skiprekar koma einnig sterk- lega til greina. Rekinn, staðar- nöfnin og þekking á haf- straumum við landið, hafa síðan orðið tilefni söguritunar um öndvegissúlur nafnkunnra höfð- ingja á landnámsöld. Nú á dög- um berast t.d. einnig fyrir vindi og straumi brotin skip og sjó- rekin lík frá sjóslysum út af Suðurvesturlandi fyrir Garð- skaga inn á Faxaflóa og upp á Mýrar eins og súlur Ingólfs og kista Kveldúlfs forðum daga. Hér skal geta þess að mikinn fróðleik um rekavið, rekastrand- ir og rekajarðir á íslandi er að finna í öndvegissritinu „íslensk- ir sjávarhættir" (1980) eftir Lúðyík Kristjánsson, sagnfræð- ing. Rek öndvegissúlna við sunn- anvert landið á landnámsöld, eins og því er lýst í bókinni „Hafið" er hér tekið saman á 1. mynd eins og um rekaathuganir væri að ræða. Þessi gamla en þó nýja mynd af hafstraumum sýn- ir betur en mörg orð, að frá- sagnirnar geta túlkað raunveru- lega þekkingu á þeim, hvað sem líður öðru sannleiksgildi sagn- anna. Verður vikið að þessu síð- ar með nokkrum samanburði við seinni tíma athuganir og þekk- ingu á straumunum fyrir sunn- an land. Tekið skal fram, að þessum hugleiðingum er alls ekki stefnt alfarið gegn sannleiksgildi sagnanna um öndvegissúlur og landnámsmenn. Svo einsýnt er málið líklega ekki. Áhersla skal lögð á að varast ber að taka þessum brotum sem rökstudd- um fræðum af hendi höfundar, heldur aðeins sem hugsmíð eða leikmynd, leik og leit að hug- myndum annarra, sem lögð eru undir dóm lesenda. Öndvegissúlur 1974 Á 1100 hundruð ára afmæli íslandsbyggðar 1974, var land- námsins minnst m.a. með nýju landnámi „þar sem guðirnir (veðurguðirnar) létu súlur bera að landi“ eins og segir í sögun- um. Þjóðhátíðarnefnd Reykja- víkur stóð að þessu landnámi hinu nýja í samvinnu við áhöfn og leiðangursmenn á rann- sóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni í vorleiðangri 1974. Eins og á landnámsöld þá voru súlurnar og mennirnir margir. Súlurnar voru alls 110 að tölu. Þær voru úr norsku birki, 2 metrar að lengd, ferstrendar, og 10 sentimetrar á kant. Þær gátu vel verið áþekkar súlum í skála norrænna bænda eða víkinga á landnámsöld. Norsku birkisúlurnar voru Staður og dagur þá landnámsmenn í vorleiðangri á rs. Bjarna Sæmundssyni skutu ffyrir borð öndvegissúlum sínum í júní 1974. Nr. Landnámsmaður Staöur Dagur 1 Unnsteinn Stefánsson Út af Stokksnesi 6. júní 1974 2 Jóhannes Briem Út af Ingólfshöföa 6. júní 1974 2 Guömundur Sv. Jónsson Út af Ingólfshöföa 6. júní 1974 3 Þórunn Þóröardóttir í Háfadjúpi 7. júní 1974 3 Helgi Guölaugsson í Háfadjúpi 7. júní 1974 4 Sigþrúður Jónsdóttir í Háfadjúpi 7. júní 1974 5 Björg Jónsdóttir í Háfadjúpi 7. júní 1974 6 Ingvar Hallgrímsson Út af Þorlákshöfn 8. júní 1974 6 Jón Ólafsson Út af Þorlákshöfn 8. júní 1974 7 Baldur Ingvarsson Á Selvogsbanka 8. júní 1974 7 Jóhann Guöbjörnsson Á Selvogsbanka 8. júní 1974 7 Óli Kristinsson Á Selvogsbanka 8. júní 1974 8 Karl Már Einarsson Á Selvogsbanka 8. júní 1974 9 Einar Jóhannesson Á Selvogsbanka 8. júní 1974 10 Sæmundur Auöunsson Út af Reykjanesi 8. júní 1974 11 Svend-Aage Malmberg Út af Garðskaga 9. júní 1974 Myndin er tekin 1973 um borð í Bjarna Sæmundssyni, en unga stúlkan hefur hönd á tveimur merktum staurum, eða „öndvegissúlum“ sem síðan var varpað fyrir borð. Ljósmynd Guömundur Sv. Jónsson. fúavarðar og málaðar í rauðum og hvítum lit eins og stikur mælingamanna ,eða t.d. vitinn í Hafnarfirði. Súlurnar voru ekki útskornar að neinu leyti, en margar þó skreyttar málm- myndum, flestar eftir Jóhann Guðbjörnsson, þá dagmann í vél á „Bjarna Sæmundssyni", og blómamyndum landnáms- kvenna. Myndirnar voru innsigli viðkomandi landnámsmanna og kvenna. Einnig voru súlurnar merktar með plastskildi með áletruninni: Ingólfur 874—1974 ásamt tölunum einum til ellefu. Tíu súlur báru sömu tölu og voru þær þvi alls 110 eins og fyrr sagði. Ein slík syrpa er sýnd á 2. mynd. Ellefu staðir voru valdir til útkasts og tíu súlur merktar sömu tölu fóru fyrir borð á hverjum stað. Staðirnar eru merktir einn til ellefu á 3. mynd. Val á stað fór eftir ferðum rann- sóknaskipsins og hugmyndum landnámsmanna hinna nýju um hugsanlegar líkur á fundi á óskalandi. Landnámsmenn þjóð- hátíðar 1974 reyndu þannig að hafa vaðið fyrir neðan sig og hafa áhrif á máttarvöldin eins og landnámsmenn á landnáms- öld gerðu líklega einnig, eins og t.d. landnám Ingólfs á einu ágætasta hafnar- og veður- farssvæði landsins ber með sér. Landnámsmenn 1974 voru alls sextán að tölu, konur og karlar, og eru þeir nafngreindir í 1. töflu þar sem einnig er greint Frh. á bls. 14. Tíu súlur landnámsmanna í vorleidangri á r.s. Bjarna Sæmundssyni 1974. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.