Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 10
staka rolluskjátur sáust á beit í hlíðum úti undir Sólarfjöllum, en fjárbúskapur Grænlendinga mun byggjast á víðáttumiklum beitilöndum. Þótt frekar sé hún rýr, getur víðáttan séð fyrir töluverðum fjölda sauðfjár sem gengur að mestu leyti sjálfala á vetrum. Slíkt er eins gott, því okkur virtist erfitt að heyja ofan í eina skjátu, hvað þá ofan í eina kú eða fleiri eins og hinir fornu norrænu Grænlendingar gerðu. Búskapur nútíma Græn- lendinga er eingöngu fjárbú- skapur sem byggist á ofan- nefndum landkostum og því að eiga nokkur strá í hlöðu ef gerir aftök. Standi jarðbönn lengi, drepst fé unnvörpum og hefur slíkt víst komið fyrir nokkrum sinnum í tæpri 60 ára nútíma- fjárræktarsögu landsmanna. Nú sögðust bændur vinna að því að koma þessum málum í lag (væru að byggja hlöður og fjárhús) og stefna að því að fjölga sauðfé stórlega úr þeim 15—20 þús., sem nú eru í landinu, svo þjóðin yrði sjálfri sé næg með dilka- kjöt. Spurning hvort hinir fornu Grænlendingar sultu ekki í hel Þótt eitthvað kynni að hafa verið hlýrra á Grænlandi áður fyrr, þarf ekki fjörugt ímyndun- arafl til þess að ráða í, hvað gert hefur út af við landa vora í Eystri-byggð. Kólnandi tíð hef- ur mjög líklega útrýmt alveg nautgriparæktinni. . Leifar áveituskurðanna á biskups- setrinu í Görðum sýna að ekki hefur verið vandræðalaust að ná í tuggu handa kúnum. Jarð- bannskaflar í tvö eða þrjú ár í röð kunna svo hreinlega að hafa drepið fjárstofninn og þá var farið að sverfa illilega að. Flest- ar hinna norrænu byggða lágu djúpt inni í fjörðum, langt frá sjálfri aðalströndinni. Þótt hinir fornu Grænlendingar hafi verið teknir að snúa sér nokkuð að veiðum og farið í leiðangra langt til norðurs í því skyni eins og fornar rúnaristur og annað sanna, hafa þeim ef til vill verið flestar bjargir bannaðar í þess- um efnum á vetrum, sitjandi á jörðum sínum langt inni á hellu- frosnum fjörðunum, víðsfjarri útströndinni. Hringanórinn, sem gerir sér öndunarholur gegnum ísinn og var forsenda fyrir tilveru eskimóanna, lifir að vísu innan skerjagarðsins, en trauðlega mjög langt í fjörðum inni, auk þess sem tiltölulega lítið er af þessum sel við S-Grænland miðað við það sem gerist norðar í landinu. Þá er spurning hvort landar vorir fornir á Grænlandi hafi yfir höfuð komizt upp á lagið með að veiða hringanórann, sem er víst mikil kúnst og þolinmæðiverk. Ég er sem sé að gera því skóna að Grænlendingar hinir fornu hafi hreinlega soltið í hel. Slík örlagasaga sýnist liggja sem opin bók er maður siglir um Einars- og Eiríksfjörð nú á dög- um og virðir fyrir sér hætti lands og gæði. Ég tel hreinan óþarfa að draga getsakir um erj- Heima hj£ West Iversen er fátt scm minnir á fortfðina og menningu forfeð- ranna. Húsgögnin eru dönsk og Iversen hefur sjónvarp og myndband. í bæjunum hafa verið lögö kapalkerfi vegna myndbandanna. ur við innfædda eða mannskæð- ar farsóttir inn í þá sögu. Ein ömurlegasta bæjarmynd, sem fundin verður Fyrsti bærinn eða kaupstað- urinn sem við ferðafélagarnir komum í á S-Grænlandi var Narssaq yst við Eiríksfjörð. Ég sá strax að ytra útlit bæjarins var nákvæmlega það sama og ég hafði kynnzt miklu norðar í landinu. Litlum rauð-, græn-, eða gulmáluðum timburhúsum er tyllt hér og þar á klappirnar. Inn á milli raga svo steinsteyptu íbúðarblokkirnar og virðast í litlu samræmi við timburhúsa- þyrpinguna. Samt virka græn- lenzkir bæir vel á mann og flest- ir eru þeir snotrir, til að sjá að minnsta kosti. Grjóthólarnir hindra tíðast alla skipulagningu sem kenna má við reglustiku. Mjóar mal- bikaðar göturnar hríslast sem bezt lætur og laga sig að lands- laginu og húsin gera slíkt hið sama; beinar línur í gatnagerð eru varla til. Eini bærinn á Grænlandi sem hefur eitthvert slangur af götum sem ganga beinar og hornrétt hver á aðra, er höfuðstaðurinn Nuuk eða Godtháb eins og Grænlands- missjónerinn Hans Egede kall- aði staðinn. Þar í miðbænum hefur risavöxnum íbúðarblokk- unum tekizt að ganga af snotru timburhúsunum dauðum með þeirri afleiðingu að bæjarmynd- in er ein sú ömurlegasta sem maður hefur séð. Ferðafélagi minn hafði þau orð um miðbæ- inn í Godtháb að þar væri álíkt og að ganga um leifar radar- stöðvarinnar á Straumnesfjalli á Islandi vestur. Þótti mér sú samlíking vel við hæfi. Fullkom- in andstæða miðbæjarkjarna höfuðstaðarins er bærinn Sukkertoppen sem troðið er niður í skvompur og gljúfur milli feiknamikilla grjóthóla. Bæjarstæðið er svo sérstætt og hrífandi í senn, að það minnir mann helzt á óraunveruleikann. Við ferðafélagarnir fundum að- eins eitt orð sem gat náð því að lýsa Manitsok eða mishæða- staðnum eins og grænlenzka nafnið ku þýða; álfabæ kölluð- um við staðinn. Við íslendingar hugsum sjald- an um þau þægindi sem eru vatns- og skolpleiðslur. Allt er þetta falið í jörð hjá okkur; sjálfsagðir hlutir sem við tökum ekki eftir dags daglega. í Græn- landi verður slíku ekki komið vandræðalaust niður í eitilharða klöppina, svo allar leiðslur eru tíðast í stokkum ofanjarðar. Jökulkuldar á vetrum gera það og að verkum að einangra verð- ur bæði kaldavatns- og skolp- leiðslur sem hitaveiturör væru. Fyrir rúmum áratug þegar ég starfaði á Grænlandi voru það nær eingöngu íbúðarblokkir (sem þá voru fáar) sem höfðu frárennsli og rennandi vatn, sumar sem vetur. Nú hafði auð- sæilega verið gert stórt og dýrt átak í þessum efnum, þótt enn megi fjöldi einbýlishúsa búa við kamarmenninguna. Framhald í næsta blaði Hefur nærri hundrað ár hampað pela í réttum Meðal þeirra sem kunnir hafa orðið fyrir vel kveðnar vísur á síðustu áratugum er Ásgrímur Kristinsson, kenndur við Ás- brekku í Vatnsdal. Hann var þar Iengi bóndi, fæddur 1911, nú hér syðra. Hann gaf út ljóðakver haustið 1981. Úr því tek ég fyrst alkunna vísu, sem hefur verið eignuð fleirum en einum höfundi og ýmislegt sagt um tilefnið. Hér er fyrirsögnin svona: Um gifta konu fjarri heimili sínu. Þú skalt láta ástaryl úr augunum fögru streyma, ef það gerir ekki til eldinum þínum heima. Þá er sumarmálavísa. Víkur rteyð og vorar senn, vetrar greiðast böndin. Taka að seiða svani enn sólbjört heiðalöndin. Þessi mun vera ort á heimleið og hugsað til konunnar. Brátt mun verða brautin gíeið bestu vonum mínum. Hugurinn ber mig hálfa leiö heim að barmi þínum. Tvær stökur um rótarslitinn vestfirskan bónda á mölinni í Reykjavík: Hér við þennan Faxafjörð frelsiö kennir dofa. Breytt þú hefur búi og jörð bárujárns í kofa. Hérna stendur húskoflnn hrauns á breiðu sést'ann. En þiljabjarti bærinn þinn bíður fyrir vestan. Þá eru glettnisvísur, athuga- semd og heilræði gefin tveimur ungum stúlkum. Ef þú dansar, Magga mín, mannlífs yst á skarir, býst ég við að blómin þín blikni fyrr en varir. Bjargaðu þínum bát til hlés svo báruna fáir staðið. Láttu ei þennan langintes. leiöa þig út í svaðið. Um gangnakónginn fræga Lárus í Grímstungu orti Ás- grímur. Lárus er í kolli klár, kunnur að orðaglettum. Hefur nærri hundrað ár hampað pela í réttum. Lengi hefur hér á landi staðið mannskæð orusta á milli áhang- enda okkar fornu rímhefðar og hinna ungu sem yrkja bæði höf- uðstafalaust og án endaríms. Hinn síðarnefndi flokkurinn mun síðustu áratugi hafa verið mun fjölmennari á ritvellinum, en á hverju ári koma fram hin þokkalegustu skáld í hinum gamla og góða stíl. Engir ham- ast af meiri áhuga á atómskáld- unum en hinir svokölluðu hag- yrðingar, sem í hógværð sinni segjast yrkja sér til hugarhægð- ar fremur en í frægðarvon. Hér eru nokkrar vísur um rímleysi og rímleysisskáld. Gleymdi þjóðin andans auð, unni Ijóðum hreinum. Er nú glóðin alveg dauð, aska í hlóðasteinum. Fáum betur yrkir óð atómleturs kálfur. Út á setur ýmsra ljóð, ekkert getur sjálfur. Margir eiga að ég tel, andans forða í sjóði. Aldrei get ég unað vel, órímuðu Ijóði. Drjúgum trylltist þessi þjóð, þroska spillir sönnum, að hlusta á illræmd atómljóð og öskur í villimönnum. Sami höfundur hefur ort um góðskáldin Stephan G. Steph- anson og Bólu-Hjálmar. Tæpast getur þessi þjóð þakkað skáldsins gáfu, ódauðleg sem orti Ijóð aðrir meðan sváfu. En kvæðabækur St.G.St. hétu flestar Andvökur. Um Hjálmar eru tvær næstu vísur. Skapið hart um koldimm kveld kveikti margt í Ijóði, nærði bjartan andans eld eigin hjartablóði. Nam hann ungur íslenskt mál, erfði tungu spaka. Loppu þunga lagði á sál lífsins hungurvaka. Hér eru svo að lokum vísur um skáldskaparmál, svona almennt talað: Þegar slóðin örðug er, eyddar gróðurlendur, alltaf ljóðið yljar mér eins og móðurhendur. Lítill fengur orðinn er, andans þrengir vöku. Nú vill enginn okkar hér, yrkja Iengur stöku. Átthaganna innsta þrá elur minjaforðann, hvergi er grasið grænna en á grundunum fyrir norðan. J.G.J. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.