Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 5
Eigum við kannski að læðast út? spurði ég. Nei, sjáum hvað setur. Við skul- um spyrja hana eftir Austin Mini. Við biðum smástund. Við heyrð- um að konan var að sýsla með potta og pönnur frammi í eldhúsi. Svo var hún komin fram með te- ketil í höndunum og lagði hann frá sér á matborðið. Gekk sfðan varfærnislega og hikandi til mín, kastaði sér flatri á gólfið og mændi upp til min blíðum hunds- legum augum. Te, gjörið svo vel, herra mínir, hvíslaði hún. Þakka þér fyrir. Hún skreið tilbaka inn í eldhús en við Knútur færðum okkur um set og tókum okkur sæti við mat- borðið og helltum okkur te í boll- ana. Enginn sykur? kvartaði ég. Og ekki nein mjólk. Það fæst engin mjólk í þessu landi, hreytti Knútur út úr sér. Eða hefurðu ekki tekið eftir að kýrnar hérna eru allar júgurtlaus- ar? Ójá, já, þú hefur rétt fyrir þér. En það á að vera til púðursykur. Farðu inn í eldhús og biddu konuna um púðursykur, sagði Knútur. Nei, éggæti hrætt úr henni líf- tóruna. Eg drekk bara teið sykur- laust. Við dreyptum á teinu. Okkur fór ekkert á milli. Knútur var í sínum þönkum og ég í mínum. Enda vorum við Knútur ekki vanir að tala mikið saman, aldrei nema það nauðsynlegasta. En það var margt líkt með okkur. Oft kom það fyrir þegar ég impraði á ein- hverju, að Knútur tók undir með mér og var mér fyllilega sammála og bætti svo við: Eg ætlaði einmitt að fara að segja þetta en þú stalst orðunum úr munni mér. Eins og fyrsta daginn sem við vorum við vatnið. Við sátum úti á verönd hótelsins, drukkum kaffi og nörtuðum í þessar rándýru samlokur. Þögðum báðir og horfð- um út yfir vatnið, á gróðri vaxna eyjuna í því miðju og yfir á strönd Mósambik handan eyjunnar, um- vafða grænu draumkenndu mistri. Það var logn svo ekki bærðist hár á höfðinu, allt rólegt og gott. Isfugl stóð kyrr yfir vatninu og svipaðist um eftir síli og uppi yfir okkur hlakkaði hvithöfða örn. Mér þótti það skrýtið að í þessu blíðalogni, skyldi samt vera tals- verður öldugangur við ströndina. Þá sagði ég upphátt: Hvað fær vatnið til að hreyfast? Og Knútur svaraði: Ég var ein- mitt að hugsa um það sama. Hvað kemur vatninu á hreyfingu ef það er ekki vindurinn? Við kláruðum úr bollunum. Ég kveikti mér í sígarettu ogþar sem enginn öskubakki var á borðinu, notaðist ég bara við undirskálina. Auðvitað þurfti Knútur að fetta fíngur út í það, fannst það dóna- skapur af mér. En átti ég að strá öskunni á gólfið, eða hvað? Konan birtist á nýjan leik, varpaði sér á kné fyrir framan mig. Hún mændi á mig með undir- gefni og virðingu. Maturinn er til- búinn, herra, mælti hún svo lágt að varla var hægt að greina hvað hún sagði. Mér datt í hug hvort ég ætti að slá hana utanundir, kannski var það til siðs á þessu heimili. En að sjálfsögðu gerði ég ekkert slíkt, heldur spurði hana hvar Austin Mini væri? Faðir minn fór til Salima að reyna að ná sér í bensín, herra minn. Kemur hann bráðum? Jú, herra, hann kemur bráðum. Viljið þið snæða núna? Jú, þakka þér fyrir. Konan skreið út úr stofunni og lokaði eldhúsdyrunum kyrfilega á eftir sér. Vá, dæsti Knútur. Það er ég viss um að Austin Mini bíður okkar í næsta húsi. Með hlaðið borð af alls kyns góðmeti, rjúkandi kjötstykki, ljúffengt grænmeti og ískaldan bjór, sá hlýtur að vera farinn að undrast um matargestina sína. Eigum við að laumast út? spurði ég Getum við það? spurði Knútur. Nei, varla, svaraði ég. Skömmu seinna bar konan á borð fyrir okkur. Aðalrétturinn var maísjafningur, eða sadsa eins og hann heitir. Auk hans dökk- brúnar linsubaunir. Með matnum fengum við vatn til að skola þessu niður. Á enda borðsins lagði kon- an stóra þvottaskál svo við gætum laugað hendur okkar fyrir og eftir máltíð, því hnífapör voru engin. Konan bað okkur að gera matn- um skil, og hvarf síðan öfug inn í eldhús. Jæja, Knútur minn, má ekki bjóða þér að byrja? spurði ég háðslega. Það er þér að þakka að okkur skyldi boðið í mat. Við spörum okkur að minnsta kosti appelsínurnar og hneturnar. Knútur dýfði lúkunum ofan í þvottaskálina, hristi vatnið af höndunum og tók til við matinn. Fékk sér ríflegan skammt af baunum og kleip sér vænan bita af maísjafningnum. Tuggði, kyngdi og sagði að þetta bragðaðist ekki sem verst. Því get ég vel trúað, sagði ég. Sadsa getur ekki bragðast illa, bætti ég við í eymdartón. Sadsa er nefnilega alveg bragðlaus and- skoti. Svona, hættu þessu voli og settu salt út á grautinn. Þá færðu að minnsta kosti saltbragð. Augu okkar mættust, ég sá að Knúti var skemmt. Það brá fyrir Mynd: Pétur Halldórsson leiftrandi glampa í augum hans. Sjálfur var ég kominn að því að skella upp úr en lét það ekki eftir mér. Hóstaði þess í stað. Við gerðum matnum eins góð skil og okkur framast var unnt. Vildum ekki vera ókurteisir með því að skilja eftir alltof mikið. Vöðluðum sadsanu milli fingr- anna og dýfðum kökunni ofan í baunirnar og stungum upp í okkur. Þá kom konan innan úr eldhúsi, fleygði sér á kné fyrir framan mig og tilkynnti undirdánuglegast að faðir sinn væri kominn. Okkur létti við það, því innst inni vorum við hálf smeykir um að við værum í röngu húsi. Nú var þeim efasemdum útrýmt. En okkur brá ekki lítið þegar ókunnugur, ungur maður sveif inn um dyrnar og bauð okkur hressi- lega góðan daginn. Við Knútur vorum ekki færir um að taka undir kveðjuna. Við áttum nóg með að kæfa niður ¦ hláturinn sem reyndi með offorsi að brjóta sér leið upp um munn- inn. Það tókst einhvern veginn sem betur fer. En við þurftum að bíta í varirnar og seinast hrein- lega klípa saman munninn. Allan tímann stóð ungi maðurinn og brosti hinn ánægðasti að fífla- látunum í okkur, en konan flúði ósköpin. En þar kom að við gátum stillt okkur og þá kom í ljós að móður- sýkislegur hlátur okkar og krampakennd kætin voru ekki á rökum reist. Við reyndumst eftir allt saman vera í húsi Austin Mini og þessi ungi maður sem brosti framan í okkur hvítu tönnunum sínum var alls ekki faðir undir- gefnu konunnar, heldur sonur Austin Mini. Hann sagðist heita Scania Vabis. Eftir örskammar vandræða- legar samræður, afsakaði hann sig og fór inn í eldhús til konunn- ar. Eftir sátum við Knútur og ræddum hvort konan væri þá þjónustustúlka, eiginkona, dóttir eða jafnvel systir Austin Mini. Eða hvers vegna kallaði hún þenn- an unga mann, sem var litlu eldri en hún sjálf, föður sinn? Kannski einhver siðvenja. Kannski eru all- ir kynþroska karlmenn í Malawi kallaðir feður? Þetta er nú meira matarboðið, sagði ég við Knút. En hvenær má vænta gestgjafans? Knútur blístraði smá lagstúf fyrir munni sér og horfði út um gluggann á meðan. Gestgjafinn verður kominn eftir mínútu, sagði hann. Það var engin lygi. Mínútu seinna stormaði Austin Mini inn til okkar. Góðan daginn, góðan daginn, og við tókumst í hendur. Við brostum þakksamlega til Austin Mini og sögðum að matur- inn væri indæll. Hún dóttir hans hefði nú staðið fyrir sínu. Ég trúi því nú ekki að ykkur hafi fundist maturinn góður, sagði Austin Mini, og svo er hún ekki dóttir mín. Hún er frænka mín, systurdóttir. Við ítrekuðum þakklæti okkar og stóðum upp frá borðum, klöpp- uðum á magann og afþökkuðum ábót. Settumst svo við sóf aborðið en Austin Mini klappaði saman hóndunum og frænka hans var óðara komin inn og fleygði sér á kné fyrir framan hann. Hann mælti til hennar á sinni tungu. Líklega skipað henni að sækja disk, því hún kom að vörmu spori með hreinan disk og lagði á borðið fyrir hann. Austin Mini tók til matar síns. Kjamsaði og smjattaði, naut þess greinilega að fá í svanginn. Milli þess sem hann stríddi við matinn, útskýrði hann fyrir okkur, hvers vegna hann var ekki til að taka á móti okkur þegar við komum. Sko, ég fór til Salíma, því ég hafði fregnað að þeir ættu til bensín þar, eins og þið vitið er það skammtað hér. Ég fékk dropann á skellinöðruna mína en á leiðinni til baka var ég avo óheppinn að hitta lögregluþjóninn hérna. Hann þekkir mig, allir þekkja auðvitað Austin Mini Kamuy- ango, skólastjóra iðnskólans, og allir vita að skólastjórinn hefur ekki réttindi til að aka skelli- nöðru. Þess vegna tafðist ég. Var stöðvaður og færður niður á stöð og tekin af mér skýrsla. Meira ves- enið það. Verðurðu sektaður? spurði Knútur. Já, ef þeir fengju að ráða, svar- aði Austin Mini. En ég sé við þeim, sagði hann og gíotti ísmeygilega. Nú, hvernig þá? Ég tala við töframanninn minn á morgun og bið hann um að fjar- lægja skýrsluna. Hann gerir það fyrir mig, það er ódýrara en borga sektina. Við urðum hvumsa. Ætluðum fyrst að taka orð hans sem fyndni en áttuðum okkur svo á því að honum var fyllsta alvara. Við höfðum heyrt margar sögur um töframenn. Allir trúa á þá og allir óttast þá enda ráða töframennirn- ir yfir lífi og limum fólksins. Vald þeirra er algert og óvefengjanlegt og enginn þorir að setja sig upp á móti þeim. En okkur þótti samt einkennilegt að heyra Austin Mini tala um töframanninn „sinn". Við litum á hann sem vestrænan Frh. á bls. 16 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.