Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 9
IÆNLAND lendinga kölluðu sig aldrei eski- móa heldur „menn" (inuit). Orð- ið eskimói mun komið úr tungu Labrador-indíána og vera hálf- gert skrælingjaheiti, þ.e. hrá- fiskætur, auk þess sem snjóhús- in (iglú) voru dæmigerðari fyrir Kanada-eskimóa en grænlenzka kynbræður þeirra sem höfðust meira við í grjótbyrgjum. Hrikaleg fegurð, sem á sér naumast hliðstæðu Okkur, hina raunverulegu túrhesta um borð í grænlenzku strandferðaskipunum, mátti oftast telja á fingrum beggja handa. Ástæður fyrir því eru sjálfsagt m.a. þær hversu ferða- lög um landið eru í raun dýr eins og áður sagði, nema menn ferð- ist sem mest við mal sinn einan. Grænlenzk yfirvöld virðast nú gera átak í því að lokka ferða- menn til landsins, og í flestum bæjum var að finna upplýsinga- stofu fyrir ferðamenn (túrist- information), þótt stundum væri slíkt „anstalt" raunar það eina er upp á var boðið fyrir gesti langt að komna. Þó vita- skuld sé nauðsynlegt að hafa samgöngu- og gistimál í lagi, er Grænland þannig land, að ekki þarf að gera mikið til þess að „hafa ofan af fyrir" ferðamönn- um. Tign og hrikafegurð eru slík að jafnast á við fátt í heimi hér. Við ferðafélagarnir létum ekki ýmiskonar aðstöðuleysi aftra okkur en leystum gisti- húsavandræði með bakpoka og tjaldi. Á þann máta er reyndar skemmtilegast að ferðast um Grænland þótt styðjast verði við loftför og sjófley til þess að komast á milli staða. Það ætti að vera okkur íslendingum mik- ið ánægjuefni að svo stórkost- lega náttúru, sem líkist raunar okkar eigin í mörgu, skuli vera að finna í næstum seilingarfjar- lægð vestan við okkur. Ég minn- ist staða eins og Sermermiut- víkur bak Jakobshavn hvar við slógum tjöldum. Þar kelfir einn stærsti skriðjökull á norður- hveli jarðar risavöxnum af- kvæmum sínum út í Disko-flóa. Það að standa andspænis opnu brotsári jökulsporðsins, 7 km löngu og meira en 100 m háu úr sjó, er ein sú tignarlegasta sjón sem ég hef augum litið. Milli staða á leið okkar upp með V-Grænlandi var tíðast siglt það fjarri landi að útsýnið til strandar hélt manni lítt föngnum. Tíminn var drepinn við lestur á bókum og bækling- um um landi8. í bókaverzlunum hafði ég komizt yfir nokkrar nýlega útkomnar „Grænlands- bækur" sem fjölluðu um land og þjóð í máli og myndum. Bókin um Grænland (Bogen om Gron- land) reyndist vera hafsjór af lesmáli, töflum og myndum um flest milli himins og jarðar á því kalda landi. Glansmynd í bókarformi Yfir aðra áhugaverða bók ný- útkomna kom ég og höndum. Þetta var bókin Grænland í dag (Gronland i dag); falleg mynda- bók með nokkuð löngum og vel skrifuðum formála á einum 4 tungumálum. Góðar myndir glöddu augað og læsilega skrif- aður textinn tók hugann og mér fannst þetta ágætisverk. Einn daginn er skipið skreið áfram, blásandi eimpípu í svarta þoku og íshrafli fékk ég þó að sjá ann- að álit á þessari bók. Upp í hendurnar á mér kom græn- lenzkt dagblað. Þar rakst ég á ritdóm sem sagði að bókin væri ekkert annað en „sellert", þ.e. gefin út í hagnaðarskyni í tilefni 1000 ára hátíðarhaldanna á S-Grænlandi. í henni væru að vísu ágætlega teknar myndir og sama mætti segja um textann frá fagurfræðilegu sjónarhorni, en hvað væri bókin annað en glans? Allur hinn mikli skari brosandi barnsandlita segði fátt um þann fjölda óhamingju- samra barna á Grænlandi, barna sem kæmu frá heimilum þar sem bjór og brennivín hefðu lagt fjölskyldulífið í rúst að meira eða minna leyti. Textinn stiklaði á fellulausu og vinsælu efni, vildi gagnrýnandinn meina, en segði lítt um græn- lenzkan veruleika. Tómstunda- gaman og íþróttaiðkun væru tí- unduð, en brennandi nauðsynja- málum eins og hinum kornungu og veikburða verkalýðssam- tökum landsins væru aðeins gerð skii í einni málsgrein. Og um slíka útgáfustarfsemi og eru þó margar „Iceland"-myndabók- anna hámark smekkleysisins í þessum efnum. Ég spurði sjálf- an mig hvort maður þyrfti að fara til Grænlands til þess að finna svo flekklausa sjálfsgagn- rýni sem þarna kom fram. Flestir íslendingar telja víst glansmyndabækurnar um land og þjóð saklaust gaman, eða a.m.k. að þær séu ekki vettvang- ur þjóðfélagsgagnrýni. En hið grænlenzka dagblað sagði að í „landi mannanna", þar sem vandamálin á öll sviðum væru viða geigvænleg, væri slík út- gáfustarfsemi aðeins til þess að skemmta skrattanum. Ég ákvað að taka blaðið á orðinu, ef ég léti frá mér fara eitthvað um Kala- allit Nunaat, þá skyldi það ekki vera innantómt skjall, en því síður óhróður. Ég hafði ekki komið til S-Grænlands áður og átti hálf- partinn von á meira gróðurríki en raun varð á, því syðsti hluti landsins liggur álíka langt frá Norðurpólnum og S-Noregur. En reyndin varð önnur, og svo virðist sem köld veðrátta og jarðvegsleysi standi gróðri fyrir þrifum hvar sem er á Græn- landi. í Narssarssuaq heilsaði okkur að vísu birkiskógur, vel vaxinn sem bezt gerist á íslandi, eða hátt í það. En þessi fallegi skógur, sem beit sig í granít- bergið upp eftir öllum hlíðum, var horfinn er kom yfir Eiríks- fjörð til Brattahlíðar. Þar sást ekki svo mikið sem hrísla og ' skógarhlíðin upp af Stóru-Sléttu var reyndar sú eina sem við sáum í öllu landinu. Ekki var grasvöxturinn heldur beysinn. Túnskæklar einhverjir voru í kringum bæi í Brattahlíð, en svo illa sprottnir í ágústbyrjun að grasnálin tók varla í skóvarp. í hugsunarleysi álpuðumst við ferðafélagarnir, alvanir íslenzk- ir sveitamenn, yfir tún Bratta- hlíðarbænda án þess að gera okkur grein fyrir að við vorum að troða niður slægjur þeirra. Gróin hæðalönd tóku við upp af Grænlendingar ern glaðværir menn eins og myndin ber með sér, en margir veröa áfengissýkinni ad bráö og sá veikleiki er sameiginlegur öllum eskimóa- þjóðflokkum, hvort heldur þeir búa á Grænlandi, í Alaska eða Kanada. gagnrýnandi blaðsins hélt á fram í svipuðum dúr. Ég hrökk upp af þessum lestri og mér varð hugsað til allra íslenzku glansmyndabókanna ætlaðar útlendingum. Víst eru þær flest- ar ein stór lífslygi, en aldrei hef ég séð gagnrýnisorð hér heima Qagssiarssuk-byggð eins og sveit Eiríks rauða heitir nú, en grasvöxtur í úthaganum virtist alls staðar fremur rýr og varla meiri en maður hafði kynnzt norðar í landinu. Þrátt fyrir gróið landið fannst manni ekki búsældarlegt um að litast. Ein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.