Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Qupperneq 11
„Framhjáhlaup“ (Bypass) Úr ósæöinni liggur hægri kransæð, sem i myndinni hefur verið opnuð, og í ljós koma æðaþrengsli á háu stigi. Æð, sem tekin hefur verið úr fæti, er saumuð fyrir aftan þrengslin og grædd fyrir framan þau við ósæðina, svo að blóðið geti runnið um æðina frá ósæðinni yfir í aftari hluta kransæðarinnar. krampa að ræða, sem bót var ráðin á. Ef ekki tekst með þessu að opna æðina, er reynd upp- lausn blóðtappans (thrombo- lyse). Fyrst er gefið heparín, blóð- þynningarefni, til að koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögð gagnvart keðjukokkahvatanum. Síðan er hann gefinn í gegnum kerann (slönguna), sem liggur til hinnar sjúku æðar. Sársaukinn hverfur þegar æðin opnast Samkvæmt yfirliti frá fimm þýzkum sjúkrahúsum var Ram- us descendens anterior, ein grein vinstri kransæðar, lokuð í 46% tilfella, hægri kransæð í 36% tilfella og Ramus circon- flexus, önnur grein vinstri kransæðar, 1 18% tilfella. Al- gjörar stíflur voru í um 80% til- fella, en um 20% æðanna voru stíflaðar að hluta. Kannað var með 15 mínútna millibili með æðaröntgenmynd (kontroll-angiographien), hvernig opnun hinnar lokuðu æðar gengi. Yfirleitt kemur það fram hjá sjúklingunum, að þeir losna þegar við sársauka, er æð- in hefur opnazt. Síðan verða ósjaldan truflanir á hjartslætti. Megintilgangurinn með því að opna aftur stíflaða kransæð er ekki einungis fólginn í því að koma blóðstreymi í gang á ný, heldur að bjarga hjartavöðvan- um, sem ekki fær blóð, og draga þannig eftir mætti úr afleiðing- um æðastíflunnar. Endurnýjað blóðstreymi dugar sjúklingnum ekki, ef það fer aðeins um dauð- an vef. Við læknisaðgerðir eru viss vandamál því samfara að dæma um árangur skjótrar endurnýj- unar blóðflæðis. Það er mismun- andi, hvernig æðastífla verður til hjá hinum ýmsu sjúklingum, og einnig er erfitt að mæla nákvæmlega stærð stíflanna hjá mönnum. Þá getur það einnig skeð, að starfsemi vinstra hvolfs lagist sjálfkrafa, áður en til að- gerða hafi verið gripið gegn æðastíflunni, en það byggist þá á hliðaræðunum og björgunar- viðbrögðum hins heila hluta hjartavöðvans sem og hjarta- og æðakerfinu í heild. En það eru vísbendingar og staðreyndir, sem staðfesta árangurinn af upplausn blóð- tappa í kransæðum. Sjúkl- ingarnir losna nær undantekn- ingarlaust þegar í stað við sárs- auka og ótta, eftir að kransæðin hefur opnazt aftur. Einnig hafa hjartalost og alvarlegar trufl- anir á starfsemi hjartans orðið sjaldgæfari eftir árangursríka meðferð með keðjukokkahvata. í okkar deild heppnuðust að- gerðirnar vel á fimm sjúkling- um, sem höfðu fengið hjartalost, allir með stíflu í hægri kransæð, og voru útskrifaðir af sjúkra- húsinu. Það ber að hafa í huga, að hjartalost hefur með þeirri meðhöndlun, sem beitt hefur verið hingað til, leitt til dauða í 90% tilfella. Þó að niðurstöður kannan- anna í heild liggi enn ekki fyrir, hefur verið hægt að sýna fram á, að dánartíðni í sjúkrahúsum, sem áður var 22%, hafi lækkað niður í 6%, eftir að lækningar hófust með keðjukokkahvata, eins og áður greinir. Það ber sérstaklega að taka fram, að sjúklingarnir, sem hér áttu hlut að máli, voru á engan hátt vald- ir úr til dæmis með hliðsjón af aldri eða ásigkomulagi. Niðurstöður amerískrar könn- unar gefa þó tilefni til enn meiri bjartsýni. Hún varðaði sjúkl- inga með tiltölulega slaka hjartastarfsemi miðað við dælu- afköst. Dauðsföll meðal þessara sjúklinga á sjúkrahúsum var 4,3% við meðhöndlun með keðjukokkahvata. Framfarirnar eru mjög greinilegar, þegar sú tala er borin saman við dánar- tíðnina 39%, sem raunin hafði verið meðal tiltekins hóps manna, sem þjáðust af sams konar hjartabilun. Þegar eftir að tekið var að leysa upp blóðtappa í kransæð- um, var batinn tekinn sem merki um björgun hjartavöðva og þar með einnig álitið, að um vel heppnaða lækningaraðferð hefði verið að ræða. En þá var þess ekki gætt, að batinn gæti að nokkru leyti einungis verið að þakka hinu sjálfvirka jafnvæg- iskerfi. Samdrátturinn getur aukizt í hinum heilbrigða hluta hjartavöðvans, þegar stífla veld- ur lömun í einum hluta. í því tilfelli er ekki hægt að draga óyggjandi ályktanir af hjarta- starfseminni um stærð þess vöðvasvæðis, sem bjargazt hef- ur. Æðaþrengslin leysast ekki upp Æðamyndarannsóknir, sem gerðar hafa verið hingað til eftir aðgerðirnar, hafa sýnt, að lík- urnar á því, að sjúku svæði hjartavöðvans verði bjargað, séu þeim mun minni sem lengra líður frá því er æðin stíflaðist. Það er ástæðan til þess, að við reynum meðferð með keðju- kokkahvata aðeins á fyrstu þrem klukkustundunum, eftir að æðin stíflaðist. Við megum ekki gleyma því, að með þessari lækningaraðferð er blóðtappinn aðeins leystur upp, ef hún heppnast. Æða- þrengsli, sem stafa af kölkun, verða fyrir hendi eftir sem áður. Það táknar í fyrsta lagi of lítið blóðflæði og í öðru lagi, að hætta er á því að æðin lokist aftur, en samkvæmt reynslu al- mennt eru líkurnar á því um 20%. Þessi endurtekna lokun er greinilega óháð þeirri aðferð til blóðþynningar, sem beitt er, eft- ir að blóðtappi í kransæð hefur verið leystur upp. Slík lokun getur gert að engu árangur að- gerðanna. Af því er ljóst, að upplausn blóðtappa er liður í áætlun í því skyni að vinna bug á æðastíflu og að frekari aðgerða er þörf til að koma blóðstreyminu í fullt lag aftur. En áður en hægt er að taka ákvörðun um þær aðgerðir, verður að ganga úr skugga um það, hvort opnun æðarinnar hafi í raun og veru leitt til björgunar á vöðvafrumum í hjartanu: Ef þær vöðvafrumur, sem æðin flutti næringu til, voru þegar varanlega skaddaðar, áður en æðastíflan var leyst upp, myndu frekari aðgerðir ekki megna að bæta ástandið. Hafi það verið sannreynt, að vöðvafrumunum hafi tekizt ða bjarga með upplausn æðastífl- unnar — en það er hægt með því að gefa efnið thallium-201 inn í hina lokuðu æð og fylgjast með gangi þess — þarf að grípa til frekari aðgerða til að tryggja árangurinn. Þá kemur fyrst og fremst til greina „bypass“- uppskurður: Æðarbútur er græddur þannig, að hann verði eins og hliðaræð eða útskot framhjá stífluðu æðinni. Þetta þarf að gerast skjótt. Útvíkkun með loftdælingu Önnur aðgerð, sem nú er hægt að grípa til, ef fljótt er brugðizt við, er fólgin í því, að slöngu með lítilli blöðru er rennt að æðaþrengslunum eins og við hjartaþræðingu, og þar er æðin víkkuð út með því að dæla lofti í blöðruna. Bilunin á starfsemi hjartans og hin alvarlegasta tegund hennar, bráð kransæðastífla, er í eðli sínu röskun á jafnvægi milli aðstreymis súrefnis og þarfar á því. Með því að leysa upp æðastífluna og koma þannig blóðstreymi um kransæð í lag aftur, er örlagaríkum árangri náð og líðan sjúklingsins gjör- breytist þegar í stað. Þetta tekst í 85 tilfellum af hundrað og þarf að gerast innan þriggja stunda, eftir því sem nú er vitað. Þrátt fyrir þessar uppörvandi niðurstöður er þessi lækningar- aðferð ávallt háð rannsóknum að því leyti, að bráðnauðsynlegt er að ganga úr skugga um það, hvaða sjúklingur hafi not fyrir hana og hver áhættan sé. Enn- fremur er þekking okkar á þeim gangi mála, sem leiðir til þess, að æð, sem opnuð hafi verið, lok- ist á ný, harla takmörkuð. ítar- legra rannsókna er því þörf á þeim atriðum. I þessu sambandi er takmarkið ekki hvað sízt að lengja tímann, áður en „by- pass“-uppskurðurinn er gerður, svo að hjartavöðvinn nái að jafna sig sem bezt lífefnafræði- lega. Lyf, sem leysa upp blóðtappa, hafa einnig vissa ókosti í för með sér, svo sem að þau stuðla að aukinni blæðingu. Þess er þó að vænta, að nýrri lyf muni hafa minni aukaverkanir. Hugsan- legt er einnig, að efni, sem henta til að mynda skjótlega á ný hin orkuríku fosföt, geti að minnsta kosti að hluta komið í veg fyrir frumudauða og þar með dregið úr kransæðastíflunni. Rannsóknir næstu ára munu þess vegna beinast að því, hvernig hægt er að minnka stífl- una, því að stærð hennar ræður örlögum sjúklingsins. — Sv.A — úr „Biid der Wissenschaft" 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.