Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Qupperneq 13
Klakafuglinn eftir Álfheiöi Lárusdóttur Á endalausri leið þinni yfir daggar-grasið breyttist þú í klakafugl þegar sólin kom upp fraus slóð þín í dögginni svo hátt hafði enginn fugl flogið. Og svo spyr ég þig klakafugl hingað komin við borð mitt, með ljóðunum „Hvers vegna spyrja augu þín Hvers vegna hefur þú sært mig?“ Meðai allra þessara orða sem veita öryggi spyr ég orðalaust, þig, manneskja, manneskjufugl: hvers vegna sjá augu þín lengra en hægt er að mæla með hugsuninni og hvernig lítur sá heimur út sem augu þín endurvarpa? Og ég á gnógt spurninga handa þér, klakafugl á meðan þú bráðnar í heitum lófum mínum Augnablikin sem ég á með þér bráðna: án svara Ofan frá — langt langt að þrengir Ijósið sér í gegnum hið hvíta hið kalda hið einkennilega hljóða Og miggrunar að svörin búi í augnablikinu þegar Ijósið kemur í snertingu við hlutina þegar hendur sem skilja snerta steininn þegar andlit sem trúa strjúka greinarnar þegar snjórinn gælir við fæturna sem vilja ... og halda áfram og áfram og áfram ... (Morgunninn kemur, manneskjurnar leita útúr húsum sínum, íhvert skipti óþekkjanlegar. Alltaf jafn hræddar hver við aðra) Þess vegna spyr ég þig aftur klakafugl og bið þig: segðu mér hvað þú sérð langt að kominn langt ofan við skýin frá mánanum og stjörnunum „Hvað hefur manneskjan gert jörðinni?" nýr tímareikningur Þegar hugsanirnar spíra í snjónum nærjörðin sér sársaukinn hverfur þegar varfærnir jarðskjálftar vakna verður jörðin aftur hún sjálf í þessu mjúka langvarandi hreyfir tíminn sig að nýju í þessu langa, djúpa þrá manneskjurnar hlýju fá hlýju. Sá rauðklæddi flytur trjábolinn hæglega en aldrei hikandi flytur hann trjábolinn að klettinum furunálarnar lagðar í lófann eilíf minning um skyldleikann við jörðina klakafuglinn flaug af fingurgómi til fingurgóms frelsið í fjöðrunum vitandi ekkert um gleymda fjársjóði himinn ogjörð sem vefnaður fuglar á jörðu strá á himni trjáburðarmann veran flytur augnablikið í bústað eilífðar steinarnir segja sögur um skógargestina hendur læsar á hlutina mæta augunum augum kyrrðar, augum hreyfingar fuglaljósop þessi djúpu þessi frá barnæskunni, hlýju og ekta. Andlitin nálæg mæta myrkrinu úr fjarlægð hið óþekkta óuppgötvaða ekki hreyfða hugsanirnar sem spíra í snjónum vorsnjónum það er nýr tímareikningur: jörðin varin eins og fóstur í móðurkviði. ■k ir -k Leitandi í löngun regnsins að hitta þig leitandi undir skýjamyndum eilífðarinnar hinum megin dags, nætur, stundar ég leita lófa þinna á blautum iljum mínum leðurjörð spyrð þú mig? hendurnar margfaldar gæla við yfirborð jarðar spyrð þú ? jörðin ónóg skógarnir óþroskaðir ávöxtur orða þinna spyr ég þig orða: seiðandi eins og myndir skornar í leður í hvelfingum liðins tíma. ir ir ir Vængjaðar hugsanir í Ijósinu (... í Ijósinu, í myrkrinu sá hann fólkið — dýrin ... ) um þig sársaukinn magnast þjáningin nálgast: orð sem brenna tunguna löngu síðar orð sem leika í alvöru og spyrja: leikur þú þér að mér? Burtu frá orðunum að upprunanum: (... takið burt orðið ský takið burt orðin illska mannanna) orð sem brenna tunguna löngu síðar og augun spyrja mundi ég ... ? Álfheiður Lárusdóttir hefur gefið út ljóðabókina Korn 1975. Hún stundar nám í leiklistarfræðum í Stokkhólmi. óvenjulegum fyrirbærum: Hrað- minnkandi loftþrýstingi á Suð- austur-Kyrrahafi og dvínandi staðvindum á Vestur-Kyrrahafi við miðbaug. Það var Forest Miller, vísindamaður, sem fylg- ist með göngu túnfisks, sem fyrstur skar úr um það með vissu, hvað þessi tákn merktu, og gerði starfsbræðrum sínum viðvart um yfirvofandi fæðingu „el ninjós". En var „el ninjó“ í rauninni um það bil að fæðast? Hita- straumurinn virtist hafa átt upptök sín á miðju Kyrrahafi og stefndi austur á bóginn i átt til Perú. Þá kom það heldur ekki heim, að hinir austlægu stað- vindar höfðu verið óvenjulega virkir árið fyrir „el ninjóin" 1972 og 1976 og hækkuðu yfir- borð sjávar, eins og um aðfall væri að ræða, um svo mikið sem eitt fet á Vestur-Kyrrahafi. Vís- indamenn urðu ekki varir við neina slíka breytingu 1981. Hið sérstaka mynstur kom ekki í ljós og þess vegna voru nær allir óviðbúnir. Þannig getur verið umhorfs í Los Angeles, þegar stormsveipur hefur farið um. En í september bar enginn á móti því að „el ninjó“ væri í heiminn borið. Hitunin úti fyrir strönd Perú fór vaxandi og breiddist hratt út til norðurs og suðurs. Eins og Forest Miller orðaði það: „Sjórinn hitnaði einfaldlega of hratt og of snemma." Hiti „el ninjós" náði meira að segja til Alaskaflóa — lengra norður en nokkru sinni fyrr. Suðursveiflan Snemma hausts voru vísinda- menn að kanna ítarlega annað fyrirbæri, sem á mikinn hlut að máli við fæðingu „el ninjós“, Suðursveifluna, risavaxna reglubundna hreyfingu hitabelt- is loftmassa yfir Kyrrahafi. Lengstum er lágþrýstisvæði með heitu og röku lofti yfir Ind- ónesíu, meðan háþrýstisvæði heldur loftinu yfir Suðaustur- Kyrrahafi umhverfis Tahíti og Austureyju þurrara. Þessi mun- ur á þrýstingi knýr áfram stað- vindana yfir Suður-Kyrrahafi. Á nokkurra ára fresti flyzt loftið á lágþrýstisvæðinu af ókunnum ástæðum yfir Indón- esíu austur á bóginn og hleypir þurrara lofti af háþrýstisvæði inn yfir Ástralíu úr vestri. Þetta er einmitt það, sem gerðist í júní 1982. Á sama tíma dró úr þeim staðvindum, sem venjulega blása yfir Kyrrahafið og þeir hurfu, en við tók vindur úr vestri og hafið greip ofsi. Enn hafa vísindamenn aðeins tilgátur til skýringar á hegðun hafsins. Samkvæmt kenning- unni tekur hlýr sjór frá Vestur- Kyrrahafi umhverfis Salómons- eyjar að leita í átt til Suður- Ameríku í voldugum neðansjáv- arstraumi, kenndum við Kelvin. Við ferð hans eykst hraði þver- straumsins við miðbaug og hitar sjóinn enn meira, en venjulega halda staðvindar þeim straumi í skefjum. Þegar hann er kominn í hafið fyrir strönd Perú, lokar heiti straumurinn fyrir hið venjulega uppstreymi kalds sjávar, sem flytur lífverunum ofar í sjónum næringu úr djúp- um hafsins. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.