Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Page 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu ■ 'lHR- eílii ÍLAUT ÓVILÞ ». ■ HÍiKAt RUSTA dREIN IK SH AUT A* ( E*A Vlt> ■ ‘ý,p- SAR4 ÚTAF- MILDI s «[l«- K V 1 K 1 A P 1 S L E 6. u R HARM 16 i HfV R 0 L A nlh A u £> K A fULATA UMt O R A A A UT- Lllt r l L s> u R WÁVAÐI A Ck A N (. u R F N A u n T ÍL'ATI UHU F A T 1 ANÖI LIL 3 Á L i •krr- i A s M A Ltukt- T R U N T A FLUC FÍLKt, s ÍXÓK ■Ss? M A R srtKK E R N 1 UL* N lHtHH Kiwo 1 R STÖtPI S T A U R *!*. 1. RlST-U s S ÍLK.9- UT Á K. iA 'o D Æ £> 1 yr*t>ai g'lKm A u £ U A S r FíB B.OA 5 L £ F A R O'oK- JTAF- UR N *ol«u« i *<U<f IM6UM M A a a A R A L £ Cx U R KATT E N c. A ikei r- b n LANO A £ (£FA STiRK röjnr |hiö«c S A r H gw «1*1 A X A R 'AH A M £ N ÁÚT M |H£IÐ- 1 uR Æ R A 1»*- F £> PiSA' 5 A L ivr- 'A <1 Æ r A Aí U L '/ K A M S -R Æ K T a E T lúiee.- |ílXt A L A S UFA R ‘o A ÚL Ót> HrttiA K 'A T Æ T L A IU FRAM- AR Ro£>r- AR- MANfJ KlO£>- 1 N ■ B Ó K - P JTAF- | U R fv/EiR TRÉ- 'íLÁT 5KÍMMA R'.KI VKTLAR FUCL HUMDA élin .1 Sl/öm- A^- KRAFt- UR PANJ ÍKoKDýR 'A ÞRÞSKA skéioi veiki $■ WOK- D/R K.Ck\s - ÍTETT k\jen- kjaFN Hltóm ELD- $TÆf>l MVNNl fWOIHe 1 reifa- BAfíM Dl/fLTA 4 0- SKUNDI 5ult- IM N KfMuR AD NoT«M HöFMÍ>- BÚMAi>HR END- 1 Ó/tLU- NAFN t>JIEU«J rmk- KoRN m'an - UOUR HEIÐUR ftæk Ðiri riTLAUJA + SVAU B£I TA fiiH- FU&Lfi iMAK- 1 LLA ÚLCTT AS7 MÁLM- UR H U C, - acir óh'ctt PÁNDýR tónm VERKUR. VXOMA PR AM ÁLAWDS' \JIKJDUR 4 » Skaric- Ali STÚLA EKN- AST HUCtAe- HALDlÐ Bt-ÓMJ BViN FEHLM HVAO BcRí>- A N öl LÍTIL IfRoKtiR ÚLMUHI TÓWM fRAUJT LÍruK RÓMi/. T A Lfi FoR- LipuR Kolmíi pi PA MÁLM- URINN | BoR E>- I H ALD- 1 16 1 úleipa i SIR BUL- 1 NN Bókmenntir Framhald af bls. 5 þekkts fólks, og sjónvarps- vélarnar eru til staðar hvar sem kría tyllir niður fæti. Allir þekkja Hemingway, eða í það minnsta ímynd hans sem karl- mennskunnar holdi klæddrar. Ljóðskáldið góða, Robert Frost, lagði mikla rækt við almenn- ingsímynd sína sem hvers manns hugljúfi, sem klæddi spaklegar hugsanir í fleyg orð á býli sínu, en í raun var hann hið mesta óargadýr í einkalífinu: ill- kvittinn nöldurseggur, sem hafði horn í síðu allra sem hann þekkti og ekki síst nánustu vina sinna og samherja. J.D. Salinger er einn fárra rithöfunda, sem reynt hafa að halda einkalífi sínu. Um hann ganga þær sögur fjöllunum hærra að hann sé nú vitskertur. Bandaríkjamenn skilja, að það er eitthvað sérstakt við það að vera rithöfundur, og þeir virða, og allt að því dá, góðar bókmenntir. Hjá þeim sem illa eru menntaðir og lesa minnst, færist þessi aðdáun á hug- verkinu yfir á þann sem skóp það. — Nokkur orö um Ijóólist. Hefur játningaskeiðið tekið enda? — Já. Ljóðskáldin fjalla eftir sem áður um tilfinningar og hugðarefni hjartans, en nú virð- ist þörfin fyrir innhverfni vera að aukast. „Let it all hang out“ er ekki lengur gilt vígorð. For- vígismenn játningaljóðsins eru flestir fallnir fyrir eigin hendi. Sylvia Plath, Ann Sexton, John Berryman og Robert Lowell. Ljóðskáldin sem mest láta að sér kveða nú virðast ekki finna til sömu örvæntingar og algjörr- ar firringar og þessi skáld gerðu, heldur sækjast þau eftir meiri breidd í verkum sínum, túlka tilfinningar sem eiga víð- tækari höfðun. Lífið er víðar en í dauðanum. Margar konur hafa orðið mjög þekkt ljóðskáld hin síðari ár, og það að verðleikum. Má þar nefna Sylvíu Plath, Ann Sexton, Adrienne Rich, Denise Levertov og Diane Wakowski. — Hvað um kvennabók- menntir? Nú hafa sumar bandarískar kvenfrelsiskonur orðið hcimsþekktar fyrir skrif sín, en fáir þeirra kvenrithöf- unda, sem nú skrifa eru þekkt- ir a.m.k. ekki utan Bandaríkj- anna. — Það er rétt að konur hafa skrifað allmikið um sjálfsvitund sína og stöðu í þjóðfélaginu. Ég minni á Betty Friedan: THE FEMININE MYSTIQUE, Kate Millet: SEXUAL POLITICS, og Germaine Greer: THE FE- MALE EUNUCH. Konur hafa einnig skrifað um samband sitt við mæður sínar út frá sálfræði- legum og þjóðfélagslegum við- horfum, eins og t.d. Nancy Fri- day: MY MOTHER, MY SELF, og færst hefur í aukana að kon- ur skrifi bókmenntagagnrýni. Annars er ekki ýkja langt síð- an konur í Bandaríkjunum urðu sér meðvitaðar um stöðu sína í samfélaginu. í Bandaríkjunum haldast tekjur og mannvirðing oft í hendur: konur öfluðu lítilla tekna og því var lítið mark tekið á þeim. Þær voru innlyksa í hin- um viðtekna hlutverki sínu, að annast heimili og geta af sér af- kvæmi og koma því á legg. Það var sárt fyrir konur að gera sér grein fyrir þessu. Sylvia Plath talar um þann sársauka að vera kona og ljóðskáld, og sama gerir reyndar fulltrúi annars minni- máttar hóps í þjóðfélaginu, svarta skáldið Langston Hugh- es: það er sárt að vera ljóðskáld og svartur. Þær konur sem fyrst skrifuðu skáldverk um stöðu kvenna voru reiðar, og oft mjög barnalegar. Bækur þeirra voru sjálfsævisögulegar og buðu upp á lausnir sem vart eru haldbær- ar: að skilja, snúa baki við fjöl- skyldunni og hefja skólagöngu í nýja leik. í Bandaríkjunum vit- um við ekki enn hvað kona verð- ur þegar hún verður kona, og þessi óvissa endurspeglast í skáldverkum kvenna. Skáld- verkin einkennast af fantasíum, dæmisögum og feluleikjum, og mörg þeirra enda á undarlegan, óræðan hátt. En margar þessara kvenrithöfunda eru mjög færar, og lýsa af nærfærni og trúverð- lega ýmsum þáttum mannlífins, sem hingað til hafa legið hjá garði í bókmenntum. — Að lokum, margir hafa beö- ið eftir „The great American Novel“, meistarasögunni sem skilgreindi í eitt skipti fyrir öll hvað það er að vera Banda- ríkjamaður. Menn bundu vonir við Norman Mailer, en í síð- ustu bók sinni snýr hann aftur til forn-Egypta. Hefur þessi bók nú þegar verið skrifuð, eða verður hún aldrei fest á blað? — Mikið skáldverk er mikið skáldverk, sama hvar það er skrifað, og af hverjum. Banda- ríkjamenn hafa skrifað stór- kostlegar bækur, og allt útlit er fyrir að þeir muni halda áfram að gera það. Bandarískir rithöf- undar fara ekki varhluta af þeim umbrotum, sem nú eiga sér stað í þjóðfélaginu. Fjölbreytni þess og breytileiki er brunnur, sem þeir geta ausið úr enda- laust. Skáldsagan, eins og önnur form bókmennta, er enn á lífi í USA og hefur það gott, þakka þér fyrir. Bflar Framhald af bls. 15 bíl, hafa hönnuðirnir orðið að láta ferska vinda blása um heilabúið, — það sem kallað er „brainstorming" á engilsaxn- esku. Árangurinn virðist líka vera sannfærandi, nýsköpun frá grunni sem inniheldur mikið af nýrri tækni, — vitanlega þaul- reyndri nýrri tækni. Ein tækni- nýjunganna er fólgin í mjög sér- stæðri útfærslu afturáss. Tækniliðinu hjá DB hefur sem sagt ekki nægt að hafa um sjö eða átta misjafnlega þekktar afturásaútfærslur, að velja sem notast er við í bílaframleiðsl- unni í dag. Því var hönnuð ný, léttbyggð, og að þeirra sögn mjög fullkomin afturhjólsupp- henging, sem samanstendur af fimm stífum og spyrnum sitt hvoru megin. Útreikningar í sambandi við álag og krafta sem verka á hverja af hinum fimm stífum voru mjög flóknir og því aðeins mögulegir, að tölva sá um útreikninginn. Þetta er vitan- lega dýr lausn á þessu atriði, er aðeins með þessu móti og öðrum álíka aðferðum hefur tekist að halda ófjöðruðum massa í lág- marki og þægindunum þar með svipuðum og í þyngri bílunum. Og það var víst skilyrði fyrir grænu ljósi á framleiðsluna. Settu takmarki hefur verið náð, litli Benzinn er orðinn að veruleika, og hann er alvöru Mercedes Benz. En fyrir vikið er hann dýrari en ódýrasta gerðin af stærri módelunum, — einmitt þess vegna. Þrátt fyrir það selst hann eins og heitar lummur; kaupendur hafa tröllatrú á fyrirtækinu, segja væntanlega við sjálfan sig: „Ja, Benz er nú alltaf Benz.“ Enn er nýjunga aö vænta Ýmislegt bendir til þess að enn séu ekki öll kurl komin til grafar, hvað þýskan bílaiðnað varðar á þessu ári. Hvisast hef- ur út að Audi sé að leggja síð- ustu hönd á nýja útgáfu af Audi 200, sem með tilstilli straum- línulögunar í líkingu við Audi 100, svo og tæplega tvöhundruð hestafla 5 strokka túrbómótors mun verða hraðskreiðasti fjöldaframleiddi fólksbíll heims. Litlum 232 km á klukkustund hefur þessari „sjálfrennireið" tekist að ná í reynsluakstri. — Þeir hafa gaman af heimsmet- unum, þeir þarna hjá Audi. Volkswagen-móðirin lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Kom fyrr á árinu fram með VW Polo í nýjum búningi; Polo Coupé GT, þar sem mótorhönn- uðunum hefur tekist að lokka 75 hestöfl, út úr 1275 cc slagrými, án þess að notast við túrbínu. Ekki slakur árangur fyrir mótor í fjöldaframleiddum bíl, sem einnig er mjög sparneytinn. VW Golf, sem um átta ára skeið hef- ur sýnt sig í því að vera verðug- ur arftaki „Bjöllunnar" bæði hvað vinsældir og gæði snertir, mun verða kynntur í nýjum búningi í október á þessu ári. Hann verður víst eitthvað út- flattari að sjá, en með því móti vinnst lægri vindstuðull. Hann mun hinsvegar halda sínum köntuðu formum í stórum drátt- um, eins og aðrar gerðir af VW. Stundum fær þetta stíleinkenni hjá VW mann til þess að leiða hugann að því, hvort verkfræð- ingarnir í Wolfsburg hugsi virkilega ferkantað? jb.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.