Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Side 3
Á myndinni sem er tekin á sefingu sjást Ragnheiður Steindórsdóttir og Arnar Jónsson í hlutverkum Elísu og
Higgins í My Fair Lady. Á myndinni til vinstri er Arnar Jónsson í gervi Higgins prófessors í My Fair Lady.
Myndin er tekin á æfingu. ijósmyndan PáU A. Páisson.
hafi varla getað stillt sig um að
stinga á fleiri kýlum samtíma síns
um leið. Eitt af þessum kýlum, að
hans mati, var einmitt rómantíkin
sem mjög hafði verið í hávegum
höfð á nýliðnum Viktoríutíma.
Uppgjör Shaws við rómantíkina
kemur berlega í ljós í kunnum eft-
irmála sem hann reit að Pygmal-
ion. Augljóst er, að hann telur
þennan eftirmála afar mikilvæg-
an. í upphafi formálans að
verkinu segir hann: „Eins og við
munum síðar sjá, þarfnast Pyg-
malion ekki formála, heldur eftir-
mála, sem ég hef komið fyrir á
viðeigandi stað.“ í þessum eftir-
mála rekur Shaw örlög Elisu eftir
að leikritinu sleppir, en til skýr-
ingar skal þess getið, að leikurinn
endar þar sem Elisa gefur í skyn
að hún muni ætla að giftast
Freddy Eynsford Hill sem Higgins
fyrirlítur, en áhorfanda er látið
eftir að meta það hvort hún sé
aðeins að storka Higgins í einu af
mörgum reiðiköstum sínum. Þetta
lætur Shaw sér þó ekki nægja, en
ástæðuna fyrir því að hann rekur
söguna áfram, má sjá í upphafi
eftirmálans:
„Það sem eftir lifir sögunnar
þarf ekki að sýna í fram-
kvæmd, og þyrfti varla að segj-
ast, ef ímyndunarafl okkar
væri ekki svo veiklað af því hve
áreynslulaust það er undirgef-
ið við hinar tilreiddu, auðmeltu
lausnir skransalanna þar sem
Rómantíkin geymir birgðir
sínar af „góðum endum“, sem
afskræma allar sögur. Nú er
sagan af Elisu Doolittle ósköp
hversdagsleg, þó hún sé kölluð
rómantísk, vegna þess hve sú
umbreyting sem þar er lýst,
virðist ákaflega ótrúleg.
Hundruðum ákveðinna og
metnaðargjarnra stúlkna hafa
lánast slíkar umbreytingar,
eftir að Nell Gwyenne gaf þeim
fordæmi með því að leika
drottningar ogkónga í leikhús-
inu þar sem hún hafði áður
byrjað með því að selja appels-
ínur.“
Þarna er tónninn gefinn. Sú um-
breyting sem verður á Elisu allt í
gegnum leikinn er svo sem ekki
neitt sérstakt, þó hún virðist
stórkostleg. En almenningur
heimtar auðvitað að karl- og
kvenhetja sögunnar giftist, þó svo
öll heilbrigð skynsemi mæli gegn
slíku:
„Þetta er ekki hægt að sætta
sig við, ekki aðeins vegna þess
að hið litla sjónarspil hennar
hlýtur að spillast, sé það reist á
svona hugsunarlausum fullyrð-
ingum, heldur vegna þess að
hinn sanni endir virðist aug-
ljós öllum þeim sem hafa til-
finningu fyrir mannlegu eðli
yfirleitt og sér í lagi kveneðl-
inu.
Þegar Elisa sagði Higgins,
að hún myndi ekki giftast hon-
um ef hann bæði hana þess,
var hún ekki að gantast. Hún
var að tilkynna vel yfirvegaða
ákvörðun. Þegar áhugi ungfrúr
vaknar á piparsveini, hann yf-
irgnæfir hana og kennir henni
eins og Higgins EIisu, þá er
það ávallt svo, sé hún nægilega
mikil persóna, að hún íhugar
vendilega hvort hún vill standa
í því að verða eiginkona hans,
sérstaklega ef áhugi hans fyrir
hjónabandi er svo lítill að
ákveðin og trúföst kona gæti
krækt í hann ef hún einsetti
sér það.“
500 punda hveiti-
brauðsdagar
Sem sagt, Elisa hlýðir rödd eðl-
isávísunar sinnar og brjóstvits, og
hafnar Higgins, sem í leiknum er
reyndar gerður að hálfgerðum
leiðindagaur, skapstirðum og
sjálfselskum, fyrir utan að vera
tuttugu árum eldri en hún. En það
á auðvitað ekki fyrir ungri og fal-
legri stúlku eins og Elisu að liggja
að pipra, þannig að hún tekur bón-
orði vonbiðilsins Freddys Eyns-
ford Hill, svosem ekki af neinni
rómantískri ástarhrifningu heldur
einfaldlega vegna þess að „hún vill
heldur eyða ævinni í það að hann
sæki fyrir hana inniskóna, en að
eyða ævinni í að sækja inniskó
Higgins. Og ekki eru hveitibrauðs-
dagar þeirra neitt sérstaklega
rómantískir: Freddy eigandi eng-
an annan auð en deyjandi orðstír
hnignandi ættar, sem reyndi þó að
berjast áfram með aðalsbrag, en
þrátt fyrir blankheitin voru
Frh. á bls. 4.
hann varð niræður 1 þeim manuði.
hjá ambassador. Er ekki að orð-
lengja það að umbreytingin tekst
með slíkum ágætum að jafnvel
Pickering verður furðu lostinn og
hefur það helst við þetta að at-
huga að Elisa hafi verið allt of
„ekta“ hertogafrú. En sagan um
viðskipti blómasölustúlkunnar El-
isu og prófessors Higgins skal
ekki frekar rakin hér, aðeins skal
þess getið að undir lokin kemur til
mikils uppgjörs milli þeirra.
Tilgangur Shaws með því að
skrifa Pygmalion var alls ekki að
segja fallega, rómantíska sögu, og
eins og við munum síðar sjá, þá
fyrirleit hann alla rómantík,
a.m.k. á yfirborðinu. Samt sem áð-
ur kallar hann verk sitt róman-
tískt, „A Romance". Tilgangur
hans var eins og glögglega kemur
fram í formála leiksins, að deila á
skeytingarleysi samlanda sinna
gagnvart móðurmálinu. „Englend-
ingar bera enga virðingu fyrir
tungu sinni, og vilja ekki kenna
börnum sínum að tala hana,“ segir
hann í formálanum, og einnig:
„Það er ómögulegt fyrir Englend-
ing að opna munninn án þess að
það verði til þess að einhver annar
Englendingur fyrirlíti hann."
Þetta voru stór orð, og auðvitað
olli leikritið miklu fjaðrafoki þeg-
ar það var frumsýnt. Hér gat í
fyrsta sinn að heyra á leiksviði hið
mergjaða tungutak lágstéttanna í
London, og auðvitað hneykslaði
þetta eyru prúðbúnu broddborgar-
anna sem sjálfsagt hafa átt á allt
öðru von. En hneykslunarraddirn-
ar þögnuðu fljótt og fólk tók að
líta á hið óheflaða orðfæri leiksins
sem skemmtun og ekki er þess
getið að hin beitta ádeila leiksins
hafi haft nokkur áhrif í mál-
hreinsunarátt meðal enskra. Þess
skal getið, að Pygmalion var
fyrsta leikritið sem Shaw gaf leyfi
til að yrði kvikmyndað, og gerði
það Gabriel Pascal árið 1938.
Skransala Róman-
tíkurinnar
Þegar þeir félagar Lerner og
Loewe sömdu söngleik sinn upp úr
Pygmalion Shaws, þurfti einu við
að bæta, nefnilega rómantíkinni
sem ómissandi þykir í hverjum
góðum söngleik. Þessi rómantík
var nefnilega alls ekki fyrir hendi
í hinu upprunalega verki Shaws.
Þó svo að höfuðtilgangur Shaws
með verkinu hafi verið að deila á
málfar Englendinga, gefur auga
leið að jafn frjór penni og Shaw
1929. Bernard Shaw, rithöfundur, og leikarinn Gene Tunney fylgjast með
Polo-keppni á eynni Brioni, nálægt Feneyjum á Ítalíu.
3