Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Qupperneq 7
VörÖur stendur fyrir dyrum Lögmálsins.
Maður úr sveit kemur til þessa dyravarðar
og beiðist inngöngu í Lögmálið. En dyra-
vörðurinn svarar og segir, að hann geti ekki
nú heimilað honum inngöngu. Maðurinn
hugsar sig um og spyr síðan, hvort hann
skilji það rétt, að hann muni þá seinna fá að
ganga inn. „Það getur verið“ segir dyravörð-
urinn, „en ekki núna.“ Þar eð fremstu dyr
Lögmálsins standa opnar sem jafnan endra-
nær, beygir maðurinn sig saman til þess að
skyggnast í gegnum þær. Þegar dyravörður-
inn sér það skellir hann upp úr og segir:
„Fyrst löngunin er svona mikil, reyndu þá að
ganga alla leið inn, h vað sem líður banni
mínu. Mundu samt: Ég er voldugur. Ogþó er
ég settur lægst dyravarðanna. Vörður stend-
ur við sal eftir sal, hver öðrum voldugri.
Jafnvel er mér sjálfum ofraun að líta þann
sem er þriðji íröð héðan.“ Maðurinn, kom-
inn úr sveit, hafði ekki búizt við þessum
örðugleikum. Öllum á þó að vera gengt í
Lögmálið og hvenær sem er, hugsar hann.
En þegar hann nú virðir betur fyrir sér
dyravörðinn, klæddan loðfrakka, nefið á
honum stórt og hvassbrýnt, skeggið sem er
sítt, þunnt og svart, tartaraskegg, þá einset-
ur hann sér að bíða, hvað sem öðru líður,
þangað til honum verði leyfð inngangan.
Vörðurinn færir honum skemil og lætur
hann setjast á hann öðrumegin dyranna.
Þar situr hann nú dögum saman og árum
saman. Oft reynir hann að fá fram að sér
verði hleypt inn fyrir, og hann mæðir dyra-
vörðinn á þeirri þrábeiðni. Vörðurinn spyr
hann út úr annað slagið, eins og dálitlar
yfirheyrslur séu, spyr grannt um heimahaga
hans og margt fleira; ei að síður allt saman
spurningar svo sem til málamynda, svipað
og hinum meiri mönnum er gjarnt að bera
fram; í lokin segir hann æ og aftur, að enn
sem komið er geti hann ekki hleypt honum
inn. Maðurinn, sem birgði sig vel upp til
ferðarinnar, nýtir allt sem hann hefur
handa milli, hversu dýrmætt sem er, íþví
skyni að múta dyraverðinum. Hann hafnar
engu, en segir: „Ég tek við þessu bara svo þú
haldir ekki að þú hafir látið einhvers ófreist-
að.“ Stöðugt að heita má, öll árin, hvíla augu
mannsins á dyraverðinum. Honum gleymast
hinir verðirnir, og þessi, sem er fyrstur
dyravarðanna, virðist honum einn því til
hindrunar að hann fái gengið inn í Lögmálið.
Hann formælir lánleysi sínu og gerir það
framan af árum miskunnarlaust og háum
rómi, síðar, þegar aldur færist yfir, nöldrar
hann einungis og þruglar við sjálfan sig.
Hann verður barn aftur; þar eð hann hefur
fylgzt með dyraverðinum í áraraðir og kom-
ið auga á flærnar í loðkápukraga hans, þá
snýr hann nú líka til flónna beiðni sinni um
hjálp, að þær láti dyravörðinn skipta um
skoðun. Undir hið síðasta daprast honum
sýn, og hann veit ekki hvort heldur er, að nú
dimmi kringum hann í raun og veru eða þá
að augun séu að bregðast honum. Að vísu
greinir hann geislaljóma sem stafar út um
dyr Lögmálsins, óslökkvandi. Nú á hann
stutt eftir. í huga hans safnast saman, áður
en dauðinn fer að, allt það er hann mátti
reyna á þessum stað frá upphafi og verður
að spurn sem hann aldrei fyrr bar upp við
dyravörðinn. Hann veifar til hans hendi, því
honum er orðið um megn að rísa á fætur
fyrir stirðleika sakir. Dyravörðurinn lýtur
niður að honum, annað er ekki fært, því með
tímanum hefur stærðarmunur þeirra
tveggja snúizt manninum í óhag meira og
meira. „Hvað er það nú sem þig fýsir að
vita, rétt einu sinni?“ spyr dyravörðurinn,
Franz Kajka
Fyrir dyrum
Lögmálsins
Harmes Pétursson þýddi
„forvitniþín á sér engin takmörk."„Öllum
er Lögmálið keppikefli“ segir maðurinn..
„hvernig víkur þvíþá við að enginn, efsleppt
er sjálfum mér, hefur beiðzt inngöngu öll
þessi ár?“ Dyravörðurinn sér að maðurinn á
nú ekki langt eftir, og til þess að svarið nái
eyrum hans, heyrnardaufum, þá öskrar
hann að honum: „Hér gazt þú einn komizt
inn, því að þessar dyr voru ætlaðar þér og
engum öðrum. Ég fer nú oglæsi þeim.“
7,