Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Side 8
Karen Agnete Þórarinsson: Forvitni, 1940. Teikning Ingimars H. Ingimarssonar af hinni fyrirhugðu listamiðstöð, þar sem safnið verður. Nína Tryggvadóttir: Hafnarfjörður, 1939. Jóhannes Kjarval: Við Sundin, um 1930. Sveinn Þórarinsson: Jökulsárgljúfur. Hafiifírðingum gefið listasafii Ýmis ágæt listasöfn hafa ver- ið stofnuð með framlagi ein- staklings, sem varið hafði eigum sínum öðru fremur til þess að eignast listaverk og vildi gjarn- an að safnið sundraðist ekki eft- ir sinn dag. íslendingar hafa ekki notið margra slíkra safn- ara, sem kannski er ekki von. Vert er þó að minnast á safn Ragnars Jónssonar, sem hann gaf ASÍ og safn Markúsar I varssonar vélsmiðs, sem hann ánafnaði Listasafni íslands, — og nú hafa þau tíðindi orðið, að Hafnarfjarðarbær hefur eignast heilt listasafn: 115 málverk og vatnslitamyndir, sem hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Sverrir Magnússon, lyfsali í Hafnarfirði og Garðabæ, hafa safnað á mörgum áratugum. Raunar hljóðar gjöfin uppá miklu meira; þau Ingbjörg og Sverrir hafa einnig gefið Hafn- arfjarðarbæ húseignina Strand- götu 34 (þar sem Hafnarfjarðar apótek er til húsa) og skal þar komið á laggirnar menningar- miðstöð, sem beri heitið „Hafn- arborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar". Þessi stofnun skal hafa sjálfstæðan fjárhag og sérstakri stjórn. Það eru stór tíðindi þegar annað eins rekur á fjörur í einu bæjarfélagi og ætti að geta orðið nokkur lyftistöng, því Hafnar- fjörður hefur ekki svo mjög til þessa verið orðaður við blómlegt listalíf eða opinberan stuðning við listir. Með stofnun Hafnar- borgar má þó ætla að blað sé brotið og ný og blómlegri tíð taki við. Þau Ingibjörg og Sverrir láta Hafnarfjörð, sem verið hefur starfsvettvangur þeirra á fjórða áratug, njóta þessarar gjafar, — og í Hafnarfirði bjuggu þau einnig fyrstu 20 árin eftir að Sverrir gerðist lyfsali þar árið 1947. En síðan 1967 hafa þau bú- ið í Garðabæ. í örstuttu spjalli, sem Lesbók átti við Sverri, nefndi hann að áhuga sinn á myndlist mætti rekja aftur til bernskuáranna á Hofsósi, þar sem faðir hans var héraðslæknir. Hann kvaðst hafa eignast fyrstu myndina á kreppuárunum milli 1930—40 og var það vatnslitamynd eftir ólaf Túbals, sem hann þekkti. Síðan bættist fljótlega við málverk eft- Ásgrímur Jónsson: Vetrarsólhvörf, um 1930. 8 'V. v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.