Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Qupperneq 9
ir Svein Þórarinsson og mynd
eftir Höskuld Björnsson. Alveg
frá menntaskólaárunum 1924—
30 hefur Sverrir fylgst með mál-
verkasýningum á höfuðborg-
arsvæðinu og málverkasafn
þeirra hjóna spannar allt þetta
tímabil, frá 1930 og fram á okkar
dag.
I safni Ingibjargar og Sverris
er margur dýrgripurinn og að
sjálfsögðu bæði erfitt og til-
gangslaust að gera þar upp á
milli. Myndir verða hverjum og
einum misjafnlega minnisstæð-
ar og eftir að hafa virt fyrir sér
safnið nokkrum Sinnum er mér
undrunarefni ennþá einu sinni,
hvað þeir gömlu standa sig vel:
Ásgrímur Jónsson og Jóhannes
Kjarval. Mynd Ásgríms Vetrar-
sólhvörf í Hafnarfirði frá því
um 1930, hlýtur að teljast meðal
öndvegisverka hans. Sú stemmn-
ing, sem Ásgrímur nær að
galdra fram í þessari mynd,
verður minnisstæð. Tvö stór og
mögnuð verk eftir Kjarval heyra
til þessu safni og myndir eftir
Karen Agnete Þórarinsson af
þingeyskum sveitakonum eru
mjög eftirminnilegar og sterkar.
Að auki má nefna góð verk eftir
Gunnlaug Blöndal, Flóka, Bene-
dikt Gunnarsson, Jóhannes Jó-
hannesson, Kjartan Guðjónsson,
Eyjólf Eyfells, Guðmund frá
Miðdal, Veturliða, Þorvald Skúl-
ason, Nínu Tryggvadóttur,
Sverri Haraldsson, Jón Stef-
ánsson, Jón Engilberts, Júlíönu
Sveinsdóttur, Jón Þorleifsson,
Kristínu Jónsdóttur, Magnús
Jónsson prófessor, Pétur Frið-
rik, Sigurð Sigurðsson, Snorra
Arinbjarnar, Svein Björnsson,
Sigríði Björnsdóttur,
Valtý Pétursson, Tryggva Magn-
ússon, Ágúst Pedersen, Braga
Ásgeirsson, Eirík Smith, Einar
Hákonarson og Einar Baldvins-
son.
Ýmsir þeir sem eignast hafa
myndverkasöfn, stór og smá,
hafa látið þau orð falla, að fátt
eða ekki neitt af jarðneskum eig-
um þeirra jafnist á við myndirn-
ar, sem oft hefur kostað tölu-
verðar fórnir að eignast og orðið
hafa svo að segja sál heimilisins.
Það er mikil ákvörðun að gefa
frá sér slíkt safn, en Sverrir
kvaðst lengi hafa verið staðráð-
inn í því, að láta safnið ekki
sundrast. Alllangt er síðan sú
hugmynd fæddist, að gefa Hafn-
arfjarðarbæ safnið og á 75 ára
afmæli bæjarins þótti gott tæki-
færi til að kunngera hugmynd-
ina og láta hana verða að veru-
leika.
í samkomulagi, sem gert var
milli gefendanna og Hafnar-
fjarðarbæjar af þessu tilefni eru
ákvæði um, að myndunum megi
ekki dreifa, t.d. í bæjarstofnanir
eða annað. Þar er einnig gengið
frá því, að Hafnarfjarðarbær
skuli byggja við húsið að
Strandgötu 34 samkvæmt teikn-
ingum Ingimars H. Ingimars-
sonar arkitekts, sem fyrir liggja,
og til að gefa hugmynd um útlit
hússins fylgir hér með útlits-
teikning Ingimars af suðurhlið
hússins. Eins og teikningin gefur
hugmynd um, verður þetta veg-
leg bygging og verðugur sama-
staður fyrir safnið.
Gjöf Ingibjargar og Sverris,
málverkin sem verða kjarni og
uppistaða í framtíðar listasafni
Hafnarfjarðar, hafa nú verið al-
menningi til sýnis í eina viku í
sýningarsalnum Háholti. Sýn-
ingin stendur framyfir þessa
helgi.
Gísli Sigurðsson
Hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Sverrir Magnússon lyfsali hafa
gefið Hafnarfjarðarbæ 115 málverk eftirýmsa kunnustu listamenn
þjóðarinnar og þar að auki húseign, sem verður framtíðarstaður safns-
ins og menningarmiðstöð íHafnarfirði.
Þorvaldur Skúlason: Frá myrkri til ljóss, 1969.
Jóhannes Jóhannesson; Málverk.
mmm
Jóhann Briem: Hvítur hundur horfir á himininn, 1959.
Kjartan Guðjónsson, Balinn, 1982.
9