Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Qupperneq 11
Ég er engin
hreyfíngamanneskja
Hólmfríður Gunnarsdóttir
ræðir við Solveigu Eggerz
sem hefur skrifað doktorsritgerð
um gagnrýni á konur
í miðaldabókmenntum
Sólveig Eggerz býr í smá-
bænum Alexandríu nálægt
Washington DC í Bandaríkj-
unum. Hún er gift Allan
Brownfeld, blaðamanni, fyrir-
lesara og rithöfundi. Þau eiga
þrjú börn á aldrinum 1—7ára.
Sólveig hefur lokið doktors-
prófi í bókmenntum, en árum
saman hefur hún unnið við
blaðamennsku. Hún hefur
komið víða við íþeim efnum,
skrifað viðtöl og greinar um
margvísleg efni. Núna er ærið
verkefni að ala upp börnin
þrjú og annast heimilið, en
öðru hvoru skrifar hún þó í
vikublað, sem kemur út í AI-
exandríu.
Sólveig er dóttir Ingibjarg-
ar Pálsdóttur og Pétur Egg-
erz, sendiherra. Hún fæddist í
Reykjavík, en fluttist tveggja
ára með foreldrum sínum til
Englands, þar sem fjölskyldan
dvaldist í 5 ár. Eftir það
bjuggu þau í 6 ár í Bandaríkj-
unum, en þaðan fóru þau til
Þýzkalands.
Hún kom heim til sumar-
dvalar hjá frændfólki, þegar
hún var 14 ára. Eftir það
ákvað hún að ganga í mennta-
skóla heima á íslandi.
„Kannski festi ég aldrei rætur
í Þýzkalandi, “ segir hún.
Sólveig var í MA í 2 vetur,
en útskrifaðist stúdent frá MR
árið 1963. Síðan fór hún íhá-
skóla í Berlín og Bonn og lagði
stund á stjórnmálafræði. Það-
an (ór hún í háskóla í Kansas
og stundaði nám í blaða-
mennsku og alþjóðastjórnmál-
um. Þá var hún komin með
BA-próf í þessum fræðum.
Næst lá leiðin til Washington,
þar sem hún vann á blaði en
stundaði jafnframt nám við
Katólska háskólann þar í
borg. Hún kenndi þýzku og
þýzkar bókmenntir meðfram
námi í bókmenntum við þenn-
an skóla. Þar Iauk hún mast-
ers-prófi, og þar varði hún
fyrrnefnda doktorsritgerð
1981.
Meðfram vinnunni við dokt-
orsritgerðina hefur hún, eins
og fyrr segir, eignast börn,
kennt ritleikni (þ.e. kennt
fólki að setja saman læsilegan
texta), ritsmíði (composition),
jafnframt því að hún hefur
skrifað mikið fyrir blöð og
tímarit.
Nú sem stendur skrifa þau
hjón m.a. fyrir tímarit, sem
gefið er út af íhaldssömum
blökkumönnum, sem berjast
fyrir því, að svartir menn séu
metnir á sömu vogarskálum
og hvítir meðbræður þeirra.
Þeir vilja ekki, að þeim sé
hyglt vegna litarháttarins,
heldur séu þeir látnir standa
fyrir sínu tiljafns við aðra.
Þeir vilja engin fríðindi til
handa svörtum. Þeir segja, að
það verði að horfast í augu við
þau vandamál, sem við blasi í
málum svertingja í Bandaríkj-
unum. Fjölskyldan sé í upp-
lausn, og uppeldið sé oft á tíð-
um gatan. Þetta stefni í voða,
og eina ráðið sé að láta hvern
og einn standa fyrir sínu.
Ritgerð Sólveigar fjallar um
háð oggagnrýni á kvenfólk í
þýzkum og enskum miðalda-
bókmenntum.
Þetta þótti mér forvitnilegt
efni. Við settumst því út ígarð
í sjaldséðri sumarsól fyrir
austan fjall og spjölluðum um
efni ritgerðarinnar.
Sólveig segist vera nútíma-
manneskja, sem leiti til
miðaldabókmennta sér til af-
þreyingar.
— Skilningur á þeim málum,
sem vefjast fyrir okkur í dag,
eykst, ef litið er til lífs og lifnað-
arhátta fyrir nokkur hundruð
árum. Mannseðlið hefur lítið
breytzt, þótt aðstæðurnar séu
allt aðrar og hafi þróazt kven-
fólki mjög í vil. Ritgerðin heitir
Anti-Feminist Satire in German
and English Literature of the
Late Middle Ages (Ádeila á kon-
ur í þýzkum og enskum bók-
menntum á síðari miðöldum) og
var varin við Catholic Univers-
ity of America í Washington DC
árið 1981.
Helztu niðurstöður eru þess-
ar:
— Það hefur verið gert rokna
grín að kvenfólki um aldaraðir.
Sumt grínið er grátt, — annað í
léttum dúr. Það fer eftir því,
hver tilgangur höfundarins er.
Ekkert af þessu tagi í miðalda-
bókmenntum er frumlegt.
T.d. ætlaði Rómverjinn Juven-
al (47—130 e.Kr.) að gagnrýna
rómverskt þjóðfélag, sem að
hans dómi var orðið rotið og
syndum spillt. Til þess notar
hann hefðbundin orðatiltæki um
græðgi, vergirni, stolt og ráðríki
kvenfólks. I gamla daga, á gull-
öld Rómaríkis, var kvenfólkið
ekki svona slæmt og þjóðfélagið
þá ekki heldur.
Grófasta skrípamynd Juven-
als er hin óseðjandi eiginkona
Claudiusar keisara. Þessi „tigna
hóra“ faldi höfuð sitt undir
hettu og stalst að heiman, á
meðan keisarinn svaf, til að
sækja „daunill hóruhús". Þar
„þjónaði hún heilum hersveitum
óbreyttra Rómverja af óseðj-
andi ástríðu".
Hún var verri en atvinnuhór-
ur, því að „hún svitnaði af losta
löngu eftir að hinar næturdís-
irnar voru farnar heim til sín,
— algjörlega uppgefnar".
Miðaldamenn sóttu mjög til
Juvenals og annarra fornra höf-
unda til þess að finna þessi
hefðbundnu orðatiltæki um lesti
kvenfólks.
Gamla testamentið hefur
einnig upp á ýmislegt skemmti-
legt að bjóða í þessum dúr. T.d.
er konum oft lýst í Orðskviðun-
um á áhrifamikinn hátt.
hinn vitri Salómon varaði
karlmenn við lauslátum konum.
„Því að hunangseimur drýpur af
vörum lauslátrar konu,/ og
gómur hennar er hálli en olía.
En að síðustu er hún beiskari en
malurt,/ beitt eins og tvíeggjað
sverð." (Orðskv. 5:3—4).
En allar konur fá ekki sömu
útreið hjá Salómon. Þvi að
„Væna konu, hver hlýtur hana?/
Hún er miklu meira virði en
perlur. Hjarta manns hennar
treystir henni,/ og ekki vantar
að honum fénist". (Orðskv.
31:10-11).
Með gagnrýninni á kvenfólkið
er oft í raun og veru verið að
vara karlmenn við lostanum
innra með þeim sjálfum. Saló-
mon, sem átti sjálfur margar
konur, veit hvað hann syngur,
þegar hann ráðleggur karl-
mönnum að forðast kvenfólk,
áður en þeir verða ástríðunni að
bráð.
„Getur nokkur borið svo eld í
barmi sínum,/ að föt hans sviðni
ekki?/ Eða getur nokkur gengið
á glóðum/ án þess að brenna sig
á fótunum?/ Svo fer þeim, sem
hefir mök við konu náunga
síns,/ enginn sá kemst klakk-
laust af, sem hana snertir."
(Orðskv. 6:27-29).
Og Iéttúðarkonan er varasöm
fyrir góðan dreng.
„ ... hávær er hún og óhemju-
leg/ fætur hennar tolla aldrei
heima/ hún er ýmist á götunum
eða torgunum/ og situr um
menn á hverju horni.“ (Orðskv.
7: 11-12).
Páll postuli greip til hinna
fornu orðatiltækja varðandi
kvenfólk og gæddi þau sérstök-
um biturleika til að þjóna hags-
munum kirkjunnar. Hann gagn-
rýndi ekki kvenfólk vegna þess,
að hann væri kvenhatari, eins
og oft hefur verið sagt um hann,
heldur til þess að fá sem flesta
til að giftast ekki, svo að þeir
gætu ótruflaðir útbreitt kristn-
ina.
í orðum Páls kemur fram
undirstöðuatriði í allri alvar-
legri ádeilu á kvenfólk. Þetta
sama undirstöðuatriði kemur
einnig fram í ritum Platós, —
þ.e. að sálin og líkaminn eigi
enga samleið. Þefr, sem full-
nægja þörfum líkamans með
SJÁJJÆSTU SÍÐU
11
Sólveig var hér á ferð í sumar og þá var þessi mynd tekin af henni og dóttur hennar.