Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Side 15
Skýrsla flutt Akademíu Frh. af bls. 6. nafn sem sannarlega hlýtur að vera upphugsað af apa. Rétt eins og það eina sem er ólíkt með mér og Pétri nokkrum, tömdum apa sem naut nokkurr- ar hylli þar til hann drapst ný- verið, sé þessi rauði flekkur á vanganum. Þetta er úturdúr. Hitt skotið hæfði mig í neð- anverða mjöðmina. Það var ljótt sár og olli því að enn þann dag í dag er ég dálítið haltur. Nýverið las ég í grein eftir einn af þeim ótalmörgu vindbelgjum sem um mig skrifa í dagblöðin, að enn væri apanáttúran ekki fullkom- lega úr mér rekin. Til marks um það væri að ég leysti oft niður um mig buxurnar fyrir gesti, til að sýna hvar skot þetta hitti í mark. Réttast væri að skjóta skrifandi fingurna af þessum náunga, einn og einn í einu. Mér leyfist að fara úr buxunum hvenær sem mér þóknast. Það er ekkert að sjá nema snyrti- legan feld og ör eftir — hér skulum við í vissum tilgangi velja orð sem ekki má misskilj- ast — ör eftir duttlungafullt skot. Nú til dags er allt opið upp á gátt, ekkert skal dregið undan, þegar sannleikurinn er annars vegar kasta hinir stórhuguðu bestu siðum fyrir róða. Ef áður- nefndur greinarhöfundur tæki hins vegar upp á því að fara úr buxunum fyrir framan gesti sína, horfði það allt öðruvísi við, og ég tel það skynsemisvott að þesslagað gerir hann ekki. En þá ætti hann ekki að plaga mig með þessari viðkvæmni sinni. Eftir þessi skot rankaði ég við mér — og hér lifna smám sam- an mínar eigin endurminningar — í búri á milliþilfari á skipi Hagenbecks. Það var ekkert rimlabúr með fjórum veggjum, heldur voru þetta aðeins þrír veggir festir á skilrúm, skilrúm- ið var semsagt fjórði veggurinn. Þessi vistarvera var alltof lág til að standa þar uppréttur og of þröng til að setjast. Ég húkti því með bogin, nötrandi hné, og þar sem eðlilegt hlaut að teljast að ég vildi ekki sinnast neinum um hríð, vildi bara halda mig í myrkrinu, sneri ég mér upp í skilrúmið, þannig að rimlarnir skárust inn í afturendann á mér. Slík geymsla á villtum dýrum er talin heppileg í fyrstu og í ljósi reynslunnar get ég ekki and- mælt því, að frá mannlegum sjónarhóli sé það einmitt svo. En um það hugsaði ég ekki þá. í fyrsta skipti á ævinni fann ég mér enga undankomuleið, að minnsta kosti lá engin rakleitt út: beint fyrir framan mig var skilrúmið, fjöl felld við fjöl. Víst var rifa á milli fjalanna sem ég fagnaði með ýlfri óvitans, þegar ég uppgötvaði hana, en þessi rifa var ekki einu sinni nógu víð til að stinga þar út skottinu, og þó ég beitti öllum mínum apa- kröftum var engin leið til að víkka hana. Síðar var mér sagt að ég hafi látið óvenju lítið á mér kræla, sem hafi þótt benda til þess að annaðhvort myndi ég gefast upp fljótt ellegar að ég yrði mjög auðtaminn, ef mér tækist að lifa af þetta fyrsta tvísýna skeið. Ég lifði af. Ég kjökraði eymdarlega, tíndi flær í ofboði, hnusaði mæðulega af kókoshnetum, barði höfðinu í vegginn, rak út úr mér tunguna, þegar einhver nálgaðist — þetta undi ég mér við á fyrsta skeiði nýrrar ævi. Og alltaf var þessi ávæningur nálægur: engin undankomuleið. Nú get ég auðvitað aðeins lýst því á mannamáli sem ég upp- lifði sem api, og fer því óhjá- kvæmilega rangt með. En þótt ég geti ekki teygt mig eftir gamla apasannleikanum, er hann óefað í ætt við þessa frá- sögn. Áður átt ég alltaf fjölmargar leiðir til undankomu og nú enga meir. Ég var kominn í sjálf- heldu. Þeir hefðu getað neglt mig fastan án þess að hefta hreyfingarfrelsi mitt meira en orðið var. Hvers vegna? Klóraðu þig til blóðs á milli tánna, þú finnur ekki ástæðuna. Þrýstu afturendanum upp að rimlunum þar til þeir kljúfa þig næstum í tvennt, þú finnur ekki ástæð- una. Ég átti mér enga undan- komu, en varð að finna hana, því án hennar gat ég ekki lifað. Andspænis þessum vegg um alla eilífð — ég myndi svo sannar- lega geispa golunni. En hjá Hagenbeck eru apar hafðir upp við vegg svo að þá, þá hætti ég að vera api. Þetta er skýr og fagur þankagangur, sem iég hlýt að hafa upphugsað með líkam- anum, því apar hugsa með lík- amanum. Ég er hræddur um, að menn skilji ekki til fulls, hvað ég á við með undankomuleið. Ég nota orðið í þess venjulegustu og fyllstu merkingu. Ég segi vit- andi vits ekki frelsi. Ég á ekki við þessa miklu hugmynd um frelsi til allra átta. Hana þekkti ég ef til vill sem api, og ég hef kynnst fólki sem hana þrá. En hvað mig snertir sóttist ég hvorki eftir frelsi þá né nú. Aukinheldur: Menn gera sér alltof oft grillur um frelsið. Og líkt og frelsið telst til háleitustu tilfinninga, telst einnig blekk- ingin sem er fylgifiskur þess há- leit. Áður en ég kem fram í sýn- ingarhöllum, sé ég oft fjölleika- menn leika listir sínar í rólum uppi við þakrjáfrið. Þau sveifla sér og slöngva, stökkva og svífa í fang hvort öðru, eða annað heldur hinu uppi á hárinu með tönnunum. „Þetta er líka frelsi mannanna," hugsa ég, „alfrjáls hreyfing." Hvílík háðung gagn- vart heilagri náttúru! Ekkert mannvirki stæðist hlátur apa- ættarinnar við þessa sýn. Nei, ég vildi ekki frelsi. Að- eins undankomuleið, til hægri, vinstri, hvert sem var: ég gerði ekki aðrar kröfur og jafnvel þótt undankomuleiðin reyndist að- eins tálsýn, var krafan of smá- vægileg til að vonbrigðin yrðu ekki þeim mun meiri. Áfram, áfram! Bara ekki standa með uppréttar hendur, fastur upp við vegg. Nú orðið er mér þetta ljóst: án mikillar rósemi hugans hefði ég aldrei komist burt. Og í raun á ég allt það sem ég er nú að þakka róseminni sem færðist yfir mig eftir fyrstu dagana á skipinu. Og rósemina á ég vænt- anlega skipverjum að þakka. Þrátt fyri allt eru þetta bestu - menn. Mér er ennþá fró í að rifja upp þungt fótatak þeirra sem sífellt ómaði í svefnmókinu. Oftast voru þeir sérdeilislega lengi að koma sér að verki. Ef einhver þeirra ætlaði að nudda sér um augun, lyfti hann upp hendinni eins og hún væri lóð. Kímnigáfa þeirra var stórkalla- leg, en hún kom frá hjartanu. Þegar þeir hlógu, breyttist hlát- urinn stundum í ógnvekjandi hósta, sem þó vissi ekki á neitt illt. Alltaf höfðu þeir eitthvað í munninum, sem þeir gátu spýtt út úr sér, og stóð á sama hvert þeir spýttu því. Þeir voru sífellt að jagast út af því að flærnar stykkju af mér á þá, en samt urðu þeir aldrei reiðir, því þeir vissu að það voru flær í feldin- um á mér og flær eru náttúrað- ar fyrir að stökkva. Þeir létu það gott heita. Á frívaktinni settust þeir oft nokkrir saman í hálfhring um mig, töluðu fátt, heldur tautuðu í kór, flatmög- uðu á kössum og reyktu pípu, slógu sér á lær hvenær sem ég bærði á mér, annað veifið tók svo einhver þeirra upp prik og kitlaði mig þar sem ég lét mér vel líka. Væri mér nú boðið að fara í nýja ferð með þessu skipi, hafnaði ég örugglega, en jafn- víst er, að það eru ekki bara slæmar minningar sem ég gæti rifjað upp þarna á milliþiljun- um. Rósemin sem ég tileinkaði mér í félagsskap þessara manna, kom framar öllu í veg fyrir að ég reyndi að flýja. Þeg- ar ég lít aftur finnst mér eins og mig hafi a.m.k. rennt í grun, að ég yrði að finna undankomuleið vildi ég lifa af, en að þessi und- ankomuleið væri ekki fólgin í flótta. Nú er mér ekki lengur ljóst hvort flótti var mögulegur, þó finnst mér það líklegt, api ætti alltaf að geta flúið. Núorðið eru tennurnar í mér þannig, að ég verð jafnvel að gæta mín þeg- ar ég brýt ofurvenjulegar hnet- ur, en þá hefði mér örugglega heppnast smám saman að bíta í sundur lásinn. Það gerði ég ekki. Hvað hefði ég svo sem unnið með því? Undireins og ég hefði rekið út hausinn hefði ég verið fangaður á nýjan leik og lokaður inni í ennþá ótútlegra búri. Eða kannski hefði ég getað laumast óséður til hinna dýranna, til dæmis risaslanganna á móti og gefið upp öndina í faðmlögum þeirra. Éða mér hefði tekist að Iaumast út á þilfar og kasta mér fyrir borð. Þá hefði ég velkst stundarkorn í úthafinu og síðan drukknað. Vissulega úthugsaði ég þetta ekki mannlega, en í ljósi aðstæðnanna hegðaði ég mér líkt og ég hefði hugsað þetta allt til enda. Ég hugsaði ekki heldur horfði ég í kringum mig með mestu ró. Ég sá þessa menn ganga út og inn, alltaf sömu andlitin, sömu hreyfingarnar, oft fannst mér þeir vera aðeins einn maður. Þessi maður eða þessir menn fóru semsagt óheftir ferða sinna. Háleitt markmið rann upp fyrir mér. Enginn lofaði mér því að rimlarnir yrðu teknir burt, ef ég aðeins yrði eins og þeir. Slík loforð sem tæpast verða efnd, eru ekki gefin. En ef af efndum verður, birtast lof- orðin á eftir, þar sem þeirra var áður leitað án árangurs. Nú höfðu þessir menn ekkert við sig sem freistaði mín að marki. Væri ég fylgjandi téðu frelsi, hefði ég áreiðanlega tekið út- hafið fram yfir þá undankomu sem skein út úr grámyglulegum andlitum þeirra. Að minnsta kosti virti ég þá lengi fyrir mér áður en ég fór að hugsa um slíkt, já, það voru þessar athug- anir mínar eins og þær lögðu sig, sem fyrst beindu mér í retta átt. Það var svo auðvelt að apa eftir mannfólkinu. Strax á fyrstu dögunum kunni ég að spýta. Þá spýttum við í andlitin hvor á öðrum: munurinn var bara sá að á eftir sleikti ég and- litið á mér hreint, þeir ekki. Brátt reykti ég pípu eins og gamalreyndur. Éf ég þar að auki stakk þumalfingrinum í pípuhausinn skellihlógu allir á miðdekkinu, lengi áttaði ég mig bara ekki á muninum á tómri og troðinni pípu. Brennivínsflaskan olli mér mestum hugarkvölum. Mig klígjaði við lyktinni, ég neytti allra lífs- og sálarkrafta, en það liðu vikur áður en ég vann sigur á sjálfum mér. Merkilegt nokk tóku mennirnir þessa innri bar- áttu hátíðlegar en nokkuð annað í fari mínu. Ég get ekki greint einn frá öðrum í endurminning- unni, en það var einn þeirra sem kom æ ofan í æ, jafnt á nóttu sem degi, einn sér eða með fé- lögunum, tók sér stöðu með flöskuna fyrir framan mig og leiðbeindi mér. Hann skildi mig ekki og vildi ráða lífsgátu mína. Hægt tók hann tappann úr flöskunni og leit síðan á mig til að sjá hvort ég hefði skilið. Ég játa það, ég horfði alltaf á hann með villtri yfirþyrmandi at- hygli, slíkan mannlærling finn- ur enginn mannfræðari neins staðar. Þegar búið var að af- tappa flöskuna hóf hann hana upp að munninum, ég horfði á eftir alla leið niður í kok. Hann kinkar kolli, ánægður með und- irtektirnar og ber flöskuna að vörum sér. Ég klóra mér emj- andi þvers og kruss, frá mér numinn af vaxandi skilningi. Hann er himinlifandi, hefur upp flöskuna og hellir í sig. Ég geri mín stykki í búrinu eirðarlaus og iðandi í skinninu eftir að fá að leika sama leikinn, og af því verður hann ennþá glaðari. Og svo heldur hann flöskunni langt frá sér, sveiflar henni enn upp og tæmir hana í einum teyg, um leið og hann hallar sér langt aft- ur, til að kennslan verði enn áhrifameiri. Ég, úttaugaður af græðgi, megna ekki lengur að fylgjast með og hangi máttvana á rimlunum, á meðan fræðilegu æfingunni lýkur með því að hann strýkur sér um þúkinn og glottir. Nú fyrst hefst verklega æf- ingin. Ér ég þá ekki útkeyrður eftir fræðilega þáttinn? Víst, al- veg útkeyrður. Það fylgir örlög- um mínum. Þrátt fyrir það þreifa ég af fremsta megni eftir framréttri flöskunni, aftappa hana skjálfandi. Við þessa frammistöðu vakna smátt og smátt nýir kraftar, ég lyfti flöskunni svo vart sér nokkurn mun á mér og fyrirmyndinni, ber hana að vörum mér og — fleygi henni burt með viðbjóði, með viðbjóði, þrátt fyrir að flaskan sé tóm og aðeins eimi eftir af vínanda í henni fleygi ég henni með viðbjóði á gólfið. Kennara mínum til ama, mér til mæðu. Eftir að ég hef fleygt burt flöskunni er hvorki honum né mér afbötun í að ég gleymi ekki að strjúka mér vendilega um búkinn og glotta um leið. Alltof oft fór kennslustundin á þessa leið. Og kennari minn á heiður skilinn, hann varð ekki illur út í mig, að vísu hélt hann stundum logandi pípunni að feldinum á mér, þar til fór að sviðna einhvers staðar þar sem ég náði illa til, en þá slökkti Rúnar Guðbrandsson f hlutvcrki apans. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.