Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 5
unninn texta erum við að skapa eitthvað sérstakt ... Gordon Davidsson ákveður að leikstýra verkinu og sviðsetja það í Mark Taper-leikhúsinu í Los Angeles. Eg ákveð að losa mig við sex óþarfa persónur og endurskrifa annan þáttinn. Ég er mjög ánægður með hann, og ákveð að sýna Bob hann. Ég hugsa með mér: Hann verður að tárast, annars hef ég ekki náð markmiði mínu enn. Þegar ég kem aftur skömmu seinna, situr Bob yfir handritinu og grætur. Undarlegir hlutir gerast innra með mér: mér finnst ég vera batnandi maður, ég skrifa á manneskjulegri hátt. Ég er með konu mína og börn á heil- anum, hlýju þeirra ... þörfina fyrir fjölskyldu. Afstaða mín til þeirra persóna sem ég er að skapa hefur breyst. í fyrsta sinn á æfinni er ég að skapa persón- ur sem eru að öllu leyti geðfelld- ar. Hingað til hefur mér verið í nöp við ákveðin einkenni þeirra persóna sem ég hef skapað. Ekki núna. Þessi breyting á rætur að rekja til fjölskyldu minnar og til þeirra sem hafa hjálpað mér meðan ég var að skrifa leikritið. Ég hef aldrei borið svo mikla virðingu fyrir mannlegu eðli áð- ur. Nú þyrmir hún yfir mig og ég reyni að skapa persónur sem eru eins mannúðlegar og þeir sem í kringum mig eru. Leikritið slær í gegn í Los Angeles. Áhorfendur hlæja og gráta. Þeim líkar vel við persón- ur leikritsins og eigna sér örlög þeirra. Áhorfendurnir eru líka meðvitaðir um að þeir hafa orð- ið vitni að reynslu sem ekki hef- ur verið túlkuð áður. Nú langar okkur til að sýna leikritið á Broadway í New York. Broadway þar sem gleði- leikir og söngleikir slá í gegn? Hver ætli vilji sjá þar leikrit um heyrnarlausa konu og mann með fulla heyrn? Hvað þá held- ur að taka áhættuna af að svið- setja slíkt leikrit fyrir fleiri hundruð þúsund dollara. En sá fyrirhyggjulausi maður finnst og við byrjum að æfa. Forsaia aðgöngumiða hefst og við selj- um einn miða. Samt virðist eng- inn hafa áhyggjur, og allra síst framleiðandinn, þrátt fyrir það að hann auglýsir leikritið næst- um ekki neitt. í þessum fáu Berglind Stefánsdóttir og Sigurður Skúlason á æfíngu í Iðnó. Berglind er sjálf heyrnarskert og talar fíngramál eins og sjónvarpsáhorfendur þekkja. Þetta er frumraun hennar á sviði en Sigurður er gamalreyndur leikari. auglýsingum stendur: „sérstæð ástarsaga". Hvílík sölumennska! — Rólegur, rólegur, segir fram- leiðandinn. — Látum fólkið uppgötva okkur, látum gagnrýn- endurna uppgötva okkur. Og það merkilega er að ég treysti honum. Frumsýningin veldur okkur meiri háttar vonbrigðum. Gagn- rýnandi The Daily News talar í umsögn sinni um allt annað leikrit en það sem við sýndum. Ég óska þess að hann taki sér annað starf fyrir hendur: gerð- ist lærlingur í rafvirkjun upp í sveit og dæi af raflosti ... En gagnrýnahdi The Times hrósar verkinu, og sama gera sjón- varpsstöðvarnar. Samt er ég ekki ánægður. Mig hafði dreymt um ástríðufulla aðdáun þeirra á verkinu ... Og til að bæta gráu ofan á svart hefst verkfall hjá almenn- ingsvögnum New York-borgar daginn eftir frumsýningu. Það rignir. En nú gerist krafta- verkið: fólk kemur gangandi til þess að sjá „Guð gaf mér eyra“. Við erum búin að slá í gegn. Nú er ekkert eftir nema að vinna til verðlauna, ekki síst Tony-verðlaunanna. Viku áður en verðlaunin eru veitt fer ég á fætur eitt kvöldið og byrja að æfa móttökuræðuna fyrir fram- an spegilinn á baðinu. Vinir mínir segja mér að gera mér ekki of miklar vonir, en það er of seint. Ef ég vinn ekki til verðlaunanna, verð ég fyrir mestu vonbrigðum æfi minnar. Ég er taugaóstyrkur kvöldið sem afhending verðlaunanna fer fram. En þegar ég er sestur í salinn meðal allra þeirra, sem þrá svo heitt að vinna, róast ég. Þegar verðlaunin fyrir bestu leikstjórn eru veitt öðrum en Gordon, þyrmir yfir mig og ég þykist viss um að við förum héð- an slypp og snauð. En svo vinna báðir aðalleik- ararnir verðlaun fyrir leik sinn og eitt augnablik er ég hræddur um að leikrit mitt verði munað fyrir stórkostlega frammistöðu þeirra einna saman. En þegar þau standa saman á sviðinu, Bob og Phyllis, og hann túlkar mál hennar fyrir framan okkur og þrjátíu milljón áhorfendur, flæðir undrun yfir ást mína til þeirra og ég hugleiði hvað við höfum gert sem svo gjörbreytir lífi okkar allra. Svo kemur leikarinn James Earl Jones fram á sviðið og til- kynnir verðlaunin fyrir besta leikrit ársins. Konan mín faðm- ar mig og ég svíf upp að sviðinu. Mér finnst ég sé á leiðinni þang- að enn. áratug. Svíum þykir ekki heppi- legt að úthverfabæirnir verði mikið fjölmennari. Landrými er nóg til að byggja nýjar smáborg- ir. Við höfuðborgina eru þær svo tengdar með vel skipulögðum neðanjarðargöngum. Við erum tuttugu mínútur á leiðinni niður í miðborg. Mánaðarkort fyrir okkur hjón, sem gildir í öllum vögnum innan borgarmarkanna, kostar samtals eitt hundrað og áttatíu krónur. Ég fæ mikinn af- slátt vegna aldurs. Rinkeby er eitt af stúdenta- hverfum Stokkhólms, eflaust eru því miklu fleiri búsettir hér allt árið en taldir eru á skýrsl- um. Þetta fólk fer snemma að heiman á morgnana og kemur seint á kvöldin, margt af því hef- ur ung börn á barnaheimilum og í barnaskólum. Við búum í stúd- entabústað í fjölbýlishúsi, höf- um tvö þokkaleg herbergi að stærð og búnaði, ekkert sameig- inlegt með öðrum nema þvotta- hús. Hér ríkir kyrrð og ró. Við horfum á sjónvarpið öll kvöld. Þó að þessi byggð sé álíka fjöl- menn og Kópavogur, þar sem við höfum átt heima í rúm 30 ár, gæti ég trúað að ummál hennar sé ekki meira en fjórðungur okkar heimabæjar. Hér er allt þrautskipulagt. Flest eru húsin stór og há, en þó með eðlilegri tilbreytni í útliti og gerð, hvergi eru t.d. slík hamrabjörg í húslíki sem einkenna miðbæ okkar, mörgum til hrellingar. Stokk- hólmsráðamenn áttu, og eiga enn, skógivaxnar hæðir og sveit- ir, þar sem skiptast á víðir vellir og vötn, ásar og víkur. Þetta er allt notað til augnayndis, eftir því sem tök eru á. Hér höfum við þó ekki blessaðan sjóinn og fjalladýrðina, sem skreytir Kópavog. Kannski minna þessir byggða- kjarnar hér meir á Breiðholtið en Kópavog. En sá er munurinn helstur, að hér er landrýmið á sléttlendinu nóg og ekki þarf að fara upp í fjalllendi og heiðar, þar sem er mikill blástur og kuldi. Hjá okkur veldur reyndar oft íhaldssemi, skipulagsleysi, sérhagsmunaheimska og pólitísk sérviska, bæði til hægri og vinstri. Venjulegir kjósendur skilja þetta ekki og geta víst ekki breytt því. íbúar Rinkebæjar komast af með undarlega lítið miðbæj- arhverfi. Það er svona álíka stórt og Austurvöllur. Þar eru nokkrar stórverslanir, apótek, heilsuverndarstöð, pósthús og ferðamiðstöð, gæti trúað því, að enginn þyrfti að labba meir en í tíu til fimmtán mínútur, flestir örstutt. Við heimsóttum strax bókasafnið. Það er nú ekki gott fyrir okkur. Miðað við þarfir nærri hundrað þjóðflokka og ekki mikil þögn ríkjandi. Ég er vanur að nota svona utanferðir til þess að reyna að fylgjast með því, sem hér er að gerast í ljóða- gerðinni og þó ekki síður að lesa þýdd ljóð hvaðanæva. Ég fæ nóg af bókum á söfnum í Stokk- hólmi. Við göngum alltaf sömu stíg- ana að heiman og heim. Einn daginn mættum við gamalli konu, og satt að segja varð okkur starsýnt á hana löngu áður en hún nálgaðist. Hún gekk upp dá- litla brekku og ók á undan sér barnakerru, nokkurskonar blæjuvagni, og við sáum í dökkt höfuð á hreyfingu. Hún var með ól í annarri hendinni. Hún hefur líklega tekið eftir forvitnislegu góni okkar, þótt við reyndum að fela það. — Sjáið, sagði hún, og brosti eins og ung móðir, gömul og hrukkótt konan. Er hann ekki fallegur? Hún dró, eins og það væri fiskur, kettling upp úr kerrunni. Hann gat verið tveggja eða þriggja mánaða, kolsvartur og gljáandi, augu hans ljómuðu. — Systurdóttir mín gaf mér hann. Ég hafði allt- af áöur átt hunda. Þann fyrsta eignaðist ég 1911. Hún hafði ólina á kisu, svo að hún stykki ekki frá henni. Allur var varinn góður. Við gátum hræsnislaust dáðst að kettinum og það gladdi gömlu konuna. Þegar hún kvaddi okkur bros- andi, sagði hún dálítið íbyggin: — Það er hann sem stjórnar. Jón úr Vör 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.