Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 11
IJAilll Hratt ftýgur stund . . . Rúm sextán ár eru til aldamóta og langt er nú liðið á tuttugustu öldina, öld sem hefur haft meiri breytingar í för með sér fyrir mannkynið en aðrir tímar í sögu þess. Sú kynslóð íslendinga sem fædd er um eða eftir síðustu alda- mót hefur lifað meiri byltingu á flestum sviðum mannlífsins en dæmi eru til áður. Hún hefur lifað tæknibyltingu í iðnaði, og atvinnu- háttum almennt, samgöngum, og einnig hefur hún lifað tvær heims- styrjaldir og fjölmörg blóðug átök á milli þjóða víða um heimsbyggð- ina. Hún hefur séð ísland umskap- ast úr fátæku bændasamfélagi í tæknivætt nútímaþjóðfélag og á svo skömmum tíma hefur þetta gerst að undrum sætir. Einangrun þjóðarinnar frá umheiminum var rofin að verulegu leyti á fimmta áratugnum í upphafi síðari heims- styrjaldar þegar breskur her og síðar bandarískur tóku að sér varnir landsins á viðsjárverðum tímum þegar óði maðurinn í Berlín hugðist leggja heimsbyggðina að fótum sér. Fjörutíu ár eru senn liðin síðan lýðveldið ísland var stofnað á ÞingvöIIum í úrhellisrigningu að því er heimildir herma. Síðan þá hefur vaxið upp ný kynslóð íslend- inga sem þekkir ekki nema af af- spurn þá baráttu sem háð var til að losna undan dönskum yfirráð- um og þekkir heldur ekki nema af afspurn þær þrengingar sem þjóð- ingekk ígegnum íheimskreppunni miklu um 1930 þegar atvinnuleysi og almennur skortur gerði vart við sig meðal alþýðu manna. Lýð veldiskyn slóðin, eftirstríðs- kynslóðin, sem ég tilheyri, hefur verið önnum kafin við að byggja yfir sig og sína og árin hverfa hvert af öðru með ógnarhraða. Þessi kynslóð hefur komið miklu í verk á skömmum tíma. Hún hefur að mörgu leyti haft forystu fyrir þeirri tæknibyltingu sem nú á sér stað hér á landi. Hún hefur einnig haft meiri möguleika til náms en fyrri kynslóðir íslendinga. Hún gerir samt meiri kröfur til lífsins en áður hefur þekkst og ekki laust við að hún krefjist meira í sinn hlut en hún getur aflað. Mannsævin er eins og augnablik í tímans rás og vitanlega skiptir miklu að þessu augnabliki sé skynsamlega varið. Kapphlaupið um hin efnahagslegu gæði er svo áberandi að það mótar líf fjöl- margra og nútíminn, hin hrað- fleyga stund, einkennist af öryggisleysi og ótta við framtíðina. Það er varla að nokkur maður megi vera að því að setjast niður og hugleiða rök tilverunnar. Það er margt sem glepur fólk á síðari hluta tuttugustu aldarinnar og hætt við að í fjölmiðlaheimi nú- tímans gefist t.d. æ sjaldnar tæki- færi til að lesa góða bók. Á þeim tímum sem við nú lifum, er sá sem fermdist í ár fyrr en varir orðinn miðaldra. Það eru sautján ár frá því ís- lenska sjónvarpið hóf göngu sína. Þegar ég lít til baka finnst mér það hafa verið fyrir örfáum árum að Vilhjálmur heitinn Gíslason, fyrrverandi útvarpsstjóri birtist á sjónvarpsskerminum og lýsti því yfir að starfsemi sjónvarpsins væri hafin. Þannig Jíður timinn og nú eru myndböndin, vídíóið, komin inn á annað hvert heimili hér í þéttbýlinu. I haust og fyrri part vetrar hef- .ur þess verið minnst í veitingahús- inu Broadway að tuttugu ár eru liðin frá upphafi svokallaðs „bítla- æðis“. Hljómar og aðrir kunnir kappar ilja þar miðaldra fólki og ef til vill yngri kynslóð um hjarta- rætur með flutningi laga frá sjöunda áratugnum. Já, hratt flýg- ur stund; fyrr en varir er komið að aldámótum. Hvað þeir tímar hafa í för með sér vil ég engu spá um. Það sem við nútímamenn hljótum að binda vonir við er að takist að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og að sambúð stórveldanna fari batn- andi á komandi ári. Ólafur Ormsson — ERLENDAR BÆKUR Henry Miller: SEXTET John Calder Ef maður er ekki krypplingur, orðinn áttræður eða í kör kom- inn, heldur enn heilsu, nýtur gönguferða og matar, getur sof- ið án þess að láta ofan í sig lyf, ef fuglar og blóm, fjöll og höf hafa enn áhrif á mann, þá er maður lánsamur og ætti að krjúpa á kné fyrir Guði og þakka honum forsjána. Eitthvað á þessa leið hefst rit- gerð Henry Millers „On Turning Eighty", en Miller kallinn kraup sjaldan nokkrum. Miller þótti og þykir víðast hvar enn helst til klámfenginn og afdráttarlaus í bókum sínum. Tropic of Cancer og Tropic of Capricorn voru lengst af bann- aðar í heimalandi hans, Banda- ríkjum Norður-Ameríku, en með breyttum viðhorfum á sjöunda áratugnum var þeim hleypt á markaðinn og hafa síðan verið rómaðar í vissum kreðsum. Þeir kreðsar eru ekki enn farnir til að stofna um sig opinberan fé- lagsskap eins og enskir gera um stórskáld sín. Fyrstu bækur Millers komu út í París og var þeim smyglað um heimsbyggð- ina eins og skinku og bjórdósum. í ellinni tók Miller upp á því að mála vatnslitamyndir og seg- ir það sjálfur fullum fetum, að hann sé í fremstu röð vatnslit- ara í heiminum. Þá lék hann oft á tíðum borðtennis við japansk- ar stúlkur og skrifaði alllanga og ítarlega ritgerð um japanska rithöfundinn Yukio Mishima, sem hvað frægastur varð fyrir að rista sig á kvið. Miller dvaldi í eina tíð á Grikklandi og er rit- gerð hans um þá fyrstu daga ein af sex ritgerðum hans í Sextet. Miller bregst ekki áhangend- um sínum frekar en endranær á þeim tæpu tvöhundruð síðum sem þessi bók er. Suetonius: The Twelve Caesars Translated by Robert Graves An Illustrated Edition Penguin Books Gajus Suetonius Tranquillus er talinn hafa fæðst nálægt árinu 70 eftir Krists burð. Sennilegt þykir að hann hafi átt ættir að rekja til Alsír. Fjölskylda hans fluttist til Rómar þar sem Suetonius kenndi um skeið bókmenntir. Hann mun og hafa praktíserað lög þar um slóðir. Hann var riddari (eques) og hafði á hendi eftirlit með fræðslu en varð seinna forstöðumaður bókasafna Róma- veldis. Seinna sá hann um bréfa- viðskipti keisara. Hann mun hafa nefnt Sabinu, konu Hadrians, við eitthvert ódæði og varð af þeim sök- um að láta af starfi sínu og helgaði sig upp frá því bókmenntaiðju. í The Twelve Caesars segir hann af ævi tólf keisara, frá Júlíusi Cesar til Domitians. í bókinni má lesa margan kyndugan fróðleik um þessa merkismenn, Júlíus Cesar var með yfirgreiddan skalla. Tíundaðar eru ógnir Caligula og málhelti Claud- iusar gerð góð skil. Neró lék sér að tálguðum hestum löngu eftir að hann varð keisari og Domitian safn- aði handritum af ástríðu. Ekki er mikið um fróðleik í þessu verki Suetoniusar, sem sagnfræðing- um finnst spunnið í, þessir pistlar eru skemmtilesning. Fyrstur til að þýða þetta verk á enska tungu var Philemon Holland árið 1606. Robert Graves þýddi svo verkið að nýju fyrir rúmum aldar- fjórðungi og kemur þýðing hans nú fyrir augu lesandans í bland við margar svart/hvítar ljósmyndir og aðrar í litum. Graves er á níræðis- aldri, hann þykir gott skáld og hefur sent frá sér um 120 bækur. Hann er höfundur „I, Claudius", en saga sú var kvikmynduð fyrir sjónvarp og sýnd hér á landi fyrir nokkrum ár- um. Bók þessi er um 280 síður að lengd, í stóru broti og fylgja henni stöðu- lyklar og ítarleg nafnaskrá. AWARDEDTHE 1981 NOBEL PRIZE FOR LITERATURE Elias Canetti: Auto Da-Fé. Transl. from the Ger- man under the personal supervision of the auth- or by C.V. Wedgwood. Jonathan Cape. Balzac hinn franski skrifaði um níutíu skáldsögur og styttri sögur sem allar báru yfirtitilinn Comédie humaine. Elias Canetti ætlaði að skrifa átta tengdar skáldsögur um geðveiki, en eftir að hafa lokið þeirri fyrstu, sá hann ekki ástæðu til að halda áfrarn. Honum fannst allt þetta, sem hann vildi sagt hafa, hafa komið fram í þessari einu skáldsögu hans. Die Blendung, en svo nefnist þessi bók á frum- málinu, kom fyrst út á þýsku árið 1935. Þremur árum síðar yfirgaf hann Vínarborg þegar ljóst varö að hverju stefndi í Evrópu. Hann settist að á Bret- landi og gerðist breskur þegn. Canetti fæddist í Búlgaríu, for- eldrar hans voru spænskir gyð- ingar og lærði hann þýsku sem varð það mál sem hann skrifar á. Strax að styrjöld lokinni þýddi Wedgwood Die Blendung, sem á ensku nefnist Auto Da- Fé. Hún fjallar um prófessorinn Peter Kien, sem býr á efstu hæð húss með tuttugu og fimm þús- und bókatitlum. Þótt bækurnar fjalli um allt milli himins og jarðar, þekkir eigandi þeirra ekkert til raunveruleikans. Hryllingi lífsins kynnist hann ekki fyrr en hann hefur verið skilinn frá bókum sínum. Kien kvænist ráðskonu sinni eftir að hafa séð hana handleika bók, en hann veit ekki þá, að hún er an- alfabeti og barbari inn við bein- ið. Hún rekur hann úr húsi og Kien byrjar að kynnast ógnum lífsins. Samt sem áður burðast hann með allt bókasafn sitt í höfðinu og flytur það á öruggan stað. Elias Canetti hlaut þau sænsku bókmenntaverðlaun sem kennd eru við uppfinnarann Nobel, árið 1981. Hann fjallar í bókum sínum mikið um múg- mennsku og er þessi bók ekki undantekning frá því. Hann er rnikill aðdáandi Kafka og hefur skrifað smákver eitt um hann, „Kafka’s Other Trial“. Auto Da-Fé er rúmar 460 síö- ur og holl lesning. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.