Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 14
Björn Steffensen Þegar ég sá ágætar greinar í Morgunblaðinu um Kjalarskokk ’83 rifjaðist upp fyrir mér að um sama leyti árs fyrir réttum 60 ár- um labbaði ég ásamt sjö félögum mínum þvert yfir landið. Að vísu ekki sömu leið og trimmararnir, heldur frá Akureyri til Reykjavík- ur, eða öllu heldur til Þingvalla, því að spölinn þaðan nenntum við ekki að ganga og fórum því í bfl. Við vorum flokkur flmleika- manna sem íþróttafélag Reykja- víkur sendi í sýningarferð til Akur- eyrar, en að auki sýndum við á Siglufírði. Þetta var í síðari hluta júlí og fyrstu daga ágústmánaðar árið 1923. Sýningargripirnir voru, í þeirri röð sem fylkt var liði: Bene- dikt Waage, síðar forseti ÍSÍ, und- irritaður Björn Steffensen, síðar endurskoðandi, Ósvaldur Knút- sen, síðar málarameistari og kvik- myndagerðarmaður, Sigurliði Kristjánsson, síðar kaupmaður (Silli & Valdi), Magnús Þorgeirs- son, síðar kaupmaður (Pfaff) og Tryggvi Magnússon, síðar verslun- arstjóri (Edinborg). Auk þess voru með í ferðinni Steindór Björnsson frá Gröf, fímleikakennari og Guð- mundur listamaður Einarsson frá Miðdal, og var bann fánaberi flokksins. Loks var svo kennari flokksins, Björn Jakobsson, síðar skólastjóri íþróttaskólans á Laug- arvatni. Aðeins er undirritaöur enn á lifi, 81 árs. Þegar allt hafði verið undirbúið og leggja skyldi af stað norður lá við aö ekkert yrði af ferðinni, því að nú var okkur tilkynnt að allir sjóðir ÍR væru tómir og því engir peningar til að kosta förina. Þetta þóttu ekki góð tíðindi, því að á þessum tímum tíðkaðist ekki né tjáði að leita til opinberra aðila um styrk til svona ferða. Þess vegna kom sér nú vel að þvf var líkt farið með einn úr flokknum og Sturlu í Vogum, sem mest hneykslaði kommúnistana hér um árið; hann reyndist eiga bankabók þegar mest á reið, og bauðst til að lána það sem þurfti til ferðarinnar, gegn loforði um endurgreiðslu þegar guð lofaði. Var svo lagt af stað með Lýru að mig minnir. Er skemmst af aö segja aö erindið gekk að óskum. Við héld- um tvær sýningar í gamla samko- muhúsinu við góðar viðtökur og aðsókn. Ungmennafélagar á Akur- eyri greiddu fyrir ferðum okkar og voru þar fremstir í flokki bræðurn- ir Jakob og Svanbjörn Frímanns- synir, Kristján Karisson og VII- hjálmur Þór, en allir urðu þessir ágætu félagar síðar þjóðkunnir. A Siglufírði var Ottó Jörgensen sím- stjóri okkur hjálplegur. Að sýningum loknum fórum við ríðandi til Mývatns. Til þess að þaö mætti takast var Arngrímur Kristjánsson, frá Sigríðarstöðum í Fnjóskadal, síðar skólastjóri í Reykjavfk, okkur innan handar, bæði með því að sjá okkur fyrir hestum, svo og að sækja okkur ofan fyrir Vaðlaheiði, gegnt Oddeyrinni, auk þess sem hann slóst í förina með okkur til Mý- vatns. Riðum við umhverfís vatnið, fórum út í Slútnes, og skoðuðum það sem þarna er markverðast. Tilhlökkunarefni flestra okkar var satt að segja umfram allt gönguferðin suður. Lagt var af stað 28. júlí og skaut Vilhjálmur okkur í bfl sínum nokkuð inn f Hörgár- dalinn. Síðan hófst gangan og var Greinarhöfundur er einn lifandi af þessum hópi ungra og knálegra manna, sem gengu suður yfir Kjöl sumariö 1923. Taliö frá vinstri: Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Björn Jakobsson, íþróttakennari, Benedikt G. Waage, Björn Steffensen, Ósvaldur Knudsen, Sigurliði (Silli) Kristjánsson, Magnús Þorgeirsson, Tryggvi Magnússon og Steindór Björnsson frá Gröf. V Fimleikamenn fótgangandi suður Kjöl fyrir 60 árum náö að Hrauni f Öxnadal, þar sem við tjölduðum að kvöldi fyrsta dags ferðarinnar. Að leggjast til svefns í tjaldi, eins og útbúnaður f útilegum var almennt á þessum árum, var í raun ekkert sérstakt tilhlökkunarefni. Tjöld voru að vísu svipuð því sem nú er, en svefnpokar þekktust ekki, og þaðan af síður vindsæng- ur. Sofíð var í öllum fötum, nema farið úr skónum. Losað var um hálsmál, úlnliði og hné, því að allir voru í reiðbuxum, sem þótti flott í þann tíð, en pokabuxur óþekktar nema á enskum ferðamönnum og þóttu dálítið kauðalegar. Síðan vöföu menn um sig þunnu brekáni, en höfðu skóna sína ásamt fleira dóti undir höfðinu. Viö höfðum 3 hesta undir farangri okkar, og annaðist Krist- ján frá Ármótum þá, og tók þá norður að lokinni ferð. Hann hafði einnig hest til reiðar. Það kom fljótt í Ijós að á langri göngu mun- ar göngumann jafnvel um lítinn bagga. Við bárum því ekkert nema myndavélar, þeir sem þær höfðu. Að morgni annars dags héldum við upp brekkuna ofan við Hraun að Hraunsvatni, sem er í slakka undir Hraundröngunum. Þarna er fagurt um að litast. í Hraunsvatni drukknaði faðir Jónasar Hall- grímssonar þegar Jónas var dreng- ur. Frá Hraunsvatni var haldið inn með hlíðinni uns komið var að Bakkaseli, innsta bæ í Öxnadal. Bærinn stóð í þann tíð nokkru inn- ar en steinhúsið sem síðar var byggt. Þágum við kaffi og Stein- dór skrifaði í gestabók: „Sendi- sveit ÍR til sýninga valin á Akur- eyri og víðar, á suðurleið gang- andi.“ Við félagarnir minntumst oft síðar þessarar skemmtilega knöppu ferðalýsingar Steindórs, og þótti sem hún gæti veriö nytsöm áminning til ýmissa höfunda leið- inlegra langloku ferðasagna. Nú var haldið áfram yfir Öxna- dalsheiði, um Giljareit og yfír Norðurá. Við nenntum ekki að taka á okkur langa krókinn sem þá var inn á brúna á Norðurá og fórum því úr buxunum og óðum ána. Um kvöldið komum við að Silfrastöðum í úrhellisrigningu. Á þriðja degi löbbuðum við svo út Blönduhlíðina, yfir Vallhólmann og stöldruðum við á Víðimýri. Síð- an var haldið áfram yfír Vatns- skarð og tjaldað á bakka Svartár, neðan við Bólstaðahlíð. Næsta morgun vorum við ferjaðir yfir Blöndu undan Syðra- Tungukoti. Þarna var dragferja, stór kassalaga prammi, sem festur var með trissu við streng sem strekktur var yfír ána. Var þessi ferja auðsjáanlega ætluð til flutn- ínga á sauðfé og hrossum, því hún tók okkur alla ásamt hestum og farangri. Um kvöldið náðum við að sæiuhúsinu við Kúiukvísl á Auð- kúluheiði. Þá var nokkur úrkoma. Á fimmta degi komum við svo til Hveravalla. Var nú farið í lang- þráð bað. Að vísu var þá engin sundlaugin, en volgi lækurinn var á sínum stað. Meöan við stóðum við á Hveravöllum kom þangað ferðafólk á suðurleið. Var það Kristján Arinbjarnar, héraðslækn- ir á Blönduósi, kona hans og mágkona. Var nú notað tækifærið og læknirinn fenginn til að setja umbúðir á annað hné mitt sem daginn áður hafði fengið vatn í liðinn á göngunni og leið ekki sem best. Varð ég að ganga með stífan fót það sem eftir var ferðarinnar og hafa tvo stafí til stuðnings. Áður en lagt var af stað í næsta áfanga héldum við læknisfólkinu dálitla veislu. Mannsi (Guðmund- ur) bjó til súkkulaði og bakaði pönnukökur, og þótti í þessu með fádæmum húslegur. Það dróst af þessum sökum fram á miðjan dag að lagt væri af stað, og nú í það sem reyndist einhver erfíðasti áfangi allrar ferðarinnar. Við fórum fyrst vestur í Þjófa- dali og að upptökum Fúlukvíslar, hoppuðum yfír ána þar sem hún fellur í mjög þröngu gljúfri, norð- an við Hrútfell og stefndum inn Jökuldalinn og yfír öxlina sem tengir Hrútfell við Langjökul. Með hestana var hinsvegar farið yfir ána á vaði neðan við gljúfrið. Að fara með hesta yfir jökulinn var víst ekki skynsamlega ráðiö, enda enginn okkar sem þekkti til staðhátta, en Kristján færðist und- an að fara einn með hestana aðra leið. Öxlin sem tengir Hrútfellið við Langjökul er í 1000 metra hæð yfír sjávarflöt og var því að mestu undir snjó. Erfíðleikarnir tóku við þegar við fórum niður af öxlinni, niður á svokallaðan Leggjabrjót. Var niður skriður að fara, svo brattar og grýttar að klyfjar hest- anna voru stöðugt að rekast í grjótið, auk þess sem hestarnir urðu óhjákvæmilega fyrir dálitlum meiðslum af grjótnibbum. Lítið betra tók viö þegar niður var kom- ið, þar sem ýmist var yfír að fara skafla eða sandorpið hraun. Fengu skór okkar þarna slæma útreið, enda vorum viö að þvælast í þess- ari færð mestan hluta nætur, þar sem hraunbrúnin gegnt Fróðár- dalnum, sem við þurftum að kom- ast ofan í, er hvarvetna svo há og þverhnípt að alveg reyndist óger- legt að komast þarna niður með hesta. Ákváðum við loks að taka á okkur krók og reyna að komast ofan í Karlsdrátt, sem er vik innst í Hvítárvatni, og þaðan með vatn- inu út í Fróðárdal. Hraunið var þarna á bletti mjög sprungið og því hættulegt að fara þarna um með hesta. Kom þetta brátt í Ijós, því að áður en varði steig einn hestanna með annan afturfótinn ofan í eina þversprung- una. Hesturinn var um það bil að rykkja sér fram og upp þegar Obbi (Ósvaldur) sá hvað verða vildi. Eins og örskot snéri hann sér við, spyrnti í hraunnibbu og lagðist framan á hestinn af öllum sínum þunga og óvenjulega miklum kröftum. Þetta olli þvf að héstur- inn kippti fætinum beint upp og sakaði því ekki. Annars hefði hann áreiðanlega kippt fætinum fram og brotið legginn. Fékk Obbi maklegt 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.