Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 13
skambyssu. „Þér eruð handtek- inn, grunaðir um morð," sagði hann. En Pelle sýndi ekki minnstu geðshræringu, undrun, reiði eða ótta. „Já,“ sagði hann ósköp blátt áfram. „Eg er maðurinn sem þið eruð að leita að.“ Lögreglumennirnir trúðu varla sínum eigin eyrum. Þetta var of auðvelt. Þetta var lang- samlega snarasta handtaka og fúsasta játning, sem þeir höfðu nokkru sinni heyrt getið um. „Farið þér með okkur til þeirrar persónu, sem þér voruð að heimsækja,“ skipaði Madsen. Pelle gekk á undan uppá næstu hæð fyrir ofan og nam staðar fyrir framan dyr í hálfa gátt. Á hurðnni stóð nafnið Greta Ankersen. Lögreglumennirnir ýttu á undan sér þessum manni, sem hafði lýst því yfir, að hann væri morðingi, og gengu inní dimma og fúla forstofu. Ytra herbergið var daunillt af mygluþef og elli. Grilla mátti gegnum rökkrið gömul, þung húsgögn, eins og einhverjar ófreksjur. Frá næsta herbergi barst hljóð, eins og köttur væri að klóra og síðan skrækur hlátur og fliss. Madsen ýtti hurðinni upp með byssuhlaupinu. Sjónin sem blasti við þeim var eins og útúr forneskju — forn- eskju galdranorna og völva. Gömul kona var bogin yfir skít- ugum ofngarmi og var að troða einhverjum fatnaði niðrí logana. Hár hennar var grátt og stíft af skít, svo bersýnilegt var, að hún hafði ekki þvegið sér mánuðum saman. Madsen höfuðsmaður ýtti henni til hliðar, og kæfði með fótunum eldinn í leifunum af bláum verkamannagalla. Gamla konan setti upp tannlaust glott og pírði á hann hvarmavot grá augun. Hún hné afturábak niðrí stól og rak upp skræka hláturs- roku. Daunillt herbergið bar merki elli og sóðaskapar, eins og gamla konan sjálf. Hún var sýnilega drukkin. Um allt, — á borð, gólf og í horn — var stráð tómum dósum, rotnandi matarleyfum og tæmdum flöskum. „Þekkið þér þennan mann?" ■ spurði höfuðsmaðurinn og benti á Pelle Hardrup. Nornin flissaði eins og hálf- viti. „Góður strákur ... bezti strákur ... í morgun færði hann mér ákavíti og bjór ... góðan Tuborg." „Takið þér nú eftir, kona. Það er tilgangslaust að reyna að skapa fjarvistarsönnun handa Hardrup. Hann er nýbúinn að drepa tvo menn og reyndi að ræna banka.“ Greta gamla velti vöngum og deplaði augunum til þess að reyna að eyða áfengisþokunni, sem slævði hugsun hennar. „Ég hélt hann hefði verið hérna all- an tímann ... það var ákavítið og bjórinn. Ég er of drykk- felld ... “ Hún hlunkaðist ofaní stólinn og mók rann á hana. Lögreglan rannsakaði nú nán- ar þessi aumu húsakynni. í einu herberginu fundu þeir stóran bangsa, nokkrar brúður og eina af þessum litlu, næstum ósýni- legu mittisskýlum, sem nektar- dansmeyjar nota. Madsen vakti Gretu gömlu. „Hver á þetta?“ spurði hann. Þá var Gretu skemmt. „Ekki glápa á mig! Ekki brúka ég svonalagað!" Og hugmyndin vakti hjá henni tryllingslegt hláturskast. „Hún Lita Rys á þetta. Hún er vinkona mín. Leigjandi. Hún dansar í næt- urklúbb ... ofsafínn dansari. Ég skal sýna ykkur hvernig hún fer að því.“ Og nornin staulaðist á fætur, greip skýluna og tók af- káraleg spor, en féll endilöng á stólinn aftur. Þetta vakti enga kátínu hjá lögreglumönnunum. „Ef hún vinnur á næturnar, hvers vegna er hún þá ekki hérna á daginn?" spurði höfuðsmaðurinn. „Frændi minn fór með hana uppí sveit." „Frændi yðar?“ „Já, hann er ágætisstrákur ... Bjern Nielsen. Hérna er mynd af honum.“ Og Greta fann hana á bak við bréfahrúgu á eldhús- borðinu. Andlitið sem starði á þá af myndinni minnti sannarlega ekki á neinn Valentinó, Marlon Brando eða Rock Hudson. Það var satt að segja svo ljótt og grimmdarlegt, að það var jafn- vel eitthvað heillandi við illsk- una, sem speglaðist í því. „Bjorn og Pelle ... þeir eru góðir vinir", sagði Greta útskýr- andi. „Þetta eru beztu strákar." Og eftir það féll hún í fyrra mók. Lögreglan fór með Pelle til höfuðstöðvanna. Þessi grann- vaxni, ljóshærði, ungi maður, sem hafði drepið tvo menn með köldu blóði, fór með þeim, þæg- ur eins og barn. Það var næstum ómögulegt að trúa því, að hann væri morðingi. En hann hafði játað á sig glæpinn ótilkvaddur. V í myndasafni höfuðstöðvanna tók aðeins nokkrar mínútur að finna Bjorn Nielsen. Hann var góðkunningi lögreglunnar. Þessi „góði strákur" og frændi Gretu gömlu hafði verið handtekinn tólf sinnum fyrir ýmiss konar afbrot. Allt frá innbrotum til kynferðisglæpa gegn ungum telpum. Meirihlutanum af þeim þrjátíu árum sem hann hafði lif- að, hafði hann eytt í fangelsum. „Ég geri ráð fyrir að okkur sé óhætt að ganga út frá því, að nektardansmeynni okkar hafi verið boðið niður að ströndinni i skemmtiferð, svo Pelle gæti not- að íbúðina sem fjarvistarsönnun og til þess að fela fötin sín,“ sagði höfuðsmaðurinn. En við yfirheyrslu harðneitaði Pelle að vinur hans Bjorn Niel- sen væri nokkuð við inálið rið- inn. Hann væri saklaus eins og barn, en hann sjálfur og hann einn væri sekur af glæpum þess- um. Á þessu stigi rannsóknarinn- ar virtist engin ástæða til þess að kveða geðlækni eða sálfræð- ing til aðstoðar. Þetta var upp- lagt mál, þar sem játning Pelle Hardrup lá fyrir. Lögreglan var því reiðubúin að leggja málið i dóm. Hér við bættist, að blettur var á mannorði Pelle fyrir dóm vegna annars afbrots. En það var stjórnmálalegur glæpur. í heimsstyrjöldinni síðari hafði Pelle gengið í félagsskap kvisl- inganna, sem höfðu unnið með þýzka innrásarhernum. Að stríði loknu var hann sakfelldur og dæmdur í fimmtán ára þrælkunarvinnu fyrir samstarf við óvini föðurlandsins, njósnir og skemmdarverk. Kringum 1950 þegar dregið hafði úr hörku almenningsálits- ins þá var honum og ýmsum öðrum sleppt lausum og þeir náðaðir. Éftir það kvæntist hann, gegndi vel ýmsum störf- um, eignaðist þrjú börn og var talinn ábyrgur þjóðfélagsþegn af nágrönnum sínum í hverfi því í Kaupmannahöfn, þar sem hann bjó. En þessi jákvæðu atriði gátu vitanlega engan veginn jafnað metin gagnvart sönnunum gegn honum. Skýrslan um kúlurann- sóknirnar sýndi ljóslega, að byssa hans var vopnið, sem beitt var í þessu tvöfalda morði. Fatnaður hans var í höndum lögreglunnar. Allir áhorfendur að glæpunum voru sammála um, að hann væri maðurinn. En það er af Nielsen að segja, að hann og hjákona hans höfðu hins veg- ar verið í 125 km fjarlægð, þegar glæpurinn var framinn. VI Dagurinn þegar málið skyldi tekið fyrir var ákveðinn. En þegar hann rann upp hafði fólk misst allan áhuga á málinu, því þar var ekkert fréttnæmt á ferð, málið var of upplagt. En allt í einu var heldur betur rumskað við lögreglunni. Mörg nafnlaus bréf bárust til höfuð- stöðvanna. Christensen lög- regluforingi lét rannsaka hverja einustu ábendingu, og þar á meðal eina, sem hljóðaði svo: „Ég hef upplýsingar um Har druu-málið. Raunverulegar upp- lýsingar. Ég verð við Tivoiíbar- inn Klukkan sex eftir hádegi. Christensen iögregluforingi kom tímanlega á stefnumóts- staðinn við höfnina. Hann lagði bréfið á borðið, pantaði bolla af kaffi og virti fyrir sér barstetp- urnar og vændiskonurnar, sem buðu blíðu sína sjómönnum og hafnarverkamönnum. Þegar gamla skipsklukkan á veggnum sló síðasta og sjötta slagið, birtist haltur, miðaldra maður með gleraugu, dró fram stólinn beint á móti Christensen og settist. „Þakka yður fyrir að koma“, sagði hann. „Eg var hræddur um, að þér hélduð að bréfið mitt væri frá einhverjum geðgopa. Þér hafið Pelle Har- drup í varðhaldi, og munuð svipta hann frelsi sínu það sem eftir er ævinnar, nema ég leysi frá skjóðunni. Sjáið þér til. Ég þekki hinn raunverulega morð- ingja og ég óttast hann. Og hinn raunverulegi morðingi er ekki maðurinn sem þið haldið. Pelle er bara sá sem hleypti af. Hinn raunverulegi morðingi er Bjorn Nielsen. Eg veit það. Við þrír: Pelle, Bjern og ég vor- um í sama fangelsinu. Pelle lifir undir dáleiðsluáhrifum. Hann er algjört peð í höndum Nielsen. Þetta á rætur að rekja til stjórnmála — gamalla nazista- stjórnmála." Christensen, sem var enginn viðvaningur í því að hlustá, beið eftir að hinn þagnaði, og sagði svo: „Það gleður mig að kynnast yður, og þakka yður fyrir að þér komuð. Má ég spyrja yður um nafn?“ Maðurinn hristi höfuðið. „Jæja, þá skulum við byrja á fyrstu fullyrðingu yðar. Hvernig getur þessi nýframdi glæpur verið tengdur gamalli pólitík? Hitler er dauður, og það eru mjög fáir nazistar eftir í Dan- mörku. Hvers vegna ætti Har- drup að myrða tvo menn og ræna banka af pólitískum ástæðum?" Ókunni maðurinn hikaði, eins og til að greiða úr hugarflækju sinni. Fyrst verðið þér að skilja hvað gerðist, þegar við þrír vor- um saman í fangelsinu. Nielsen sannfærði Pelle um það, að ein- hvern daginn yrði hann ein- ræðisherra Norðurlanda, að hann yrði meiri en Hitler, að hann yrði leiðtogi allra germana og norrænna manna. Nielsen hefur vald á dáleiðslu og eftir- sefjun. Pelle var auðvelt fórnar- dýr. Tímann sem við dvöldum í fangelsinu var hann gangandi brúða í trúarpólitískum transi. Eins konar uppvakningur, sem hlýddi Nielsen í blindni án nokkurs sjálfstæðs vilja. Ég sá hann gefa alla peninga sína, hringi og verðmæti meist- ara sínum og húsbónda. Þetta er mér dularfull ráð- gáta og ég reyndi að fylgjast með því sem var að gerast. Þetta tók sinn tíma, en þessu tók ég eftir: í hvert skipi sem Pelle sá merkið X, þá féll hann í dásvefn og hlýddi skipunum Nielsen útí yztu æsar. Þegar Pplle sá X lam- aðist hann, eins og stirðnaði upp — bara við að sjá tvö skáhöll strik — X. Þá brá slikju fyrir Framhald á bls. 15 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.