Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 9
ListamannasamkTgmi í New York, þar sem ýmsir þekktir menn þekkjast. Utangarðsmennirnir út við vegginn til hægri eru þeir Raphae) Soyer og bræður hans. sem utangarðsmenn, líka í sam- félagi listamanna. Ein mynd eftir Soyer sýnir samkvæmi af einhverju tilefni, þar sem þekkt- ir listamenn standa djarfmann- legir og framarlega í flokki; Philip Perlstein þar á meðal — annar frægur túlkandi konulík- amans á þessari öld. En dálítið til hliðar við hópinn og í engu sambandi við hann, standa þrír gráhærðir og smávaxnir menn. Þar eru Soyer og bræður hans. Moses bróðir hans er raunar nýlega látinn; hann hneig niður með litaspjaldið sitt, þar sem hann var að mála fyrirsætu. Hann hafði alla ævi verið mál- ari eins og Raphael. Meðal fárra en góðra vina Raphaels Soyer er Nóbelsverð- launaskáldið Isaac Bashevis Singer. Þau kynni hófust á fjórða áratugnum, þegar báðir bjuggu í sömu blokkinni og áttu að sjálfsögðu gyðinglegan upp- runa sameiginlegan. En báðir eru fremur seinteknir og lengi að kynnast ókunnugum og því fóru kynni þeirra hægt af stað. En eftir að þeir voru orðnir kunnugir, fékk Singer málarann Soyer til að myndskreyta bók sína „A young Man in Search of Love“ og í formála fyrir síðasta hluta sjálfsævisögu sinnar, seg- ir Singer, að það sé sér mikill heiður að hafa einnig þar fengið vin sinn, Raphael Soyer, til að myndskreyta bókina. Raphael trúir á tilvist sálarinnar, sem er kjarni listarinnar, segir þetta Nóbelsverðlaunaskáld ennfrem- ur. Kannski er það einmitt þetta, sem menn hafa fundið hjá Raphael Soyer mitt í öllu atinu og kapphlaupinu við ismana. Soyer nær með einhverju móti að undirstrika sálræna tilvist þeirra sem hann málar — eigin- leiki, sem Rembrandt hafði í ríkum mæli og er frægur fyrir. En það verður líka að telja til kraftaverka, að litli maðurinn í mannþrönginni, sem alltaf hef- ur farið með veggjum, skyldi uppgötvast og hljóta réttmæta viðurkenningu, þegar hann var kominn yfir áttrætt. Gísli Sigurðsson Tímunum saman lá hann yfir gömlu meisturunum á söfnun- um til að kynnast því, hvernig þeir meðhöndluðu fígúruna. Mest heldur hann uppá Degas, Courbet, Delacroix og Rem- brandt. Einnig Thomas Eakins, sem var bandarískur málari. Soyer telur sig vera realista, raunsæismálara, og tímaritið Horizon, sem fjallað hefur um hann, skilgreinir hann líka þannig. En Soyer er ekki realisti í þá veru, að hann fari ná- kvæmlega út í öll smáatriði. Hann sýnist öllu fremur ex- pressjónisti í vinnubrögðum, en raunsæið felst í innihaldi verk- anna: fólkinu, sem hann sér í kringum sig. Hann heldur ennþá tryggð við rússneska ljóðlist sem hann kynntist í barnæsku, en hún verður honum ekki myndefni, né heldur að hann máli endur- minningar úr gyðingasamfélag- inu þar. Fyrir utan margar sjálfsmyndir frá ýmsum ald- ursskeiðum, hefur Soyer verið uppá kvenhöndina í málverki sínu og eftirlætis viðfangsefni hans eru konur. Urmull af fyrir- sætum hefur setið fyrir í við- hafnarlausu vinnustofunni hans á Manhattan, þar sem þrír- gluggar með möttu gleri bera inn kalda norðanbirtu. Þar og á Manhattan er heimur Raphaels Soyer. En það eru ekki skýjakljúf- arnir, sem heilla Soyer; þeir sjást ekki í myndum hans — bara fólk. í myndum Soyers sjáum við marglitt mannhafið í New York og litli maðurinn er þar stund- um, ósköp lítill, pervisinn og grár, en augun full af hlýju og tryggð, líkt og þegar hundur mænir á húsbónda sinn. Hann málar sjálfan sig og þá bræður Einkennandi fyrir stíl Soyers: Tvær konur, 1980. Böðvar Guðlaugsson: Virðing fyrir lögmálum formsins Um brageyra þjóðarinnar í tilefni rabbgreinar í Rabbi Lesbókar 10. sept. er fjallað um „afmenntun og inn- rætingu" og texta- og vísnagerð lögð til grundvallar. Þar er m.a. komist svo að orði að gefnu til- efni: „Raunar er það aukaatriði einnig, hvort einhver sem skortir brageyra, kjósi að auglýsa það í gestabókum." Ég hef á undanförnum árum flett mörgum gestabókum, m.a. á ýmsum sumardvalarstöðum. í þessum bókum úir og grúir af kveðskap, sem greinilega á að heita rímaður, en fullnægir eng- an veginn lágmarks kröfum um stuðlasetningu, stendur ekki í hljóðstaf. Jafnvel einföldustu ferskeytlur verða „skothent klúður, skakksettum höfuðstöf- um með“. Allt of margir, sem yrkja í gestabækurnar, virðast álíta, að endarímið eitt skipti máli, vita annað hvort ekki eða kæra sig kollótta um það, að jafnvel fer- skeytlur lúta nú einu sinni ákveðnum lögmálum stuðla og höfuðstafa. Mér finnst það engan veginn „aukaatriði" að rangt kveðnar stökur skarti á síðum gestabóka, sem liggja frammi, almenningi til sýnis og aflestrar. Það er eng- inn að krefjast stórbrotins skáldskapar í gestabókunum, að- eins að aldagamlar reglur séu virtar. Annað er hrein lítilsvirð- ing fyrir lögmálum formsins og raunar öllum vel gerðum vísum gegnum tíðina. Eg hef löngum haft mikið dá- læti á vísum, hnyttnum tækifær- isvísum, og raunar kveðskap yf- irleitt, enda er ég alinn upp við aðdáun á vel gerðum ljóðum og stökum. Ég hef víst það sem kallað er brageyra, þ.e. ég finn, hvort vísa er rétt kveðin eða ekki. Og einhvern veginn finnst mér nú, að þetta svonefnda „brageyra" hafi flest fólk, sem ég umgekkst á bernsku- og æskuár- um haft, hvort sem það fékkst nú við að setja saman stöku eða ekki. Auðvitað hvarflar ekki að mér að halda því fram, að fólk hafi þá borið meira skyn á skáldskapinn sem slíkan heldur en almenningur gerir nú, en til- finningin fyrir rími og hrynj- andi rímaðs máls var, að ég hygg, stórum ríkari í fólki þá. Óþarft er að taka fram, að rétt og jafnvel snilldarlega gerð staka frá rímfræðilegu sjónar- miði þarf svo sem ekki áð vera merkilegur skáldskapur út af fyrir sig. Trúlega er hún miklu oftar aðeins hagleg meðferð móðurmálsins til að koma á framfæri ósköp hversdagslegum hlutum. Nú er það vitað mál, að brag- reglur má læra, enda bragfræði kennd í skólum. En mér er nær að halda, að staka, sem sett er saman eingöngu með tilstyrk utanaðlærðra bragreglna verði að jafnaði klúðurslegri en hin, sem byggir á upprunalegri til- finningu höfundar síns fyrir forminu, þótt svo hann hafi aldr- ei lært neina bragfræði. Það er einmitt þessi upprunalega, „inn- byggða" tilfinning, sem ég held að hafi hrakað illilega, og allt sem miðar að því að slæva hana enn frekar tel ég vera af hinu vonda. Gildir þar einu hvort um er að ræða misþyrmingar á fer- skeytluformi í gestabókum eða bulltexta, sem fjölmiðlar koma á framfæri við þjóðina og inn- prenta okkur sem rækilegast með því að margendurtaka þá í söng. Sjálfsagt finnst ýmsum atriði sem þessi ekki skipta neinu máli, og umræða af þessu tæi sé að- eins sérviskulegt nöldur. En ég hygg, að færa megi óyggjandi rök fyrir því, að ótrúlegur fjöldi fólks á öllum aldri hefur enn þá gaman af smellnum stökum og laglegum textum, sjálfur hef ég þrásinnis orðið slíks var. Og meðan rími og bragreglum er ekki á annað borð afneitað með öllu sýnist mér sjálfsögð skylda okkar að reyna að varðveita þennan menningararf óafbakað- an. Hér er alls ekki verið að deila á ljóðagerð í óbundnu formi, enda er hún óskylt mál því sem hér er til umræðu. Hins vegar hygg ég, að mörg skáldin sem að staðaldri yrkja órímuð ljóð með ágætum, geti hæglega brugðið því fyrir sig að kast'a fram kór- rétt kveðnum ferskeytlum, veit þess enda mörg dæmi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.