Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 6
Saga byggingarlistar 5. hluti. Eftir Harald Helgason arkitekt Arkitektúr Fom-Grikkja Fyrri grein Dórísk súla. Skýrintía á stórveldi Forn- Grikkja er miklu fremur að leita í hafístæðri legu landsins en heppilegum staðháttum. Grikk- land on eyjarnar á Ægishafi eru háiendar og hrjóstrugar, og voru samgöngur á landi mjög erfiðar til forna. Beindu stað- hættirnir því íbúunum út á haf- ið. Kr talið að frumbyggjarnir hafi þegar hafið sjósókn í þess- um heimshluta um 5000 f.Kr., og er tímar liðu urðu þeir hinir mestu sjógarpar, sem náðu Jónísk súla. ágætum tökum á siglingarlist- inni. Varð þarna því menning- arbylting, sem byggð var á allt öðrum grunni en hámenning ak- uryrkjuþjóða Mesópótamíu og Nílardals. Á meginlandi Grikk- lands og á Ægishafseyjunum er mikið af góðum byggingarsteini. Var marmari einkum mikilvæg- ur fyrir byggingarlist Forn- Grikkja, vegna þess að hann var einstaklega góður til nákvæms myndskurðar. Marmara var einkum að finna í fjöllunum í nágrenni Aþenu og á eyjunum Paros og Naxos. Veðrátta er mjög misjöfn á Grikklandi. Geta vetur orðið mjög kaldir, einkum á norðanverðu megin- landinu, en sumur eru mjög heit. Loftið er yfirleitt mjög tært og sólargeislarnir sterkir. Skóglendi er lítið og jarðvegur- inn er sendinn og ljós, sem á þátt í miklu endurkasti sólar- geislannaogóvenjumikilli birtu. Vegna hitans, fóru flestar sam- komur Forn-Grikkja fram undir beru lofti, og var því engin nauðsyn á mjög stórum bygg- ingum fyrir leiksýningar, rétt- arhöld o.þ.h. Eru heitir sólar- geislarnir á sumrin og vetrar- skúrir líklegasta skýring hinna miklu yfirbyggðu súlnabygg- inga, því að í skjóli þeirra gat fólk haldið áfram kappræðum, þó að veður yrði óþægilegt á bersvæði. Súlnabyggingarnar eru langákveðnasta einkenni grískrar byggingarlistar. Trú- arbrögð Forn-Grikkja tóku miklum breytingum frá stein- öld. Upphaflega voru guðirnir eins konar persónugervingar ákveðinna náttúruafla. Voru þeir taldir hafa mannlega ásjónu en birtust mönnum í ýmsum táknmyndum, t.d. trjám, steinum og dýrategundum. Voru þessir hlutir því mjög í hávegum hafðir. Kvenprestar stjórnuðu einkum trúarathöfnum, sem einkum fóru fram á sérstökum fórnaraltörum undir beru lofti. Ekki var um reglulegar prest- þjónustur að ræða, og voru eig- inleg trúarhof ekki reist í Grikklandi fyrr en komið var fram á gullaldartímabilið (um 500 f.Kr.). Tóku guðirnir loks á Hugrún Septembervísur 1983 Sumarblíða úti er indæl tíð er þetta. Ilratt þó líða að hausti fer hrímkorn víða detta. Takmörk setja tíðabil tíminn letur skráir alltaf hvetur orku til. Knpinn vetur þráir. Hún sig hylur værðarvoð, vetrarbylur næðir. Ilennar ylur ber þó boð betri, um gil og hæðir. „ Völd ég tek, það verða skal vetur hrek og dróma. Aftur vek ég vor í dal velli þek með blóma. Honum taka verðum við vængjum blakar köldum, hann í klaka setur svið sólar hrakar völdum. Ótrúlega nútímalegt: Súlur, bitar og freskómyndir á veggjum í konungshöll- inni í Knossos. Skreytingar í vistarverum drottningar í höllinni í Knossos. Þarna var sumt langt á undan sinni samtíð: Skolpleiðslur, vatnsleiðslur og jafnvel vatnssal- erni. Ljónshliðið í Mykene á Pelópsskaga, um 1250 f.Kr. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.