Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 8
Litli maðurinn í mannþrönginni MYNDIJST farið með veggjum og látið lítið á sér bera: Raphael Soyer í vinnustofu sinni. Sjáifsmynd frá yngri ár- um. Af Raphael Soyer sem varð að flýja á barnsaldri til Bandaríkjanna undan gyðinga- ofsóknum Rússa — gerð- ist málari í New York en öðlað- ist fyrst frœgð og viðurkenning í fyrra, þá orð- inn 83 ára gam- all. Þetta er sagan af litla mann- inum í mannþrönginni, sem á vissan hátt er orðinn nokkuð stór, án þess að nokkur mundi sjá það á honum á götu í New York, þar sem hann býr og hefur búið svo til allt sitt líf. Nýlega tilkomin frægð hans hefur lík- lega ekki borizt til íslands; óhætt mun að slá því föstu, að næsta fáir kannist við Raphael Soyer. I fáum orðum sagt: Hann er listmálari sem fæst við veruleik- ann í kringum sig og varð fræg- ur og umtalaður vestra í fyrra, þegar tvö virðuleg söfn, Hirsh- horn Museum og Whitney Muse- um of American Art gengust fyrir stórum sýningum á verk- um hans. Kannski mátti ekki tæpara standa að frægðin næði honum heima. Raphael Soyer er nefnilega að verða 84 ára gam- all; sex dögum eldri en öldin, — fæddur á jóladag 1899. Þessi nútima Raphael er þó ekki innfæddur Ameríkumaður, heldur á hann uppruna sinn í litlu gyðingasamfélagi austur í Rússlandi eins og Chagall; þar heitir Borisoglebsk. Þegar Raphael man fyrst eftir sér austur þar, var Rússakeisari við völd með samskonar þrúgandi gerræði og kommúnistarnir leiddu síðar yfir þjóðina. Bæði Raphael og tvíburabróðir hans Moses, voru frá barnæsku ákaf- lega hneigðir fyrir teikningu, en faðir þeirra var menntaður maður með áhuga á bókmennt- um og listum og gat ekki haldið kjafti um það sem hann sá í kringum sig. Gyðingar voru ekki beint í náðinni þá í Rússlandi fremur en alla tíð síðan og svo fór, að Soyer-fjölskyldunni var gert að koma sér úr landi. Það var árið 1912 og kúrsinn var tekinn á Ameríku. Sem sagt; Raphael Soyer var 12 ára snáði, lítill og væskilsleg- ur eftir aldri, þegar hann leit asfaltfrumskóginn mikla, New York. Heimili fjölskyldunnar varð í hverfinu Bronx í borginni norðanverðri og ekki var þar kræsilegt um að litast. Afkoman var líka ákaflega erfið hjá fjöl- skylduföðurnum Abraham Soy- er, konu hans Beylu og börnun- um sex. Helzt að Abraham hefði eitthvað uppúr því að kenna hebresku auk þess sem hann skrifaði fyrir yiddísku pressuna — og skólanám varð of mikill lúxus fyrir börnin. Þeir Raphael og Moses héldu engu að síður áfram að teikna hvaðeina, sem fyrir augu bar, oftast fólk. Og þeir lærðu fljótlega á leiðina í Metropolitan-safnið og athyglin var vel vakandi, þegar þangað kom. Annars var ekki um annað að ræða fyrir drengina en leita sér að vinnu og á unglingsárunum fóru þeir úr einu láglaunastarf- inu í annað unz svo kom haustið 1918, að Raphael gat innritast í National Academy of Design. Þar eins og jafnan síðar, varð hann einfari; talaði lítið og þá með framandi blæ á enskunni. Skissubókin varð athvarf hans. Einhvernveginn baslaði hann áfram; tímarnir voru erfiðir og áttu eftir að verða verri og 10 ár liðu enn þar til hann bankaði uppá hjá Charles Daniel, sem rak þekktan sýningarsal. Að vísu hafði Raphael aðeins með sér eina mynd, en Daniel líkaði hún stórvel og hann stóð fyrir fyrstu sýningu á verkum Rapha- els Soyers; það var árið 1928. Sá viðburður boðaði Raphael enga frægð. Það var engan veg- inn hægt að lifa af listinni eftir að kreppan mikla skall á 1931 — og einmitt þá stofnaði Raphael heimili og kvæntist Rebeccu Letz, stúlku af gyðinglegum uppruna eins og nafnið bendir á. Enn sem fyrr var borgin það umhverfi, sem Raphael hafði fyrir augunum, en það var þó umfram allt fólkið; þetta feiki- lega kraðak af fólki, sem hélt áfram að vera yrkisefni hans og hann hélt sig nokkurnveginn við raunsæisútfærslu. Hann hélt því striki einnig eftir að öldur afstraktlistar fóru að berast frá Evrópu og mikið orð fór af bylt- ingarmönnum sem predikuðu beinar línur og hreina fleti svo sem Piet Mondrian. Síðar, þegar afstrakt expressjónisminn komst í tízku í New York og eft- ir 1960, þegar popplistin var sjálft tízkufyrirbærið — og síð- ar ný-raunsæið, hélt Raphael sínu striki, — ekkert af þessu gat haft minnstu áhrif á hann. Aftur á móti komst hann til Evrópu og grúskaði tímunum saman á söfnunum þar. Ekki er fráleitt, að sá áhrifamikli Céz- anne hafi sett sinn svip á mál- verk Raphaels gegnum tíðina. Nektarmynd frá 1982. Konur hafa verið eftirlætis viðfangsefni Soyers.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.