Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 12
Ævar R. Kvaran Glæpsamleg dáleiðsla Hér er sagt frá merkilegu sakamáli, þar sem dáleiddur maður framdi afbrot en til þessa hefur því verið haldið fram, að menn geri ekkert dáleiddir sem þeir fengjust ekki til að gera í eðlilegu ástandi. Fyrri hluti. i Þarna skálmaði hann um á torginu, yfirhafnarlaus, með hendur djúpt í buxnavösum og uppbrettan jakkakraga, til þess að skýla sér gegn hvassviðrinu og köldu regninu. Tennurnar glömruðu í munni hans. Hann óð um til þess að geta haldið á sér hita. A nokkurra sekúnda fresti leit hann á torgklukkuna og þyngdi æ meira í skapi. Þetta var bersýnilega ungur maður á stefnumóti, og ekki þurfti neina sérstaka skarp- skyggni til þess aö gera sér ljóst, að unnustan var orðin alltof sein. Hann varð svipþyngri með hverju andartaki. Að lokum stóðst hann ekki lengur mátið og skundaði inní símaklefann á torginu og hringdi. Eftir andar- tak virtist sú heittelskaða svara, en ef dæma má eftir þeim úr- hellisskömmum sem hún fékk — ávörpuð með fullu nafní — þá var ástin í verulegri lægð þessa stundina hjá unga mann- inum. Allt í einu smellti einhver fingrum, og ungi maðurinn vaknaði eins og af draumi og leit undrandi í kringum sig. Stefnu- mótið var honum gjörsamlega horfið úr minni, eins og það hefði aldrei átt sér stað. En hann starði hálfringlaður fram- af sviðinu á áhorfendaskarann í Austurbæjarbíói, þar sem hvert sæti var skipað. Síðan leit hann á mig og dávaldinn, sem hjá honum stóð á sviðinu. Dávaldurinn þakkaði honum samstarfið, sem hinn ungi mað- ur hafði bersýnilega ekki hug- mynd um, þegar hann gekk aft- ur til sætis síns í salnum. Já, þetta gerðist sem sagt á skemmtun í Austurbæjarbíói fyrir mörgum árum, þar sem danskur dávaldur sýndi listir sínar, en ég var túlkur hans. í upphafi hafði hann valið menn úr hópi áhorfenda með því að biðja þá að spenna greipar fyrir aftan hnakka. Síðan sagði hann þeim, sem það gerðu, að þeir gætu ekki losað hendurnar. Sumum tókst þó viðstöðulaust að losa sig, aðrir áttu bersýni- lega í allmiklum erfiðleikum með það, og eftir varð nokkur hópur, sem sat algjörlega hjálp- 12 arvana í þessari sannkölluðu sjálfheldu, og gat það fólk alls ekki losað sig, hvernig sem það brauzt um. Þegar nokkur tími leið við mikla kátínu hinna, fóru ýmsir af þessum föngum að þrútna í framan, en hinir skemmtu sér konunglega yfir vandræðum þeirra. Og þannig varð veslings fólkið að dúsa, þangað til dá- valdinum þóknaðist að segja því, að það gæti losað sig. Ur þessum hópi valdi svo dá- valdurinn ýmsa til þess að koma upp á sviðið, þar sem hann dá- leiddi hvern fyrir sig auðveld- lega, og lét svo þetta fólk fremja hinar furðulegustu og afkára- legustu kúnstir, áhorfendum til mikillar kátínu. Unga manninn, sem sagt var frá í upphafi, dáleiddi hann til þess að halda, að hann væri yf- irhafnarlaus á stefnumóti niðri á Lækjartorgi í roki og helli- rigningu, og öll óþægindi hans stöfuðu af óstundvísi unnust- unnar. Ég þekkti þennan unga mann sérstaklega vel og vorkenndi honum, eins og öðrum fórnar- dýrum dávaldsins þetta kvöld. Og ég skal viðurkenna að mér brá allmjög í brún, þegar hann í símtalinu við unnustu sína nefndi skýrt og greinilega nafn hinnar eiginlegu unnustu sinn- ar, sem ég einnig þekkti mæta- vel. Þegar ég sá hvernig þessi skemmtun fór fram, fékk ég andstyggð á þessu gráa gamni, þar sem saklaust fólk var látið hegða sér eins og fífl á sviði, til skemmtunar miskunnarlausum áhorfendum. Skammaðist ég mín fyrir að hafa álpazt útí að eiga nokkurn þátt í þessu, og hét því að gera slíkt aldrei framar. Ég tel að slíkar skemmtanir eigi tvímælalaust að banna. Þær geta verið stórhættulegar þeim sem dáleiddir eru, sökum hugs- anlegrar eftirsefjunar. Slíkt vald á ekki að fá nema ábyrgum aðilum, svo sem læknum, sem gera sér fulla grein fyrir því, hve skætt vopn dáleiðsla getur verið í höndum samvizkulausra manna. II En hvað er þá dáleiðsla? Norski sálfræðingurinn Harald Schelderup, prófessor, segir í bók sinni Furður sálarlífsins frá því, að þessi spurning hafi árið 1959 verið lögð fyrir 300 banda- ríska háskólaborgara. Fjórðung- ur þeirra svaraði með orðalagi eins og „della“, „bull“, „vit- leysa", „sjúklegt" o.s.frv. Og í smærri hópi manna, sem ekki voru háskólaborgarar, bar enn meira á neikvæðum svörum, svo sem „brjálæðiskennt", „galdr- ar“, „gerningar" o.þ.h. Sumir halda að dáleiðsla sé trúðleikur eða samkvæmisgam- an; aðrir að hún sé hjátrú eða töfrar. En dáleiðsla á ekkert skylt við slíkt. Hún er breyting á sálrænu og líkamlegu ástandi, sem hægt er að rannsaka með sömu tilrauna- og staðreyndaað- ferðum, og notaðar eru í sál- fræði eða læknisfræði. Ég leyfði mér að fullyrða áð- an, að dáleiðsla gæti verið stórhættulegt vopn í höndum samvizkulausra manna. Þar átti ég til dæmis við beitingu hennar í glæpsamlegum tilgangi. En þegar ég fletti upp í hinni frægu brezku alfræðibók Encyclopæd- ia Britannica, virtist ég hafa hlaupið á mig í þessum efnum, því þar er þessi orð að finna í kaflanum sem fjallar um dá- leiðslu: „Vissar spurningar eru sífellt að stinga upp kollinum í sam- bandi við dáleiðslu. Meðal þeirra sú, hvort mögulegt sé að beita dáleiðslu til þess að fremja glæpi. Vandaðar vísindalegar rannsóknir hafna þessum mögu- leika“. Jæja? Er það? Ótti minn um það er með öðrum orðum ástæðulaus með öllu? Því miður leyfir raunveruleikinn sér að andæfa þessari skoðun hinna lærðu manna. Við skulum til dæmis skyggnast í skýrslur lögreglunnar í Kaupmannahöfn og rifja þar upp eitthvert furðu- legasta sakamál, sem sögur fara af á 20. öld, og íhuga hvort stað- reyndir þess máls eru í sam- ræmi við hinar vísindalegu niðurstöður sérfræðinga brezku alfræðibókarinnar. III Það gerðist þann 29. marz 1951 í Kaupmannahöfn hrá- slagalegan regnviðrisdag klukk- an 10.15 f.h., að fínbyggður ung- ur maður, klæddur bláum verkamannafötum með skyggn- ishúfu, gekk inní Landmands Banken, sem að venju var fullur af viðskiptavinum um þetta leyti morguns. Maðurinn gekk hratt, en göngulag hans var mjög óvenjulegt. Hann gekk stífum fótum, stuttum skrefum, eins og tinsoldáti, sem dreginn hefur verið upp með lykli. Hann horfði hvorki til hægri né vinstri, en gekk beina leið að afgreiðsluborði aðalgjaldkerans. í átta skrefa fjarlægð nam hann staðar og starði á gjaldkerann, herra Kaj Moller, tók marg- hleypu uppúr skjalatösku sem hann bar, og hleypti af skoti uppí loftið. Kalkinu snjóaði niðurúr loftinu. Tuttugu og fimm viðskiptavinir horfðu á þetta skelfingu lostnir, sem lam- aðir af ótta, og það varð graf- arkyrrð í hinum stóra af- greiðslusal. Byssumaður fleygði skjala- töskunni á afgreiðsluborðið. „Eftir hverju ertu að bíða?“ öskraði hann. „Settu alla þá peninga sem þú hefur í hana, og vertu fljótur!" Þótt hann æpti hátt, var rödd hans mjó og skræk ... minnti á bilaða grammófónsplötu. Moller gjaldkeri, gamall og vinsæll starfsmaður bankans, hristi höfuðið og tók skref afturábak. Innrásarmaðurinn lyfti byss- unni og hleypti af á hinn þrek- vaxna mann. Mið hans var nákvæmt og skeikaði ekki. Kúl- an hæfði gjaldkerann beint í hjartastað, og hann hné sam- stundis niður örendur. Ræninginn leitaði nú annars fórnardýrs og kom auga á Nils Wisbom skrifstofustjóra, sem stóð dálítið til hliðar. „Komdu hingað yfrum!" skipaði ræning- inn. „Fylltu skjalatöskuna!" Wisbom, sem þóttist kannast við einkenni brjálsemi í manni þessum, reyndi að fikra sig hægt í áttina til aðvörunarkerfisins. En áður en hann náði að snerta hnappinn, var hann drepinn með hnitmiðuðu byssuskoti. Meðan skotið bergmálaði enn í loftinu tókst öðrum banka- manni að þrýsta á aðvörunar- hnappinn. Hávaðinn í bjöllunum kom ræningjanum í opna skjöldu. Án þess að bíða eftir peningunum, snerist hann á hæli og þaut gegnum vængdyrn- ar útá götuna. „Reynið ekki að hindra mig eða ég skýt!“ æpti hann á mann, sem reyndi að hefta för hans. Fyrir utan bankann brá ræn- inginn sér á svart reiðhjól við gangstéttina og hvarf brátt í straum hinnar miklu umferðar miðborgarinnar. IV Mál þetta kom vitanlega til kasta morðdeildar lögreglunnar, og gat hún fljótlega komið sam- an fullkominni lýsingu á morð- ingjanum. Hann var milli tutt- ugu og fimm og þrjátíu ára gamall, örvhentur, meðalmaður á hæð og grannvaxinn. Auk þess höfðu næstum allir tekið eftir hinum sérkennilegu vélrænu hreyfingum hans. Enda þótt viðskiptavinir bankans og starfsmenn væru of ruglaðir til þess að veita morð- ingjanum eftirför, þá lét fjórtán ára gamall piltur í ákafa æsk- unnar hendur standa framúr ermum og elti bankaræningjann gegnum hina miklu umferð, þar sem hann skauzt milli reiðhjóla, strætisvagna og annarra farar- tækja til þess að leynast. Tæpum tuttugu og fimm mín- útum síðar stöðvaði unglingur- inn lögreglubíl, benti á íbúðar- byggingu og sagði lafmóður: „Morðinginn er þarna.... morðinginn frá Landmands- bankanum!" Lögreglumennirnir voru nú ekki á því að gleypa svona sögu alveg hráa og kröfðust frekari skýringa. „það var enginn vandi að elta hann,“ sagði pilturinn. „Það var svo skrítið. Ég var að slóra þarna við bankann og heyrði skotin. Ég gægðist innum dyrnar og sá hann með byssuna í hendinni. Hann var í bláum verkamannagalla og með dökk sólgleraugu. Þegar hann hljóp útúr bankanum þá elti ég hann á hjólinu mínu. Hann fór inní íbúðarhúsið þarna og ég reyndi að laumast á eftir honum. Hann heyrði til mín af því það marr- aði í stiganum og tók upp byss- una. Hann sagðist skyldu skjóta mig!“ „Hvers vegna gerði hann það þá ekki?“ spurði eldri lögreglu- maðurinn dálítið háðslega. „Ég veit það ekki,“ svaraði drengurinn. „Það var svo skrít- ið. Allt í einu stakk hann byss- unni aftur í vasann og nuddaði augun. „Góði engillinn minn hefur yfirgefið mig,“ sagði hann, og svo „Ég er þreyttur. Nú verð- urðu að fara.“ Svo sneri hann við og fór upp stigann. Hann er þar ennþá, því ég hef ekki litið af útganginum, þangað til þið kornið." En lögreglumennirnir létu ekki enn sannfærast. Sagan var einum of reyfarakennd, alltof furðuleg. Morðingi, sem hafði drepið tvo menn, myndi vissu- lega ekki hlífa drengsnáða á flótta sínum. En engu að síður var hér enginn tími til að hika. Hvert spor varð að rannsaka þegar í stað. Að nokkrum minútum liðnum var byggingin umkringd lög- regluliði. Helmut Madsen höf- uðsmaður stjórnaði aðgerðum. Þeir fundu svart reiðhjól uppvið bygginguna og leirug fótspor upp stigann. Með varkárni fór Madsen höf- uðsmaður ásamt þrem beztu mönnum sínum upp dauflýstan stigaganginn. Á þriðju hæð hittu þeir fyrir snyrtilega klæddan ungan mann. Hann var bersýnilega undrandi að sjá lögregluna. „Búið þér hérna?" spurði höf- uðsmaðurinn. „Nei, herra," svaraði hinn, „ég er bara hérna í heimsókn. Nafn mitt er Pelle Hardrup." Madsen höfuðsmaður veifaði byssu sinni til merkis um að maðurinn ætti að halda áfram, en stöðvaði hann svo aftur. Þeg- ar hann gáði betur að, hafði hann séð að svitinn spratt fram á enni Hardrups og hálsi, enda þótt kalt væri í veðri. Með snörum hreyfingum leit- aði höfuðsmaðurinn á þessum grunsamlega manni. Og í vinstri vasa hans fann hann fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.