Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 15
lof fyrir einstakt snarræði. Þegar hér var komið var liðið undir morgun og menn farnir að verða þreyttir og dálítið úrillir eftir nærri 12 tíma göngu. En allt í einu stóðum við á hraunbrúninni fyrir ofan Karlsdrátt og við okkur blasti sjón sem þurrkaði út bæði þreytu og ólund. Sjón sem ég get aldrei gleymt, og sem ég hafði aldrei séð aðra eins. Við okkur blöstu skrið- jöklarnir beggja vegna Skriðufells og náði sá nyrðri á annan kfló- metra suður eftir miðju vatninu, en sólin var aö koma upp og færði smám saman geisla sína niður eft- ir skriðjökiunum, en stöðugar drunur ásamt fljótandi borgarís- jökum juku á tilþrifin. Þessi sjón var líka að því leyti sérstök að hana getur ekki lengur borið fyrir augu, því að þeir hlutar skriðjökl- anna miklu, sem gengu út í Hvít- árvatn, og gáfu myndinni hinn stórbrotna svip, eru horfnir. Þeir hurfu á hlýju áratugunum sem fóru í hönd. Leiðin úr Karlsdrætti út í Fróð- árdal liggur um gróðursælar kjarri vaxnar brekkur. Hér vex birki bærra til fjalla en víðast hvar á íslandi, eða í meira en 400 metra hæð. 40 árum síðar en þetta var lágum við nokkrir félagar í þessari sömu brekku og nutum sólar og frábærs útsýnis: Hið næsta speg- ilslétt Hvítárvatn ásamt hinu gróð- ursæla Hvítárnesi, með tignarlegt Bláfellið beint í suðri, en í austri suðurhluti Kerlingafjalla. Menn urðu rómantískir gagnvart allri þessari dýrð, og einhverjum varð að orði: „Eru það ekki einmitt svona sumardaga sem okkur, sem höfum gaman af ferðalögum, dreymir um allan veturinn." Klukkan var orðin fimm um morguninn þegar við komum í áfangastað í Fróðárdal. Fyrsta verk okkar var að huga að fótum hestanna og hreinsa með spritti smá skeinur sem þeir höfðu fengið í skriðunum. Næsti áfangi varð því stuttur. Við óðum árnar í Hvítár- nesinu, Fróðá, Fúlukvísl og Tjarná og ferjuðum okkur á kænunum tveim yfir Hvítá, því þetta var löngu áður en áin var brúuð, en hestana urðum við hinsvegar að sundleggja. Um kvöldið 3. ágúst tjölduðum við á vesturbakka ár- innar. Frá Hvítá fórum við Eyfirðinga- veg og tjölduðum næsta kvöld á Hlöðuvöllum undir Hlöðufelli, eft- ir að hafa krækt fyrir Jarlhettur og litast um við Hagavatn, sem á þessum tíma var miklu stærra heldur en síðar varð, eftir að hiaupið varð úr vatninu árið 1929. Á níunda degi göngunnar náð- um við svo til Þingvalla, eftir að hafa lagt dálitla lykkju á leið okkar, yfir Skjaldbreið. Á Þing- völlum tók formaður ÍR, Helgi Jónasson frá Brennu, á móti okkur. Aö ofan: Svona leit bærinn á Hrauni í Öxnadal út 1923. Næst- efat: Fólagarnir viö Hraunsvatn. í miöju: Göngumenn viö bæinn á Narfastööum í Reykjadal. Neöar: Á Hveravöllum. Næst- neöst: Skriöjökullinn viö Hvíta- vatn var þá miklu stærri en nú og illur yfirferöar. Neöst: Gert aö meiöslum í tjaldi. Björn Steffensen er endurskoðandi og rak með öðrum endurskoðunar- skrifstofu í Reykjavík. Hann hefur um nokkurt skeið verið meðal þeirra, sem skrifa rabb Lesbðkarinnar. Glæpsamleg dáleiðsla Framhald af bls. 13 augu hans og hann varð þræll þessa manns. Pelle hélt á byssunni og drap mennina tvo. En það var Nielsen í margra kílómetra fjarlægð, sem þrýsti á gikkinn." Christensen gætti þess að íhuga þessa frásögn og gefa henni gaum. Annað hvort var maðurinn, sem sat fyrir framan hann geðsjúklingur, eða sagði hér frá einhverju furðulegasta máli í allri sögu dáleiðslunnar og glæpafræðinnar. VIII En nú fóru aðrar staðreyndir að stinga upp kollinum. Eftir að Bjorn Nielsen hafði afplánað fangelsisvist fyrir stjórnmála- starfsemi sína, var svo að sjá sem hann hefði reynt að lifa heiðarlegu lífi. Eiginkona hans var virðingarverð löghlýðin kona, sem bersýnilega elskaði manninn sinn. Vissulega drakk hann of mikið gin á hafnar- knæpunum og vingsaðist milli kvenna, en svona yfirleitt virt- ust athafnir hans saklausar. Þeir Pelle sáust oft saman og nágrannarnir töldu að þeir væru vinir. En sá var munurinn, að Pelle bragðaði aldrei áfengi og virtist konu sinni fullkomlega trúr. I hvert sinn sem Chistensen eða einhverjir úr læknanefnd- inni spurðu Pelle Hardrup um samband hans við Bjern Niel- sen, þá svaraði hann alltaf með ákafa, að vinur hans væri á alls' engan hátt viðriðinn morðin. En þeir tóku eftir því, að ákafi hans í að sýkna Nielsen var helzt til mikill. Hann varð hávær, pataði út höndum, og málfar hans varð vélrænt, eins og gömul plata, eða hugsunarlaus páfagaukur. Þegar hann var spurður um reiðhjólið, sem hann komst und- an á, hvar hann hefði keypt það og hve lengi hann hefði átt það, þá kom Pelle þeim á óvart með því að neita að svara. „Góði eng- illinn minn leyfir mér ekki að segja neitt,“ sagði hann þrá- kelknislega, og virtist falla í eitthvert andlegt þreytumók. Hvað þá snerti sem við rann- sókn málsins fengust, þá greindi þá á í skoðunum um Pelle Har- drup. Héldu sumir að morðing- inn væri snjall bragðarefur, en aðrir þóttust sannfærðir um, að hér væri um alvg óvenjulega flókið mál að ræða. Rannsóknir leiddu í ljós, að Nielsen átti reiðhjólið sem not- að var við ránið. En Pelle um- snerist alveg, þegar lagðar voru fyrir hann spurningar, sem snertu vin hans. Hann sagði: „Ég fékk reiðhjólið að láni hjá Birni. Verið þið ekki að draga hann inní þetta! Ég gerði það. Ég gerði það algjörlega sjálfur. Ég gerði það alveg eins og góði engillinn sagði mér!“ „Hver er góði engillinn yðar?“ var spurt hvað eftir annað. En alltaf hljómaði svarið: „Ég get ekki sagt frá því!“ „Vitið þér hvernig dáleiðsla verkar?“ Við þessa spurningu skalf Pelle eins og lauf í vindi og svit- inn bogaði af enni hans. „Já,“ svaraði hann. „Hafið þér verið dáleiddur af einhverjum?" „Ég get ekki munað það.“ „Er yður mjög annt um Niel- - sen sem vin?“ „Já.“ „Verðið þér nokkurn tíma reiður við hann?“ „Ég get ekki sagt það. Góði engillinn vill ekki að ég tali við yður. Ég er sekur. Ég drap tvo menn. Ég reyndi að ræna banka. Ljúkið þessu nú — verið fljótir að því!“ Og aftur hneig á hann örmagna þögn. Nú er það svo, að lögin krefj- ast frekari vitnisburðar en sálfræðilegs eðlis. Enda fór svo eftir margra nátta umræður, mat og bollaleggingar, að sál- fræðingarnir höfðu að því loknu enn engar sannanir fyrir þeirri skoðun að Pelle Hardrup hefði framið verk sín undir dáleiðslu- sefjun. Á bak við allar þessar vangaveltur stakk svo alltaf upp kollinum hugsunin um, að hann kynni að vera andlega heilbrigð- ur, þegar öll kurl kæmu til graf- ar. VIII Þá var sú ákvörðun tekin, að lögregluforingjarnir Christen- sen og Olsen, ásamt geðlækni, skyldu heimsækja aftur Bjorn Nielsen. Eftir að dyrabjallan hafði hljómað fimm sinnum, opnaði hann loks dyrnar. „Hafið þið handtökuheimild?" var kveðjuávarpið. „Það er engin þörf á hand- tökuheimild," sagði Christensen. „Við viljum einungis fá að tala við yður.“ „Hvers vegna?“ „Þér munuð fljótt komast að raun um það,“ sagði lögreglufor- inginn um leið og hann ýtti Nielsen til hliðar og gekk inní íbúðina. Lögreglumennirnir renndu nú vökulum augum yfir íbúð Niel- sen. Hver hlutur bar vott um auð og ósvikna smekkvísi: hin glæsilegu persnesku teppi á gólfum, húsgögnin, skrautlegar plöntur og fágæt, fögur málverk á veggjum. Læknirinn, sem hafði trú á því, að nokkuð mætti kynnast manni með því að skoða bókasafn hans, reikaði að bóka- hillunum, sem náðu til lofts á tveim veggjum herbergisins. Þessi fyrrverandi tugthúslim- ur átti bókasafn, sem hægt var að öfunda hann af. Þar mátti sjá ritverk Strindbergs, Nietzsches, Björnsons, Knut Hamsuns, Rilkes og fleiri merkilegra höf- unda, að viðbættum áróðursrit- um Hitlers og Göbbels. Aðrar hillur voru fullar af bókum um yoga, andardráttarþjálfun, af- slöppun, dáleiðslu, mátt sefjun- ar og sálgreiningu. Þegar Nielsen, sem hafði verið að tala við lögreglumennina, sá hvað læknirinn aðhafðist, gekk hann til hans og stillti sér upp milli hans og bókasafnsins. „Má ég bjóða yður kaffi?“ sagði hann og vísaði honum til sætis. Lækn- irinn, sem þegar hafði séð það, sem honum þótti forvitnilegt, þáði boðið. „Ég geri ráð fyrir að þið séuð hingað komnir til þess að spyrja frekari spurninga um veslings Framhald á bls. 16 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.