Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 7
MICK JAGGER Hann er orðinn fertugur og hófst til frægðar á Bítlaskeiðinu fyrir 20 árum — hljómsveit hans, Rolling Stones, auðnaðist miklu lengra úthald en Bítlunum — og úthaldið hjá Jagger sjálfum — sem nú er fertugur — er ótrúlegt. Fyrri hluti. eir eru reyndar tveir þessir piltar, sem heita Mick Jagger. Um æviferil annars þeirra breiða sorpblöðin af kappi út sífelldar æsi- fregnir, svo að manni virðist hann hreint og beint hljóti að vera alveg bandóður göslari. Svo er það aftur á móti hinn náunginn, sem fæst við að syngja inn á breiðskífur með Rolling Stones — plötur, sem upp á síðkastið fara aftur eins og elding upp vin- sældalistann. Á svo sem þriggja ára fresti platar hann Rolling Stones af stað með sér til þess að krafsa snöggvast upp svo sem 40 milljónir dollara (1,1 milljarð íslenzkra) til að halda áfram að fjármagna lífsins lystisemdir meðal hinna útvöldu. Maður hefur vissar grunsemdir um að þessir tveir náungar þekkist, en þeir sjást annars aldr- ei saman (nema kannske stundum á svið- inu). Stundum bregður svo þriðja Mick Jagg- er fyrir að auki. Meðan hinir tveir eru á kafi í að skemmta sér, er þessi til taks fyrir blaðamenn til að veita þeim viðtöl í hvert sinn sem nýtt plötualbúm er að koma út. Það er þannig starfi, sem er gjör- samlega hulinn þungum, gráum skýjaflók- um af alveg þrúgandi leiðindum. Blaða- menn eru alltaf að koma með þetta sama gamla röfl og pex, finnst manni. Margt af því er stílað á Mick fyrsta. Er hann upp- dópaður? kynferðislega umturnaður? útlifaður? útbrunninn? Getur það verið, að hann sé orðinn fertugur? Það vill svo til, að núna er komin á kreik heil ný kynslóð af poppmúsíkunnendum, sem hafa heldur takmarkaðan áhuga á þess háttar spurningum. Mick Jagger? Var á kafi í dópinu? Hélt að hann væri sjálfur djöfsi eða eitthvað svoleiðis? Var í slagtogi við Andy Warhol? Jæja. Og það er sagt, að hann sé ennþá í þessu? Já, það er hann svo sannarlega. allt fyrir peningana „Mick gæti hafa oröið frábær krikketleik- ari, en þaö var ýmislegt annaö, sem kom í veg fyrir þaö.“ Joc Jagger, 1974. Michael Philip Jagger hafði allt frá því fyrsta verið mjög metnaðargjarn. Faðir hans, Joe Jagger, eðlisfræðikennari við menntaskóla í einni af útborgum Suður- Lundúna, vék eitt sinn að þessum þætti í skapgerð sonar síns: „Hann var í rekstr- arhagfræði við London School of Econo- mics, þegar hann fékk tveggja ára leyfi frá námi til þess að koma popphljómsveit sinni á fót. Hann fór út í þetta, af því að honum fannst gaman að þessu, en hann gerði sér Ijósa þá möguleika til að vinna sér inn peninga, sem fólust í poppmúsík- inni, og þar sem hann hafði verið í rekstr- arhagfræði, þá fannst honum það skínandi hugmynd að fara að græða peninga." Það er víst algjör óþarfi að minnast á, að peningar eru ekki lengur neitt yfir- þyrmandi vandamál hjá Mick Jagger. Þótt höfundarlaun hans á nær tuttugu ára ferli sem dægurlagasmiður, ásamt dúndrandi velgengni í hljómleikahaldi, hafi fært hon- um hinar ríkulegustu tekjur (en mikill hluti af því fjármagni er örugglega varð- veittur í sérstöku eignarhaldsfélagi þeirra Rolling Stones, Promotone B.V. MEIRA fé Ástæðuna segir Mick Jagger einfaldlega vera þá, að „CBS bauð okkur verulega meira fé“. Tuttugu og fimm milljónir doll- ara (þ.e. um 700 milljónir ísl. kr.) er sú upphæð, sem samningurinn hljóðar upp á, hvorki meira né minna. í staðinn á CBS meðal annars að fá í sinn hlut dreifingar- rétt á verulegum hluta af fyrri verkum Rolling Stones. Báðir aðilar virðast hæst- ánægðir með þennan samning. „Ég held, að tilboð CBS hafi verið byggt upp á frammistöðu okkar á þremur síðustu plötunum, sem teknar voru upp,“ segir Mick Jagger, en hann og hljómsveitin hafa haft feiknalegan meðbyr, allt frá því að langspilplatan Some Girls kom út árið 1978. „Ég held, að CBS reikni fremur með því, að þeir geti selt fleiri plötur en nokkur annar aðili, og ef næstu þrjár plöturnar okkar seljast í svipuðum mæli og þær þrjár síðustu, þá fara þeir að græða pen- inga á þessum samningi." Á Tilraunastiginu? „Ég er með heilmikið af efnivið," segir Jagger. „Ég hugsa, að ég fari að koma fram með þetta eftir tiltölulega stuttan tíma.“ „Ég veit svo sem ekki hvort hægt sé að kalla Mick góöan leikara — en hann er svo sannarlega skemmtikraftur." Anita Pallenberg, 1968. Á tónlistarsviðinu getur Mick Jagger auðvitað fundið upp á að gera hvað sem honum þóknast. En hvað hefur svo sem verið látið ógert í þeim efnum? „Það virð- ist enginn koma fram með neitt sérstak- lega nýstárlegt á stórum útihljómleikum," segir hann. „Ég hef séð David Bowie, er búinn að sjá Talking Heads og Police, og ég meina bara, er þetta allt og sumt? Keith finnst að rokk-tónleikar ættu bara að fara fram með örfá ljós á sviðinu, góð- um magnaragræjum og með sem minnstu tilstandi í sviðsskreytingum. En þetta eru sem sagt hans hugmyndir um það, hvernig þetta eigi allt að vera á útitónleikum. En ég vil láta gera betur. Mig langar að hafa meira af ljósum, betra leiksvið. Ég vil geta LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. APRlL 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.