Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 9
Veitingaskálinn, sem snýst um sjálfan sig á tindi Schilthorn í2.970 metra hæd. Drjúgur verður síðasti áfanginn EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON egar fjallgöngumenn eru spurðir, hversvegna í ósköpunum þeir þurfi að ráðast á ókleifa tinda, þá er svarið: Vegna þess að þeir eru þarna. Nú bar að vísu enga brýna nauðsyn til þess að halda áfram með togbrautinni, sem liggur frá Miirr- en og allar götur uppá tindinn Schilthorn í 2.971 metra hæð. En vegna þess að kláfurinn var þarna — og skyggni gott — þótti rétt að fá sér þynnra loft í lungun og skreppa upp. Frá Miirren er langur og brattur áfangi á næsta tind; lengsta haf, sem nokkur kláfur gengur eftir, les maður í upplýsingunum um staðinn og ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Frá þeirri skiptistöð er aftur á móti stuttur áfangi uppá tindinn Schilthorn og þunna loftið finnst vel, þegar gengið er tröppurnar upp í veit- ingahúsið; sumir aldraðir ferðalangar stóðu á öndinni af mæði. En veitingahúsið snýst um öxul og aldrei hefur maður snætt hádegisverð með annað eins útsýni. Ég mæli sumsé með rispunni þarna uppeftir, jafnvel þótt skrens- inn kosti 50 franka á mann. Kláfarnir fara þétt; alltaf troðfullir af fólki, — já, svona fara Svisslendingar að því að selja landið. Þegar kemur niður í dalinn að nýju lítur þorpið Múrr- en út eins og hrafnshreiður uppi á bjargbrúninni, en við höldum til Wengen, sem er frægur skíða- og sportstaður uppi á brúninni austanvert við dalinn. Þangað er ekki heldur fært á bíl, en járn- brautarlest gengur þangað frá Lauterbrunnen. Svo þar var bílnum lagt; það nauð- synlegasta af farangrinum tekið með og stigið uppí þessa merkilegu lest, sem klifrar upp brekkuna á tannhjóli. Svona klifurlestir eru hentugar í Sviss og lestin sú arna heldur áfram uppfrá Wengen, um skíða- löndin, í jarðgöngum gegnum Eigertind og endastöðin er í 3 þúsund metra hæð í skarði á milli tindanna Jungfrau og Mönch. Útsýnið þaðan hlýtur að vera mikið til það sama og af Schilthorn, svo við fórum aðeins með lestinni upp til Wengen, þar sem hægt er að fá inni á 27 hótelum — sum voru raunar lokuð; eftir 21. sept. er millibilsástand fram í desember, að skíðavertíðin hefst. Við fengum herbergi á Hótel Eiger, sem er nýlegt og stendur alveg við járnbrautarstöðina. Wengen er stórkostlega fallegur staður og hér er líf í tuskunum eftir að skíðatíminn hefst, en í september WENGI Interlaken Yfirlitsmynd yfír fjallasvædid Berncr Oberland. Nedst á mynd- inni er bærinn Interlaken og beint upp frá honum er dalurinn, þar sem farid er til Miirren og Weng- en, en Jungfrau og adrir tignarleg- ir tindar að baki. Örin lengst til hægri vísar á tindinn Schilthorn, midörin vísar á þorpið Miirren á bjargbrúninni, sem lýst var í síð- asta blaði, en örin til vinstri vísar á skíðastaðinn Wengen. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 28. APRlL 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.