Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 16
ERLENDAR BÆKUR Athol Fugard: Tsotsi. Penguin Books 1983. Höfundur ofannefndrar bókar er frá Suður-Afríku. Hann er fyrst og fremst þekktur fyrir leikrit sín, sem hafa verið færð upp víða um heim. Tsotsi er fyrsta og eina skáldsaga hans til þessa. Hvað á fyrir föður- og móð- urlausum dreng í versta fátækrahverfi einnar suður- afrískrar borg- ar að liggja þegar hann stendur allt í Athol Fugard TSÖTSI ‘to. jqrtekráf tbfcndtó h «ít8*aeine*»$«»#na>Srtoe’ . -fefeíiUTEwsSímiiat >v* einu einn og óstuddur uppi í grimmri veröld? Hann leitar fylgilags við aðra pilta sem eins er ástatt með, þeir leggja út á þá einu braut sem sýnileg er þeim, nefnilega glæpa- brautina, og lemja á fólki til að hafa aura fyrir nauðsynjum og skemmtun- um. í fyrstu hnupla þeir úr búðum en það nægir þeim ekki þegar þeir taka að eldast. Þegar sagan hefst situr „gengið“ yf- ir bjórsulli og leggja þeir félagar á ráðin um það hvað þeir eigi að gera þá um kvöldið. Þegar skuggarnir eru orðnir hæfilega langir halda þeir af stað og ræna einn sakleysingja og drepa. Fénu eyða þeir í vín. Tsotsi er forsprakkinn. Hinir félag- ar hans þrír eru búnir þeim kostum sem henta hverju glæpagengi, sá fyrsti er nákvæmur eins og úrsmiður, annar kraftmikill og sá þriðji hefur gáfur til að bera. Sá gáfaði er linastur af sér og að því kemur að uppgjör innan hópsins er óhjákvæmilegt. Tsotsi er nær því genginn frá gáfu- manninum og hópurinn leysist upp. Afdrifaríkt atvik hendir Tsotsi og er batnandi manni best að lifa en öðru vísi fer að lokum. Þessi bók er sannkallaður reyfari, hraðinn mikill og bregður á stundum fyrir næsta lyrískum köflum. A.N. Wilson: The Sweets of Pimlico. Who Was Oswald Fish? Penguin Books 1983. A.N. Wilson er af yngri kynslóð breskra rithöfunda og verður að teljast einna fremstur meðal þeirra. Hann hef- ur skrifað fimm skáldsögur, séð um út- gáfu á verkum eftir látna starfsbræður sína eins og til dæmis Walter Scotts, en er að auki bókmennta- ritstjóri viku- blaðsins Spect- ators sem ein- hverjir þekkja. í það blað ritar hann af og til og þá jafnan gagn- rýni. Wilson er fæddur í Wales, hann stundaði nám í Oxford og komst af táningsárum á þeim tímum þegar Bítl- arnir voru að syngja sitt síðasta og Hendrix kreisti undraverða tóna úr hljóðfæri sínu. Sögur hans eru sérdeilis fyndnar, gætir erótíkur nokkuð í þeim AN-WILSON WHOWAS OSWALD og ekki gengur Wilson fram af manni. The Sweets of Pimlico ber höfundi sínum gott vitni, af miklu fjöri segir hann af sambandi ungrar stúlku, Evel- yn, við aldraðan mann, fyrrum góðvin Goebbels, núverandi leiklistargagnrýn- anda og friðarsinna. Flækist Evelyn í net hans, eða hann í hennar, og skýrast seint og um síðir hagir þess gamla og kemur ýmsum í uppnám. Og hver skyldi svo Oswald Fish hafa verið? Jú arkítekt sem lagði sig eftir gotneskum byggingum, einkum kirkj- um, og hélt berorða dagbók fram í and- látið. Þegar sagan hefst er Fanny Willi- ams að koma upp útibúi tískuverslunar sinnar í Birmingham. Fanny er fráskil- in tveggja barna móðir og á sér marga elskhuga. Eiginmaðurinn fyrrverandi er fyrrum þingmaður íhaldsflokksins, þurrpumpulegur og litlaus karakter en verður eftirminnilegur lesendum bókar- innar. Það úir og grúir af skondnum fírum í þessari sögu, uppátæki vafasöm og misskilningur ríkjandi í flestum efn- um. Verður enginn svikinn af lestri hennar frekar en öðrum bókum þessa höfundar. FLUOLEIÐIR AUGLÝSA FLUG OG BÍLL ’óóa fjölskyldiinni að feróast Ef þu kyst að ferðast a eigin vegum, skaltu lata Flugleiðir sjá um að bílaleigubíll bíði áí áfangastað þínum erlendis. Flugleiðir gefa þér kost á að ferðast í bílaleigubíl frá 8 borgum í Evrópu! Flug og bíll er ódýr ferðakostur í sumarléyfinu. Hér að neðan eru dæmi um einstaklingsverð, miðað við að 4 séu saman um bíl í viku. Innifalið er: Flug, bíll, km-gjald, söluskattur og kaskótrygging: Clasgow - frá kr. 9.372.- Luxemborg - frá kr. 10.154,- Kaupmannahöfn - frá kr. 11.625.- Afsláttur fyrlr börn er á billnu 4.100 tll 6.000 krúnur. Þér verða allir vegir færir þegar þú hefur tryggt þer Flug og bíl hjá Flugleiðum! Flugogbíll frákr. 9.372.- Enginn aukakostnaour, nema bensinlö og flugvallarskatturlnn 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.