Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 14
Rafeindatækni að hætti BMW EFTIR JÓN B. ÞORBJÖRNSSON lestir sem kunnugir eru möguleikum á notkun rafeindatækninnar eru á einu máli um kosti hennar fyrir bílaframleiðslu nú- tímans. Helstu kostirnir eru áreiðanlega starfsemi, minna slit, minni fyrirferð og Flaggskipið í flota Bayerische Motor Werke, BMW 745i. Með þessum bíl, sem búinn er 3,5 lítra mótornum með forþjöppu, má fi allan þann rafeindabúnað sem BMW hefur upp á að bjóða í dag. I’essi tvö „há- lendislínurit“ sýna muninn á nákvæmni kveikjustillingar, eftir því hvort hún fer fram á vélrænan hátt með undir- þrýstings- og miðflóttaaflskveikjuflýtingu (t.v.) eða er reiknuð út með hjilp rafeindatækninnar (t.h.). Zðndwinkel r rv* Myndin sýnir búnað- inn með örtölvunni ásamt Ijósaröðinni, sem segir til um hvenær tími er kom- inn til olíuskipta eða yfirferðar á bílnum. minni þyngd heldur en mekaník gærdags- ins bauð upp á. Stærsti kosturinn felst þó í því, að með hjálp rafeindatækninnar má í dag framkvæma hluti sem enginn lét sér koma til hugar fyrir fáeinum árum að framkvæmanlegir væru. Framþróun rafeindatækninnar hefur verið mjög ör á undanförnum árum og stöðugt eru fundin ný verkefni fyrir hana til að glíma við, hvort sem hún fer þar inn á nýjar brautir eða leysir eldri tækni af hólmi. Ef nefna skal einn bílaframleið- anda sem öðrum fremur hefur kynnt sér og nýtt sér möguleika rafeindatækninnar á skynsamlegan hátt, verður líkast til Bay- erische Motoren Werke fyrir valinu. Þótt BMW teljist ekki til hinna stærri bíla- framleiðenda í heiminum, ekki einu sinni í Þýskalandi, hefur það ávallt verið metnað- armál fyrir þá að vera meðal fremstu í flokki þeirra sem láta háþróaða tækni verða sér til framdráttar. ÖRYGGI, HAGKVÆMNI OG ÞÆGINDI Rafeindatækni í bílaiðnaði hefur þrjú meginnotkunarsvið þar sem kostir hennar koma greinilega í ljós. Hún eykur á öryggi, hagkvæmni í rekstri og þægindi. Borðtölv- an, sem fáanleg er með flestum gerðum BMW og innfelld er í mælaborðið, samein- ar alla þessa þrjá þætti. Helsti öryggis- þátturinn er sjálfvirk viðvörun við ísing- arhættu ef útihitinn fer niður fyrir 3°C. Einnig er þjófavarnarkerfi tengt tölvunni, sem lætur bæði í sér heyra og lokar fyrir bensínaðfærsluna ef ákveðin talnaröð eða dulmálslykill er ekki gefinn inn í tölvuna áður en bíllinn er gangsettur. Ekki er hægt að segja að borðtölvan virki beinlínis bensínsparandi, en óbeint getur hún þó leitt til lægri rekstrarkostn- aðar. Því ef þess er óskað, sýnir hún með- aleyðslu á ákveðinni ekinni vegalengd. Einnig gefur hún ljósmerki ef meðaleyðsl- an fer yfir ákveðið hámark sem ökumaður hefur stimplað inn í upphafi ferðar. Sömu- leiðis kviknar viðvörunarljós ef farið er yfir ákveðin hraðamörk sem ökumaður hefur áður slegið inn sem hámarkshraða. Margvísleg þægindi má hafa af slíkri borðtölvu, ef maður kærir sig á annað borð um slíka hluti. Það má t.d. „spyrja" hana um fjarlægð til fyrirfram gefins ákvörð- unarstaðar og væntanlegan komutíma til þessa staðar miðað við meðalhraða frá upphafi ferðar; það má fá tímann uppgef- inn og þar fram eftir götunum. Það sem persónulega vekur þó mestan áhuga minn í þessu sambandi er hljóðmerki, eins konar „díng“, sem hægt er að stilla tölvuna inn á að gefa frá sér. Á þann hátt má láta hana minna sig á eitthvað eftir ákveðinn tíma. Stundum hefði verið gott að hafa svona apparat til að ýta við sér þegar komið var að Markarfljótsbrúnni eftir langa og beina kaflann vestan við hana. — Stundum voru menn svolítið þreyttir á leiðinni í Mörkina hér á árum áður eftir baráttu við brotin drif og bilaða vatnskassa fram undir það síðasta ... Aðrir notkunarmöguleikar rafeinda- tækninnar — svo vikið sé aftur að alvar- legri, en ekki endilega huglægari málefn- um — eru fólgnir í ABS-hemlakerfi (Anti-Blockier-System). Það veldur því að hjól læsast ekki við nauðhemlun, en það auðveldar ökumanni að halda stjórn á bílnum við hættulegar aðstæður. Til ör- yggisatriða telst einnig „activ check contr- ol system", sem kalla mætti sívirkt viðvör- unarkerfi. Það gerir viðvart ef eitthvað af öryggisbúnaði bílsins virkar ekki sem skyldi og vaktar auk þess kælivatnshæð, vatnshæð í rúðusprautugeymi og olíuhæð á mótor þegar hann er í gangi. Fyrir tilverknað rafeindatækninnar geta þeir sem nú aka um í nýjum BMW-lystivögnum notið fullkominnar hitajöfnunar, því rafeindastýrð miðstöðv- arstilling heldur innihitanum stöðugum án tillits til breytinga á mótor- eða lofthitastigi. Og viss þægindi eru einnig fólgin í rafeindastýrðum hraðamæli, þar sem hann vinnur fullkomlega hljóðlaust og losar mann þar að auki við slitnar hraða- mælissnúrur og skemmda barka. Skynjari í afturdrifi sendir boð til hraðamælis um snúningshraða afturöxuls, sem segir til um ökuhraðann. Þar með verða mismun- andi hraðamælisdrif í tengslum við mis- munandi drifhlutföll óþörf. Aðeins breyt- ing á stærð hjólbarða getur valdið skekkju í hraðamælinum. „MOTRONIC“ FRÁ BMW Ónefndur er einn þáttur rafeindatækn- innar til aukinnar rekstrarhagkvæmni. Um leið er það sá þáttur sem BMW nýtir sér hvaö mest og þar sem BMW nýtur sín hvað best. Með því að leggja sérstaka rækt við þennan þátt hefur BMW tekist að laga bíla sína aö kröfuin samtímans um spar- neytni miðað við stærð bílanna, án þess að það hafi komið niður á snerpu þeirra. Til- tölulega einfaldur er sá búnaður sem gefur upp augnabliks bensíneyðslu bílsins. Þar nægir örtölvunni að lesa ökuhraðann og bensínnotkunina (opnunartími innspýt- ingarventlanna) á hverju augnabliki, og um leið liggur útkoman fyrir, sýnd í lítrum á 100 km. Einnig er rafeindastýrð bensín- innspýting tiltölulega einfalt fyrirbæri. Nýjung í því sambandi er, að þegar bíllinn er látinn „halda við“ niður brekku eða þ.u.l. og ef snúningshraði mótors er meiri en 1200/mín. lokast sjálfkrafa fyrir að- færslu eldsneytis til mótorsins. Það eitt hefur 3—5% eldsneytissparnað í för með sér. Eitthvað flóknari er búnaðurinn sem segir til um hvenær endurnýja þarf olíuna á mótornum eða fara með bílinn í kíló- metraskoðun. Þættirnir sem hafa áhrif á það eru snúningshraði mótors, hitastig hans og ekin vegalengd bílsins. Þessa þætti telur tölvan saman með aðstoð skynjara og leggur á minnið. Með hliðsjón að þeim gefur hún síðan til kynna þegar kominn er tími til að skipta um olíu eða yfirfara bílinn að hennar mati. Það hefur sýnt sig að meðalvegalengd milli olíu- skipta hefur á þennan hátt aukist um tæp 35%; úr 7500 km í 10500 km. Toppurinn á tækninni er svo fólginn í „Motronic" sem er að finna í öllum dýrustu útgáfunum af BMW. Með „Motronic" (Motor-Elektronic) er átt við samhliða stýringu kveikjutíma (kveikjuhorns) og eldsneytismagns inn á mótorinn. Þaö er örtölva sem stjórnar þessum tveimur þátt- um í samræmi við öll þau atriði sem varða gang mótorsins; snúningshraða, álag, hita- stig o.s.frv. Auk þess tekur tölvan loft- þrýsting og lofthita inn í dæmið með þar til gerðum skynjurum. Þessi atriði leggur hún til grundvallar við stjórnunina á af- köstum mótorsins og á þennan hátt er séð fyrir að nýtni mótorsins sé stöðugt eins mikil og kostur er með tilliti til aðstæðna. Einnig fæst hreinna afgas og þýðari gang- ur í mótorinn með þessu móti. Áður en Motronic-örtölvan er tekin í gagnið er hún forrituð í samræmi við ákveðið þriðju víddar „hálendislínurit" sem er myndað af álagi mótors annars vegar og snúnings- hraða hins vegar. Þetta línurit gefur upp þann kveikjutíma sem fræðilega séð er hagkvæmastur. Örtölvan hefur yfir 256 mismunandi minniseiningum að ráða, sem er margfeldið af 16 fastsettum punktum fyrir mismunandi snúningshraða og öðr- um 16 fyrir mismunandi álag. Þetta gefur kost á 256 grunnstillingarpunktum fyrir kveikjuna, sem hitastig og aðrir áhrifa- valdar geta síðan hliðrað til í heild sinni. Vegna hins gífurlega reiknihraða tölvunn- ar nær hún að endurskoða stillinguna við hvern snúning mótors og laga þannig kveikjutímann og eldsneytismagnið stöð- ugt að breyttum aðstæðum. Hvað framtíðina varðar, telja verkfræð- ingar BMW að aukin notkun rafeinda- tækni í bílaiðnaði sé fyrst og fremst bund- in við hönnun hentugra skynjara. Með þróun þeirra mun verða hægt að notast við rafeindatæknina mun víðar heldur en nú er gert, og segja meðal annars til um raun- verulegt ástand flestra mikilvægra siit- hluta bílsins. Það mun þá leiða til enn aukins öryggis og meiri hagkvæmni í rekstri bíla í framtíðinni. — jb.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.