Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Page 4
Sigrún Klara Hannesdóttir er lektor í bóka-
safnsfræði við Háskóla íslands, en bókasafns-
fræði er tiltölulega ný fræðigrein hér á landi.
Kennsla í greininni hefur þó átt sér stað frá
árinu 1956, en var eingöngu í höndum háskóla-
bókavarðar og stundakennara til 1975 þeg-
ar Sigrún Klara hlaut lektorsstöðuna.
Hún hefur þvi átt sinn drjúga þátt í því
að móta starfið innan þessarar greinar í
Háskólanum. Kennarar eru nú tveir í
fastri stöðu, stundakennarar 17, en nem-
endur um 100 talsins. Það segir sitt um
breytt viðhorf til fræðigreinarinnar og
vaxandi þörf á fólki með þessa menntun að
fyrir 10 árum stofnuðu bókasafnsfræð-
ingar með sér félag. Þá voru félagar 13, en
eru nú rúmlega 100 talsins og atvinnuleysi
í greininni er óþekkt.
Menntuninni í þessu fagi er skipt í þrjú
stig. í fyrsta lagi er um að ræða eins árs
nám og þá er bókasafnsfræðin tekin sem
aukagrein, í öðru lagi: tveggja ára nám1
með öðru fagi og loks þriggja ára nám velji
menn bókasafnsfræði sem sérgrein. Að-
eins seinni valkostirnir tveir veita
mönnum rétt til að kalla sig bókasafns-
fræðinga.
Þetta kom fram í upphafi samtals við
Sigrúnu Klöru á dögunum, sem tvímæla-
laust má telja brautryðjanda nýrra við-
horfa gagnvart bókasafnsfræðum hérlend-
is.
Hún var beðin að rekja sinn feril og
segja frá stöðu mála á þessu sviði nú.
„Upphaflega var það hrein tilviljun að
ég lenti á þessari braut,“ segir Sigrún
Klara. „Á unglingsárunum hafði ég engan
metnað til langskólanáms. Ég er frá Seyð-
isfirði, var í unglingaskóla þar, í síld á
sumrin og saltfiski, en var af slysni innrit-
uð í landspróf á Éiðum og lét það gott
heita. Eftir landsprófið fóru nokkrir nem-
endur í Menntaskólann á Akureyri og ég
barst með hópnum þangað.
Eftir stúdentsprófið fór ég í ensku í Há-
skólanum í þrjú ár, skipti svo yfir í ís-
lensku en vantaði eitt stig til BA-prófs og
tók þá bókasafnsfræðina sem aukagrein.
Svo það er ekki af neinni hugsjón frá upp-
hafi að ég starfa á þessu sviði.
Að loknu háskólanámi hér 1967 fór ég til
framhaldsnáms í bókasafnsfræðum til
Bandaríkjanna. Ég fékk styrk í gegnum
Fulbright-stofnunina hjá alþjóðlegum
kvennasamtökum sem nefnast Delta
Kappa Gamma og eru samtök kvenna í
fræðslustörfum. Eftir námið vann ég eitt
ár við upplýsingadeildina í háskólabóka-
safni í Michigan. Ég varð óskaplega hrifin
af öllu fyrirkomulaginu þar og fannst
stórkostlegt hvað notendur fengu mikla
þjónustu. Menn sem leituðu til safnsins
fengu leiðbeiningar og svör við bókstaflega
öllum spurningum sem hægt er að veita
um bækur og úr bókum, og til þess var
ætlast af starfsfólkinu að það gæti veitt
þessa þjónustu.
GATAN Gekk í Bylgjum
Og Rifnaði
Eftir ársdvöl þar fór ég til Perú á vegum
Bank of Inter American Development með
það verkefni að endurskipuleggja háskóla-
bókasafnið í Trujillo, sem er önnur
stærsta borg í Perú. Trujillo er um 500 km
frá höfuðborginni Lima og þar eru um 200
þúsund íbúar. Ég dvaldist þar um tíma
áður en ég skyldi hefja störf og lærði
spænsku held ég á mettíma. En þetta fór
allt á annan veg en ætlað var. Ég átti að
mæta til vinnu 1. júní, en 31. maí varð
Átökin
gleymast
þegar hjólin
fara
að snúast
segir SIGRÚN
KLARA HANNES-
DÓTTIR lektor í bóka-
safnsfræði við Háskóla
íslands í samtali við
Huldu Valtýsdóttur
4