Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Page 6
KYNLEGUR KVISTURI KONULETT egar litið er yfir farinn veg, koma upp í hug manns minningar um ýmsar persónur sem maður hefir kynnst á lífsleiðinni, og manni finnst sjálfsagt að festa tilsvör þeirra og ýmsa lifnaðarhætti á blað, til þess að slíkt Friðrik Dungal rifjar upp ýmislegt um cand. theol. Þorstein Björnsson frá Bæ frá samverustundum þeirra í Berlín á þriðja áratugi aldarinnar. gleymist ekki. Eg fór haustið 1928 til náms í Berlín. Halldór heitinn bróðir minn var kominn þangað nokkuð á undan mér og hafði leigt herbergi fyrir okkur, svo ég þurfti ekki annað en flytja til hans og hefja námið. Nokkrir landar voru þarna fyrir. Sumir dvöldust lengur, aðrir skemur, eins og gengur. Þarna var til dæmis Fritz Kjartansson kaupmaður, sem var æskuvinur okkar Halldórs. I fylgd með honum var oftast Þorsteinn Björnsson frá Bæ í Bæjarsveit. Hann var miklu eldri en við. Fæddur 1876. Hann varð cand. theol. frá prestaskólanum 18. júní 1902. Fór til vesturheims 1909 og gegndi þar prestþjónustu meðal íslenskra safnaða í um tvö ár. í Winnipeg var hann átta ár og rak nuddlækningastofu síðustu 2—3 árin. Hann hafði verið atvinnulítill nokkurn tíma hér heima og frændalið hans hafði styrkt hann með fjárframlögum. Til Þýskalands Sennilega hafa einhverjir af þessum ágætu mönnum verið orðnir þreyttir á þessum styrkframlögum, því að einhver þeirra fékk þá hugdettu að best væri að senda hann til Þýskalands og láta hann giftast þar efnaðri konu, sem gæti séð hon- um farborða. Þorsteinn hafði fengið Fritz sér til aðstoðar, því að sjálfur var hann vægast sagt afar stirðmæltur á þýska tungu. Fritz kom honum í sambönd við ýmsar hjúskaparmiðlunarstofur. Það var í ýmsu að snúast fyrir Fritz, því hann talaði þýskuna reiprennandi. Sjálfur gerði Þorsteinn lítið í þessu hjónabandsbraski, því það var eitt sem háði honum, honum þótti öll vinna ákaf- lega ógeðfelld. Þorsteinn kunni frá mörgu að segja. Fannst tilveran notaleg þegar hann gat setið með góðkunningjum, reykt smávindla, dreypt á vínlögg — drykkfelld- ur var hann alls ekki — og spjallað um hitt og þetta. Hann hafði sérstakan frásagnarstíl og notaði allskonar orð, sem ég hafði ekki heyrt áður. Fritz sagði að rétt áður en ég kom til Berlín, hefði komið tilboð frá Múnchen. Var ákveðið að hittast á hóteli ákveöinn dag, og þurftu þeir að fara með járnbraut- arlest, sem í þá daga var heilmikið ferða- lag. Þeir voru búnir að fá þær upplýsingar að daman væri bæði fögur og rík. Nú fara þeir með lestinni eins og leið liggur til Múnchen. Þeir fengu sér svefn- vagn, en Fritz hafði ekki tekist að fá ann- an vagn en þar sem reykingar voru bann- aðar. Þessi vagn var fyrir þrjá og auk þeirra var þar Þjóðverji. Þorsteinn fór í neðstu koju. Fyrir ofan hann var Þjóðverjinn og Fritz í þeirri efstu. Fritz sagðist hafa heyrt að Þjóðverjinn væri sofnaður, þegar Þorsteinn fór að púa vindil. Þjóðverjinn rís þá upp, heldur reiði- legur á svip, og spyr hvort maðurinn hafi ekki hugmynd um að hér séu reykingar bannaðar. Þorsteinn stendur upp, horfir framan í Fritz og segir: „Ætli hann sé ekki einhver aumingi þessi?“ Labbar síðan út. Nú líður góð stund og Fritz skilur ekki hvað tefji Þorstein. Hann áleit að hann hefði þurft að ganga örna sinna. En Fritz fer þá að heyra einhvern hávaða. Hann hólkar sér í föt og fer fram á gang. Þar blasti við hon- um furðuleg sjón. Fyrir framan klósett- dyrnar er komin löng „slanga" af tvístíg- andi konum og körlum sem öll voru komin í mestu vandræði. Tvístígandi og emjandi. En undan klósettdyrunum leggur hið mesta reykjarkóf. „Guð minn almáttugur," æpti fólkið á mismunandi hátt og í bæði dúr og moll. Ein vesalings kona æpti í öngum sínum: „Ég get ekki haldið í mér lengur, Guð minn, ég verð að láta allt fara á gólfið." Og ekki batnaði þegar einhver æpti: „0, það er kviknað í klósettinu og ég er alvpg í spreng." Stunur, hjálparóp og grátur. Loks hafði einhver vit á því að ná i lestarvörð. Hann kom vopnaður mikilli exi. Fyrst barði hann á hurðina og hrópaði hátt og snjallt: „Ef sá sem er þarna inni opnar ekki strax, þá brýt ég hurðina." Þá opnuðust dyrnar og út kom ægilegur reyk- ur. Fyrst sást ekkert nema reykurinn en svo kom Þorsteinn geysilega virðulegur, horfði með foragt á allan stynjandi lýðinn; kemur síðan auga á Fritz og segir: „Heyrðu Fritz, þetta eru alltsaman lús- præsnir aumingjar sem kunna ekki einu- sinni að ganga. Heldurðu ekki að það sé öruggt að þeir séu hreinir aumingjar?" Fritz lenti nú í ógurlegu basli. Járn- brautarvörðurinn vildi láta henda honum út úr lestinni og þegar Fritz hafði talað vörðinn til og ætlaði aftur inn í lestarklef- ann, bannaði sá þýski Þorsteini algjörlega aðgang að klefanum. Að lokum fóru þeir fram í matarvagn- inn. Fengu sér öl og eitthvað meira styrkj- andi til þess að róa taugakerfið. Fritz var að sjálfsögðu kominn úr öllu svefnstuði. Til Múnchen komu þeir seint um kvöldið og fóru þá að kíkja eitthvað í glas. Dömunni Leist Betur Á F RITZ Næsta morgun klukkan tæplega níu er hringt til þeirra. Daman var mætt! Þeir voru illa til reika, illa timbraðir og alls ekki í því standi — síst Þorsteinn, að tala við blessaða dömuna. Þorsteinn segir við Fritz: „Nú verður þú að fara niður og bjarga málunum." Nú, það var ekkert annað að gera. Hann dreif sig i föt. Fór niður og hitti dömuna. Hún verður afskaplega ánægð þegar hún sér manninn. Fritz var þá ungur. Að mig minnir 23ja ára. Það var ekkert annað fyrir hann að gera en að bjóða henni í matsalinn. Þar settust þau niður og hann bauð henni morgunkaffi. Hún var afar broshýr og í augnablikinu var allt, í standi, þangað til hún fer að spyrja hann eitthvað nánar og hann segir henni að maðurinn, sem hún ætli að tala viö, sé uppi á her- bergi. „En ég skal sækja hann,“ segir Fritz. Biður hana að bíða og fer upp. Þegar Fritz kom með Þorstein og hún sá hann, breyttist andlitssvipurinn til hins verra. Svo tala þau þrjú saman stutta stund. Hún segist búa langt frá borginni. Þorsteinn er hálfólundarlegur og segist ekki hafa heilsu til að standa í svona löguðu. Hún hafði þó sitt fram. Hún bjó langt úti í sveit og frá aðalveg- inum þurfti að fara einhverja mjóa braut og labba síðan vænan spotta upp að hús- inu, þar sem halda átti einhverja móttöku- • hátíð. Þá vildi hún ganga við hliðina á Fritz en hugsaði ekkert um Þorstein. í stað þess talaði hún mikið og afar „koket" við Fritz. Meðal annars sagði hún: „Hvað haldið þér að ég sé gömul?" Fritz vidi vera elegant og sagði: „Þrjátíu og þriggja ára.“ En hann sagði mér seinna að hann hafi verið viss um að hún væri sextíu og fimm. Þá sagði hún og virtist vera afar móðguð: „Finnst yður það? Ég var í selskap um daginn og þá kom þessi spurning fram og þá var sagt að ég væri ekki eldri en tutt- ugu og sjö.“ Fritz sagði mér að þá hefði sér algjör- lega ofboðið. Svo var farið inn í þetta hús og þar var fullt af gestum. En þegar á kvöldið leið, fór allt að versna. Sérstaklega þegar farið var að tala um hitt og þetta sem átti nú að ske. Konan var ekki ánægð og þegar farið var að spyrja um hvað Þorsteinn gerði, var heldur smátt um svör við því. Svo endaði það með slíkum ósköpum að þeir stungu báðir af og skriðu út um glugga og lögðu á flótta til Múnchen aftur. Þarmeð lauk þessu ævintýrinu. Forðaðist Allt Sem M INNTI Á VlNNU Eins og áður er sagt, kom Fritz oft til okkar Halldórs með Þorstein. Ekki er hægt að neita því að Þorsteinn notaði ýms skringileg orð og hafði alleinkennilegan talsmáta. Þegar hann t.d. lýsti einhverjum manni, þá var það ekki vandi hans að tala alltof vel um viðkomandi. Ég er þó alls ekki að hnjóða í Þorstein þessvegna. Væri hann að lýsa einhverjum manni, þá byrjaði hann gjarnan svona: „Ójá, hann er præsinn, hann er lúspræsinn." Síðan hélt hann kannske áfram og sagði: „Hann er ósköp kálfslegur og ringur upp á koll- inn.“ Þannig tvinnaði hann þetta saman. Eins og áður segir, kom hann oft til okkar. Að sitja og slúðra og púa vindla var hans yndi. Aftur á móti forðaðist hann að tala um eitthvað sem vinnu kom við. Hún var ekki í hans verkahring. Einu sinni sát- um við saman fjórir og ég held að við höfum verið með eina flösku af portvíni sem hafði kostað 90 aura. Kvöld eitt í lok janúar 1929 komu þeir til okkar, Þorsteinn og Fritz. Við vorum að velta því fyrir okkur hvað við ættum að gera. Enginn var peningurinn sem eyða mátti. Stakk þá einhver upp á því að við skyldum láta anda koma í glas. Auðvitað höfðum við tómt vatnsglas og ég átti tvær stórar arkir af hvítum pappír, sem við límdum saman. Sjálfur skrifaði ég stafróf- ið á pappírinn, sem við létum á lítið borð. Fritz og Halldór sátu hvor sínum megin við það og héldu annarri hendinni aðeins yfir glasinu. Þorsteinn gekk um gólf og horfði á, en kom hvergi nálægt „vísinda- tækjunum". Sjálfur sat ég með blokk og blýant tilbúinn að skrifa allt niður. Steinka Kerling í Glas inu Þetta byrjaði afskaplega hægt. Afar lít- ið sem skeði. Loksins fer glasið þó af staö og ég skrifa þangað til einhver segir: „Þekkir þú einhvern af okkur?" Þá er svar- að undireins: „Bornson". „Já, vitið þið þaö. Ég var alltaf kallaður Bornson í Ameríku," svarar Þorsteinn að bragði. Þá spyrjum við á ensku hvort andinn vilji tala við Bornson. Þá er sagt „Yes“. Það sé mjög alvarlegt. „Bornson is sick.“ Við spyrjum Þorstein um þetta og hann játar strax, en segist aldrei hafa haft efni á að fara til læknis í Ameríku.“ Nú hættir glasið að hreyfast, en svo kemur þessi ofboðslegi hraði á það. Það djöflast fram og aftur án þess að mynda orð. Mér þótti þetta ekki nógu gott svo ég segi: „Er þarna einhver sem þekkir ein- hvern hér?“ Þá kom svarið strax, „Steina“. Og hélt svo áfram: „Steini skítur, Steini hræ. Steini djöfull." Mér fór nú ekki að lítast á blikuna og segi við Þorstein: „Hvað er að? Kannast þú við þetta?" „Og skyldi ég kannast við helvítis kerl- inguna hana Steinku. Hún var heima í Bæ. Ég man eftir henni og við vorum alltaf að stríða henni strákarnir. Heldurðu að ég muni ekki eftir henni frammi í göngunum og þessu öllu saman. Hvernig hún lét og við vorum alltaf að stríða henni. Við vor- um hálfgerðir óþverrar við hana, ég skal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.