Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Qupperneq 7
iðulega allkonar hróp og köll og aumingja Lizzi missti flesta viðskiptavinina. Þor- steinn hafði ýmsa sérstaka siði. Um þetta leyti var óhemjumikið af beiningamönnum um alla Berlín. Ég labbaði oft um götur með Þorsteini og því tók ég eftir að hann gekk aldrei framhjá beiningamanni án þess að rétta honum eitthvað. Venjulegast 10 pfenninga. Ég spurði hann einhvern tíma um þetta. „Jú, góðurinn minn. Það getur ekki sakað. Þetta er einskonar líf- trygging fyrir næsta líf.“ Svo frétti ég það í bréfi að heiman að Þorsteinn væri giftur. Hafði gifst einhverri konu í norður Þtyska- landi. Hann skrifaði Fritz og sagði að það væri nú eiginlega ekki nógu gott hvernig væri með hjónabandið. Smátt væri nú um ást- ina, enda ætti hann í erfiðleikum með að uppfylla þær „ektaskaplegu pligtir" eins og hann komst að orði. En hann væri bú- inn að koma því svo fyrir að hvort um sig hefði sér herbergi. „En ég sé um að hafa það í lagi, því lykillinn milli herbergjanna er mín megin. Reyndar heyri ég oft eitt- hvert bannsett skrjáfur og það er áreiðan- lega einhver strákur úr nágrenninu. Ekki kann ég almennilega við það. En hvernig er annars með rauða strákinn heima. Gæt- uð þið ekki sent hann hingað. Ég vildi heldur að þetta væri hann en einhver strákskratti héðan úr nágrenninu." Þor- steinn sagði mér frá því, að þegar hann var í Ameríku þá hefði hann sett upp nuddstofu með tilheyrandi gufubaöi og allskonar fíneríi. Þetta var á sautjándu hæð í risastóru húsi. Eitt sinn kom til hans einhver fín frú meö einhverja kvilla. Eftir að hafa talað við hana og heyrt sjúkrasögu hennar, ákveður hann að setja hana í gufubað. Hún fer úr hverri spjör og hann setur hana í gufubaðið og lokar bað- klefanum sín megin frá. Þarna átti hún að vera í tuttugu mínútur. Þegar Þorsteinn hafði lokað dömuna þarna inni, grípur hann þorsti mikill. Hann ákvað að skjótast niður á næstu knæpu og fá sér einn öl. En eftir að hann er sestur gleymir hann dömunni gersam- lega. Eftir nokkra stund heyrir hann ein- hver læti. Það er slökkvilið, og lögregla og allskonar flautur í fullum gangi. Slökkvi- liðið er að reisa stiga. Gatan strax full af áhorfendum. Þá áttar hann sig og man nú eftir dömunni. Hann út á götu og lítur upp. Þá sér hann hvar blessuð daman hangir út úr glugga, æpandi og skrækjandi og að sjálfsögðu kviknakin. Hún öskrar á hjálp. En inn varð ekki komist nema með hús- broti, því Þorsteinn var með lykilinn í vas- anum. Þegar ég hafði hlustað á sögu Þorsteins varð mér að orði: „Þú hefur lent í basli með þetta.“ „Blessaður vertu, minnstu ekki á það. Þá missti ég leyfið." Síðast þegar ég sá Þorstein heimsótti hann mig og að sjálfsögðu um kaffileytið. Þetta var á sunnudegi. Hann brosti sínu engilblíða brosi og ég bauð hann hjartan- lega velkominn. Þegar ég var að aðstoða hann við að fara úr frakkanum kom gamli glampinn í augu hans um leið og hann hvíslaði: „Ég geri ráð fyrir að þú bjóðir mér upp á kaffi, en blessaður bjóddu mér ekki upp á eitthvert kökudrasl, heldur nóg af rúgbrauði með rúllupylsu og kæfu.“ Ég er sá einasti af þessum hópi í Berlín sem er enn á lífi og umgekkst Þorstein. Mér var alltaf hlýtt til hans og þótti gam- an að skringilegheitum hans og sérkenni- legum tilsvörum. Ég sé ennþá glampann í augum hans og kankvíslegt bros hans. Ég óska honum velfarnaðar hvar sem hann er nú staddur. Þorsteinn Björnsson frá Bæ. Öll rinna rar honum mjög ógedfelld. játa það. En hún hefir ekki gleymt því.“ Síðan rauk hann upp úr stólnum, rétt eins og segir i þjóðsögunum, gekk að borðinu þar sem glasið var á pappírnum, þríkross- aði yfir borðið, hrækir svo fimm sinnum á það, stóð upp aftur, gekk að hinum endan- um á borðinu og krossaði og hrækti sitt á hvað eins og þjóðsögurnar segja okkur að gert hafi verið í gömlu bæjargöngunum til þess að reka út drauga. Eftir þessi ósköp, sem voru búin að ganga á, segi ég við þá Fritz og Halldór: „Nú hættum við þessu. Ég vil ekki meir af slíku.“ Sannast að segja, þá ofbauð mér alveg. Nú var líka komið nokkuð fram á kvöld og orðið dimmt. Þeir Fritz og Þorsteinn bjuggu talsvert langt frá okkur Halldóri og urðu því að fara í um það bil hálftíma annaðhvort með strætisvagni eða spor- vagni. Þeir þurftu að fara gegnum allan Tiergarten, sem var þessi stóri og friðaði garður í Berlín, þar sem allskonar dýr voru. Að nóttu til var þar frekar fáförult. Þegar þeir eru að fara af stað segir Þor- steinn: „Ég fer ekki með strætisvagni. Hel- vítis kerlingin hún Steinka getur hæglega velt honum um koll.“ „Ertu vitlaus mað- ur,“ segir Fritz, „heldurðu að hún velti heilum strætisvagni?" „Ég fer með spor- vagni,“ segir Þorsteinn. „Hún ræður ekki við heilan sporvagn þótt djöfulleg sé.“ Ekkert Mál Að Gleypa Eitt Svínslæri Þorsteinn var afar áhugasamur um mat og hafði góða matarlyst. Svo er það einn sunnudag, að Herta hafði keypt tvö kíló af beinlausu reyktu svínakjöti. Þetta átti að vera fyrir föður Hertu, bróður hennar, Fritz og Þorstein og að sjálfsögðu fyrir Hertu. Steikin var tilbúin, svo hún fór með hana inn á borðstofuborðið. Fer aftur fram í eldhúsið því hún átti eftir að ljúka við að útbúa súpuna. Þorsteinn var einn inni hjá sér á meðan. Eftir örskamma stund kemur hún með súpuna en steikin er horfin af borðinu, en fatið tómt eftir. Þorsteinn sneri sér undan og lést hvergi nærri komið hafa. Herta sagði mér frá þessu sjálf. Fyrst skildi hún hvorki upp né niður í neinu. En þegar hún fór að athuga Þorstein betur, þá vissi hún hvað hafði skeð. „Og þetta var á sunnudegi og allar búðir lokaðar og ég var búin að vanda mig svo mikið við þennan fína mat. Veistu Friðrik, fyrst stóð ég eins og auli og skildi ekki neitt. En þegar ég fór að athuga Þorstein, þá sá ég hvað hafði skeð og þá fór ég bara að gráta.“ Lítið Um ást í Hjónabandinu Til Lizzi komu allskonar finar frúr og stássmeyjar til þess að láta hana sauma á sig. Svo þurftu þær að sjálfsögðu að koma til þess að máta. Þær hringdu á þessa einu dyrabjöllu sem var fyrir íbúðina. En þegar hér var komið fór Þorsteinn, venjulega allsnakinn, til dyra og opnaði. Heyrðust þá Þegar konan sá íslendinginn, sem þarna rar í boöi sem mannsefni, rar henni sýnilega brugðið. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9. JONi 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.