Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Page 13
Ford Ghia APV, sem er byggöur á grunni Ford Escort Turnier, samræmist nokkuð vel hugmyndum um frít/ma- og ferðabíl framtíðarinnar.
Sennilega verður þessi bíll þó aldrei neitt annað en skemmtileg „stúdía“.
í buahönnun
EFTIR JÓN B. ÞORBJÖRNSSON
Þetta nýstárlega „egg“ frá Opel heitir Junior, hannað með ungt fólk í huga.
grunni ekki stærri bíls en Ford Escort. En
því miður verður aðeins um þessa útfærslu
á athyglisverðri hugmynd að ræða, a.m.k.
fyrst um sinn. Það er ekki ætlunin að setja
þennan Allrahanda í framleiðslu í núver-
andi mynd og óvíst hvort nokkurntímann
verður. Rétt einu sinni hafa Japanir verið
fyrstir á ferðinni með að gera góða hug-
mynd að veruleika; vel vakandi fyrir
möguleikum á nýjum mörkuðum fyrir
bílaframleiðslu sína.
NÝJUNGAR Frá Opel
Og ford
Núna á síðustu mánuðum hafa tveir
þýskir bílaframleiðendur stigið athyglis-
verð skref í þróunarátt hvað framtíð borg-
arbílsins snertir, þótt ennþá vanti mikið á
að bílarnir séu orðnir innan við 2,5 m að
lengd.
A bílasýningunni í Frankfurt síðasta
haust kynnti Opel útfærslu sína á hug-
mynd um bíl, sniðinn eftir þörfum ungs
fóiks. í samræmi við það fékk þessi
skemmtilega hannaða frumgerð (Proto-
typ) nafnið „Junior“. Til nýjunga í sam-
bandi við innanstokksmuni þessa fram-
úrstefnulega Opel-eggs, má nefna að flest
tæki í mælaborði, — þ.á m. klukka með
innbyggðum vekjara og rakvél — eru úr
færanlegum einingum, sem má skipta um
og raða að vild. Hvað heildarlengdina
varðar er Junior þó engan veginn tíma-
mótamarkandi; hún er 3,41 m.
Öðru máli gegnir um glænýja „stúdíu"
frá Volkswagen sem er af svipuðum toga
spunnin. Sú ber nafnið „Student", og gefur
það nokkuð til kynna fyrir hvaða kaup-
endahóp þessi útfærsla yrði sniðin, ef um
fjöldaframleiðslu væri að ræða. Student er
ekki nema 3,13 metra langur (stuttur), það
er aðeins skóhornið Austin Mini með sína
3,05 metra sem nær að slá honum við.
Jafnvel smæstu bílar Japana eins og Suz-
uki Alto og Honda Jazz, sem hefur 3,39
metra heildarlengd, vantar talsvert uppá
til þess að geta boðið 4 persónum pláss á
jafn litlum fleti. Auk þess er formhönnun
„stúdentsins" eilítið fágaðri en gerist hjá
japönskum smábílum í dag. Það á ekki
síður við um Junior, enda hafa báðir þessir
bílar bogadreginna lína lágan vindstuðul,
eða um 0,30.
Reyndar er Student aðallega hugsaður
sem sæmilega sprettharður smábíll með
gott rými fyrir tvo, hentugur í borgarum-
ferð. Með honum má helst merkja þróun-
ina til borgarbíls framtíðarinnar; þróun
sem aðstandendur hans mættu vera
ánægðir með þar sem almenningur virðist
vera það. Því ætti ekkert að vera til fyrir-
stöðu með að hefja framleiðslu á bílum
eins og Student og Junior, nema kannski
verðið?
— jb.
Junior býr yfír nokkrum bráðsmellnum og
óvenjulegum hugmyndum, svo sem klukku
með vekjara og rakvél í mælaborði og inn-
I byggðum svefnpoka í stað púða í framsætum.
Tveir námsmenn af sviði bílaútlitshönnunar (Auto-Design) við Fagháskólann í
Miinchen hjá teikningum sínum af framtíðarbílum fyrir borgarumferð.
Volkswagen Student er skemmtilega hannaður og bráðlipur „borgarbílT‘, aðeins 3,13 metrar að lengd.
LESBÖK MORGUNBLAOSINS 9. JÚNÍ1984 13