Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Page 15
! ÚR SAGNABANKA LEIFS SVEINSSONAR Helgi eignaðist son með einni ráðskonunni, fer til séra Hermanns Hjartar- sonar á Skútustöðum og biður hann að skíra drenginn á næsta messudegi í Reykjahiíðarkirkju, Vatnar Slútnes Helgason. Séra Hermann kom með mála- miðlun, sem Helgi samþykkti: Helgi Vatnar Helgason. Sumarið 1983 mun lengi lifa í minningunni, sem eitt mesta rigningarsum- ar, er yfir Suðurland hefur gengið. Upp úr höfuðdegi fór þó að rofa til og einn fagran dag í september lítur lítil telpa, sem var í heimsókn hjá ömmu sinni, út um gluggann og segir: Amma, það er búið að sópa himininn. Sólarlandaferðin var á enda. Flugvélin var að búast til flugtaks á Malaga- flugvelli. Varð þá síðbúnum farþega starsýnt á ferðafélaga sína. Þeir voru allir með eins pakka i keltunni. Hann spyr flugfreyju eina, hverju þetta sæti. Hún svarar: Þetta eru flisarnar í raöhús fararstjórans. Spánarferöir voru í fyrstu með ákaflega frumstæðum hætti. Ríkisskip sendi Heklu með farþegana til Spánar og fór megniö af tímanum í sigling- una, en sólardagar eftir þvi fáir. Verkamaður i bæjarvinnunni keypti farmiða i eina slíka ferð, um 1950. Hann sló vinnufélaga sína um kr. 4.000,00, skildi kr. 1.000,00 eftir handa eiginkonu og þrem börnum og hélt síðan afstað. Er heim kom spurðu vinnufélagarnir hann, hvernig ferðin hefði heppnast. Hann svaraði: Eg kynntist spænskri konu næturlangt og hafði meira út úr þeirri nótt en eiginkonunni í átta ár. ÞJOÐMINJAR Blöndusteinn - eftir Þór Magnússon þjóðminjavörð Fyrrum var sýrublanda svaladrykkur landsmanna, slátursýra sem safnað var og blönduð síðan með vatni og þótti þá hinn bezti svaladrykkur. Sláttumenn höfðu blöndukút með sér í slægjuna og sjómenn á sjóinn og oft segir frá því í þjóðsögum, að ferða- menn komu við á bæjum og báðu að gefa sér að drekka. Var þeim þá oft borin blanda í ausu til að þeir gætu slökkt þorstann. Sýrunni var safnað í sái eða keröld, en ekki er víst að aliir hafi búið vel að ílátum og því hefur það komið fyrir, að menn hyggju sérstök sýruker í klappir eða kletta og söfnuðu þar sýr- unni, og síðan hefur verið gert yfir kerin. Þekkt eru að minnsta kosti þrjú þess konar sýruker hérlendis, en vart munu þau þekkt annars staðar. Sýru- kerið á Bergsstöðum í Biskupstung- um er þekkt úr þjóðsögum. Bergþór í Bláfelli, jötunn eða hálftröll, kom við á Bergsstöðum á heimleið úr kaup- stað og bað bónda að gefa sér að drekka. Meðan bóndi sótti drykkinn klappaði Bergþór holu í bergið með stafbroddi sínum og segir síðan bónda, að hann skuli hafa kerið fyrir drykkinn og geyma i því sýru og muni hvorki vatn blandast saman við það né frjósa í því á vetrum, en hins vegar yrði bóndi fyrir skaða ef hann notaði ekki kerið. Sýrukerið á Bergsstöðum er hag- lega gert, kringlótt og geymir vel sýru, og allt fram á síðustu ár hefur valdið stórskaða bónda ef ekki er skipt um sýru í því árlega. Annað sýruker er hjá Hofi í Oræf- um, að vísu skemmt nú þar sem höggvinn hefur verið skurður gegnum kerið og klöppina þegar sett var raf- virkjun á Hofi og var þá kerið notað til vatnsmiðlunar. Þeir sem rásina hjuggu skýrðu svo frá, að greinilegur sýruþefur hafi verið af berginu er brotið var úr börmum kersins. Þriðja sýrukerið, það sem hér birt- ist mynd af, er í svonefndum Blöndu- steini á Hrútafelli undir Eyjafjöllum. Er hann á klettastalli upp frá bæn- um, sjálft kerið er reglulega ferhyrnt, um 2 m að lengd og nokkru mjórra og leynir sér ekki, að það er gert af manna höndum. Nú er sýra vart notuð lengur til drykkjar, en sýrukerin vitna um einn horfinn þátt íslenzkra búskaparhátta. Þór Magnússon B Æ Guðbrandur Siglaugsson tók saman Fowler’s Modern English usage A DICTIONARY OF MODERN ENGLISH USAGE By H.W. Fowler 2nd Edition Revised by Sir Ernest Gowers. Oxford University Press 1983. Tæpast hefur nokkur önnur handbók verið jafn vinsæl og þessi sem nú hefur verið flett og lesin í fimmtíu og sjö ár. Og þótt hún hafi oft verið endur- prentuð, þá hefur hún alltaf verið í spjöldum (bundin) þar til nú. Bók þessi er harla nauðsynl- eg þeim sem skrifa á ensku, þó ekki sé nema bréf, er hún upp- full af bráðskemmtilegum leiðbeiningum um rétta notkun orða og málfræðigreinum. H. W. Fowler hafði í félagi við bróður sinn unnið að nokkrum bókum, þeirra á með- al Concise Oxford Dictionary (1911), áður en hann byrjaði á þeirri sem hér er að nokkru getið og telst helsta verk hans. Þeir bræður voru ættjarð- arvinir og þegar heimsstyrj- öldin fyrri braust út lugu þeir til um aldur sinn og gengu í herinn. Þeim fannst þeir vera nægilegum burðum gæddir til að berja á óvinunum en lentu, eins og allir hermenn sem eitthvað voru við aldur, að baki víglínunnar þar sem þeir báru kol og höfðu með höndum upp- vask og önnur miður skemmti- leg störf. Bróðirinn, Frank, lést árið 1918 og gekk H. W. Fowler því endanlega frá The Pocket Oxford Dictionary, sem þeir höfðu í sameiningu unnið að, og kom út 1924. Þeir bræður höfðu í hyggju að vinna það rit sem hér er getið saman og voru reyndar byrjaðir að viða að sér í það þegar fyrstu styrjöldin var ófyrirsjáanleg, en þegar allt kom til alls sat H. W. einn að því. A Dictionary of Modern English Usage er ekki orðabók í eiginlegum skilningi þess orðs, heldur einkar praktisk handbók og um flest bráð- smellin. Eru greinar Fowlers margar klassískar orðnar og Iifa góðu lífi þrátt fyrir all- háan aldur. Rit þetta er rúmar sjöhundr- uð blaðsíður og góður félagi. JAMES HANLEY: THE FURYS Penguin Books 1983. Það var á vordögum árið 1926, að til allsherjarverkfalls kom á Bretlandi. Hafði það mikil áhrif á líf landsmanna eins og vera ber með þvílíkar aðgerðir. Námumenn voru ósáttir við það, sem von er, að laun þeirra skyldu lækka og fékk stéttarfélag þeirra önnur verkalýðsfélög til stuðnings við málstað sinn. Lögðu niður vinnu auk námumanna: hafn- arverkamenn, járnbrauta- starfsmenn, prentarar, bygg- ingamenn og iðnverkafólk. Ríkisstjórninni, sem var undir forsæti Stanley Baldwins, leist ekki á blikuna og var lögreglu og her skipað að sjá um flutn- inga á nauðþurftum til fólks út um byggðir landsins. Einsog að líkum lætur, voru verkfalls- menn óánægðir með þennan ráðahag ríkisvaldsins og til óláta kom víða en ekki svo mik- illa sem við hefði mátt búast. Eftir níu daga aðgerðir, eða aðgerðaleysi, ákvað Alþýðu- samband þeirra Breta að hætta verkfall, og vinna hófst að nýju alls staðar nema í námunum, á þeim vígstöðvum sátu menn við sinn keip og höfðust ekki ofan í jörðina fyrr en að þremur mánuðum liðn- um. Ekki batnaði staða þeirra hætishót við allt þetta ströggl. Ári síðar bannaði stjórn Baldwins allsherjarverkföll og varð því ekki breytt aftur fyrr en 1946. Því er þetta rifjað hér upp, að saga Hanleys, „The Furys" hefur þessa vordaga að bak- grunni. Fury-fjölskyldan er af Irlandi komin og býr við þröngan kost í iðnaðarborg einni á Englandi. Heimilisfað- irinn var áður en sagan hefst sjómaður en er kominn í land og unir sér heldur illa. Fanny, kona hans, hefur í mörgu að snúast, hún sýslar við matseld og tiltekt, sinnir háöldruðum föður sínum sem er til heimilis hjá henni og skammast tíðum út í bónda sinn. Börn þeirra fjögur eru öll úr föðurhúsum gengin. Sú elsta giftist manni tvöfalt eldri en hún sjálf, elsti sonurinn kvæntist mótmæl- anda með vafasama fortíð og nútíð, annar sonur er til sjós og varð fyrir slysi. Sá yngsti, Pet- er, er við prestsnám á írlandi, en þegar sagan hefst er hann á heimleið, hefur brugðist von- um móður sinnar sem kom honum í námið. Eins og sjá má að ofan- greindu er efnið nægt í mikinn róman og hefur Hanley tekist að vinna úr þessu einkar skemmtilega sögu. Sjálfur var hann lengst af til sjós en lenti í bókmenntum og settist að í landi. Hann er höfundur margra bóka og hefur hann getið sér gott orð fyrir þær, þótt ekki hafi þær gert hann frægan um löndin. The Furys kom fyrst út árið 1935. Hún er upp á 400 síður, skemmtileg aflestrar og er mikið í hana spunnið. LESBOK MORGUNBLAOSINS 9. JONl 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.