Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Page 7
Þegar kom inn undir Þjófadali brast á fárviðri og það fór að hallast á og fara yfrum og hest- arnir tróðust þá saman í bendu, orðnir svangir og mjóir. gamall fjallkóngur úr Biskupstungum, sem nú er löngu genginn til feðra sinna, sagði jafnan, þegar illviðri og mannraunir bar á góma: „0, annað eins hefur maður nú séð á Kilinum." Og óblítt hefur verið þarna milli jöklanna daginn, sem Reynistaða- bræður urðu úti með safnið. Að vísu var þá komið fram í nóvember. Þeir fóru gamla Kjalveg, sunnan undir Kjalfelli, en það var einmitt leiðin, sem Egill taldi óráðlega í tvísýnu veðri. Við komum á sléttar grundir og börð- umst á móti veðrinu norður með fjöllun- um. Stöku sinnum kom það fyrir, að hvið- urnar voru svo snarpar, að við lögðumst á fjóra fætur og héldum okkur í stein eða þúfu. Og það var þarna einhvers staðar, að gat kom á gúmmíkápuna, þegar ég var að gyrða á. Það skipti engum togum, að veðr- ið reif kápuna utan af mér, og ég sá á eftir henni út í loftið. Skömmu síðar fóru bux- urnar sömu leið. Ekkert sáum við til félaga okkar, þeirra er áttu að smala fjöllin. Þeir mundu ugg- laust hafa tekið beina stefnu á Hveravelli, þegar veðrið brást til hins verra, enda þýð- ingarlaust að smala fjöllin i fárviðri. Um þessi fjöll var eitt sinn kveðið: Vindar svaiir suðri frá sveima um kalinn völlinn, þó skal smala þokugrá Þjófadalafjöllin. Þetta var stundum sungið, þegar pelinn var búinn að ganga nokkra hringi og menn orðnir hýrir. Karlarnir komust alltaf í stemmningu að syngja um þessi þokugráu Þjófadalafjöll, sem verður að smala, hvað sem raular og tautar. Svo þegar að því kom, þá létu þeir strákana smala fjöllin, en riðu sjálfir niðri á greiðfærunni. Núna mundu þeir líklega hafa veigrað sér við að senda strákana í fjöllin og haidið beint í næturstað. Oddnýjargil er þarna norður með fjöll- unum. Það er bratt, en ekki mjög aðkreppt. í því miðju er hár foss, sem blasir við neðan af grundunum. Veðurofsinn stóð beint á gilið, og fossinn féll til himins í stað þess ,að sundrast í urðinni. Hann tættist út í loftið, um leið og hann féll fram af brúninni; það var lítið sem ekki neitt vatn í farveginum fyrir neðan. Þetta er í fyrsta og eina skiptið, sem ég hef séð þesskonar náttúrufyrirbrigði. Jafnvel hér á þessum eyðilega berangri eru söguslóðir. Enginn afkimi íslenzkra öræfa er svo afskekktur, að ekki hafi þar einhver saga gerzt. Um þetta gil er sú saga sögð, að þar gekk stúlka ein úti sumar- langt. Hún hét Oddný. Hún hafði orðið viðskila við fólk á grasafjalli. Það gerði svartaþoku, eins og hún getur svörtust orðið á Kili, og fólkið varð að snúa til byggða án þess að finna hana. Það taldi hana af. En það voru töggur í stúlkunni; hún lifði á berjum og öðrum jarðargróðri í Öddnýjargili um sumarið, og þar fundu gangnamenn hana. Sumir segja, að hún hafi verið sturluð orðin. Ég dróst nokkuð afturúr þarna; það virt- ist fara öllu verr á hestunum hjá mér, en hefur sjálfsagt stafað af því, að Egill gyrti betur á. Hann beið eftir mér norðan undir Stélbratt. Þar held ég, að veðrið hafi orðið harðast. — Nú förum við að slá okkur til aust- urs, sagði Egill. Það á að vera farvegur þarna fyrir austan Stélbratt, og ef við komumst ofan í hann, þá ættum við að hafa eitthvert skjól. Hann tók mikið í nef- ið og bölvaði hraustlega. Ég var orðinn gegndrepa af slyddunni, en hinsvegar veittist mér léttara að kom- ast áfram; veðrið hafði staðið í gallann. Það eru fiatir móaflákar þarna austur frá fjöllunum, og við biðum þess að finna far- veginn. Þar makaðist varla áfram, og hest- arnir voru hlaupnir saman í hnút, um leið og þeim var sleppt. Brátt mundi fara að dimma. Við ræddum um það þarna, hvort ekki væri rétt að taka ofan og freista þess að komast með hestana í næturstað. Það var algjört örþrifaráð; fjallmennirnir höfðu aðeins bita í hnakktöskum sínum, annars voru þeir matarlausir. Við vorum meira að segja með hvilupokana og yfir- leitt allar vistir. Við ákváðum að brjótast austur yfir flákana og ná farveginum. Það reyndist rétt, sem Egill sagði. Far- vegurinn var rúmlega mannhæðar djúpur og svo þröngur, að ofan í honum var mun skýlla. Það mundi vera tveggja tíma ferð austur á Hveravelli, gizkaði Egill á. Stuttu síðar lyfti aðeins upp, og við sáum okkur til mikillar gleði, hvar gufumekkirnir stigu uppúr hrauninu langt í austri. Far- veginn þraut, þegar austar dró, en þá hafði dregið úr mesta ofsanum, svo ferðin gekk vandræðalaust. Þá tóku við ávalar sand- öldur, sem mér þóttu aldrei ætla að taka enda. Það stóð nokkurn veginn heima, að myrkrið var dottið á, þegar við náðum Hveravöllum. Okkur var tekið tveim hönd- um. Þeir höfðu strax séð, að þýðingarlaust var að smala Þjófadalafjöllin, og voru komnir á Hveravelli á miðjum degi. Síðan höfðu þeir beðið og voru mjög farnir að óttast um okkur. Á Hveravöllum er öræfalandslag eins og það getur orðið fjölskrúðugast á íslandi; mjallhvítur kísill kringum blálita hveri, kynjamyndir í hraunhólum, ljósbláir gufu- mekkir. En í austri og vestri Hofsjökull og Langjökull og sunnar Kerlingarfjöll. Samt var ömurlegt á Hveravöllum þetta haustkvöld. Einhvern tíma hefur þó Ey- vindur séð það svartara í skammdegi og vetrarhríðum, þegar hann bjó í hraun- sprungunni ofan við Eyvindarhver. Menn þykjast þess fullvissir, að hann hafi líka hafzt við í hellisskúta lengra úti í hraun- inu. Sá skúti er nefnilega búinn þeim hlunnindum, að þar er jarðhiti í gólfinu. Við nutum líka jarðhitans á Hveravöllum þetta kvöld. Það var ylur á ofnunum í sæluhúsinu, og blaut föt okkar voru hengd þar til þerris. Það er þó alltaf munur að fara i þau volg að morgni. ★ Hestarnir voru færðir á haga í mýrar- verið innan við sandölduna. Þeir áttu vonda nótt fyrir höndum. Hundarnir kúrðu sig saman og flugust ekki á. Það var óvenjulegt. Skrínurnar voru bornar inn og einhver settur í að hita. Það er venjan; kaffi fyrst og kaffi síðast. — Ég kalla ykkur góða að hafa það, sagði Einar í Brattholti. Hann hafði átt reiðingshest í trússalestinni hjá Agli, og Egill hafði oft krossbölvað reiðingnum, þegar heypokinn, sem var öðrum megin, hafði snarazt yfirum. Iílyfsöðlarnir tolldu betur á. — Það hefði verið þokkalegt að híma hér brennivínslaus, sagði kaupamaður úr Tunguhverfinu, — hvar er rommið? — Eigum við ekki að taka lagið? Eru allir að drepast hér? — Við skulum taka Sú rödd var svo fög- Mynd: Gfsli Sigurðsson. ur, sagði Kristján á Felli. Hann vildi alltaf syngja Sú rödd var svo fögur og byrjaði þá venjulega á annarri hendingunni: Sem hljómaði til mín úr dálitlum runni. — 0, andskotinn, sagði Egill í Múla. Hann var að ná sér á kreik eftir volkið og vildi syngja Áfram veginn eins og Stefán íslandi. — Það verður að gá að hestunum öðru hverju í svona veðri, sagði einhver af gamla skólanum og horfði áhyggjuaugum á regnið berja rúðuna. — Ég hreyfi mig ekki, sagði kaupamað- urinn. Eg held þeir megi fara. — Ég man það nú einu sinni úr eftir- safninu ..., sagði einn gamall. — En mér finnst, að rommið ætti að fara að koma, sagði kaupamaðurinn. — ... þá lágum við heilan dag í Þjófa- dalakofanum... — ... maður er hvort sem er búinn að bíða eftir því í allan dag... — ... og ekki sá út úr augunum, því ... — ... en ófullur fer ég ekki ... — ... hann hafði gert öskubyl ... — ... fet.til að gá að hrossum ... — ... ekki er nú þetta mikið á móti því. Þeir héldu áfram að tala um þetta; kaupamaðurinn um rommið og hrossin og sá gamli um eftirleitina og bylinn. Þeir sögðu alltaf sína setninguna hvor og hvor- ugur hlustaði á hinn. — Áfram veginn, sagði Egill, ég sný ekki aftur með það. Hann byrjaði, og hinir tóku undir. Ég fór að koma mér fyrir í gæruskinnspokanum, meðan þeir hituðu aðra hituna í rommið. Þá voru þeir búnir með Sólskríkjuna fyrir Kristján á Felli og komnir í fjallferðavísur: Nóttin vart mun verða löng, vex mér hjartastyrkur. Inni er bjart við yl og söng, úti er svartamyrkur. Það var siður að syngja þessa vísu á Hveravöllum. Þórður Kárason fjallkóngur í eftirsafni um langt árabil hafði ort hana þar, sögðu menn, og hún hafði fyrst verið sungin þar. En það var meira af vilja en mætti, að reynt var að halda uppi gleði þetta kvöld. Kannski kviðu þeir eitthvað fyrir morgundeginum. Svo lognaðist söng- urinn útaf; menn stungu sér ofaní gæru- skinnspokana og brátt runnu hroturnar saman við hljóð næturinnar. Það hrikti í sperrunum undan stormin- um og vatnið hélt áfram að renna niður svartar rúðurnar. Greinin er skrifuð 1963 eftir uppkasti frá 1953 og birtist þá I safnritinu Þvl gieymi ég aldrei. Egill Geirsson býr enn I Múla I Biskupstungum. Nú er ekki lengur verið með trússahesta I fjall— feröum og fjallaskrinan er aflögð, þvl nú er eld- húsbill hafður með I ferðinni. GS. LESBÓK MORGUNBLAOSINS 27. OKTÓBER 1984 7 ■:% V.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.