Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Síða 9
Garðurinn rið Listasafn Einars Jónssonar eftir að bann rar endurskipaður og komið fyrir íbonum 25 afsteypum úr eir.
Aþessu ári eru liðin 30 ár frá því Einar
Jónsson lézt. Óhætt mun samt að slá því
föstu, að hann sé jafn ástsæll listamaður
með þjóðinni og hann var þá; jafnvel hugs-
anlegt að hann eigi fleiri aðdáendur.
Höggmyndir Einars
Jónssonar eru ekki
lengur innilokaðar í
alltof miklum þrengsl-
um Hnitbjarga. 25
þeirra hafa verið
steyptar í eir og fengið
glæsilegan samastað í
garðinum við lista-
safnið — og við það er
eins og safnið innan
dyra hafi stækkað.
Höggmyndalistin i heiminum hafði svo til
alfarið runnið í farveg formdýrkunar um
langt árabil. Táknrænt innihald og
skáldskapur átti ekki uppá pallborðið og
var yfirleitt afgreitt með mikilli óbilgirni
sem glataðar fortíðarleifar.
En allt gengur í hringi í tilverunni;
hreinn og klár formalismi hefur gengið
yfir og myndhöggvarar hafa sem aðrir
myndlistarmenn farið að leita sér að nýj-
um gildum. Listamenn koma ævinlega aft-
ur og aftur að manninum sjálfum sem
myndefni — aðeins á nýjan hátt. Uppá
síðkastið hef ég orðið þess var margsinnis,
að verk Einars Jónssonar höfða ákaflega
sterkt til ungs fólks; það á varla orð til að
lýsa hrifningu sinni, enda er mörgu ungu
fólki ýmislegt betur gefið en tjá sig með
orðum. En þar að auki á Einar ótrúlega
sterk ítök í þeirri kynslóð, sem var honum
að einhverju leyti samtíða. Það hefur kom-
ið berlega í ljós af þeim viðtökum, sem
afsteypur af frummyndum Einars hafa
fengið. Sjálfur ætlaði ég að eignast Öldu
aldanna, þegar hún var steypt fyrir nokkr-
um árum, og þóttist fara tímanlega í Hnit-
björg, þar sem afgreiða átti myndina. En
þegar ég sá að biðröðin var að minnsta
kosti 200 metrar, gafst ég upp og hvarf frá
öllu saman.
Síðan hafa verið gerðar afsteypur af
þremur frummyndum Einars og allar hafa
þær runnið út: öreigar komu næst á eftir
Öldu aldanna, þá Konungurinn í Thule og
loks Fæðing sálarinnar. í októberbyrjun
kemur enn ein á almennan markað: Ung
móðir frá 1905, frekar lítið þekkt mynd, en
falleg í látleysi sínu og með svipaðri
raunsæisútfærslu og Öreigar. Upplagið
hefur verið 50—200 og hver mynd númer-
uð. Af Ungri móður verða steypt 250 ein-
tök, en verðið er ekki ennþá ákveðið.
25 VERK í GARÐINUM
Breytingar og endurbætur hafa nú átt
sér stað á Safni Einars Jónssonar og hefur
verið staðið að þeim með verðugum mynd-
arbrag, svo safnið er nú mun betra og nær
Það er eins og Aida aldanna fagni frelsinu og
teygi sig til bimins. Þetta er aðeins efsti bluti
myndarinnar.
Síbreytilegt sólarljósið gefur
myndunum nýtt líf.
í ríkari mæli þeim tilgangi sínum að
kynna verk Einars sem bezt. Jafnframt
hefur orðið til stórkostlega fallegur
höggmyndagarður, þar sem einungis var
lokaður trjágarður áður. Þar standa nú 25
verk Einars steypt í eir og hægt að ganga í
kringum þau og njóta þeirra með þeim
hætti sem telja verður nauðsynlegt, þegar
um höggmyndir er að ræða. Segja má, að
mörg þessara verka sjáist nú í alveg nýju
’ljósi — og ljósið er einmitt lykilorð hér:
Þegar sólin skin og gengur sinn daglega
gang, breytast skuggarnir í myndunum sí-
fellt og gefa þeim nýjar og nýjar áherzlur.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 27. OKT0BER 1984 9