Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Qupperneq 10
Fyrir nokkrum árum var fjallað um Listasafn Einars Jónssonar í Lesbók og þá fundið -að því, að verkin væru alltof þétt saman í safninu; þau stæðu yfirleitt of hátt og trufluðu hvert annað meira og minna. Hættan við safn eins og Hnitbjörg er sú, að það verði sem hvert annað graf- hýsi, þar sem enginn kemur nema þá hélzt túristar, sem eru teymdir þangað. í fjöl- miðlafargani nútímans verður allt að auglýsa og það er erfitt fyrir safn af þessu tagi að vera i sviðsljósinu. Endurbæturnar, sem hófust á safninu 1983, eru gleðiefni og hefur nú verið veru- lega bætt úr þvi, sem skrifari þessa pistils taldi aðfinnsluvert fyrir fjórum árum. Ólafur Kvaran safnstjóri hefur staðið fyrir þessum endurbótum og notið full- tingis stjórnar safnsins. EIRSTEYPAN ER HlN Endanlega Gerð í stuttu samtali við ólaf kom fram, að Afsteypusjóður, sem stofnaður var með erfðaskrá Einars, hefur fjármagnað breyt- ingarnar í safninu, svo og framkvæmdir í garðinum. Meginhlutverk Afsteypusjóðs var og er að steypa verk Einars í eir, en sjóðurinn hefur i seinni tið stóraukizt vegna tekna af sölu afsteypna af verkum Einars. Það eru þó ekki einu tekjur sjóðs- ins; hann hefur einnig tekjur af útgáfu- starfsemi safnsins, bæði kortum og bókum um Einar. Eins og margir kannast við af ágætum listaverkabókum um lífsstarf Einars og heimsóknum í safnið, eru verk hans unnin í gibs og ugglaust hefur margur álitið, að þannig ættu þau að vera. Það er þó ekki svo og um það sagði ólafur: „Eirsteypan er hin eðlilega og endanlega gerð höggmyndar, og ætlun okkar er sú, að öll gibsverk í safninu verði steypt í eir. Til þess að steypa mynd í eir þarf að fá hingað sérfræðinga frá fyrirtæki í Eng- landi. Þeir taka gibsmót af verkunum; ekki er framkvæmanlegt að senda myndirnar utan svo stórar sem þær eru sumar. En þetta er nokkurt verk og til dæmis voru þeir í tvær vikur að taka mótin af Fæðingu sálarinnar. Annars er það ævinlega mis- dýrt og fer eftir formi og stærð myndar- innar. Mót af einfaldri mannsmynd, 180 cm á hæð, kostar um 200 þúsund að við- bættum flutningi og tryggingum." HEIMILD VEITT MEÐ SKILYRÐUM Aðspurður um það hvort hver sem væri gæti fengið heimild til þess að kaupa eir- afsteypu af verki eftir Einar, sagði ólafur, að meginstefnan væri sú að tvö eintök yrðu steypt — og safnið fengi þá annað þeirra. Eins og menn þekkja hafa afsteyp- ur eftir Einar verið settar upp í Reykjavík, á Akureyri, á Flúðum og í Vestmannaeyj- um. Þar að auki hefur Gísli Sigurbjörnss- on fengið heimild til að kosta afsteypu af þremur verkum, sem sett hafa verið upp við Elliheimilið Grund, og safnið hefur þá fengið sitt umsamda eintak af þeim. Hver sem er gæti óskað eftir því að fá heimild til að láta steypa í eir eftir einhverri af myndum Einars; sú beiðni yrði skoðuð, segir ólafur, en að sjálfsögðu er það metið í hverju tilviki fyrir sig, hvar og hvernig verkum Einars er komið fyrir. í höggmyndagarðinum framan við húsið eru eirafsteypurnar í ýmsum stærðum, og gefur það garðinum fjölbreytileika. Þarna að minnsta kosti öreigar og Alda aldanna. Þegar þetta bar á góma við Ólaf Kvaran kvað hann það enga tilviljun, að afsteyp- urnar væru einmitt í þeirri stærð sem þær eru. „Meginreglaii hefur verið sú, að steypt er eftir frúmgerðum Einars, en þær eru svona litlar. Við erum alls ekki að minnka verk né stækka, sem eru í safninu." Stóri salurinn, sem gestir koma fyrst inn í, er nú með allt öðrum brag en áður. Þar hefur verið hægt að grisja, eftir að búið var að steypa eftir nokkrum verkum, en eftir standa nokkur mjög stór verk, svo og önnur smærri og er það gert til þess að allt njóti sín. Ennþá er of þröngt um sum stóru verkin til þess að þau njóti sín til fulls, t.d. Úr álögum og Demantinn. Verk sem áður stóð á miili þeirra og hvarf hreinlega, hefur loks fengið nýtt líf á nýj- um stað. Hugmyndir um Söfn Hafa BREYTZT Til eru þeir sem álíta að söfn séu ekki annað en geymslur, sem enginn kemur í, — og að listaverkum og þá höggmyndum alveg sérstaklega eigi að dreifa og hafa / aðalsalnum, þegar inn er komið, hefur einnig rerið grisjað og alkunn rerk eins og Þorfinnur karlsefni, Dögun og Útilegumaður- inn njóta sín nú án þess að annað trufli. þau á torgum og gatnamótum. í þvl sam- bandi er ekki úr vegi að rifja upp, það sem Einar segir sjálfur í bók sinni Skoðunum. Hann fjallar þar einmitt um þá spurningu, hvar höggmyndum verði bezt komið fyrir þannig að fólk njóti þeirra. Hann er alveg fráhverfur þeirri hugmynd að hafa högg- myndir úti á víðavangi, eða á torgum; seg- ir að einmitt vegna þess að vegfarendur venjist þeim, hætti þeir gersamlega að taka eftir þeim. Að gaumgæfa höggmynd útheimtir sérstaka skoðun og eðlilegast að það gerist á safni. Það er svo deginum ljósara, að hug- myndir manna um söfn hafa mjög breytzt frá því Einar Jónsson grundvallaði safnið og setti því reglur. Höggmyndasafn þarf að vera opið í þá veru, að hluti þess sé úti undir berum himni og laði gesti að, líkt og nú hefur verið gert með garðinum við Hnitbjörg. Viðamikill þáttur í starfsemi safna erlendis er útgáfustarfsemi — þar á meðal sú útgáfa að selja afsteypur. Þar hefur einnig rétt stefna verið tekin hér, en margs er að gæta, meðal annars þess að hafa upplögin iítil vegna fámennisins. Ólafur Kvaran nefndi einnig í þessu sam- bandi, að vart kæmi til greina að til dæmis veita tveimur eða fleiri nágrannabæjum heimild til þess að setja upp stóra afsteypu af sama verkinu, enda alger óþarfi þar sem af nógu er að taka. Og sem ég geng út úr garðinum eftir samtalið við Ólaf Kvaran, sé ég að útlend- ingur er að ljósmynda glímu Þórs við Elli kerlingu. Þá flaug mér í hug frásögn af tveimur strákum, sem einhver heyrði tala saman í garðinum og þeir virtu fyrir sér myndina; þessa ógurlegu kerlingu, sem leggst svo þungt á Þór, að hann á sér sýni- lega enga von. Annar strákurinn spurði hinn: Hvað ætli þetta eigi að vera? Hinn virti verkið fyrir sér vel og lengi; sagði svo: „Þetta er áreiðanlega verðbólgan." GÍSLI SIGURÐSSON Minna þekktar myndir njóta sín nú ífyrsta sinn: Hér er öllu rel fyrir komið: Þrjár lágmyndir, standmyndin, í minningu skálds (Jónas HaU- grímsson) og kristshöfuð, sem rar ófullgerð, þegar Einar lést má sjá verk sem flestir þekkja, svo sem Öldu aldanna, Elli og Þór, Fæðingu and- ans, Skuld, Konunginn í Atlantis og Vernd. Það var Reynir Vilhjálmsson landslags- arkitekt, sem skipulagði garðinn, en í vinnuhópi sem stóð að verkinu voru auk ólafs Kvaran safnstjóra Steinþór Sigurðs- son listmálari, Hörður Bjarnason fyrrum húsameistari ríkisins og núverandi for- maður safnstjórnar; einnig aðrir úr stjórn safnsins: Ármann Snævarr prófessor, Pét- ur Sigurgeirsson biskup, Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri og Runólfur Þórarinsson deildarstjóri. ólafur: „Eftir að garðurinn var opnaður síðastliðið sumar og fullgerður nú í vor, hefur aðsókn að safninu stóraukizt. Veru- legur hluti af gestum safnsins eru erlendir ferðamenn, einkum yfir sumarið. Þeim og öðrum gestum er leyft að taka myndir tií eigin nota í garðinum. En myndatökur eru ekki leyfðar inni í safninu." Nú Njóta Verkin SÍN BETUR Inni í safninu hafa verið fjarlægðar þær gibsmyndir, sem búið er að steypa í eir, —- Vernd, lengst til hægri, stendur enn ígibsút- færslunni inni ísafninu, en hún er meðal þeirra, sem búið er að steypa í eir. Bæði hér og annars staðar er nú raðað saman stórum rerkum og smáum. Stóra lágmyndin heitir Sindur. og þeim hefur verið komið fyrir í geymslu í safninu sjálfu. Vegna þessa hefur mjög rýmkazt og þau verk sem eftir eru njóta sín mun betur. Af öðrum umbótum má nefna, að sett hefur verið nýtt gólfteppi á safnið, veggir hafa verið málaðir, lýsing verið endurnýjuð og byggður glerskáli með bogadregnu plexiglerþaki, sem tengir hús- ið við garðinn. Segja má, að með þessu hafi verk Einars í safninu fengið nýja umgjörð með það fyrir augum að þau njóti sín sem bezt. Sú skoðun hefur heyrzt, að afsteypur þær, sem safnið hefur verið að selja af frummyndum Einars, mættu vera stærri,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.