Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Page 12
Kannski kemur fátt á óvart nú orðið — ekki einu
sinni í heimsreisu austur á Bali. En jafnvel kaupmað-
ur úr vesturbænum getur orðið dálítið undrandi, þeg-
ar honum er umsvifalaust boðið barn til kaups.
Barn
fyrir
ollar
Guðlaugur Guðmundsson kaupmaður og böfundur greinarinnar ásamt
Zopbaníasi Zopbaníassyni austur á Baii.
Fjóröa heimsreisa Útsýn-
ar hófst 6. nóvember
1983 og lauk þann 24.
sama mánaðar. Fariö
var til austurlanda fjær. Það var
löng ferð og skemmtileg, sem
skilur eftir sig minningu og
myndir, sem seint gleymast.
Vegalengdin sem farin var
mun hafa verið milli 30 og 40
þúsund km og fargjaldið eftir
því verið innan við 2 krónur á
km. Alls var lent 16 sinnum á
leiðinni. Það var víða komið við.
Og vissulega erum við ferðafé-
lagar þakklátir fyrir að hafa
upplifað öll þau ævintýr sem
fyrir augu bar í ferð þessari. Alls
voru 130 manns með í för, þar af
4 fararstjórar.
Við í þessum stóra hóp, vorum
úr öllum stéttum hins íslenska
þjóðfélags. Bændur, verkamenn,
kaupsýslumenn og eftirlauna-
menn. Fólk, sem hefur unnið
hörðum höndum, krafist meira
af sjálfum sér, en minna af öðr-
um.
Lengstan tímann dvaldi hóp-
urinn í Bali í Indónesíu eða um
10 daga alls. Við bjuggum á Hót-
el Nusa Dua Beach, það var nýtt.
Byggt af 3 þúsund manns á
þremur árum. Móttakan á þessu
hóteli var stórkostleg í ljósa-
dýrð, dansi og söng, og mundum
við vilja lýsa henni þannig.
Það voru þreyttir heimsreisu-
farar Útsýnar sem þann 8.11.
1983 gengu að upplýstum dyrum
hótels Nusa Dua Beach eftir 11
V2 tíma ferð frá Bangkok í Thai-
landi, um Singapore Djakarta til
Bali.
í forsal hallarinnar lék ljósa-
dýrð og víðfeðmi, sem enga veggi
né þak virtist eiga, þó fylltist
þessi heimur himneskum tónum,
er hreif sál manns til hærri
hæða og úr fjarlægð komu fram
verur, sem tóku á sig mynd
■ kvenna, með æskuroða í kinnum.
'í fasi og hreyfingum eggjandi að
uppsprettu lífsins. Þær fögnuðu
okkur með blómaregni og opn-
uðu hliðin á höllinni. Þetta var
eins og ævintýri eða draumur
æskumanns, sem byggir hallir er
koma og fara. Við heims-
reisufarar gengum óþreyttir inn
um hallarhliðin.
í hugum okkar íslendinga var
Bali paradís á jörðu, fögur og
gjöful. Fólkið fallegt og elsku-
legt, virtist þó ekki hafa neitt af
því sem þróuð þjóðfélög hafa
EFTIR
GUÐLAUG
GUÐMUNDSSON
Karlar og konur baða sig, en kynin eru aðskilin.
upp á að bjóða. Það lifir víðast á
því sem landið gefur.
Byggingarsamþykkt Bali segir
svo að hús fólksins megi ekki
vera hærri en hæstu tré, þar af
leiðir að hugur og hönd manns-
ins brýtur ekki lögmál náttúr-
unnar.
Trúarskoðanir Bali-búa eru
gjörólíkar okkar trú og menn-
ingu. Þeir eru að meirihluta
hindúar. Trúa líka á anda, bæði
góða sem illa, og færa þeim dag-
lega fórnir í til þess gerðum
andahúsum, mjög skrautlegum.
Barni má ekki klappa á höfuðið.
Höfuðið er bústaður sálarinnar
og hreinleikans og höndin sem
margt snertir má þar engu spilla
né óhreinka.
Bali-búar eru félagslyndir, allt
þeirra daglega líf snýst um
trúna og að yrkja jörðina. Ekki
.
Listiðnaðarmaður á Bali beldur hlutnum með fótunum, en heggur gripinn
með höndunum.
Kristleifur á Húsafelli atbugar
uppskeru á hrísgrjónaakri.
er þar um vélvæðingu að ræða,
heldur er sigðin og höndin það
afl sem hreyfir hlutina. Hrís-
grjónin eru lífsmáttur fólksins,
jafnt að sjá í þéttbýli og dreif-
býli.
Lífskjör fólksins virðast samt
misjöfn og býr í því sjálfu. Orka
mannsins er misjöfn þar eins og
annars staðar. Við fórum nokkr-
ar stuttar ferðir um Bali.
Lengsta ferðin var upp til fjalla,
þar var veglegur heiðingjastaður
á hæð mikilli. Fagurt útsýni var
í kring yfir álitleg fjöll. Eldfjall
eitt mikið var að sjá í eina átt-
ina, það hafði síðast gosið 1963.
Rauð hrauntunga frá því klauf
skógarþykknið, langt niður fyrir
rætur þess. Mannabústaðir með
smá ökrum voru allt í kring,
enda dalurinn frjósamur. Lengst
inni í botni hans var stöðuvatn,
blágrátt að lit, minnti okkur á
Öskjuvatnið heima. Já, þarna
var fallegt, tignarlegt, milt og
litríkt land.
Á heimleið ókum við þvert yfir
fallegan djúpan dal, á rann eftir
honum. Hlíðar hans voru brattar
og á fagurlega hlöðnum stöllum
er gengu þvert á brekkuna, hver
upp af öðrum; þar uxu hrísgrjón.
Og í ánni mátti sjá stóra hópa
fólks baða sig, flest skýlulaust,
en kynin aðskilin með nokkurri
fjarlægð, þar þvoðu konur líka
þvott sinn og breiddu síðan til
þerris á jörðina. Fólkið virtist
svo rólegt og yfirvegað, enginn
var að flýta sér.
Næst var stanzað við hof eitt
mikið og fornt; þar var eins og
annars staðar á ferðamanna-
stöðum fullt af sölufólki allt frá
börnum upp í gamalmenni. Þetta
fólk seldi allskonar varning, úr
tré, járni og klæði og teppi, allt
handunnið, og sumt meistara-
lega vel gert. Vanalega fékk
maður hlutinn fyrir helming
þess verðs sem hann var boðinn
á í upphafi. Við Zophanías Zoph-
aníasson settumst á bekk undir
laufríku tré, sem skýldi manni
fyrir sólarhitanum. Að okkur
streymdi sölufólk sem við bönd-
uðum frá okkur. En svo kom
stúlka með lítinn dreng í fangi,
fallegan og hraustlegan. Hún
var á að giska 15 ára og drengur-
inn um tveggja ára. Stúlkan
bauð okkur barnið til kaups á
einn dollara. Við spurðum hvort
hún væri móðir drengsins. Já,
svarði hún og bætti við „kaupið
hann“ og um leið rétti hún barn-
ið til okkar og vildi fá einn doll-
ar. Við vikum okkur undan, vild-
um ekki láta reyna á það hvort
henni væri alvara. Það gat verið
óþægilegt að standa uppi með
barn á þessum slóðum.
Við gáfum stúlkunni engu að
síður einn dollar og það fór fal-
legt bros um varir hennar og
augun lýstu þakklæti. En at-
burður þessi líður ekki úr minni,
og vekur upp spurningar.
Að lokum þetta. Þó maður
hafi séð þetta land og þessa þjóð
á hvítu tjaldi, þá er það aðeins
skugginn af því, sem augu
manns sjálfs nema. Við sjáum
ekki eftir þeim krónum sem fóru
í þessa heimsreisuferð. Hún skil-
ur eftir nýtt viðhorf til lífs og
gæða. Og Ingólfi Guðbrandssyni
og starfsliði hans er hér með
þakkað fyrir gott skipulag.