Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Page 14
ROLF JACOBSEN
Tréð mitt
Einirinn, lyngmóðir, er mér kær.
Ei hann þarfnast sumars, nægir regn og snær.
Hann ypptir snauðri krónu, og engan færir nið.
Hann hefur langa, seiga rót sem grær vel grjótið við.
Um axlir hans fer vindur, á hári hvíla ský.
Af sér stendur storminn. Beygður. Ei haggast fyrir því.
Hann sækir máske draumur: Hvítt sóleyjarstóð,
þar sem heimur endar og yfir breðinn tróð.
Af öllum trjám á jörðu er hann næstur snjó,
og blindandi sól breðans. Líkjast þér er nóg.
Landslag með
grafvélum
Þær skófla í sig af skógunum mínum.
Sex grafvélar æddu og átu af skógunum mínum.
Guð hjálpi mér að þær skyldu verða til. Höfuð
augnalaus og augun á bakinu.
Þær skæla kjaftinn með kynjalangt skaft
og hafa villidýrstennur í vikum munnsins.
Þær háma í sig og æla, æla og háma í sig,
þyí þær hafa engan háls framar, heldur gleiðan
kjaft og skruðning í maga.
Er þetta einskonar helvíti?
Fyrir vaðfugla. Fyrir margvitra pelíkana?
Þær hafa blind augu og fjötra um fæturna.
Þær munu erfiða um aldir og breyta bláklukkunum
í malbik. Breiða yfir þær ský af fitumettuðum reyk
og kalda sól frá kösturum Ijósa.
Án hálsa, án raddbanda og án þess að kvarta.
Hjarta Guös
Hjarta Guðs þekkjum við ekki,
en við þekkjum annað sem fellur yfir oss
eins og regnið á hendurnar.
Augu hans sjáum við ekki,
en við sjáum
ósýnilegt ljós yfir öllum hlutum
sem á sumarnótt væri.
Rödd hans heyrum við ekki,
en við finnum
vegi til allra átta og spor í hjörtum
og stíga með lágmæltu Ijósi.
ÚR SAGNABANKA
LEIFS SVEINSSONAR
Skipbrotsmaðurinn á Mýrdalssandi
Þaö bar til á öndveröri öidinni aö frönsk skúta fórst á Mýrdaissandi.
Nokkrir af áhöfninni komust af, en voru nær dauöa en lífi, er þeir náðu
bæjum. Einn var þó sýnu verst kominn, því meö honum virtist varla
leynast neitt líf. Var því brugðiö á þaö þjóðráð Mýrdælinga að hátta hann
ofan í rúm hjá ungri konu rúmlega tvítugri, nýgiftri. Voru þau eölilega
nakin bæöi, því ekki veitti þeim hrakta af því, aö fá ylinn beinustu leiö.
Eiginmaöur konunnar fylgdist grannt meö, enda var það honum kapps-
mál, aö hinn franski sjómaöur vaknaöi aftur til þessa heims. Er ekki aö
orölengja þaö, aö svo skjótt kviknaöi Frakkinn til fjörsins, aö eigi var
iiðinn nema stundarfjórðungur, þegar hann var tekinn til við hina ungu
konu, þannig að hún kallar til manns síns: „Hann er byrjaöur að... “
„Segöu honum aö hætta manneskja," svaraði bóndi. „Gerðu það sjáifur,
ekki kann ég frönsku, “ svaraði þá konan.
Offramleiðsla á mjólk
Þaö var á 5. áratugnum, að bera tók á offramleiöslu mjólkur og leysti
Mjólkursamsalan máliö þannig, að bændum voru sendir ostar í mjólkur-
brúsunum, er þeim var skilað.
Nágranni Kolbeins i Kollafirði hittir hann á förnum vegi og spyr hann:
„Hefur þú fengiö senda mjolkurosta í brúsunum Kolbeinn minn, hvernig
finnst þér þeir á bragöiö?" „Ég hefi ekki smakkaö þá sjálfur, en þaö kom
hérna flækingshundur um daginn og ég gaf honum bita. Hann hefur ekki
komiö aftur, “ var svar Kolbeins.
Tvær pólskar
skyndimyndir
EFTIR JANUSZ ANDERMAN
GUÐBRANDUR GÍSLASON ÞÝDDI
álfræðingurinn, hæruskotinn á hægri vanga en ekki þeim vinstri,
hellir í sig vodka án þess að depla auga og talar.
„Ég ætla að segja upp, vil taka mér eitthvað annað fyrir hendur."
Glasið fyrir framan hann er fleytifullt á ný, á barmi þess dropi
eins og kristall í þann mund að springa.
„Sem læknir get ég engum hjálpað lengur, þess vegna hærist ég á
hægri vanga en ekki þeim vinstri. Einn sjúklinga minna segir mér að
ég sé undir eftirliti; ég er hvergi óhultur, þeir eru allstaðar, þeir hafa
komið fyrir hljóðnema á heimili mínu og til að bæta gráu ofan á svart hlera þeir
símtöl mín, svo ég er hættur að tala í síma, þeir opna bréf mín og lesa jafnvel
póstkortin, allt hvað eina, og þegar ég hætti mér út á götu reyna þeir að eitra fyrir
mig með gasi; þeir vilja einfaldlega byrla mér eitur, þeir eru allstaðar og þess
vegna verð ég æ hæruskotnari á hægri vanga og mig langar til að svara honum og
segja að ég hafi sömu einkennin, nákvæmlega þau sömu, að þetta sé aðeins
meinlaust ofsóknarbrjálæði sem líði hjá, sem auðvelt sé að iækna og sem eigi ekki
að valda honum miklu hugarangri, að báðir yrðum við læknaðir af þessu fári; „í
gær þegar ég var á bráðavakt fór ég til manns sem reynt hafði að fyrirfara sér,
hann var úr andspyrnuhreyfingunni og hafði farið huldu höfði mánuðum saman
og taugar hans þoldu ekki meira, hann hafði að vísu ekki skorið sig á slagæð en ég
vissi að á morgun eða þar næsta dag léti hann endanlega verða af því, óumflýjan-
lega, og ég hringdi um talstöðina í sjúkrabílnum til lögreglunnar og sagði til hans
vegna þess að fangelsið er eini griðastaður hans og endurhæfingarstöð; og þeir
sögðust koma að sækja hann og þökkuðu mér fyrir, og á því augnabliki varð mér
ljóst að þetta var minn síðasti dagur í þessu starfi."
Hann hellir í sig vodka án þess að depla auga og leggur kalt glasið að hægri
vanga sér ...
etta samtal er hlerað ... Þetta samtal er hlerað ... Þetta samtal
er hlerað.... Þetta samtal er hlerað... Ég er hræðilega þreytt-
ur, vegna þess að ég hef verið að lesa á annað þúsund síður af
ritgerðum í samkeppni um örlög fólks sem hefur verið í hjóna-
bandi í nokkur ár og ég er alveg í öngum mínum: nokkur hundr-
uð manns sendu inn ritgerðir, flestar konur, en ritgerðirnar
virðast allar skrifaðar af sömu konunni, sömu örvita konunni,
konu sem er orðin vitfirrt af örvæntingu eða lygasýki; ótrúlegt,
öll þessi hjónabönd steypt í sama mót, allt þetta unga fólk sem taldi sér trú um að
fólk ætti að vera hamingjusamt og hefði yfirleitt tilkall til þess og strax fyrstu
mánuðina, ekki einu sinni árin, þetta flakk milli framandi hreysa sem kosta
offjár, sambúð í fjölskylduíbúð með tengdamömmu, sem alltaf er til ama, að búa
sitt í hvoru lagi og hittast bak við runna, með von um íbúð árið tvö þúsund, fyrir
eftirlaunaaldurinn, börn sem koma í heiminn rétt eins og einhver þarfnist þeirra,
skömmu síðar og eiginmaðurinn byrjar að bugast og kemur æ oftar drukkinn
heim, hermaðurinn sem enga sigra getur unnið nema þá að ná í þessa fáu
skömmtunarseðla sem gilda fyrir úrgangi og konan hans hættir lífi og limum í
biðröðum til að nálgast þennan úrgang, skó sem hvergi fást hvort eð er, sápu sem
endist í fáeina daga, skömmtunarseðla fyrir líf sem ekki er hægt að kaupa vegna
þess að ekkert er til nema að fara á fætur í birtingu, þræla, standa í biðröðum og
horfa á sjónvarpsfréttirnar eða jafnvel líka að bíða alla nóttina fyrir framan
búðina þar sem seldir voru frystiskápar endur fyrir löngu eða þvottavélar og síðar
óumflýjanlega finnurðu hnefa drukkins eiginmanns þíns í andliti þínu í fyrsta
sinn; þessar konur mundu leggja sér gólfdúkinn til munns ef þær fengju aðeins að
njóta örlítillar ástar, en yfirleitt þekkja þær ekki þetta orð, þetta framandlega
orð, sem enginn mun nokkurn tíma útskýra fyrir þeim, því þessu orði hefur verið
útrýmt úr tungumáli okkar, það drepið með köldu blóði, þetta orð ást... þetta
samtal er hlerað ... þetta samtal er hlerað ... þetta samtal er hlerað ... þetta
samtal er hlerað ... þetta samtal er hlerað ...
Janusz Anderman er pólskur. Hann hefur unnið sem blaöamaður I heimalandi slnu, og skrifað
sögur, kvikmyndahandrit. Þessar tvær sögur voru birtar I tlmaritinu Index on Censorship, en það
birtir verk höfunda sem sviptir hafa veriö málfrelsi I heimalandi slnu.
14