Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Síða 2
Harm- sagaúr hversdaffi- lrfinu Um leikritið „Góða nótt, mamma“ sem sýnt verður á litla sviði Þjóðleikhússins. Ungur bandarískur rithöfundur, Marsha Norman, hlaut Pulitzer-verðlaunin 1983 fyrir leikrit sitt „Góða nótt, mamma". Þetta leikrit hennar hefur þegar hlotið verðskuldaða athygli víða og verður sýnt á fjölum Þjóðleikhússins á morgun. Leikritið er einþáttungur, einn og hálfur klukkutími að lengd í flutningi, en það er að yfirlögðu ráði sem ekki er gert hlé á sýningunni, því tíminn — rás tímans — samsömun hans í leikritinu og i vitund áhorfenda skiptir máli í framvindu leiks- ins. Þrjár eða fjórar klukkur tifa án afláts á sviðinu í takt við armbandsúrin i saln- um. Fljótt á litið gæti þetta virst sem „ódýrt" stílbragð af hendi höfundar en það gefur atburðarásinni vissa stígandi — verkar eins og öflug tímasprengja. Leikritið fer hvergi út fyrir ramma raunsæis, en höfundi tekst á listilegan hátt að flétta saman hversdagslegu atferli og sígildum sannindum um mannlegt eðli. Persónur eru tvær, Thelma Cates og dóttir hennar Jessie. Thelma er komin til ára sinna en dóttirin á miðjum aldri. Þær búa saman tvær einar úti á landsbyggð- inni einhvers staðar í suðurríkjum Banda- ríkianna... Aður en leiknum lýkur hafa báðar kon- urnar sýnt inn í sín innstu hugskot og áhorfendur hafa fylgst með hvernig þær hvor um sig bregðast við þungum örlögum. Dóttirin á frumkvæðið að atburðarás- inni. Hún hefur rekist á skammbyssu föð- ur síns í skókassa á háaloftinu og tilkynnir móður sinni að hún hyggist nota hana til að svipta sig lifi áður en dagur er kominn að kvöldi. í fyrstu trúir móðirin hvorki augum sín- um né eyrum, en atburðarásin rennur fram eins og framlengd dauðastund, for- leikur hins óumflýjanlega. Jessie segist vilja búa móður sína undir það sem koma skal — bæði að því er varð- ar hið innra, tilfinningarnar, og þær breytingar sem muni verða á ytra borðinu að því er varðar heimilishald — svo sem hvernig eldhúsáhöldum er fyrir komið, hvernig haga skuli daglegum innkaupum o.s.frv., en reynir um leið að útskýra og réttlæta fyrirætlun sína. Hún rekur raunasögu sína — eiginmað- urinn hefur yfirgefið hana — sonur henn- ar hefur leiðst út á afbrotabraut. Og um leið gerir hún grein fyrir hugarástandi sínu: „Mér líður illa, og mér mun halda áfram að líða illa eða ennþá verr — ég er þreytt og vonsvikin." Jessie vill nota þessar siðustu stundir til að kryfja til mergjar samband þeirra mæðgna og rifja upp hið liðna. Hún hefur uppi ásakanir í garð móður sinnar, þær þrátta og kljást hatrammlega. Þó er aug- ljóst að undir niðri ríkir á milli þeirra gagnkvæm ást og virðing. Ákvörðun Jessiar virðist þó að einhverju leyti byggjast á þörf hennar á því að ná sér niðri á móður sinni, en er jafnframt ör- væntingarfull tilraun hennar til þess að komast að hjartarótum móðurinnar. Og á skilnaðarstundinni vaknar dýpri skilning- ur þeirra á milli en annars hefði getað orðið. Það nægir þó ekki til að Jessie breyti ákvörðun sinni. Henni finnst hún aldrei hafa uppfyllt þær væntingar sem til henn- ar hafi verið gerðar. „Mín var beðið með eftirvætningu," segir hún, „en það er eins og ég hafi aldrei komið — þess vegna þarf ég ekki að vera. Og þér er ég ekki einu sinni þægileg í sambúð.“ Thelma verður að viðurkenna að svo sé ekki. Hún reynir að skilja hugaróra dóttur sinnar og um leið að aftra þvi að hún láti til skarar skríða. Og hún notar til þess öll sín ráð. Thelma hefur til að bera sterka skapgerð. Lífsþróttur og sjálfsbjargarvið- leitni eru henni í blóð borin. Hún hefur af tillitssemi sett hrjáða dóttur sína í það hlutverk að annast sig í ellinni til þess að gefa lífi hennar tilgang — en sér nú að enginn á að ráðskast með annars líf. En hún beitir allri sinni orku og hugkvæmni til að telja dótturinni hughvarf. Fyrst grípur hún til þess að rifja upp skemmtilegar sögur, grátbænir hana síð- an, ögrar henni, ógnar og formælir og hót- ar henni loks limlestingu. En allt kemur fyrir ekki. Átökin milli mæðgnanna magnast eftir því sem á líður leikinn. Thelma lætur loks hugfallast — hlustar sljó á fyrirmæli dótt- urinnar um það hvernig hún eigi að haga sér þegar hún hefur heyrt skotið ríða af — gerir þó enn eina örvæntingarfulla tilraun, en tekst ekki. Jessie býður móður sinni góða nótt, lok- ar herbergishurðinni á eftir sér og uppfyll- ir fyrirheitið. Móðirin stendur ein eftir á sviðinu — hún tekur upp símtólið til að tilkynna vandamönnum hvað orðið hafi og býst til að horfast f augu við sín eigin endalok. Þetta verða hin óumflýjanlegu sögulok — en samt righalda áhorfendur í þá von að svo sé ekki — eins og alltaf þegar hörmu- legir atburðir verða. 1 þessu verki slær höfundur aldrei á falska strengi — hvergi örlar á uppgerð eða mótsögn í texta. Samræður mæðgn- anna renna fram í eðlilegum farvegi með jafnri stígandi á ljósu og lipru hversdags- legu máli. Segja má að Marsha Norman feti að nokkru leyti í fótspor Chekovs sem sagði einhvern tíma varðandi leikritsgerð: „það sem gerist á sviðinu verður að vera nákvæmlega jafn flókið og líka jafn einfalt og það sem gerist í daglegu lífi okkar. Fólk situr t.d. að snæðingi — en um leið er skorið úr um örlög þess til góðs eða ills það sem eftir er ævinnar." En Marsha Norman stendur þó sjálfsagt nær landa sínum Eugene O’Neill hvað varðar kynngikraft, efnisval og ritstíl. Hún fjallar um gamalgrónar fjölskyldu- erjur, flókin tilfinningatengsl foreldra og barna, þar sem skiptast á bitrar ásakanir og fölskvalaus ást. Hér er á ferðinni frábær leikritahöfund- ur sem fjallar um hið sígilda í mannlegum samskiptum og þorir að skyggnast um í skúmaskotum manneðlisins sem fáir vilja horfast í augu við. (þftt og Btytt úr Dialoguc)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.