Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Qupperneq 9
Búrfell, 1984.
Ármót, 1981.
í Blöndu. Það hefur verið fátítt að menn
sæktu sér myndefni norður í Húnavatns-
sýslu. Eru einhver bönd sem binda þig við
hana?
„Alls ekki. En mér gengur betur að mála
landslag sem ég þekki og þessi og fleiri
myndir norðan úr Húnavatnssýslu eiga
rætur að rekja til veiðiferða í árnar þar.
Þá upplifir maður stundum stórkostlega
stemmningu og bæði þá og í öðrum ferðum
um landið nota ég annaðhvort myndavél
eða blýant og blað. Það er allt og sumt. Ég
mála ekki út í náttúrunni og það er rétt,
sem þú minntist á, að ég vinn algerlega úr
þessum efniviði, þegar heim er komið."
f framhaldi af því er kannski ekki óeðlilegt
þótt spurt sé: Hvers vegna málarðu lands-
lag og hvers vegna eitthvað úr landinu
fremur en borginni, sem þú hefur þó dag-
lega fyrir augum?
„Ég er unnandi íslenzkrar náttúru og
heillaður af íslenzku landslagi og náttúru-
fari. Það er hvort tveggja í senn það form-
ræna í öllum sínum fjölbreytileika, svo og
birtan og birtubrigðin, sjálf stemmningin.
Ég hef stundum tekið vatnsliti með mér til
útlanda og ætlað mér að vinna eitthvað í
þessa veru, en komið tómhentur heim. Það
sem ég sé þar verkar ekki örvandi á mig á
sama hátt og hér. En ég hef aldrei ætlað
mér að skrásetja eða lýsa neinum stöðum
nákvæmlega. Fyrir mér vakir það eitt að
nota landslagið á myndrænan hátt. Jafn-
vel sleppi ég bæjum ef því er að skipta og á
myndinni frá Bólstaðarhlíð, sem þú
minntist á, hef ég alveg sleppt bænum og
er þó bæði kirkja og félagsheimili þar og
staðarlegt heim að líta. Ef Húnvetningar
eru óánægðir með að bæinn vantar með
öllu, þá má gleðja þá með því að bæir hafa
komið fyrir í öðrum myndum, til dæmis
Grímstunga. Ég sleppi gjarnan smáatrið-
um á sama hátt þegar ég mála myndir af
húsum suður með sjó; Grindavík til dæm-
is. Húsin eru máluð sem heil form og ég
fer ekki út í önnur atriði eins og glugga."
Má rekja upphafið til hrifningar af verkum
einhvers málara, eða á landið eitt mestan
þátt í því?
„Ég hafði lengi haft yndi af myndlist og
sótt sýningar. En upphafið að eigin við-
leitni má rekja til hrifningar á verkum
Ásgríms Jónssonar, sérstaklega vatnslita-
myndum hans. Ég 'fór að fást við þetta
1966—67, þá orðinn lögfræðingur og byrj-
aður í bankanum. Framan af notaði ég
vatnsliti, en bæði þá og síðar hef ég alveg
forðast að stæla Asgrím; jafnvel þótt ég
máli sömu myndefni."
í því sambandi er vert að geta þess að
Bragi var með allmargar vatnslitamyndir
á sýningunni; landslagsmyndir sem nánast
voru abstraksjónir úr náttúrunni og yfir-
leitt stílfærðari verk en í olíulitnum. Jafn-
framt ofgerði hann hvergi því viðkvæma
efni, sem vatnslitur er og hefur gætt þess
að halda þeim fínleika, sem er aðalsmerki
þessarar tækni.
„Ég get ekki sagt að mér þyki skemmti-
legra að mála með vatnslit," segir Bragi.
„Eg nota þá önnur og hraðari vinnubrögð
en með olíulit og hendi hiklaust öllu því,
sem ég tel að hafi ekki tekizt nógu vel. Hitt
er svo annað mál, að ég á erfitt með að
skilja þann mun, sem er á mati fólks á
olíulit annars vegar og vatnslit hins vegar
og þá sérstaklega í ljósi þess að við eigum
einstætt listrænt afrek í vatnslitamyndum
Ásgríms. Það var svo lengi vel á sýningum,
að vatnslitamyndir seldust mjög illa og
reyndar var það á löngu tímabili, að
vatnslitamyndir sáust þar varla. Á því
hefur nú orðið breyting: vegur vatnslitar-
ins hefur farið vaxandi og líklega á Eirík-
ur Smith mestan heiður af því.
Oft hef ég komið í þessi ágætu söfn í
London, National Gallery og Tate Gallery,
og dást framar flestu öðru að Turner og þá
ekki sízt að vatnslitnum hans. Turner var
nú meiri galdramaðurinn í myndlist og yf-
irleitt eru Bretar snjallir í meðferð á
vatnslit og kunna lagið á því að höndla
þessa hlýju og mýkt, sem einkennir enskt
landslag. Samt verkar það ekki þannig á
mig, að mig langi til að mála það. Ég var
til dæmis úti í Wales nú í júní og þar er
heilmikið landslag, en það snerti mig ekki
sem myndefni. Svo er hitt einnig til, að
maður sér einhverja staði svo yfirgengi-
lega fagra, til dæmis firði í Noregi, að það
er einfaldlega ekki hægt að mála þá.“
Dreymir þig um að geta einhvern tíma hætt
í bankanum og snúið þér alfarið að þessu?
„Nei, mig dreymir ekki um það. Metnað-
ur minn stendur ekki til þess að verða
málari að atvinnu. Aftur á móti langar
mig til þess að mála góðar myndir."
Ertu Keykvíkingur að uppruna?
„Já, ég er fæddur í Reykjavík 1932 og ég
ólst hér einnig upp. Á sumrin var ég í sveit
austur í Mýrdal, sem er ein af fallegri
sveitum landsins, þótt ekki hafi ég leitað
fanga þar enn sem komið er. En þrátt fyrir
þennan uppruna, hef ég lítið horft til borg-
arinnar eftir myndefnum, en frekar litið í
kringum mig í Hafnarfirði og Grindavík.
Mér finnst það víst myndrænna sem þar
ber fyrir augu, sérstaklega gömul báru-
járnshús með sjóinn að bakgrunni. Það er
þó jafn víst að Reykjavík er mjög mynd-
ræn á köflum; það sáum við til dæmis í
myndum Louisu Matthíasdóttur, sem
sannarlega hefur kunnað að notfæra sér
það.“
Finnst þér að annað í myndlist höfði til þín
nú en til dæmis fyrir tíu árum?
„Vissulega. Það höfðar eitt til mín í dag
og annað á morgun. Fyrir utan Ásgrim,
sem ég hef áður minnst á, met ég Gunn-
laug Scheving geysilega mikils. Og mér
finnst hann alltaf vaxa við kynningu og
verða sífellt meiri og betri. Hann hefur
líka átt sínar fyrirmyndir meðal málara;
það er ljóst en hann notar þessi áhrif svo
persónulega, bæði frá Norðurlandamálur-
um og í seinni tíð Bonnard. Það er annars
merkilegt hvað Danir hafa átt góða mál-
ara; Harald Giersing til dæmis. Það er
hluti af sjálfsnámi hvers málara að skoða
það sérstaklega sem snertir hann og það
hef ég gert. Af öðrum erlendum málurum
vil ég nefna Hooper, sem var Bandaríkja-
maður og málaði geysilega áhrifamiklar
myndir frá sjávarsíðunni.
Og svo náttúrlega Turner.“
Áreiðanlega er það mjög sjaldgæft að
bankastjóri leggi fyrir sig listsköpun í
þeim mæli, að hann geti staðið að einka-
sýningu. En það er þó ekki einsdæmi.
Bragi veit um einn starfsbróður sinn vest-
ur í Bandaríkjunum, sem er myndhöggvari
og að minnsta kosti nægilega mikils met-
inn til þess að vera ráðinn til að gera
höggmynd í National Air and Space Muse-
um til minningar um fyrstu flugtilraunir
mannsins. Þessi maður heitir John Safer
og er bankastjóri og stjórnarformaður í
District of Columbia National Bank. f við-
tali við hann í Harvard Business Review
reynir hann að benda á hliðstæður í
bankastjórn og listsköpun, en þær kenn-
ingar eru nú heldur vafasamar. Eftir
myndum að dæma er „professional"-
bragur á myndum Safers; hann tekur
þetta mjög alvarlega og viðurkennir að
hann hugsi stundum um höggmyndir á
fundum í bankanum, en aldrei um banka-
mál þegar hann vinnur að myndunum, sem
um þessar mundir eru einkum unnar í
plexigler.
Hefur þér fundizt að fólk hafi fordóma
gegn þér í iistinni, vegna þess að þú ert í
þessari stöðu?
„Nei, ég hef ekki orðið var við slíka for-
dóma og nú væri mér sama þótt ég yrði
einhvers var í þá áttina. í því sambandi
má minna á, að listsköpun fsiendinga hef-
ur verið tómstundastarf í aldaraðir; til
dæmis hafa skáldin pkkar yfirleitt orðið
að sinna skáldskapnum, þegar næði gafst
frá brauðstritinu, stundum á stopulum
stundum, næstum alltaf hafa þau orðið að
starfa við annað en listina."
Fyrri sýningar: Einkasýning I Háhóli á Akur-
eyri 1976. Þrjár haustsýningar FlM, fyrst haustið
1975. Fjórar samsýningar hópsins Vetrarmynd,
siðast 1983. Bragi hefur þar að auki sýnt með
Isl. listafólki á sýningu I Hanover.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 17. NÖVEMBER 1984