Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Page 13
Þessi 2000 ára kona kom
uppúr einu feninu. Hún
hafði rerið krúnurökuð og
höfuðið brotíð með höggi.
f.Kr. Onnur eru furðu nýleg. Að minnsta
kosti eitt er af myndarlegum manni, sem
var stungið niður í mýrina með birkistöf-
um um 1360 e.Kr. En flest er hægt að
tímasetja frá 100 f.Kr. til 500 e.Kr. eða um
miðja járnöld í Evrópu. Það hefur vakið
furðu fræðimanna, hve sú venja að jarða
menn í mýri hefur verið mikil andstæða
venjulegra greftrana á þeim tíma, þegar
hinn látni var jarðsettur með matföngum
og áhöldum til gagns í öðrum heimi, sem
og hinna skrautlegu jarðarfara á bronzöld
þar áður og hinna tilkomumiklu útfara
víkinganna síðar.
Frá því er fyrsta fórnarlamb mýranna
kom í ljós, svo vitað sé, í Holstein 1640,
hefur mönnum staðið stuggur af þessum
líkfundum og menn grunað, að í rauninni
væri um fórnarlömb nýlegs morðs að
ræða. Lýsingar á sumum líkfundum hafa
verið skráðar. Lafði Moira lýsti nákvæm-
lega fundi beinagrindar mjög lágvaxinnar
konur í mýri á landareign hennar í Down-
héraði á Irlandi árið 1781. Þessi fornald-
arkona var klædd dýrindis herðaslá, og
skraut á höfuðkúpunni benti til, að hún
hafi verið prýdd höfuðdjásni.
MERKI Um Skelfileg
örlög
Klæðnaður þessa fólks skiptir miklu
máli frá sögulegu sjónarmiði. í Danmörku
hefur fundizt eitt merkasta klæði, sem um
getur frá fornöld. Það er eitt heilt fat, 170
sm að lengd og 270 sm að ummáli. Þessi
hringvefnaður myndar tignarlega, erma-
lausa skikkju með djúpum fellingum um
axlir konunnar. Sniðið er hið athyglisverð-
asta, því að svipuð fatahönnun var tekin
upp í Grikklandi á 5. öld f.Kr.
Örlög tveggja Mýrabúa, sem fundust við
Borremose í Danmörku, hafa verið skelfi-
leg.
Annar var maður, sem fannst sitjandi í
mýrinni, sem honum hafði verið varpað
niður í, munnurinn var opinn og hægri
fótur hans brotinn fyrir ofan hné. Vinstra
augað var hálfopið, gulhvítt að sjá með
dökka lithimnu. Hann hafði verið barinn
svo harkalega í höfuðið, að sá í heilann
gegnum gat á hnakkanum. Og enn var eitt
atriði sérstakt: Reipið um háls honum var
hnýtt þannig, að það minnti á hálsmen úr
málmi.
Hinn var þrekvaxin kona, sem hafði ver-
ið kastað niður í mýrina á grúfu. Höfuð-
leðrið hafði verið flegið af hnakkanum og
andlitið stórskaddað. Hægri handleggur
hennar var beygður fyrir andlitinu, en
hinn vinstri undir vinstri fæti, sem var
krepptur undir henni. Hún hefur dáið,
meðan hún var að reyna að komast upp úr
mýrinni.
Rómverski sagnaritarinn Tacitus skrif-
aði á fyrstu öld eftir Krist, að Germanir
dæmdu hugleysingja, svikara og kynvill-
inga til mýranna. Og í þessu samfélagi var
hórdómur ófyrirgefanleg synd, því að
hann rauf helgi ættflokksins. Tacitus lýsir
því, hvernig kona, sem hafði verið staðin
að hórdómi, var afklædd, hárið rakað af
henni og hún síðan barin og rekin um
þorpið.
Hórdómur getur einnig hafa verið
dauðasök 14 ára gamallar konu í Windeby
i Slésvik. Hún lá á bakinu, höfuðið sneri á
vinstri hlið og hægri handleggurinn var
yfir þvi eins og til varnar. Gullfallegt, ljóst
hár hennar hafði verið rakað vinstra meg-
in af höfðinu. Band, ofið úr brúnni, gulri
og rauðri ull, var bundið um höfuðið.
Sennilega hefur hún verið leidd nakin og
með bundið fyrir augun út til mýrarinnar,
þar sem henni hefur verið drekkt í grunnu
vatni. Birkigreinar og steinar héldu létt-
um, ungum likama hennar undir yfirborð-
inu.
ROTVARNAREFNI
í MÝRINNI
Þessi unga kona, sem þarna lét lif sitt á
fyrstu öld eftir Krists burð, lét okkur i té
merkilegt rannsóknarefni. Heili hennar er
sá, sem bezt hefur varðveitzt frá fornöld.
Þær heilafellingar og skorur, sem gera
okkur að mönnum, eru mjög greinilegar.
Enn er þó of snemmt að segja um, hvort
nokkur munur sé á heila frá því fyrir 2000
árum og heila nútímamanna.
En það er einkennilegt, hve heilar
margra Mýrabúa hafa geymzt vel, jafnvel
þótt höfuðkúpan sjálf hafi ekki verið heil-
leg. Hinar margbrotnu ástæður til þessar-
ar einstöku varðveizlu eru fólgnar í efna-
fræði mómýrar.
„Allt er loftlaust i mýrurn," segir dr.
Hayden Pritchard, grasafræðingur við Le-
high-háskólann. „Það er sérstaklega í
lægri lögunum, sem nær ekkert líf er að
finna, því að þar er ekkert súrefni. Það
þarf súrefni til að vinna á holdi."
Hið frábæra ásigkomulag húðarinnar á
Mýrabúum byggist á þeirri staðreynd, að
mýrarnar hafa i rauninni sútað skinn
þeirra. Jurtasútun er efnafræðileg breyt-
ing á húðinni í leður, með því að líkaminn
tekur í sig jurtaefni, sem hafa að geyma
sútunarsýru og önnur efni. Sútunarsýra er
aukaefni, sem myndast við upplausn
hvítmosa (svarðmosa), sem oft mynda
þekju á yfirborði mýra sem og eikar- og
grenitrjám í nágrenninu.
Áður en skinn sútast, verður yfirborð
þeirra að breytast frá því að vera mjög
lútarkennt í að vera lítillega súrt. Venju-
legt sýrumagn mýrar nægir algerlega til
þessa. Síðan verða víxláhrif milli efna í
sútunarsýrunni og eggjahvítuefna í húð-
inni. Þetta veldur sútun, sem eykur við-
nám húðarinnar gagnvart hvötum, sem
myndu leysa húðina upp og mynda gróður.
Ammoníakið, sem myndast í mýrinni,
breytir líkamsfitu í sápu, sem rotnar ekki.
En þar með er ekki allt upp talið. Jurtaefni
í mýrinni leysast upp í metan, kolefni og
formaldehyd. Metan verður svo smám
saman að methylalkóhóli.
Þegar vatnsupplausn af formaldehyd
kemst í samband við eggjahvítuefni,
breytist hún efnafræðilega í plast. Það er
óhagganlegt eins og tjara. Smám saman
gagntekur þetta allan líkamann. Það er
þess vegna sem Mýrabúar dragast ekki
saman eða rýrna eins og múmfur (smurl-
ingar). Formaldehyd-sambönd eru einnig
ástæðan til hinnar einstöku varðveizlu ull-
arklæða Mýrabúa. Þessi gangur er allur
annar en sá háttur, sem betur er þekktur
og hafður er á, þegar lík eru smurð. Þau
eru þá einfaldlega þurrkuð. Egyptar fjar-
lægðu innyflin úr hinum látnu og bjuggu
um líkin með ilmandi trjákvoðu. Síðan
voru þau vafin og innsigluð.
í Stuttum Feldum
Árið 52 f.Kr. sagði Júlíus Cæsar í bók
sinni „Gallastríðinu": „Germanir eru að-
eins í stuttum skinnfeldum, en naktir að
öðru leyti." Mýrabúar staðfesta það, sem
nágrannar þeirra í suðri sögðu um þá. Fáir
voru jarðsettir í öðru en feldinum, og það
virðist kynlegt á tímabili, sem var mjög
kalt og votviðrasamt. Svarið kann að vera
fólgið í því, að mýrarvatnið, sem varðveitti
mennina svo vel, hafi leyst upp línklæði.
Hvað geta Mýrabúar sagt okkur um kyn
sitt og menningu? Hvers konar samfélag
var það, sem fórnaði sínum eigin mönnum
og kom þeim svo fyrir ofaní mýri? Toll-
undmaðurinn var færður guðunum að fórn
á vorhátíð. í svip hans býr æðruleysi og
virðing, sem gæti bent til, að hér hafi verið
um fyrirmann að ræða, sem hafi brugðizt
vel við örlögum sínum. Dauði hans snertir
einmitt kjarnann í átrúnaði og hugsunar-
hætti fólksins. Þar sem nú er Danmörk og
Norðvestur-Þýzkaland, var Nerthus (sbr.
Njörður), Móðir Jörð, dýrkuð mest guða á
yngri járnöld. Hún var guðmóðirin, sem
útdeildi frjósemi öllum lifandi verum. Hún
var dauði haustsins og endurfæðing vors-
ins.
Á nýsteinöld voru gerðar myndir af
Nerthusi með fisk, tákni þeirrar frjósemi,
sem tengd var vatni. Hún réð yfir lífs-
krafti vatnsins, regninu, sem var uppsker-
unni nauðsyn. Snara Tollundmannsins
sýnir, að hann var vígður þessari gyðju.
Tákn hennar var hálsmen sérstakrar
gerðar. Hann var þjónn Nerthusar, lék
hlutverk maka gyðjunnar. Þegar vorið
kom, ók hann í hinum helga vagni hennar,
sem dreginn var af kúm. Þau fóru í
skrautlegri fylkingu milli þorpanna við
mikinn fögnuð fólksins. Síðasta máltíð
hans var úr korni, sem átti að þroskast við
ferð gyðjunnar á vagni sínum. Á síðasta
degi hátíðarinnar var hann leiddur til
hinnar helgu mýrar og tekinn af lífi, svo
að hringrás náttúrunnar héldi áfram og
sumarið gæfi fólki hans góða uppskeru.
Það er ef til vill þess vegna sem einmitt
þessi maður vekur svo mikla athygli. Ró
hans táknar hina fullkomnu vissu um, að
hann sé að hverfa til hinnar yfirnáttúru-
legu móður, hinnar ótæmandi lifslindar,
sem hinir dauðu snúi aftur til, svo að þeir
megi fæðast á ný. En kaldhæðni örlaganna
var sú, að með þvi að deyja fyrir Móður
Jörð hlaut hann þá frábæru umönnun
hennar, að menn gátu litið hann augum
2000 árum síðar eins og hann var, þegar
hann hélt á hennar fund.
— Sv.Ásg. — þýddi úr „Science Digest".
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 17. NOVEMBER 1984 13