Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Page 16
Litla S/36fra
hentar vaxandi
fyrirtækjum
„Litla S/36“ tölvan hefur notið mikilla
vinsælda frá því að hún var sett á
markaðinn. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að
„Litla S/36“ er mjög fjöihæf og uppfyllir þarfir
fyrirtækja af öllum stærðum.
Einn helsti kostur hennar er hversu vel
hún fellur inn í stór tölvukerfi og hentar
þess vegna fyrirtækjum sem hafa dreifða
gagnavinnslu. Einnig má tengja margar
IBM PC einkatölvur við „Litlu S/36“ og auka
þannig vinnslurými þeirra.
Stækka má „Litlu S/36“ eftir því sem
tölvuþörfin vex. Allan hugbúnað sem
gerður er fyrir „Litlu S/36“ má nota óbreyttan
fyrir stórar S/36 tölvur. Þessi hugbúnaðurer
mjög fjölbreyttur og svarar þörfum flestra
atvinnugreina.
Það er auðvelt að vinna með „Litlu
S/36“. Engar skipanir þarf að gefa, heldur
starfar hún samkvæmt verkseðlum.
Kerfisfræðings er ekki þörf til að hagnýta sér þessa skemmtilegu tölvu.
Unnt er að tengja 22 skerma eða prentara við „Litlu S/36“. Eins eru tengimöguleikar um
símalínur. Tölvan vegurekki nema 72 kg og þegar hún hefur verið sett á sinn stað, þá tekur aðeins 45
mínútur að setja hana í gang og lesa inn stjórnforritin.
Þú ættir að kynna þér kosti „Litlu S/36“ frá IBM. „LitlaS/36“ ertölvasem hentar vaxandi
fyrirtækjum.
ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI
Skaftahlíð 24 ■ 105 Reykjavík ■ Sími 27700