Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 4
HALLDOR LAXNESS I DEIGLUNNI Halldór 13 ára. Hann var svo ákveðinn í að verða rithöfundur, að á fermingarmyndinni, sem tek- in var 1915, situr hann fyrir með penna í hendi, líkt og hann hafí sem snöggvast litið uppúr skrift- um. náttúrunnar Isumar heyrði ég Finna nokkurn kvarta yfir því að innlendir listamenn þeirra þættu ekki merki- legir fyrr en þeir hefðu unnið sér frægð í útlönd- um. Mér fannst ég kannast við fyrirbærið að heiman. Líklega er þetta alþjóðlegt einkenni Fyrsti hluti af þremur Eftir dr. ÁRNA SIGUR- JÓNSSON smáþjóða, sem hættir alltaf til að vera utanveltu í menningarefnum — frá sjón- armiði stórþjóðanna. Á fyrstu áratugum aldarinnar veltu menn því fyrir sér hvernig íslendingar gætu lagt eitthvað af mörkum til heims- menningarinnar umfram það sem forn- skáld okkar gerðu. Komust menn á borð við Jón Leifs, Sigurð Nordal og Halldór Laxness þá að þeirri niðurstöðu að okkur bæri að leggja nokkra rækt við það sér- kennilega hjá okkur af því að við mundum aldrei geta apað erlendar stefnur svo vel eftir útlendingum að við gerðum betur en þeir sjálfir. Um raunsæisskáldin islensku var sagt að þeim hamlaði sú staðreynd að hér voru engar borgir með tilheyrandi ör- eigastétt, sem voru helsta viðfangsefni er- lendra natúralista. Þess vegna hafi raunsæisstefnan verið hjáróma stæling hérlendis á 19. öld. Gestur Pálsson og Ein- ar H. Kvaran fundu betri jarðveg fyrir verk sín um tíma vestanhafs eða gekk að minnsta kosti betur að lifa af ritstörfum þar en hér. Þeir sem heima sátu héldu hins vegar áfram að sukka í handliprum og hugprúðum óðalsbændadætrum og hræsn- isfullum presturn. Sigurður Nordal samdi formúlu, sem t.d. Einar Ólafur Sveinsson tók upp eftir hon- um, að menn hér yrðu að finna sér heppi- lega blöndu erlendra og innlendra áhrifa, en á árum sjálfstæðisbaráttunnar hafði sú stefna verið öflug að það erlenda væri yfir- leitt fremur viðsjárvert. Halldór Laxness tók undir þessa „jafnvægiskenningu" Nordals árið 1935 þegar hann benti á að við íslendingar verðum seint snjallari en ítalir I flutningi á ítölskum óperum. Tólf árum síðar benti hann líka á að gítarinn á myndum Píkassós getur aldrei átt sama erindi hérlendis, þar sem hann minnir menn helst á Hjálpræðisherinn, og á Spáni þar sem hann er eins konar þjóð- artákn líkt og saltfiskur og fálki voru hér til skamms tíma. Ferðamannamunstrið Sænski bókmenntafræðingurinn Lars Lönnroth hefur ásamt öðrum bent á hve algengt minni það er í fornsögum okkar, einkum í þáttunum, að ungur Islendingur ferðast til útlanda, aflar sér þar fjár og frama og hylli konungs og snýr heim að svo búnu. Nú er reyndar ekki auðvelt að verjast þeirri hugsun að þvílíkar sögur eigi rætur að rekja til vanmetakenndar þjóðar, sem er snauð af gulli og hefur öngva kon- ungshirð. Ef til vill hafa þær sprottið upp af annálaöri þörf roskinna karla til að segja sögur af dæmalausum sigrum sinum í æsku, enda hægara um vik að láta slík ævintýri gerast í fjarlægum löndum en á heimaslóðum. En hitt er líka þekkt staðreynd: að við íslendingar höfum stutt innlendar menntastofnanir og menningu okkar yfir- leitt með virkum samskiptum við útlönd. Hollusta þess að menntast í útlöndum hef- ur verið rómuð svo mjög að fram hafa komið raddir um að best væri að hafa hér engan háskóla og senda menn heldur utan til langskólanáms. Þeirrar skoðunar var prófessor Árni Pálsson í eina tíð, en Vil- hjálmur Þ. Gislason andmælti árið 1922. Eftir á að hyggja virðist Vilhjálmur hafa flutt betri málstað í þeirri deilu. Vilji menn hafa íslenska þjóð held ég að þeir verði að sætta sig við íslenskan háskóla líka. Bestu rithöfundar okkar á þessari öld og þeirri fyrri sóttu sér efni til annarra landa, bæði fé og frægð, auk yrkisefna og vinnuaðstöðu. Sá höfunda okkar, sem hlot- ið hefur glæsilegasta viðurkenningu á er- lendri grund, Halldór Laxness, hefur meira að segja dvalist langdvölum erlend- is, samanlagt án efa á annan tug ára. Bókmenntamarkaður Það var ekki eingöngu andleg fátækt Is- Iendinga né skortur á yrkisefnum hér sem olli því að Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson, Kamban og fleiri leituðu fyrir sér erlendis. Þar skifti kannski meira máli fjárskorturinn heima fyrir, ekki per- sónulegur fjárskortur þessara manna heldur smæð kaupendahópsins. Bók- menntamarkaðurinn hér var einfaldlega of lítill og fjárvana til þess að hægt væri að lifa á honum. Enn þann dag í dag eru ekki nema fáeinir einstaklingar hérlendis sem treysta sér til að lifa alfarið af rit- störfum, enda er stuðningur hins opinbera við bókmenntirnar í landinu bara lítið brot af tekjunum sem þær gefa af sér í skött- um. Árlega seljast nokkur hundruð þúsund skáldrit en útlán bókasafna eru á þriðju milljón áriega. Hvernig var bókmennta- markaðurinn á fyrstu áratugum aldarinn- ar? Útbreiddasta íslenska blaðið, Heims- kringla, hafði árið 1895 2.500 áskrifendur, en flest íslensk blöð höfðu þá yfir 1.000 kaupendur. Tímaritin voru ekki prentuð í stórum upplögum á 19. öld; til dæmis voru Ný félagsrit seld í 555 eintökum þegar mest var. En eftir heimsstyrjöldina kom- ust nokkur tímarit upp í 2.000 kaupendur. Á árunum 1907—1926 komu út 120 bækur hér á ári að meðaltali, og þar á meöai voru oft svona fimm upp í tíu skáldsögur. Frumsamdar skáldsögur á íslensku sem komu út á tímabilinu 1918—1929 voru tæplega fimmtíu talsins, en á sviði ljóða- gerðar var fjöldi bókatitla meiri. Bókaverð var þetta þrjár til sjö krónur og stundum yfir tíu, en á sama tíma voru verkamanna- laun í hafnarvinnu 1,16 fyrst eftir stríð en hækkaði í eina og hálfa; mjólkurlítrinn kostaði krónu. Til að dæmið gengi upp þurftu kostnaðarmenn, eins og forleggjar- ar voru kallaðir í þá daga, að selja að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.