Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 2
U R M I N U HORNil Heimspekingurinn smáöl FÖRUMANNA- RÓMANTÍKIN Hvaðan er til okkar komin sú hin mikla förumannarómantík, sem blómstraði svo fagurlega í ljóðum Davíðs frá Fagraskógi og Stefáns frá Hvítadal allt framyfir miðja okkar öld? Fyrirrennarar úr ís- lenskum hópi voru Jóhann Sig- urjónsson og Gunnar Gunnars- son, og jafnbornir þeim fyrst- nefndu s.a.s. Elínborg Lárus- dóttir og Guðmundur Frímann. Fyrstu spurningunni má svara: Auðvitað frá Rússlandi, Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð. Ég nefni aðeins Norðurlandahöf- undana Gustav Fröding, Selmu Lagerlöf og Knut Hamsun. En hér á landi var raunverulega aldrei trúverðugur jarðvegur fyrir þann ævintýrasöng. Það var ekki tilviljun að Davíð skyldi semja sína einu skáldsögu um Sölva Helgason og besta leikrit sitt um sálina hans Jóns míns. Margar þjóðsögur eru til um Sölva. Hann var, vitum við nú, fyrst og fremst frelsissinni og misskilinn myndlistarmaður, líklega geðveikur frá upphafi og eyðilagður af mannúðarlausri meðferð, samt var hann um margt á undan sinni samtíð. Bólu-Hjálmar blessaður, sá hrjúfi orðhákur, orti sína ógleymanlegu vísu: Heimspekingur hér kom einn í húsgangsklæðum. Með gleraugu hann gekk á skiöum. Gæfuleysið féll að síðum. Sjálfum var Sölva eignuð þessi vísa: Teikning eftir Sölra Heigason. Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Eg er djásn og dýrmæti Drottni sjálfum líkur. Auðvitað getur einhver annar hafa ort hana í hans anda. Al- kunn er og þessi staka: Mér þykir það meir en von að menn þig allir hati, herra Sölvi Helgason, húsgangurinn lati. Sölvi á svo að hafa breytt vís- unni þannig að í stað orðanna „hati“ komi prísi og síðustu lín- urnar verði „heimspekingur vísi.“ Á okkar tíð orti Jón Helgason skemmtilegt kvæði um Sölva og notar sögu hans og örlög sem vönd á samtímamenntamenn, sem gera sér hægt um vik og veita sér sjálfir þær nafnbætur sem hugurinn þráði. Endar kvæðið á þessari línu: „Nú myndi landstjórinn gera þig prófessor." OG raunveru- LEIKINN Jón Óskar rithöfundur hefur ekki verið ánægður með þá mynd, sem þjóðsögur og þjóð- skáld hafa búið til af Sölva Helgasyni. Hann hefur árum saman búið sig undir að skrifa heimildasögu um ævi lista- mannsins og „heimspekingsins smáða eins og Jón Helgason kallar hann. Markmið Jóns ósk- ars er að láta, eftir því sem unnt er, verk Sölva sjálfs veita honum uppreisn. Árum saman hefur Jón unnið að því hér heima og erlendis að grafa upp á söfnum og úr einkaeign málverk hans og handrit. Hann hefur og reynt að fletta ofan af því hvernig dómar- ar misþyrmdu honum andlega og líkamlega, eyðilögðu m.a. mikinn hluta handrita hans og lista- verka, húðstrýktu hann og dæmdu til miskunnarlausrar fangelsisvistar hér og erlendis. Það er ófögur saga. Þetta er efni stórmerkrar bókar Jóns, sem út kom sl. haust. Sölvi var f. 1820, d. 1895. Á hans tíð var harðstjórn á ís- landi, lög um vistarband og ekki ferðafrelsi fyrir fátæka, flestir höfðingjar og embættismenn miskunnarlitlir lögbókarþrælar. Sölvi var uppreisnargjarn lista- maður, sem þráði menntun og viðurkenningu. Hann varð ungur uppvís að því að hafa sjálfur gert sér reisupassa. Þetta viður- kenndi hann og hafði sér til af- sökunar harðneskju húsbænda í tíu vistum. Hann gat heldur ekki sannað eignarétt sinn á sumum þeirra bóka, sem hann hafði gripið til á bæjum höfðingja. Hann dáði menn eins og Jón forseta og Fjölnisútgefendur. Úr fangelsinu í Kaupmannahöfn skrifar hann Jóni og biður hann að útvega sér til láns nokkrar úrvalsbækur. Segir: „Undarleg og órannsakanleg eru þessi forlög Sölva veslings, en Guði sé lof, hann hefur gefið Sölva góðar gáfur og mikla still- ingu! Aldrei verið til né er nú, né heldur mun verða til — eins óþakklát þjóð í hinni víðlendu veröld — sem hin íslenska þjóð við afbragðsmenn sína. Svona hefur hún verið ævinlega og tek- ið snillinga sína og hetjur sínar af dögum, svo drambið og heimskan og hinn djöfulóði hroki fengi að ráða ..." Jón úr Vör ('íiíbíirantbiis roscns. /Ilórj> jarócirbama se/n bafa þjádst a/ blóóbrabba lija níi ref>ua eigiuleika sem n/>/ij>ötrii()ust i /icssn blómi. />a<) er np/irnnnió á .\Uula^asbar />ar sem /nísunáir ly/ja/irasa eru i l.uettn. Jurtir hafa fætt heiminn og læknað fólk af sjúkdómum frá því í árdaga. Nú eyðum við lífsforsendum þeirra sem svarar til 20 ha á hverri mínútu .Liíf okkar hér f heimi eigum við hinu græna yfirborði jarðar að þakka. Jurtir verja viðkvæman jarðveg gegn upp- blæstri, þær stýra samsetningu and- rúmsloftsins, binda vatn í ræktar- löndum og koma í veg fyrir eyðimerk- urmyndun. Án jurta kæmist maðurinn ekki af. Og þrátt fyrir þessa vitneskju eyðum við okkar eigin lífkerfi í svo ríkum mæli að nú þegar blasir stór- slys við — slys sem gengur yfir okkur sjálf og þó fyrst og fremst börn okkar. Tölurnar einar segja alla sögu — við eyðum árlega regnskógi í hitabeltinu sem er þrisvar sinnum stærri en Sviss; eftir 25 ár verða aðeins eftir leifar af skógum Indónesíu og Malasíu. Þaö sem við eyðum Mikið af matvælum, lyfjum og efnum sem við notum dag hvern alla ævi rekur uppruna sinn til þeirra villtu tegunda sem spretta upp í hitabeltinu. Samt er það ekki nema örsmár hluti þeirra jurta sem blómstra í heiminum, sem hefur verið rannsakaður með nýt- ingu fýrir auguin. Það er hryllilegt til- hugsunar að nú skuli um 25.000 allra blómstrandi tegunda ramba á barmi útrýmingar. Þegar jurtirnar hverfa, þá hverfa þær að eilífu. Þegar skógarnir eyðast verða aðeins eyðimerkur eftír. Kichard Evans Schultes Dr. Richarcl Hrans Scbulles. stjórnancli jurlasafns Harvard háskólans hefur eytt IJ árum t frumskógum Amazon- srcudisins og safnaö ..tiifra” jurlum sem sögur <>g sctgnir hafa myndast um <>g komiö þessum jurtum á framfceri riö rísindi Vesturianda. „l.yffram- tíöarinnar. " segir hann — .. rctxct í frumskóginum. " Við hvern er að sakast? Enginn einn er sökudólgur — nema heimskan og skammsýnin. Hinar blá- fátæku þjóðir sem byggja skógana verða að ryðja skóg til að fá ræktunar- land og eldsneyti. En þetta er gert þannig að þjóðirnar eru að grafa undan eigin lífsforsendum. Við þetta bætist að bróðurpartur skóganna cr felldur til að mæta vaxandi markaðsþörf fyrir timbur úr hitabeltisskógi — við hófum í raun samið áætlun um eigin tortímingu. Hvað er hægt að gera? Vandinn virðist svo tröllvaxinn að mörgum er skapi næst að yppa öxlum og segja: ,,Hvað get ég svo sem gert?” En það er til svar við vandanum. Jurtagæsluáætlun WWF ,,Alþjóðleg áætlun um verndun náttúru’’ var gefin út 1980 og er það áætlun sem miðar að jiví að vernda náttúruauðæfi jarðar jafnframt j:>ví að virkja þessi auðæfi í þágu mannkyns. Nú hefur verið undirbúin alþjóðleg áætlun til verndar jurtum, sem byggir á áætlunum og regium ,,Verndunar- áætlunarinnar” og er komin vel af stað hvarvetna í heiminum. Þú getur oröiö þátttakandi Verndaráætlun Alþjóða náttúru- verndarsjóðsins (WWF) er lífsbjargar- áætlun sem þú getur aðstoðað við að gera að veruleika. Gakktu til liðs við Alþjóða náttúruverndarsjóðinn núna. Við höfum þörf fyrir liðsinni þitt og fyrir fjárhagslegan stuðning þinn. Framlög má senda beint til World Wildlife Fund: WWF Internationai, Membership Secretary, World Conservation Centre, 1196 Gland, Switzerland. Bjargið jurtum þær bjarga okkur WWF FOR WORLD CONSERVATION Á íslandi veitir dr. Sturla Friðriksson áhugasömum nánari upplýsingar um WWF í sfma 91/8 22 30 (Rannsóknastofnun Landbúnaðarins). 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.