Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 4
Johan Sebastian Bach á 300 ára afmæli þann 21. marz. „Hugsaðu þér þennan mann. Það bjó í honum svo ógnar sterkur frum- kraftur. Hann átti tuttugu og eitt barn og var störf- um hlaðinn alla tíð. Hvernig hann, jafnhliða skyldustörfum sínum, gat samið alla þessa undurs- amlegu tónlist, er mér hulin ráðgáta.“ HELGA INGÓLFSDÓTTIR Helga Ingólfsdóttir heima hjá sér á Álftanesi. „Næsta sumar verður mikið um dýrðir íSkálholti. Ég hef skipulagt þar tónlistarhátíð, tíu tónleika fimm helgar í röð. Ég tel þessa hátíð rera stærsta verkefni mitt. Þetta verður nokkurskonar sumarhátíð sembalsins, því semballinn hljómar á öllum tónleikunum." Ljósmynd Lesbók/Árni Sæberg í tónverkum Bachs endurspeglast mannleg reynsla á hinn fegursta hátt Kristín Sveinsdóttir ræð- ir við Helgu Ingólfsdótt- ur semballeikara í tilefni 300 ára afmælis Johans Sebastian Bach, og svo þess, að Helga hefur gefið út hljómplötu, þar sem hún leikur verk eft- ir Bach á sembal Sterk bílljósin á móti blinduðu mig. Hvað hafði hún sagt: „Beygðu til vinstri við Bessa- staðaafleggjarann, síðan aftur til vinstri, svo til hægri. Þá kemurðu að hvítu húsi. Þar bý ég.“ í myrkri hafa hús engan lit, aðeins ferköntuð, forvitin augu. Ég lagði bílnum við hús sem mér fannst líklegt og bankaði upp á. „Helga Ingólfsdóttir semballeikari, á hún heima hér?“ „Nei.“ En vingjarnlega konan sem kom til dyra benti mér á ljós í glugga skammt frá. Helga kom sjálf til dyra. Hæglát og elskuleg leiddi hún mig til stofu. Þorkell færði mér inniskó: „Svo að þér verði ekki kalt á fótunum," sagði hann og hvarf. ,,Það hafa margir listamenn búið um sig á Alftanésinu," sagði ég. „Fyrir listamann er hvergi betra að búa. Kyrrðin er svo mikil og náttúrufegurðin ótrúleg. Útsýnið héðan úr stofugluggan- um, Reykjanesfjallgarðurinn, Hafnar- fjörður, Keflavík. Þú hefðir átt aö koma í björtu, — þú kemur aftur seinna. Ég elska náttúruna. Hún er áhugamál mitt númer tvö.“ „Músíkin er auðvitað númer eitt,“ sagði ég. „Nei, þetta er ekki rétt hjá mér. Þorkell kemur fyrstur, síðan tónlistin. Náttúran, fjaran hérna er í þriðja sæti.“ „Sænsk kona sagði mér í sumar sem leið, að í Svíþjóð væri það ekki í tísku að tala vel um manninn sinn.“ „Við Þorkell höfum þekkst frá því að við vorum börn. Ef hann hefði ekki verið mér sú stoð sem hann er, væri ég ekki sú sem ég er. Það er hann sem hvetur mig til dáða, eggjar mig til að ryðja nýjar brautir. Hann er besti gagnrýnandinn minn.“ „Er það ekki vont?" „Er hvað vont?“ „Að láta gagnrýna sig?“ „Það er ekki sama, hvernig það er gert. Þorkeli er mjög músíkalskur. Ég leik fyrir hann að kveldi það sem ég hef verið að æfa þann daginn. Við ræðum verkið, hvað mætti betur fara, hvernig túlkunin mætti breytast. Hann er óvæginn og það er mér mikils virði.“ Helga Og Manúela „í mörg ár var það svo, að varla var þín getið án þess að nafn Manúelu væri nefnt í sömu andrá; Helga Ingólfsdóttir og Manu- ela Wiesler." „í sjö ár áttum við stórkostlegt sam- starf. Af því lærði ég ótrúlega margt sem ég reyndar finn að er ennþá aö brjóta sér leið upp á yfirborðið úr undirmeðvitund- inni. Við Manúela erum afskaplega ólíkar manneskjur, en þegar við unnum saman tókst okkur að draga fram leynda krafta hvor frá annarri. Núna er hún í Malmö." „Manúela?" „Já. Svíar hafa tekið hana upp á sína arma. Hún hefur haldið um hundrað kon- serta á þessu ári. Hún er fágætur list- amaður." Næstu spurningu hugsaði ég lengi og bar fram með mikilli varúð: „Varð ekki tómarúm í lífi þínu eftir að þið Manúela hættuð að vinna saman?" „Alls ekki. Ég er fyrst og fremst afar þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman, en allir dagar eiga kvöld, og það má segja að orðið hafi þáttaskil hjá okkur báðum. Samstarf okkar var mér óskaplega mikils virði, en ég vanrækti einleikinn á meðan. Um líkt leyti, eða fyrir tveimur árum, eignaðist ég þennan sembal sem stendur hérna í stofunni. Ég kalla hann Stradivariusinn minn.“ Hljómurinn í rödd Helgu varð enn mýkri og þýðari og hún horfði ástúðlega á hljóðfærið sitt. Það varð löng þögn sem rann saman við djúpa kyrrðina sem ríkti i húsinu. Klukkan á veggnum sló taktinn andante. Ég rauf þögnina og spurði Helgu, hvern- ig hún færi að, þegar hún héldi konserta, hvort hún þyrfti ekki að flytja hljóðfærið með sér. Hún horfði enn heitum augum á sembal- inn og brosti blítt: „Já, við fylgjumst að.“ „Þið? Áttu við sembalinn og þig?“ „Já. Ég verð alltaf að flytja hann með mér. Síðastliðiö sumar ferðuðumst við um Snæfellsnesið tvö ein. Á hverjum stað varð ég að leita á náðir tveggja fílefldra karl- manna til að bera hann úr bílnum og í. Þetta var ákaflega erfitt ferðalag en skemmtilegt. Satt að segja var bíllinn keyptur með sérstöku tilliti til sembal- flutninganna." „Ég hélt að það þyrfti alltaf að stilla svona hljóðfæri eftir flutninga." „Það er rétt. Ég stilli hann sjálf og geri við hann líka. Það liggur svolítið skemmti- leg saga á bak við það. Þorkell, maðurinn minn, smíðaði fyrsta sembalinn minn. Það var afar lærdómsríkt fyrir okkur bæði, þvi að í fyrstunni sá Þorkell um allt viðhald, en smátt og smátt þróuðust málin þannig, að ég fór að gera við hann sjálf. Þar sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.